Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 51
hlutaveltur
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn
handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð,
myndlist, hádegisverður, bókband, kaffi. Kl. 13.30
verður samverustund í umsjá sr. Hans M. Hafsteins-
sonar.
Dalbraut 18-20 | Lýður mætir með harmonikkuna.
Leikfimi kl. 10, postulínsnámskeið. Guðsþjónusta 18.
okt.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Menn-
ingarhátíð FEB í Borgarleikhúsinu 16. október, miða-
sala og uppl. í Borgarleikhúsinu og á skrifstofu FEB,
s. 588-2111. Námskeið í framsögn hefst 23. október,
leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Skráning á skrifstofu
FEB.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl. 9.05 og 9.55,
rammavefnaður kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl.
9.30, róleg leikfimi kl. 13, bókband kl. 13, bingó kl.
13.45, myndlistarhópur kl. 16.30, stólajóga kl. 17 og
jóga á dýnum kl. 17.50.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9,
ganga kl. 10, hádegisverður kl. 11.40, brids og handa-
vinna kl. 13 og jóga kl. 18.15.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi
kl. 12.40, karlaleikf. 13, boccia kl. 14, gler- og leirlist
kl. 13. Handavinnuhorn í Jónshúsi kl. 13. Námsk. í
alm. handavinnu og bútasaumi hefst í dag. Garða-
berg opið skv. samkomul við Jónínu í s. 617-1502. Ef
óskað er eftir akstri, uppl. í s. 617-1501.
Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund kl. 10.30,
vinnustofur opnar kl. 12.30, m.a. myndlist. Á morgun
kl. 10.30 er leikfimi o.fl. í ÍR-heimilinu við Skógarsel.
Miðvikud. 17. október kl. 13 verður farið í heimsókn í
Gerðarsafn á kínversku sýninguna, skráning hafin á
staðnum og í síma 575-7720. Strætisvagnar 4, 12
og 17.
Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, boccia kl. 10, leik-
fimi kl. 11, hádegismatur kl. 12, félagsvist kl. 14 og
kaffi kl. 15.
Hraunsel | Félagsmiðstöðin opnuð kl. 9, opið hús kl.
14.
Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Þorbjörgu kl. 9-
16, boccia kl. 10, félagsvist kl. 13.30, vinningar og
Frummælendur: sr. Sigurður Pálsson, Hanna Hjart-
ardóttir og sr. Sigfús Kristjánsson.
Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12, leikfimi
ÍAK kl. 11, bænastund kl. 12, 6-9 ára starf kl. 16-17,
æskulýðsstarf Meme fyrir 8. bekk kl. 19.30-21.30.
(www.digraneskirkja.is.)
Dómkirkjan | Opið hús í Safnaðarheimilinu Lækjar-
götu 14a alla fimmtudaga kl. 14-16. Kaffi og spjall.
Kvöldkirkjan er opin öll kl. 20-22. Bænastundir kl.
20.30 og 21.30. Hægt er að eiga samtal við prest,
taka þátt í bænastundum.
Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10-12. Fræð-
andi samverustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Kaffi
og djús og brauð fyrir börnin. TTT fyrir 10-12 ára kl.
15-16 í Víkurskóla.
Grensáskirkja | 3. kynningarfundur 12 sporanna, op-
in fundur. Hversdagsmessa kl. 18.15, Þorvaldur Hall-
dórsson leiðir söng.
Hallgrímskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur,
íhugun, bænir. Málsverður í safnaðarsal eftir stund-
ina. Íhugunartónlist, orð Guðs, bænir, kvöldmáltíð
Drottins, fyrirbæn með handayfirlagningu og smurn-
ingu kl. 20.
Háteigskirkja – starf eldri borgara | Vinafundir alla
fimmtudaga kl. 14 í Setrinu í október og nóvember.
KFUM og KFUK | Fundur í AD KFUM verður á Holta-
vegi 28 kl. 20. Skúli Svavarsson kristniboði segir frá
árum sínum í Kenýa og hefur hugleiðingu. Kaffi eftir
fundinn. Allir karlmenn eru velkomnir.
Laugarneskirkja | Kyrrðarstund kl. 12, málsverður í
boði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl.
14. Gerðubergskórinn syngur. Kaffiveitingar. Umsjón
hafa sóknarprestur, kirkjuvörður og þjónustuhópur
kirkjunnar. Adrenalín gegn rasisma, 9. og 10. bekkur
kl. 17.
Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10, Ingibjörg Leifs-
dóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, fjallar
um svefnvenjur barna.
Vídalínskirkja Garðasókn | Biblíufræðsla kl. 20, sr.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir fjallar um efnið: „Jesús
sagði … hvað sagð’ann?“ Mæðgurnar Ragnheiður
Sæmundsdóttir og Auður Bragadóttir tjá sig um
sama efni og koma af stað umræðum. Fyrirbæna-
stund kl. 21. Kaffi.
kaffiveitingar. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting 517-
3005.
