Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÆSTA SKREF Fundur borgarstjórnar Reykja-víkur síðdegis í gær bætti litlusem engu við það, sem áður hefur fram komið í málefnum Orku- veitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest. Næsta skref í málinu er augljóslega að flokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefji viðræður sín í milli um framhaldið. Það geta orðið flóknar viðræður. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji selja hlut Orkuveitunnar í Reykjavík Energy Invest sem fyrst. Morgunblaðið skýrði frá því í fyrradag, að kaupandi hefði gefið sig fram. Ætla má að það sé banki, sem hyggist svo selja hlut- inn áfram. En jafnframt er ljóst að forkaups- réttarákvæði á alla kanta flækja mál- ið. Borgarfulltrúi Framsóknarflokks- ins hefur gefið til kynna að hann sé tilbúinn til að standa að sölu á ein- hverjum litlum hlut af hlut Orkuveit- unnar. Það fullnægir varla kröfum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Víglínurnar eru að verða skýrar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins segja: Orkuveitan á að þjóna við- skiptavinum sínum en ekki nota pen- inga þeirra í áhætturekstur í öðrum löndum. Aðrar flokkar í borgarstjórn segja með mismunandi áherzlum: við eig- um ekki að selja vegna þess að borg- arbúar geta hagnazt um marga tugi milljarða með því að selja hlutinn ekki. Þessir borgarfulltrúar trúa á framtíðargróðann en vita sem er að hann er ekki í hendi. Um þessi grundvallaratriði snúast umræðurnar á meðal borgarfulltrú- anna, þegar búið er að taka umbúð- irnar utan af málflutningi þeirra. Í pólitískum deilum hér innanlands halda andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins því gjarnan fram, að sá flokkur sé málpípa auðmanna. Nú virðast orðin hlutverkaskipti. Sjálf- stæðisflokkur tali máli eigenda Orku- veitunnar, þ.e. borgarbúa og annarra. Vinstri flokkarnir í borgarstjórn vilja gjarnan taka þátt í því að sjá hvort hægt sé að ná miklum hagnaði út úr þessum rekstri en nokkuð ljóst er að svarið við því liggur ekki fyrir á þessu kjörtímabili borgarfulltrúanna og tæplega ekki því næsta heldur. Svo má ekki gleyma því að Orku- veitan á sér meðeigendur að Reykja- vík Energy Invest. Sjálfsagt hafa þeir mikinn hug á að fá til hagnýt- ingar þá fjármuni, sem Orkuveitan leggur með sér inn í hið sameinaða út- rásarfyrirtæki. En það er líka vel hugsanlegt eftir umræður síðustu daga, að þeir einkaaðilar, sem hlut eiga að máli spyrji sig þeirrar spurn- ingar, hvort nokkurt vit sé í því fyrir þá sjálfa að vera með opinbert fyr- irtæki með sér í þeim áhætturekstri. Það er vel hugsanlegt að eigendur áhættufjármagnsins eigi eftir að komast að þeirri niðurstöðu sjálfir að ekki eigi að blanda saman einka- rekstri og opinberum rekstri. AUÐLINDIR Í ALMANNAEIGU Auðvitað er það rétt, sem framkom hjá Geir H. Haarde for- sætisráðherra á Alþingi í fyrradag að auðlindir, sem eru í almannaeigu, á ekki að einkavæða. Þetta á við um orkulindir í almannaeigu, sem og aðrar auðlindir. Þær miklu umræður, sem nú eru hafnar um orkugeirann og aðkomu opinberra aðila og einkaaðila að hon- um, eru gagnlegar. Slíkar umræður hafa ekki farið fram en tími til kom- inn. Grundvallaratriði er að auðlindir í almannaeigu, sem geta verið marg- víslegar, haldist í almannaeigu. Þótt til séu þeir, sem telji að slíkar auð- lindir eigi að einkavæða eru það jað- arsjónarmið í okkar samfélagi, sem njóta mjög lítils stuðnings. Annað grundvallaratriði er að þeg- ar einkaaðilar fá tækifæri til að nýta auðlindir í almannaeigu greiði