Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
MENNTASKÓLINN á Akureyri hlaut á dög-
unum Evrópumerkið, heiðursviðurkenningu
fyrir nýbreytni í tungumálakennslu. Merkið er
veitt á vegum framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins og menntamálaráðuneytisins og
var veitt í sjötta sinn hérlendis. Viðurkenn-
inguna fær skólinn fyrir ferðamálakjörsvið,
þar sem ýmsum námsgreinum er blandað
saman. Þetta þykir hafa tekist einstaklega vel,
og eftir heimsókn blaðamanns í tíma er ljóst
að nemendur eru mjög ánægðir.
Björguðu málabrautinni
Verkefninu var hrundið af stað fyrir nokkr-
um árum þegar brýn þörf var á að finna leiðir
til að bjarga málabrautinni; svo mjög hafði
þeim nemendum fækkað sem völdu hana, að
sögn Árnýjar Helgu Reynisdóttur, braut-
arstjóra málabrautar MA.
„Markmiðið var að byggja upp hagnýtt nám
sem sameinaði erlend tungumál, íslensku,
upplýsingatækni og menningarlæsi og úr varð
þessi nýja kjörsviðsgrein sem við kusum að
kalla ferðamálakjörsvið,“ segir Árný.
„Hefðbundnar náms- og kennsluaðferðir
voru lagðar til hliðar en nemandinn sjálfur og
námsferlið sett í forgrunn. Það þurfti að brjóta
niður marga múra og spyrja sig ýmissa spurn-
inga og ekki síst þurftu menn að vera tilbúnir
að hugsa upp á nýtt ef ekki gekk sem skyldi.“
Afar vel hefur gengið og verkefnið hefur
tvisvar fengið styrk úr þróunarsjóði fram-
haldsskóla sem er á vegum menntamálaráðu-
neytisins.
Margrét Kristín Jónsdóttir er umsjón-
armaður ferðamálakjörsviðs. „Þetta eru þrír
áfangar í máladeild; á vorönn í 3. bekk er unn-
ið verkefni um Akureyri og nágrenni og á
haustönn í 4. bekk um Norðurland allt,“ segir
Margrét. Á síðustu önninni snúa nemendur
sér svo að öðrum löndum og fara reyndar í
óvissuferð úr landi sem nemendur greiða fyrir
að hluta. „Krakkarnir þurfa ekki að kaupa
neinar bækur í þessu námi heldur nota netið
til þess að finna upplýsingar og leggja í stað-
inn fyrir 5.000 krónur á hverri önn, og hver
nemandi borgar því sjálfur 15.000 krónur í
ferðina út.“
Nemendur sinna ferðamálakjörsviðinu einn
dag í viku, á miðvikudegi. Tungumálin eru
mörg, hefðbundnar kennslustofur verða að
vinnusvæðum, kennarar eru að jafnaði fimm,
þó sjaldan margir í einu. Frímínútur taka
nemendur sjálfir þegar vel stendur á í
vinnunni. Dagsplanið er fyrirfram ljóst, kenn-
arar eru að mestu verkstjórar og koma inn eft-
ir þörfum hópanna, oft vinna nemendur einir.
„Þetta er mjög skemmtilegt. Ég hlakka allt-
af til miðvikudagsins,“ sagði einn nemendanna
sem blaðamaður ræddi við. Annar sagði mjög
sniðugt að geta lært öll tungumálin sem kennd
væru og í leiðinni menningu viðkomandi landa
betur en annars.
„Áhersla er á að nemendur vinni sjálfstætt
og skapandi – þeir ráða einnig nokkuð miklu
um verkefnavalið og hvernig þeir nálgast við-
fangsefnið. Þetta er fyrst og fremst verk-
efnavinna sem er unnin út frá forsendum og
áhuga nemenda en einnig tengist hún atvinnu-
lífinu og samfélaginu í heild sinni og verður
fyrir vikið alvöru verkefni í augum nemenda.
Nýlegar kannanir á meðal nemenda skólans
sýna að þetta fyrirkomulag höfðar til nemenda
í dag, þeir vilji vera virkir, skapandi og bera
meiri ábyrgð,“ segir Árný Helga.
Töluvert er um hópa- og paravinnu en einn-
ig eru einstaklingsverkefni sem gott er að
grípa í ef hópavinna stöðvast eða tæknin
bregst.