Hæðargarður 31 | Stefánsganga, morgunandakt,
söngur með Hjördísi Geirs, línudans, borð- og blóma-
skreytingar og ókeypis tölvuleiðbeiningar. Í lista-
smiðju er glerskurður og handverk. S. 568-3132.
Korpúlfar Grafarvogi | Listasmiðjan á Korpúlfs-
stöðum er opin á morgun, föstud., kl. 9-12 og kl. 13-
16.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögustund og spjall kl.
9.45, boccia karlaklúbbur kl. 10.30, handverks- og
bókastofa kl. 13, boccia kvenna kl. 13.30, kaffiveit-
ingar kl. 14.30.
Laugarból, íþr.hús Ármanns/Þróttar Laugardal |
Leikfimi fyrir eldri borgara kl. 11.
Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnustofan í hand-
mennt opin, leirlistarnámskeið. Hugmynda- og lista-
stofa. Boccia kl. 10.
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu |
Skák í kvöld í félagsheimilinu Hátúni 12.
Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9-16,
boccia kl. 10, aðstoð v/böðun kl. 9.15-14, handavinna
kl. 9.15-15.30, spænska framh. kl. 10, hádegisverður
kl. 11.45, leikfimi kl. 13 og kaffiveitingar kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, bókband
kl. 9, morgunstund kl. 9.30, boccia kl. 10, hár-
greiðslu- og handavinnustofa opnar frá kl. 9, upp-
lestur kl. 12.30, mósaík kl. 13, frjáls spilamenska kl.
13-16.30. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Á morgun kl. 11-12 kemur hjúkr-
unarfræðingur og verður boðið upp á bólusetningu
gegn inflúensu. Skráning í síma 411-2730.
Bænastund og samvera kl. 10, leikfimi kl. 13.15, bingó
kl. 14.30, kaffi kl. 15.30.
Kirkjustarf
Árbæjarkirkja. | Starf með 6-9 ára börnum (STN) kl.
15-16. Starf með 10-12 ára börnum (TTT) kl. 16-17.
Áskirkja | Foreldrasamvera í neðra safnaðarheimili
kl. 10, opið hús kl. 14, samsöngur undir stjórn organ-
ista. Samkirkjuleg bænastund og samvera með
nýbúum kl. 16.30, klúbbur 8 og 9 ára barna kl. 17 og
TTT-starfið kl. 18. Furðufatadagur hjá báðum hópum.
Breiðholtskirkja | Málþing kl. 17. Kirkja og skóli.
Hlutavelta | Þrjár ungar stúlkur komu á skrifstofu SKB og færðu félag-
inu peningagjöf að upphæð 9.850 kr. sem þær höfðu safnað á tombólu fyr-
ir utan 10-11, í Hafnarfirði. Þær heita: Birgitta, Ísabella og Bergþóra.
Hlutavelta | Þessar fimm stúlkur á Vopnafirði héldu tombólu og söfnuðu
5.428 kr. til styrktar ABC barnahjálp. Þær heita: Gabríela Sól Magn-
úsdóttir, 9 ára, Hrefna Brynja Gísladóttir, 10 ára, Karen Ósk Sigurð-
ardóttir, 10 ára, Steindóra Huld Gunnlaugsdóttir, 10 ára og Þorbjörg
Jóna Garðarsdóttir, 10 ára.
Hlutavelta | Vinkonurnar Dagný Þóra Óskarsdóttir, Melkorka Ýrr
Hilmarsdóttir og Margrét Árnadóttir héldu tombólu við verslunina Sam-
kaup í Hrísalundi á Akureyri og söfnuðu 6.498 kr. sem þær færðu Rauða
krossi Íslands.
Hlutavelta | Þær Sigurbjörg Ingv-
arsdóttir og Sigríður Tinna Svein-
björnsdóttir söfnuðu 9.000 krónum
með því að halda tombólu til styrktar
Rauða krossi Íslands.
dagbók
Í dag er fimmtudagur 11. október, 284. dagur ársins 2007
Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10.)
Norræna upplýsingastofan áAkureyri efnir, í samstarfivið viðskipta- og raunvís-indadeild HA, til málþings í
dag, undir yfirskriftinni Loftslagsbreyt-
ingar! –Er áhrifa farið að gæta?
Málþingið er haldið í Ketilhúsinu á
Akureyri frá kl. 14 til 17.
