Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á ALÞINGI í fyrravetur var tek- ist á um réttindi og kjör lífeyr- isþega. Ríkisstjórn Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks hafði staðið gegn kjarabótum þessa fólks og það mátt sækja rétt sinn í gegn- um dómstóla. Þá stóðu Vinstri græn, Sam- fylking og Frjálslyndi flokkurinn þétt saman um tillögur að nýrri framtíðarskipan lífeyr- ismála þar sem m.a. var krafist stórfelldrar hækkunar grunnlíf- eyris og að frí- tekjumark vegna at- vinnutekna færi strax upp í 75 þúsund krón- ur á mánuði. Við kröfðumst afnáms tengsla lífeyr- isgreiðslna við atvinnu- og lífeyr- istekjur maka. Þá var harðlega gagnrýnt að skattleysismörk hefðu ekki fylgt launaþróun undanfarinna ára og var krafist leiðréttingar þeirra. „Lífeyrisþega í forgang“ var stórmál kosninganna. Aldraðir sviknir Í kosningunum í vor lofaði Sam- fylkingin að stórhækka skattleys- ismörkin strax. Nefnd var talan 100-150 þúsund krónur á mánuði. Til að fylgja launaþróun hefði hún átt að vera um 140 þúsund krónur. Út á þessi loforð voru þingmenn Samfylkingarinnar m.a. kosnir. Hinn mikli afgangur á fjárlögum og sterk staða ríkissjóðs hlýtur nú að gefa gott tækifæri til að standa við stóru loforðin sem lífeyrisþegum voru gefin á sl. vori og sem brýnt er að standa við. Fyrstu fjárlög nýrrar rík- isstjórnar eru ætíð stefnumarkandi fyrir framtíð hennar. En hvað ger- ist? Sjálfstæðisflokkurinn hefur sitt fram. Skattleysismörkin eru áfram óbreytt 90 þúsund krónur á mánuði. Og skattleysismörkin eiga ekki einu sinni að fylgja launaþróun, sem þýðir raunskerðingu um a.m.k. 4-5% á árinu. Óljós fyrirheit eru hinsvegar gefin um skattalækkanir á kjörtímabilinu, að sjálfsögðu til hátekjufólks eins og Sjálfstæð- isflokkurinn hefur alltaf passað upp á. Nú voru kosningar afstaðnar og þá þurfti ekki að minnast á eldri borgara í stefnuræðum forystumanna rík- isstjórnarinnar! Öryrkjar sviknir Ein stærsta krafa fyrir síðustu kosningar var hækkun frí- tekjumarks vegna at- vinnutekna lífeyr- isþega. Það er mikið réttlætismál, sér- staklega fyrir þá sem eru á tíma- bundnum eða varanlegum örorkulíf- eyri. Það að geta sótt vinnu að hluta, aflað nokkurra tekna, án skerðingar lífeyris er mikil hvatn- ing og kjarabót fyrir þennan hóp en einnig fyrir ellilífeyrisþega. Það skiptir líka miklu máli fyrir þjóðfé- lagið að geta notið starfskrafta allra þegna sinna eftir því sem tök eru. Eftir mikinn þrýsting og sterka samstöðu stjórnarandstöðu sl. vetur lét ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar undan með 25 þúsund króna frítekjumark á mánuði. Við kröfðumst 75 þúsund króna tekju- marks á mánuði að lágmarki. Í kosningabaráttunni bauð Samfylk- ingin enn betur eða 100 þúsund króna frítekjumark á mánuði. Stefna ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar er hins vegar óbreytt staða, 25 þúsund króna frítekjumark á mánuði. Það hækkar ekki einu sinni í samræmi við launaþróun. Skattbyrðin er áfram færð á lægstu laun og lífeyr- isþega. Mikil vonbrigði Eftir alla baráttuna og digur kosningaloforð Samfylkingarinnar um að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja hlýtur þessi niðurstaða að valda miklum vonbrigðum. Mér er nær að halda að Samfylkingin hafi náð meiri árangri í að bæta kjör lífeyrisþega á sl. vetri í stjórn- arandstöðu með Vinstri grænum og Frjálslyndum en sá flokkur ger- ir nú í samstjórn með Sjálfstæð- isflokknum. Samfylkingin bognar – Morg- unblaðið gleðst Er að undra þótt höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins 30. september sl. sé ánægður? Þar segir m.a.: „Það sem af er hefur ný ríkisstjórn ekki sýnt nein merki þess að hún stefni í nýjar áttir eftir tólf ára samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Aðild Sam- fylkingar að ríkisstjórninni hefur ekki orðið til að brjóta blað á einn eða annan veg. Ráðherrar Sam- fylkingarinnar hafa gengið inn í ráðuneytin og í stórum dráttum fylgt stefnu forvera sinna.