Kynna verkefnin í grunnskólum
Margrét Jónsdóttir segir farið í vettvangs-
heimsóknir með kennara eða án, innan bæjar
sem utan og í ferðinni til útlanda – sem er há-
punktur námsins – eru nemendur sjálfir leið-
sögumenn og verkstjórar. Gestafyrirlesarar
t.d. úr ferðamála- og markaðsgeiranum eru
fengnir, aðrir fagkennarar svo sem líffræði-,
sögu- og jarðfræðikennarar koma líka inn eftir
þörfum.
Nemendur gerast sjálfir kennarar og flytja
kynningar á verkefnum sínum í grunnskólum
á Akureyri og nágrenni og skapar það ákveðin
tengsl á milli skólastiga. Samstarf við erlenda
skóla er nýtt þegar það gefst, sem gefur nám-
inu aukna vídd og möguleika. Hafa kennarar
og nemendur m.a. farið til Þýskalands, Spán-
ar, Portúgals, Slóvakíu, og unnið að sameig-
inlegum Evrópuverkefnum.
Nemendur læra að meta sitt eigið vinnu-
framlag, svo og vinnufélaga sinna. Vinnu-
skýrslum skila nemendur í lok hvers vinnu-
dags og fara síðan yfir stöðu mála og velta
fyrir sér framhaldinu. Kennarar skrifa einnig
sína samantekt um dagsverkið og í lok vik-
unnar meta þeir stöðuna.
„Hlakka alltaf til miðvikudagsins“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Evrópumerkið Fjórir nemendur og einn kennaranna á ferðamálakjörsviðinu; Linda Björk
Rúnarsdóttir, Geir Hólmarsson, Salka Gústafsdóttir, Sigrún Vala Halldórsdóttir og Tina Paic.
Í HNOTSKURN
»Samþætting námsgreina hefur auk-ið traust og samkennd í starfi því til-
raunastarfsemin og áhættan sem henni
fylgir eflir þátttökugleði og ábyrgð-
arkennd og hefur oft á tíðum dregið
fram það besta í nemendum og kenn-
urum, segir Árný Helga Reynisdóttir,
brautarstjóri málabrautar.
»Námsmatið er í anda leiðsagn-armats, að sögn Árnýjar Helgu, þar
sem kennarinn kemur að verkefnunum
á öllum stigum og síðan er virkni nem-
enda, samstarfshæfni og vinnuferlið í
heild sinni metið. Engin lokapróf eru
þreytt.
MA fékk heiðursviður-
kenningu frá ESB
AKUREYRI
DEILISKIPULAGSTILLAGA
vegna miðbæjar Garðabæjar,
svæða I og II (Garðatorg, Hrísmó-
ar og Kirkjulundur), verður kynnt
á fundi í Flataskóla í Garðabæ
laugardaginn 13. október kl. 11.
Deiliskipulagstillagan nær til
um 3,4 hektara svæðis sem af-
markast af Vífilsstaðavegi í suðri,
Bæjarbraut í vestri, Hrísmóum í
norðri og Kirkjulundi í austri.
Tillagan gerir ráð fyrir nýju
bæjartorgi vestan við Garðatorg 7
en undir því verður bílastæðahús.
Við torgið koma nýbyggingar fyr-
ir íbúðir og verslun ásamt nýju
húsi fyrir Hönnunarsafn Íslands.
Þá er gert ráð fyrir einu nýju fjöl-
býlishúsi við Hrísmóa og tveimur
nýjum fjölbýlishúsum við Kirkju-
lund.
Leyfilegt byggingarmagn ný-
bygginga verður alls 30.000 m2,
auk rúmlega 15.000 m2 í kjallara,
samkvæmt tillögunni. Núverandi
byggingar, sem ekki stendur til
að fjarlægja, eru tæplega 13.000
m2 og heildarbyggingarmagn því
alls rúmlega 43.000 m2. Alls er
gert ráð fyrir um 730 bílastæðum,
Meginaðkoma að Garðatorgi
verður frá Vífilsstaðavegi og Bæj-
arbraut.
Tillagan liggur frammi á bæj-
arskrifstofum Garðabæjar til og
með 7. nóvember næstkomandi,
en þá rennur út frestur til að gera
athugasemdir við hana. Tillagan
er einnig aðgengileg á vef Garða-
bæjar.