María Jósndóttir, einn af skipuleggj-
endum málþingsins, segir að þó mikið sé
rætt um hnattrænar loftslagsbreytingar
virðist skorta á að hinn almenni borgari
skilji viðfangsefnið. „Með málþinginu
viljum við færa umræðuna til almenn-
ings, fjalla um efnið á skiljanlegan og
skýran hátt, og um leið vekja athygli á
hvað hver og einn getur gert, bæði í
loftslagsmálum og umhverfismálum al-
mennt,“ segir María. „Miklir hagsmunir
kunna að vera í húfi, og þarf ekki aðeins
að huga að hnattrænum áhrifum heldur
einnig staðbundnum áhrifum á Íslandi.“
Aðalfyrirlesari málþingsins er fær-
eyski fræðimaðurinn Bogi Hansen, sem
er handhafi Náttúru- og umhverfis-
verðlauna Norðurlandaráðs 2006: „Bogi
mun fara í saumana á vandanum. Hann
er kunnur fyrir að vera skeleggur fyrir-
lesari sem skefur ekki utan af hlutunum
svo von er á spennandi fyrirlestri,“ segir
María. „Þvínæst mun Árni Snorrason,
forstöðumaður Vatnamælinga Orku-
stofnunar, fjalla um breytingu á vatna-
búskap á norðurslóðum og Haraldur
Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ,
ræðir um spár um veðurbreytingar á Ís-
landi.“
Steingrímur Jónsson, prófessor í haf-
fræði við HA og Héðinn Valdimarsson,
sérfræðingur við Hafrannsóknastofnun,
flytja sameiginlegan fyrirlestur um
ástæður hlýnunar í sjó við Ísland, og
Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur
hjá Veðurstofu Íslands, fjallar um
möguleg gróðurhúsaáhrif á jökla og
endurnýjanlegar orkulindir á Íslandi.
„Loks mun Hjalti Jón Sveinsson, for-
maður Umhverfisnefndar Akureyriar-
bæjar, halda erindi um umhverfismál á
Akureyri, og hvaða leiðir bæjarbúar
hafa til að leggja sitt af mörkum,“ segir
María.
Fyrirlestur Boga Hansen mun fara
fram á ensku. Fundarstjóri er Bjarni
Guðlaugsson prófessor. Málþingið verð-
ur sent út á netinu á slóðinni http://
ikarus.unak.is/ha_malthing.
Umhverfismál | Málþing á Akureyri í dag í Ketilhúsinu kl. 14 til 17
Áhrif loftslagsbreytinga
María Jónsdóttir
fæddist á Þórshöfn
á Langanesi 1954.
Hún lauk námi í
fritidspædagogik í
Danmörku 1984 og
námi í Uppeldis-
og kennslufræðum
frá HA 2003. María
hefur starfað um
langt skeið við uppeldisstörf og um-
sjón barna og unglinga. Hún hefur
verið forstöðumaður Norrænu upplýs-
ingaskrifstofunnar á Akureyri frá
2001. Eiginmaður Maríu er Hall-
grímur Ingólfsson hönnuður og kenn-
ari og eiga þau fjögur börn.
Skemmtanir
Kirkjuhvoll | Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar verður kl.
20 í Kirkjuhvoli. Fram koma m.a. Karl Ágúst Úlfsson leikari,
Alma og Klara úr Nylon-sönghópnum og Kristín Helga
Gunnarsdóttir rithöfundur. Söngur og tónlist. Veitingar. Að-
gangseyrir 1.500 kr., lífeyrisþegar 1.200 kr. www.kvenna-
kor.is.
Fyrirlestrar og fundir
Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur þeirra sem eiga við geðhvörf
að stríða er starfræktur kl. 21 í húsi Geðhjálpar.
Sjálfshjálparhópur þeirra sem þjást af kvíða er starfræktur
kl. 18 í húsi Geðhjálpar á Túngötu 7. Hópurinn er opinn öll-
um sem eiga við áðurnefnt vandamál að stríða.
Höndin | Fyrsti þemafundur vetrarins verður kl. 20 í safn-
aðarheimili Háteigskirkju. Efni fundarins er kærleikurinn.
Nanda María Maack guðfræðinemi flytur erindi. Fundar-
stjóri er Ólafía Ragnarsdóttir. Kaffi og spjall.
Súfistinn | Bókakaffi IBBY verður haldið kl. 20. Dagskrá
Bókakaffisins tengist sýningu Þjóðleikhússins á barna-
leikritinu Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur bókverka-
konu.
Uppákomur
Unika | Dömukvöld í Unika, Fákafeni 9 kl. 18-22. Boðið upp
á lifandi tónlist og léttar veitingar. Allar konur geta skráð
sig í lukkupott. Naglaskraut í boði til styrktar krabbameins-
félaginu.
Í ÍÞRÓTTASKÓLA Yangpu-héraðs í Kína eru metnaðarfullir krakk-
ar á aldrinum 5 til 9 ára, sem teygja sig hér eftir hressilega fimleika-
æfingu. Þótt þeir séu of ungir fyrir Ólympíuleikana í Beijing að ári er
aldrei að vita nema þeir eygi draum um leikana í London 2012.
Teygt og togað
Reuters
Hlutavelta | Magni Snævar Jónsson
og Alexander Logi Magnússon frá
Hafnarfirði afhentu Rauða krossi Ís-
lands 2.000 kr. sem þeir söfnuðu 2.
september sl. fyrir framan verslunina
Nóatún í Hafnarfirði.