“ Frammistaða Samfylkingarinnar eins og hún kemur fram í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar hlýtur að valda kjósendum hennar mikl- um vonbrigðum. Fjárlög nýrrar ríkisstjórnar Samfylkingarinnar Jón Bjarnason segir að aldraðir og öryrkjar hafi verið sviknir »Eftir alla baráttunaog digur kosninga- loforð Samfylking- arinnar um að stórbæta kjör aldraðra og öryrkja valda ný fjárlög miklum vonbrigðum. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs í Norð- vesturkjördæmi ÞRIÐJUDAGINN 2. október síðastliðin flutti forsætisráðherra stefnuræðu sína á Alþingi eins og venjan er á þessum árstíma. Í kjölfarið stigu hinir og þessir þingmenn í ræðustól og tjáðu sig um ágæta ræðu for- sætisráðherra nú eða eitthvað annað sem þingmönnum fannst nauðsynlegt að koma að. Þar á meðal sté 75% þingflokks sem kýs að kenna sig við frjálslyndi í pontu til að tjá sig. Út á það er lítið að setja en það sem vakti athygli mína var lokaræða kvöldsins sem flutt var af Grétari Mar Jónssyni, þingmanni Frjáls- lynda flokksins. Orð eins og gjafakvóti og sæ- greifar voru áberandi í ræðu Grétars. Hann spurði meðal ann- ars hvað það væri sem gerði það að verkum að stjórnvöld verðu ,,þetta óréttláta kvótakerfi“ út í eitt. Hann vílaði ekki fyrir sér að halda því fram að þjóðin vildi breytingu á þessum málum. Þess vegna fékk Frjálslyndi flokk- urinn (sem er með afnám kvóta- kerfisins efst á dagskrá) einmitt svona mörg atkvæði í nýliðnum kosningum. En nóg um það. Grétar gaf til kynna að þing- heimur virkaði sem strengja- brúður í höndum sægreifanna sem að lokum kæmi í veg fyrir að menn hættu að útdeila því sem hann kallaði gjafakvóta. Með þessum orðum sínum kýs hann að leggja þá staðreynd til hliðar að hér hafa menn í mörg ár lagt miklar fjárhæðir, tíma og orku í sjávarútveginn. Það sem hann kýs að kalla sægreifa eru einfaldlega menn og konur sem lagt hafa það fyrir sig að stunda fiskveiðar. Grétar Mar kýs að taka einn þjóð- félagshóp fyrir og úthúða honum í ræðustóli Alþingis. En hann lét ekki þar við sitja. Í ræðu sinni dró hann upp mjög svo ýkta en þó dökka mynd af kvótakerfinu og sagði meðal annars: ,,Félagslegur þáttur kvótakerfisins hefur ekki verið mikið í umræðunni, hrak- farir einstaklinga og fjölskyldna, gjaldþrot og skilnaðir, fjöl- skyldur sundraðar og líf margra í rúst.“ Það er bara ekkert annað. Ein- hverra hluta vegna telur Grétar Mar sig hafa forsendur til að halda því fram að kvótakerfið hafi sundrað heilu fjölskyldunum, valdið hjónaskilnuðum og lagt ,,líf margra í rúst“. Nú má vel vera að hjónaskiln- aðir séu algengir á Íslandi og það er miður. En hvaða forsendur telur Grétar Mar sig hafa til að fullyrða að það sé orsaka- samband milli kvótakerfisins og þeirra ógæfuatriða sem talin voru hér upp? Og hinn nýkjörni þingmaður kýs að nefna gjald- þrot. Ef til vill hafa einhverjir sem stundað hafa sjávarútveg sem starfsgrein farið í gjaldþrot og það er einnig miður. En getur hann fullyrt að það sé kvótakerf- inu