þeir fyrir sérstakt gjald, auðlindagjald. Fiskimiðin eru lögum samkvæmt þjóðareign og í gildi eru lög, sem segja, að þeir, sem hagnýta þau, eigi að borga fyrir þau afnot sérstakt gjald. Með sama hætti eru til margvís- legar aðrar auðlindir í almannaeigu, sem ekki blasa endilega við. Þar má m.a. telja sjónvarpsrásir, útvarps- rásir og farsímarásir, svo að eitthvað sé nefnt. Fyrir notkun á þessari sameign þjóðarinnar á að greiða, hvort sem það gjald er hátt eða lágt. Það er alveg ljóst, að almenn sam- staða er um að orkulindir í almanna- eigu skuli haldast í eigu almennings. Umræðurnar að undanförnu hafa líka skýrt mjög sjónarmiðin varð- andi þjónustufyrirtækin, sem verið hafa í eigu sveitarfélaga. Það er al- veg ljóst, að víðtæk pólitísk sam- staða er um að þjónustufyrirtæki, sem sjá landsmönnum fyrir raf- magni, heitu vatni og köldu vatni eiga að vera í opinberri eigu. Og það þarf að gera ráðstafanir til þess að skýra þessi mörk. Það er auðvitað óhugsandi að einkaaðilar geti eign- ast þjónustufyrirtæki, sem í raun eru einokunarfyrirtæki. Það var hægt að einkavæða Landssímann vegna þess, að fleiri símafyrirtæki voru til staðar. Það er hægt að færa rök að því, að á undanförnum mánuðum og miss- erum hafi orðið ákveðin slys í þess- um efnum, sem mikilvægt er að leið- rétta með einhverjum hætti og að þau slys hafi orðið vegna þess að al- mannaumræður hafi ekki farið fram, sem hefðu skýrt málin betur. Það er fagnaðarefni, að íslenzk þekking og íslenzkt fjármagn séu notuð til þess að hefja útrás til ann- arra landa í orkumálum en það er hægt að gera án þess að innheimta fé af Reykvíkingum og öðrum í gegnum sölu á rafmagni og vatni til þess að setja í slíka útrás. Þá er betra að fólk noti þá peninga sjálft til að kaupa hlutabréf í slíkum fyr- irtækjum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylk-ingarinnar, sagði að nú færðist málOrkuveitunnar og Reykjavík EnergyInvest (REI) loks úr bakherbergj- unum inn á hinn lýðræðislega vettvang borg- arstjórnar. Fulltrúar borgarstjórnar væru ekki einir um það að standa gáttaðir frammi fyrir þeim upplýsingum, gögnum, misloðnum svörum og upplýsingum sem hefðu skotið upp kollinum í tengslum við þessa miklu hagsmuni og þetta nýja fyrirtæki sem menn hefðu lengi bundið miklar vonir við í útrás á orkusviðinu. Í allri umfjöll- uninni væri eins og meirihlutinn í borgarstjórn og ekki síst borgarstjórinn hefðu gleymt því til hvers hann væri kosinn og um hvað málið ætti að fjalla. Svarið lægi í almannahagsmunum. Hins vegar hefði Sjálfstæðisflokkurinn komist að þeirri nið- urstöðu að það sem hefði verið talið óskynsamlegt fyrir nokkru væri nú rakið mál. Það væri að taka hlut Orkuveitunnar í REI og selja hann með hraði. Taugaveiklun Borgarfulltrúinn rifjaði upp aðdraganda orkuút- rásar OR. Þekkingin, tækni og reynsla fyrirtæk- isins hafi verið markaðssett um allan heim. Áhættufjármagn hafi vantað og því hafi verið far- in sú leið, sem sátt hafi verið um, að OR ætti hluta í verkefnunum og fengi þannig hlutdeild í verð- mætunum, en fjármagnið kæmi frá einkaaðilum. Stundum mætti halda að þetta væri íslensk að- ferðarfræði, „þegar sjálfstæðismenn í taugaveikl- un sinni, fumi og fáti, reyna að hanga á ný- uppfundinni menntaskólafrjálshyggju sem þeir draga upp úr rassvasanum þegar mikið liggur við.