Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 33 um gengi eða upphæðir nema í tilviki Bjarna Ár- mannssonar. „Ég taldi það einfaldlega ekki vera í mínum verkahring sem borgarstjóri að hafa skoðanir á þessum hlutum, einfaldlega vegna þess að það eru stjórnir fyrirtækja sem leggja þessar tillögur fyrir eigendafund.“ Vegna mik- illar gagnrýni hefði hann óskað eftir því við stjórnarformenn REI og OR að allir starfsmenn sætu við sama borð og þannig yrði það. Hins veg- ar hefði ef til vill verið heppilegra að hann hefði óskað eftir þessum upplýsingum. Hann hefði aldrei óskað eftir lista yfir hugsanlega kaupendur að hlutafé í REI og hefði aldrei séð þann lista. Engum spurningum svarað Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, sagði að eng- um spurningum hefði verið svarað. Minnihlutinn hefði rætt um fundarboðið, kaupréttarsamn- ingana, hlut Bjarna Ármannssonar og aðkomu hans að málinu, sem borgarstjóra fyndist eðlilegt að kæmi inn með 500 milljónir. Hún spurði um stöðu Hitaveitu Suðurnesja, hvernig farið væri með opinbert fé án umboðs og hvernig farið væri með lýðræðislegt vald án umboðs. Allt sem á eftir hefði komið væri samfellt fát, fljótfærni, óvand- virkni, vandræðagangur. Einstaklingum væri hent fyrir borð til að kaupa sér frið. Meirihluti borgarstjórnar hefði ekki valdið hlutverki sínu eftir 12 ára undirbúning. Eftir 15 mánuði í borg- arstjórnarsalnum væri verið að afhjúpa getuleysi meirihlutans. Hann væri algerlega ófær um að leysa úr ríkjandi ástandi. Pallarnir væru fullir af fólki vegna þess að almenningi væri misboðið um allt land, vegna þess að borgarstjórinn í Reykja- vík og formaður borgarráðs hefðu farið með al- mannavald og almannafé án þess að hafa haft til þess umboð. Þeir hefðu lokið við mjög stóran samning án þess að hafa haft meirihluta á bak við sig, án þess að hafa rætt við sitt fólk sem sæti á þeirri aumustu sátt sem hún hefði séð. Í tilefni blaðaviðtals við forstjóra REI spurði hún hver mætti tala, hvaða upplýsingar það væru sem kæmu í veg fyrir stjórnlausa umræðu og hvaða upplýsingar mættu ekki koma fram og sköpuðu stjórnleysið. Svandís sagði að upplýsingar um sérkjör ein- staklinga á kaupum hlutabréfa í REI hefðu ekki verið á borði meirihlutans á kynningarfundi kvöldið fyrir fundinn, þar sem greint hefði verið frá sameiningunni og sérkjörunum. Fyrir harð- fylgi minnihlutans hefðu þessar upplýsingar ver- ið veittar. Hún rifjaði upp að eftir borgarstjórn- arfund á þriðjudag í liðinni viku hefði hún fengið tölvupóst sem hefði verið sendur á alla stjórn- armenn í OR og fulltrúa eigenda. „Fundur á morgun klukkan 15.15. Efni: Reykjavík Energy Invest.“ Hún sagðist hafa svarað og spurt hverju asinn sætti og fengið svar frá ritara OR: „Ég veit það ekki. Hringdu í Hauk.“ Haukur Leósson, stjórnarformaður REI hefði sagt sér að málið væri svo viðkvæmt að hún myndi skilja það á fundinum hve viðkvæmt það væri. „Þú skilur það á morgun af hverju þú færð bara þrjá klukkutíma til að taka ákvörðun.“ Á þessari stundu sagðist hún hafa fyllst tortryggni og sent athugasemdir til allra stjórnarmanna og fulltrúa eigenda þess efnis að hún teldi boðun fundar eigenda ólögleg- an. Fram hefði komið að hún ætlaði að kæra fundarboðið og fengið Ragnar H. Hall hrl. til að annast málflutninginn. Hann hefði farið fram á flýtimeðferð og hefði dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur samþykkt það, en málið gengi út á það að fá eigendafundinn dæmdan ólögmætan og allar þær ákvarðanir sem þar hefðu verið teknar. Oddviti VG sagði að farið hefði verið á svig við reglur og samþykktir sem hefðu ekki verið settar til að verja hagsmuni borgarstjóra eða standa vörð um stjórnarformann eða varaformann stjórnar OR. Reglurnar væru heldur ekki settar til að standa vörð um meirihlutann í borgarstjórn heldur til að standa vörð um hagsmuni almenn- ings til að tryggja það að ákvarðanir væru teknar á grundvelli upplýstrar umræðu þar sem öll gögn lægju fyrir án þess að kalla þyrfti eftir þeim með harðfylgi. Það væri mjög alvarlegt mál, ef rétt reyndist, að brotið hefði verið á borgarbúum með þessum hætti. Hún sagði að málið væri svo stórt að enn vöknuðu spurningar. Hún sagðist hafa set- ið hjá í málinu því hún hefði ekki getað tekið af- stöðu í því á svo skömmum tíma. Lögmaður