einu að kenna? Eru almennar forsendur um rekstrarhag- kvæmni og heilbrigða skynsemi í ákvörðunartöku lagðar til hliðar með öllu í þessum ógæfuhugs- unum þingmannsins? Rétt er að taka fram að það er einnig fullt af fólki sem starfar í sjávarútvegi sem gengur vel fjár- hagslega, hjónaböndin blómstra og fjölskyldur sameinaðar. Ekki er hægt að benda á orsaka- samband milli þess og kvótakerf- isins en það er þó ekki fjarri lagi miðað við ræðu Grétars Marar. Skiptir það kannski engu máli? Ef menn vilja taka þessa um- ræðu eitthvað lengra er sjálfsagt hægt að reyna að greina hvaða starfsgrein sem er og fjalla um hana með þessum hætti. Þetta er hins vegar afar ósmekkleg um- ræða, það er, að leggja stöðu fjölskyldunnar fyrir sig í póli- tísku þrasi. Það er ljóst að með því fyr- irkomulagi sem felst í kvótakerf- inu eru forsendur hagkvæms sjávarútvegs lagðar. Á meðan skáldaðar eru sögur um hrakfarir og hjónaskilnaði leggur fjöldi fólks á sig mikla vinnu við að nýta sjávarauðlindir landsins með sem bestum hætti. Þar er fólk tilbúið að takast á við sveifl- ur og laga sig að breyttum að- stæðum þegar þær liggja fyrir. Það má vel vera að einhverjum hafi ekki tekist að laga sig að þeim rekstri en eins og fyrr segir er hægt að segja hið sama um hvaða starfsgrein sem er. Þeir sem fjárfesta og starfa í sjávar- útvegi eiga ekki skilið að talað sé um þá með þessum hætti á hinu virðulega Alþingi – ekki frekar en nokkur önnur vinnandi stétt hér á landi. Nú er í sjálfu sér ekkert rangt að hafa skoðun á hinu og þessu. Flokkurinn sem kennir sig við frjálslyndi er á móti kvótakerfinu og þó ég deili ekki skoðun þeirra þá hafa þeir engu að síður rétt á henni. En eins og fyrr segir, þá liggja engar forsendur fyrir orð- um Grétars Marar. Er svona málflutningur út í loftið við hæfi? Eru menn í örvæntingu sinni á andstöðu við kvótakerfið tilbúnir að tína allt til svo lengi sem þeir geta dregið upp sem dekksta mynd af kerfinu sem þeim er svo illa við? Kvótakerfið og hjónaskilnaðir Gísli Freyr Valdórsson er ósátt- ur við málflutning Grétars Mar- ar á Alþingi »Eru menn í ör-væntingu sinni á andstöðu við kvóta- kerfið tilbúnir að tína allt til svo lengi sem þeir geta dreg- ið upp sem dekksta mynd af kerfinu? Gísli freyr Valdorsson Höfundur er stjórnmálafræðinemi. ÞEGAR ég var lítill hugsaði ég oft um óskir. Rætast þær eða ekki? Ég gerði tilraunir, eins og væntanlega flestir, með því að reyna að óska heitt og innilega að ég eignaðist eitthvað (lík- lega eitthvert flott Masters of the Uni- verse-dót). Þetta virk- aði aldrei (nema hugs- anlega ef maður minntist á óskirnar við rétta aðila). Ég komst því að þeirri einföldu niðurstöðu að það hefði enga þýðingu að óska sér. Það virðast ekki allir ná þessu. Rhonda Byrne hef- ur grætt ógeðslega mikið af peningum með því að selja fólki þá hugmynd að það dugi að óska sér. Reyndar orðar hún þetta á þá leið að mað- ur þurfi að hugsa ákaf- lega sterkt um það sem maður vilji og þá fái maður það. Merki- legt nokk þá kaupir fólk þetta rugl. Bók hennar hefur verið þýdd á íslensku sem The Secret: Leynd- armálið. Einnig er ver- ið að gefa út á Íslandi mynd um sama efni. Þarna er reyndar að finna ein- hverja sjálfsagða hluti eins og að það sé gott að hugsa jákvæðar hugsanir en síðan koma viskuperlur á við að „Lögmál aðdráttaraflsins er Al- heimslögmálið sem skapaði heiminn. Samkvæmt lögmáli skammtafræð- innar í eðlisfræði varð alheimurinn til út frá hugsun.