“ Hins vegar væri staðið svona að verki úti um allan heim, þegar um áhættu eða útrás væri að ræða. Menn stæðu vörð um almannahagsmuni og auðlindir sem ættu að vera í eigu almennings. Dagur minnti á að í mars hefði Guðlaugur Þór Þórðarson beitt sér fyrir stofnun REI með það í huga að OR fengi endurgjald fyrir þekkinguna en áhættufjármagnið kæmi frá einkaaðilum. Enex, útrásararmur OR, hefði skotið rótum í Banda- ríkjunum í vor og í Indónesíu í haust. Margir hefðu hleypt brúnum þegar Bjarni Ármannsson hefði gengið til liðs við fyrirtækið í liðnum mánuði og keypt sig inn á hlut. Í öllum tilvikum hefði eng- um andmælum verið hreyft. Hugmyndin hafi ver- ið að tryggja það að Ísland gæti verið í forystu fyrir þróun grænnar orku í heiminum án þess að allt áhættufjármagnið þyrfti eða ætti að koma frá opinberum aðilum. Valkostur Sjálfstæðisflokks- ins væri að þessi þekking, tækifæri og tækni yrði afhent vinum þeirra á sérkjörum. Það væri það sem myndi gerast ef farið yrði í taugaveikl- unarkasti Sjálfstæðisflokksins og selt í hvelli. Þeir væru ekki aðeins að selja á vondu verði held- ur líka hlut í Hitaveitu Suðurnesja og þar með að- ganginn að auðlindum í landinu. Dagur sagði að Samfylkingin hefði greitt því leið að af samruna REI og Geysis Green Energy (GGE) gæti orðið því það væri í takt við útrás- arstefnuna og með því nyti OR arðs af þekking- unni, en þegar málið hefði komið inn á borð stjórnar OR hefði komið fram fyrir harðfylgi minnihlutans að til hliðar við þetta stóra mál hefði stjórnin á leynifundum sínum samþykkt kaup- réttarsamninga fyrir starfsmenn og gert sér- kjarasamninga við valda fjárfesta í upphafi máls- ins. Þegar fyrstu samningarnir hefðu verið gerðir 11. september sagðist hann hafa óskað eftir því við Hauk Leósson, stjórnarformann OR, að minnihlutinn fengi aðgang að öllum upplýsingum. Í föðurlegum tóni hefði sér verið sagt að þetta kæmi allt. Ekkert væri í hættu og allt hefði verið eðlilegt. Í samrunanum hafi síðan komið í ljós að gerðar hafi verið samþykktir og í þeim efnum stæðu menn frammi fyrir orðnum hlut. Þegar gengi samninganna væri skoðað kæmi í ljós að það hefði tvöfaldast á einum mánuði. Skýring- arnar væru engar. Málið hafi ekki dugað borg- arstjóra og meirihlutanum til að gera hreint fyrir sínum dyrum og útskýra lykilatriði. „Samfylkingin vill í þessu máli gera bandalag við alla þá, sem eru tilbúnir að segja: Stöldrum við, stöðvum það sem hér er í bígerð. Brunaútsölu úr bakherbergi Sjálfstæðisflokksins þar sem auð- lindirnar fylgja með í kaupbæti. Og eru tilbúnir til þess að opna þetta mál algerlega upp á gátt, fá öll gögn og staðreyndir upp á yfirborðið, þannig að við getum af yfirvegun, skynsemi og festu leið- rétt það sem á mis hefur farið, endurreist orðstír Orkuveitunnar, endurunnið borgarstjórn það traust sem borgarbúar verða að bera til hennar, því í dag stöndum við því miður frammi fyrir því að borgarstjórinn í Reykjavík er rúinn trausti, hann hefur orðið ber að því að vera margsaga í málinu, meirihlutinn riðar til falls, en hverjum á að senda reikninginn? Jú, Reykvíkingum, eig- endum þessa fyrirtækis, fólki sem hefur ekki gert aðra kröfu en þá að hér sé opin og lýðræðisleg stjórnsýsla, að hér séu ástunduð vinnubrögð 21. aldarinnar, að hér förum við fram með hagsmuni almennings að leiðarljósi.