úti í bæ, fundarstjórinn, hefði hins vegar sagt að hann úrskurðaði fundinn löglegan. Svandís sagði það rétt hjá borgarstjóra að um- ræddir listar hefðu ekki verið lagðir fram á fund- inum enda hefðu þeir ekki verið á dagskrá. Ein- hverjir hefðu samt fengið þá, m.a. hafi hún og sessunautur sinn setið með þá, og umræður hafi orðið um þá. Nokkur nöfn hafi verið nefnd og hún hafi bókað að þessi kaup þörfnuðust sérstakrar skoðunar og þyrftu að þola dagsljósið og umræðu úti í samfélaginu á öllum stigum málsins. Hún minnti á að umræðan snerist um rétt og eigur al- mennings, lágkúruleg vinnubrögð bak við luktar dyr og um það hvernig eðlilegt væri að stýra sam- félagi. Stjórnunaraðferðirnar lýstu því að meiri- hlutinn bæri ekki virðingu fyrir borgarbúum. „Það verður að axla pólitíska ábyrgð gagnvart Reykvíkingum. Hver ætlar að gera það og hvern- ig verður það gert?“ Björn Ingi Hrafnsson, oddviti framsókn- armanna og formaður borgarráðs, sagði að mikil samstaða væri um verðmætin sem fólgin væru í OR en ekki væri samstaða um að einkavæða fyr- irtækið. Hann fór yfir uppbyggingu OR og benti á að útrás á sviði orkumála væri hugsuð út frá því að Íslendingar hefðu sýnt að þeir gætu byggt jarðhitavirkjanir og hitaveitur, leitt heitt vatn í hús og búið til rafmagn. Í þessu væru fólgin mikil verðmæti. Eins væri hugsunin að láta gott af sér leiða og það væri skylda Íslendinga að miðla reynslu sinni til annarra þjóða. Oddviti framsóknarmanna sagði að margt hefði komið sér á óvart í umræðunni að und- anförnu. Þegar forsögunni væri velt fyrir sér kæmi í ljós að alltaf hefði verið þverpólitísk sam- staða um þessi útrásarverkefni og fjármunina sem í þau hefðu farið. Þó litlar tekjur hefðu skilað sér hingað til væru allir sammála um mögu- leikana til framtíðar, möguleikana sem fælust í grænni orku og möguleikana sem fælust í sér- stöðu Íslands með endurnýjanlegri orku. Þegar allt í einu væri rætt um að útrásin stríddi gegn stefnu tiltekinna stjórnmálaflokka væru það ný tíðindi. Þar væri Sjálfstæðisflokkurinn ekki und- anskilinn. Stofnun REI hefði verið eðlilegt fram- hald. Sérstaklega hefði verið tekið fram að sam- band yrði haft við einkaaðila til að virkja þá krafta og fá áhættufjármagn til að takmarka ábyrgð OR og eigenda fyrirtækisins. Þetta hefði þótt mjög gott skref. Stefna sumra í Sjálfstæð- isflokknum að vera á móti útrásarverkefnum vegna þess að þau tilheyri ekki meginhlutverki OR komi sér á óvart. Hann hefði verið varafor- maður OR á þessu kjörtímabili, fyrst með Guð- laugi Þór Þórðarsyni og síðan Hauki Leóssyni. Þeir hafi ekki nefnt prinsipp Sjálfstæðisflokksins heldur verið sér sammála og haft sömu sannfær- ingu og allir sem um málið hafi vélað á vettvangi OR. Að verið væri að gera góða hluti og búa til verðmæti, hugsa til framtíðar, auka virði fyr- irtækisins og láta gott af sér leiða. Hann sagðist sérstaklega vilja taka fram að hann væri ósáttur við það hvernig nafn Hauks Leóssonar hefði verið meðhöndlað í umræðunni. Hann hefði ekkert gert af sér, hefði staðið sig vel sem stjórnarformaður OR og óskandi væri að hann hefði fengið að enda með öðrum hætti en raun bæri vitni. Formaður borgarráðs spurði hvers vegna sum- ir teldu vera í lagi að Landsvirkjun stofnaði dótt- urfyrirtæki með einkaaðila en OR mætti ekki gera það. Stuttu eftir að meirihlutasamstarfið hafi hafist hafi verið rætt að taka þátt í útrás- arverkefninu Geysir Green Energy með þátttöku fleiri fjárfesta. Hugmyndin hafi verið komin mjög langt en hafi ekki orðið að veruleika. Ekki vegna þess að menn hafi ekki haft trú á verkefninu held- ur vegna þess að hugmyndin um REI hafi líka orðið til og ákveðið hafi verið að í samstarfi þess- ara fyrirtækja yrði farið í einkavæðingaverkefni á Filippseyjum sem gæti orðið geysilega stórt. Björn Ingi sagðist ekki skorast undan ábyrgð en komið hefði í ljós að fulltrúar í stjórninni hefðu ef til vill ekki allir talað fyrir stefnu sinna flokka. Það væru nýjar upplýsingar en fólk hefði frelsi til að hafa sínar skoðanir. Hann nefndi að í stefnu- yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar væri sérstaklega tekið fram að það ætti að virkja krafta einka- framtaksins með opinberum aðilum í útrás á sviði orkumála. Mikill fengur hefði verið að því að fá Bjarna Ármannsson, því hann