“ Það ætti að vera óþarfi að taka fram að þetta er bara rugl. Alls konar rugludallar vísa í skammtafræði til þess að réttlæta hugmyndir sínar vitandi að nær eng- inn skilur þetta svið vísindanna. Svo það sé alveg ljóst þá er enginn fræði- maður sem er tekinn alvarlega innan eðlisfræðiheimsins sem heldur því fram að alheimurinn hafi orðið til út frá hugsun. Þetta er einfaldlega kjaftæði. Rhonda heldur því statt og stöðugt fram að öll helstu mikilmenni heimssögunnar hafi nýtt sér leyndarmálið eða „lögmálið“, hvort sem þeir vissu það eða ekki. Þetta eru hring- rök af verstu gerð. Það segir sitt að þó að öll þessi mikilmenni hafi notað leyndarmál þá vitnar hún af ein- hverjum ástæðum ekki í þessi stórmenni held- ur kýs hún að treysta á ýmsa vafasama karakt- era. Rhonda vitnar í læri- meistarann Bob Proc- tor sem kemur með þessa gullnu skýringu á misskiptingu auðs. „Veistu ástæðuna fyrir því að um 96% af öllum ágóða heimsins renna til 1% mannkyns? Held- urðu að það sé tilviljun? Það lítur kannski þann- ig út. Þetta eina prósent manna hefur öðlast sér- stakan skilning. Þetta fólk hefur gert sér grein fyrir leynd- armálinu.“ Í raun og veru þýðir þetta að fólk sem er að svelta í hel eða að deyja úr alnæmi hefur bara ekki hugsað nógu jákvæðar hugsanir. Ef þið haldið að ég sé að mistúlka þá er best að vitna aftur í Dr. Joe sem segir að „[a]llt sem þú býrð við á þessari stundu hefur þú dregið að þér, þar á meðal allar aðstæður sem þú kvartar und- an“. Rhonda segir að „[e]ina ástæð- an fyrir því að fólk fær ekki það sem það vill er sú að það hugsar meira um það sem það vill ekki heldur en það sem það raunverulega vill“. Þetta er svo gríðarlega móðgandi við fólk sem hefur það bágt án þess að geta nokkuð gert í því. Flestir sem eru fátækir í heiminum hafa einfaldlega fæðst inn í illa staddar fjölskyldur og þjóðfélög. Það er sama hversu jákvæðar hugsanir þetta fólk hugsar, það bjargast ekki í gegnum þær. Ekki minnkar ruglið þegar Dr. Joe Vitale (doktor í hverju virðist vera leyndarmál) útskýrir að „[h]ugsanir eru sendar með raf- rænni tíðni sem dregur samsvarandi tíðni aftur til þín“. Nei, þetta er bara ósatt. Dr. Joe virðist ekki einu sinni vita hvað fyrirbærið tíðni er. John Asaraf „vitringur“ virðist þjást af sama þekkingarskorti og segir að „[e]f þú hugsar sömu hugsun í sí- fellu, t.a.m. ef þú ímyndar þér hvern- ig það væri að eignast glænýjan bíl, [...]. Ef þú ímyndar þér hvernig það yrði þá ertu stöðugt að senda frá þér ákveðna tíðnibylgju“. Það er annars áhugavert að Dr. Joe og Rhonda leggja ekki áherslu á að koma „leyndarmálinu“ og „lög- málinu“ til fólks sem býr við fátækt, sjúkdóma og aðrar ömurlegar að- stæður. Ónei, þau pranga rassavasa- heimspeki sinni og gervivísindum inn á fólk í hinum vestræna heimi sem hefur peninga til að bóka með þeim fyrirlestra eða kaupa dvd- diska og bækur. Í raun er The Secret eins og end- urunnin nýaldarbók frá upphafi síð- asta áratugar, fyrir utan að nú eru það peningar en ekki hugljómun sem fólk vill öðlast. Leyndarmál Rhondu Byrne og félaga hennar hefur án efa fært þeim mikil auðæfi en þeir sem kaupa það verða bara fátækari eftir. Óskhyggjan og leynd- armál græðginnar Óli Gneisti Sóleyjarson segir að bókin The Secret sé rugl Óli Gneisti Sóleyjarson » The Secrethefur notið mikilla vinsælda undanfarið. Fáir átta sig hins vegar á að bókin byggist á ósk- hyggju, græðgi og vafasömum vísindakenn- ingum. Höfundur er meistaranemi í þjóðfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.