“ Vill leggja öll spil á borðið Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, sagðist hafa sætt afar ómaklegum árásum og hann tæki það mjög nærri sér. Enginn hefði farið í þessa vegferð til að vinna tjón heldur til að þjóna hags- munum Reykvíkinga sem best. Um þetta hafi verið full samstaða hjá fulltrúum Sjálfstæð- isflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar í stjórn OR en VG hafi setið hjá. Síðan hafi málið verið í því ferli sem samið hafi verið um og verið væri að slá ryki í augu fólks þegar eitthvað annað væri gefið til kynna. „Ég sem borgarstjóri vil leggja öll spil á borðið,“ sagði Vilhjálmur og bætti við að þeir sem hefðu leitað eftir gögnum hjá OR eða REI hefðu fengið þau. Vilhjálmur sagði nauðsynlegt að fara yfir sög- una til að fá samhengi í málið. Útrás OR hefði staðið frá 1995 og reyndar lengur og þverpólitísk samstaða verið um hana. Í áratugi hafi Íslend- ingar undir forystu Reykvíkinga flutt út þekk- ingu á þessu sviði og nú væri gríðarleg eftirspurn eftir þessari þekkingu. Eignarhluti OR í útrás- arverkefnum hafi verið settur í REI til að eig- endur OR væru ekki einir í ábyrgð. Í öðru lagi til að skapa betri yfirsýn yfir starfsemina. OR legði til mannauð, vísindastarfsemi, sérhæfða tækni- þekkingu og vörumerki OR en trúverðugleiki sem því fylgdi væri metinn á marga milljarða. Enda hefðu allir stjórnarmenn samþykkt tillögu um stofnun REI í mars. Borgarstjóri sagði að ekki hefði verið pólitísk- ur ágreiningur um starfsemi REI heldur þver- pólitísk ánægja. Tillaga um stjórnarskipan hafi komið frá stjórnarformanni OR og hefði hann ekkert haft við hana að athuga. Um aðkomu Bjarna Ármannssonar sagði hann að það væri al- kunna við stofnun fyrirtækja að reynt væri að fá trúverðuga einstaklinga til að vinna fyrirtækinu brautargengi. sérstaklega ætti þetta við þegar leitað væri að fjármagni eða verkefnum erlendis. Bjarni hefði verið einn öflugasti bankamaður Ís- lendinga og brautryðjandi í sínum banka á sviði fjárfestinga í orkugeiranum. Hann hefði verið formaður í samtökum evrópskra bankastjóra og nyti því trausts og virðingar á alþjóðlegum pen- ingamörkuðum. Þegar fyrirtæki eins og REI væri kynnt fyrir erlendum fjárfestum væri fyrsta spurningin hvað þú hefðir sjálfur fjárfest fyrir mikið í fyrirtækinu. Því hefði sér þótt eðlilegt að Bjarna yrði boðinn hlutur í REI. Um áhættu væri að ræða og Dagur gæti ekki leyft sér að halda því fram að verðmæti hlutar OR færi fljótlega í 40 til 50 milljarða og því ætti að bíða með að selja. Hvað ef gengið lækkaði, spurði hann. „En ég er tilbúinn að setjast með fulltrúum minnihlutans yfir þetta mál, þar sem við förum yfir þetta í einlægni og fullri hreinskilni.“ Hann bætti við að það væru hagsmunir borgarstjórnar og borgarbúa að fyr- irtækið yrði ekki fyrir alvarlegum áföllum. Vilhjálmur sagði að þegar á hefði reynt hefði ekki reynst samstaða um sameininguna innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og á því tæki hann fulla pólitíska ábyrgð. Rætt hafi verið um ágreininginn og fengist niðurstaða sem full sátt væri um. Borgarstjórnarflokkurinn gengi heill til samstarfs og hann hefði fullt traust og umboð til að leiða hann áfram til góðra verka. Full eining væri um að samrunaferlinu yrði hald- ið áfram og það tæki 6 til 7 vikur. Að því loknu myndi meirihlutinn fá ráðgjöf færustu sérfræð- inga um sölumeðferð 35% eignarhluta OR í REI og tryggt að hagsmunum eigenda OR yrðu há- markaðir. Ekki yrði tekin áhætta með þessa fjár- muni. Um þá ákvörðun stjórnar REI um að veita lyk- ilmönnum fyrirtækisins og starfsmönnum OR sem tengdust útrásarverkefnum, heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu á genginu 1,33 eða 2,77 sagði Vilhjálmur að sér hefði verið kunnugt um þessa ákvörðun. Hins vegar hefði hann ekki vitað u m m s þ þ i s s a ó a a E S u h i h a s m Hart deilt á b hlut OR í RE Borgarstjóri lenti í nokkuð kröppum dansi á aukafundi í borgarstjórn um málefni Orku- veitu Reykjavíkur og samruna GGE og REI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.