Kynningar-
fundur vegna
deiliskipulags
TENGLAR
..............................................
www.gardabaer.is
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
ÁFORMAÐAR framkvæmdir fast-
eigna- og þróunarfélagsins Klasa hf.
í miðbæ Garðabæjar og fram-
kvæmdir sem þegar eru hafnar í
Sveinatungu við Hafnarfjarðarveg
eru stærsta verk-
efnið sem fyr-
irtækið hefur
ráðist í til þessa,
að sögn Þorgils
Óttars Mathie-
sen, stjórnarfor-
manns Klasa hf.
Áformað er að
byggja þar meira
en 10.000 m2
verslunar- og
þjónustuhúsnæði
og um 160 íbúðir, samtals að flat-
armáli yfir 20.000 m2. Auk þess verð-
ur byggt þar 2.500 m2 safn, bílakjall-
arar og bílastæði. Alls eru þessar
framkvæmdir upp á 8-9 milljarða.
Klasi hf. og Garðabær gerðu sam-
komulag um þróun og uppbyggingu
miðbæjar Garðabæjar í lok árs 2006.
Þegar hefur verið samþykkt deili-
skipulag fyrir Sveinatungureit þar
sem gert er ráð fyrir verslun og
þjónustu. Nú er verið að kynna deili-
skipulagstillögu fyrir svæði I og II á
miðbæjarsvæði Garðabæjar. Á
svæði I við Kirkjulund er gert ráð
fyrir íbúðabyggð en á svæði II, við
Garðatorg, er gert er gert ráð fyrir
verslunum, þjónustu, íbúðum og
húsi Hönnunarsafns Íslands.
Samkvæmt deiliskipulagstillög-
unni er markmið hennar að skapa
nýjan lífvænlegan miðbæ í Garðabæ.
Hugmyndin gerir ráð fyrir allt að
fimm hæða háum byggingum sem
umlykja líflegt bæjartorg og er því
ætlað að verða vettvangur marg-
víslegra viðburða í bæjarlífinu.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir
blandaðri byggð íbúðarhúsnæðis og
verslunar- og þjónustuhúsnæðis.
Með því er ætlunin að hámarka nýt-
ingu svæðisins og draga úr bílaum-
ferð. Eins nýtast bílastæði betur
með blöndun byggðarinnar.
Þorgils Óttar sagði það ætlun
Klasa hf. að eiga verslunar- og þjón-
usturýmin en selja íbúðirnar. Á
Garðatorgi er um að ræða um 5.000
m2 verslunar- og þjónusturými og
unnið er að byggingu 5.000 m2 versl-
unar- og þjónustuhúsnæðis í Sveina-
tungu. Þangað flytja m.a. verslun
Hagkaupa, bensínstöð Skeljungs og
útibú Sparisjóðsins BYR úr húsnæði
í eigu Klasa hf. við Garðatorg.
Þorgils Óttar sagði gert ráð fyrir
að framkvæmdunum yrði lokið árið
2010, gengju allar áætlanir eftir.
„Þetta er nú í auglýsingaferli. Síð-
an munum við hefja framkvæmdir í
miðbænum í júní á næsta ári en þá
munu Hagkaupaverslunin, bens-
ínstöð Skeljungs og BYR flytja í
Sveinatunguna. Við munum rífa hús-
næðið sem Hagkaup og bensínstöðin
eru nú í. Síðan hefjast bygging-
arframkvæmdir og við gerum ráð
fyrir að þær taki um 18 mánuði. Við
stefnum að því að hægt verði að
opna verslanir við Garðatorg í nóv-
ember 2009. Gera má ráð fyrir að
íbúðirnar verði endanlega frágengn-
ar árið 2010 og að öllu ferlinu ljúki
þá,“ sagði Þorgils Óttar.
Framkvæmdum við uppbyggingu nýs miðbæjar í Garðabæ á að ljúka árið 2010 samkvæmt áætlunum
Kostnaður 8-9 milljarðar króna
Þorgils Óttar
Mathiesen
Framtíðarsýn Höfundar skipulagsins í nýjum miðbæ Garðabæjar eru THG arkitektar og eru þeir arkitektar verk-
efnisins ásamt Engle arkitektum frá Bretlandi.