hefði komið með mikla þekkingu, reynslu og samband. Hann hefði stofnað sérstaka orkudeild innan Glitnis og búið til mikil verðmæti víða um heim, m.a. í félagi við orkuveituna í Kína. Mikil áform væru um að hita- veituvæða borgir í Kína og þar væru mikil tæki- færi. Sá misskilningur hefði verið uppi að Bjarni hefði verið að stytta sér leið inn í fyrirtækið en svo væri ekki, því sérstaklega hefði verið leitað eftir hans starfskröftum og samið við hann í sam- ræmi við það. Hann, Guðmundur Þóroddsson og fleiri starfsmenn REI hafi unnið þrekvirki á stuttum tíma við að búa til verðmæti og sýna fram á möguleika um allan heim. Í samrunanum fælust mjög miklir möguleikar og sagan myndi sýna að þetta hefðu verið snjöll viðskipti og geysi- lega hagstæð borgarbúum og eigendum. Í máli Björns Inga kom fram að starfsmenn GGE og Enex hefðu fengið að kaupa hlutabréf og óttast var að fengi starfsfólk OR ekki sömu möguleika væri hætta á að það færi annað. Eftir á að hyggja hefðu þetta verið mistök og ástæða væri til að biðjast afsökunar á því. Hins vegar hefði hugsunin verið einlæg og hefði snúist um hagsmuni starfsfólksins. Björn Ingi sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að selja ætti hlut OR í REI strax. „Ég teldi það óráð.“ Hann bætti við að skynsamlegt gæti verið að selja litinn hluta og samstaða ætti að geta náðst um það. „Það er ekki útilokað við náum saman um lokaniðurstöðu sem gæti verið öllum hagfelld.“ Verðgildið á eftir að vaxa Margrét Sverrisdóttir, fulltrúi Frjálslynda flokksins, sagði að borgarstjórnin hefði minni- hluta atkvæða borgarbúa á bak við sig. Áhöld væru um hvort sveitarstjórnarlög hefðu verið brotin með málsmeðferðinni og svo virtist sem umboðsmaður Alþingis deildi þeim áhyggjum. Hún hafi stutt kaup OR í HS því með því hafi hún talið að tryggt væri að fyrirtækið héldist í eigu Ís- lendinga. OR sé nú tilbúin að fórna HS og leggja eign sína þar sem áhættuhlut í REI. Svo virtist sem það hafi verið ætlunin allan tímann. „Ætlar þetta fólk að selja hluta borgarinnar í Orkuveitu Reykjavíkur til þess eins að tapa á sölunni?“ spurði hún. „Hluturinn á bara eftir að vaxa að verðgildi.“ Í máli Margrétar kom fram að borgarstjórinn væri rúinn trausti. Engu skipti hvort hann hefði séð nafnalista heldur hvort hann vissi hvaða nöfn voru á lista hinna útvöldu og af svörum hans í fjöl- miðlum mætti ráða að hann hafi vitað hverjir hafi átt þar í hlut. Löngu væri tímabært að snúa frá sérhagsmunastefnu til almannahagsmuna. Auð- mönnum hefðu verið færðar eignir borgarbúa á silfurfati. Sátt hafi náðst í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks vegna þess að ákveðið hafi verið að selja hlut OR í REI sem fyrst. Reyndar ætli þeir að gefa hann en áætlað sé að verðmæti REI muni tvö- til þrefaldast á næstu tveimur árum. „F-listinn vill ekki selja þennan hlut.“ borgarstjóra og sala á EI harðlega gagnrýnd Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fullt umboð Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri var harðlega gagnrýndur á fundinum. Hann sagðist hafa fullt traust og umboð til að leiða borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna. Í HNOTSKURN »2. október – Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks fundar um samrunann. Fulltrúum þótti málið bera brátt að og upplýsingagjöf vera af skornum skammti. »3.október – Tilkynnt um sameininguna á blaðamannafundi. Borgarstjórnarflokkur sjálf-stæðismanna fundar með Hauki Leóssyni og Guðmundi Þóroddssyni. Í ljós kemur að fulltrúar minnihlutans í stjórn OR höfðu þegar verið upplýstir um sameininguna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja þar með að sér hefði verið stillt upp við vegg. »4. október – Upplýst um kauprétt lykilstarfsmanna REI. Strax kemur fram hörð gagn-rýni á samningana. »5. október – Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funda með formanni og varaformanniflokksins um málið. Borgarstjóri beinir tilmælum til REI að starfsmenn REI og OR sitji við sama borð. »6. október – Borgarstjóri segist tilbúinn að ræða hvort OR dragi sig út úr REI.»8. október – Sjálfstæðismenn ákveða að stefnt skuli að sölu á hlut OR í REI á næstu mánuðum og að einungis kjörnir borgarfulltrúar skuli sitja í stjórn OR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.