Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MAGNÚS Guð- mundsson, for- stjóri Landmæl- inga Íslands, verður forseti samtaka korta- og fasteigna- stofnana í Evr- ópu næstu tvö ár- in. Alls eiga 50 stofnanir frá 42 þjóðum Evrópu aðild að EuroGeographics og hjá þeim starfa samtals um 55.000 manns. Samtökunum er ætlað að vera faglegur vettvangur korta- og fasteignastofnana í Evrópu og eru samtökin í virku samstarfi við Evrópusambandið þrátt fyrir að vera ekki ein af stofnunum þess. Fasteignamat ríkisins er einnig aðili að þessum samtökum. Magnús kjör- inn forseti Magnús Guðmundsson DOKTORSVÖRN fer fram við læknadeild Há- skóla Íslands föstudaginn 12. október. Athöfn- in verður í hátíð- arsal HÍ, og hefst klukkan 13. Þá ver Helga Bjarnadóttir sameindalíffræðingur doktors- ritgerð sína „Kortlagning á pökk- unarröðum mæði-visnu veirunnar (MVV) og smíði á MVV genaferju“. Andmælendur eru þeir dr Ben Berkhout, prófessor við Depart- ment of Human Retrovirology, Aca- demic Medical Center of the Uni- versity of Amsterdam og dr Ólafur S. Andrésson, prófessor við líf- fræðiskor Háskóla Íslands. Leiðbeinandi í verkefninu er dr. Jón Jóhannes Jónsson, dósent við lífefna- og sameindalíffræðistofu læknadeildar Háskóla Íslands og yfirlæknir við erfða- og sameinda- læknisfræðideild LSH. Doktorsvörn í HÍ Helga Bjarnadóttir FJÓRIR bæjarfulltrúar á Akranesi, sem mynda meirihluta bæjarstjórn- ar, hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Af gefnu tilefni og vegna umfjöll- unar um samruna Reykjavík Energy Invest og Geysis Green Energy og samstarf í meirihluta bæjarstjórnar Akraness, lýsum við undirrituð því yfir að fullt traust er á fulltrúa okk- ar, Gunnari Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar, í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og meðferð hans og bæjarstjóra á eigendaákvæði Akraness í OR. Fullur trúnaður er í meirihluta bæjarstjórnar Akraness, sem skipaður er fulltrúum Sjálf- stæðisflokks og fulltrúa Frjálslynda flokksins og óháðra á Akranesi.“ Styðja Gunnar LÖGREGLAN í Árnessýslu fékk fyrir stuttu ábendingu frá foreldri á Selfossi um að verið væri að selja „snuff“, fínkornótt neftóbak, í sölu- turni á Selfossi. Í samvinnu við toll- gæslu á Selfossi var gerð leit í sölu- turninum í síðustu viku. Við leitina fannst á annan tug tóbaksdósa. Hald var lagt á dósirnar og segir lögreglan, að sá sem bar ábyrgð á þeim verði kærður fyrir ólögmætan innflutning og sölu. Eftir þessa að- gerð hefur rekstri söluturnsins ver- ið hætt. „Snuff“ í verslun INNFLYTJENDUR og geðheil- brigði nefndist þverfagleg ráðstefna sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavík- ur í gærdag – í tilefni af Alþjóða geð- heilbrigðisdeginum. Ráðstefnan var vel sótt og þar kom margt athyglis- vert fram. „Vissulega tímabær um- ræða,“ segir Páll Matthíasson geð- læknir, en hann stjórnaði fundinum. Páll bendir einnig á að samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið erlendis, sé geðheilsa innflytjenda oft á tíðum verri en annarra. Þeir leita sjaldnar hjálpar, t.d. þar sem þeir vita ekki hvert á að leita, og bíða þar til allt er komið í óefni. Umræðan á ráðstefnunni sneri ekki einvörðungu að geðheilbrigði innflytjenda og segir Páll að þegar næstum 10% þjóðarinnar eru út- lendingar hafi allir á því skoðun, t.a.m. sjáist hjá sumum sorgarvið- brögð þar sem þeir sjá ekki lengur „hið gamla, einsleita Ísland“. Ábyrgðarmikið og erfitt starf Sabine Leskopf verkefnastjóri túlkaþjónustu í Alþjóðahúsi ræddi um samfélagstúlkun í geðheilbrigð- iskerfinu í erindi sínu á ráðstefn- unni. Samfélagstúlkun er hugtak sem notað er um túlkun í heilbrigð- iskerfinu, skólum, hjá stéttarfélög- um, í barnavernd og víðar. Hún segir að samfélagstúlkun sé afar ólík hefðbundinni ímynd túlks. „Við sjáum fyrir okkur túlk sem sit- ur í glerklefa í Brussel eða Strass- borg, hefur háskólanám að baki og er virtur. Hann túlkar það sem fram fer á fundum og fær vel greitt fyrir,“ segir Sabine. Verkefni samfélags- túlka séu gjörólík þessu. Þau felist til að mynda í að hitta lækni og sjúk- ling á læknastofu og túlka samtal þeirra. Í slíkum viðtölum sé mikið návígi milli túlksins og þeirra sem þurfa á þjónustu hans að halda. Þeir sem verið er að túlka fyrir kunni að reyna draga túlkinn inn í málið svo togstreita skapist. Sabine segir að framboð mennt- unar fyrir samfélagstúlka hér á landi sé fremur lítið. Háskóli Íslands, Fjölmenningar- setur og Alþjóðahús. hafi sett á fót tilraunaverkefni með nám í sam- félagstúlkun, en lítill peningur hafi fengist til verkefnisins frá hinu opin- bera. Hún gagnrýnir þetta enda sé samfélagstúlkun mjög ábyrgðar- mikið og erfitt starf. Sabine segir að samfélagstúlkar hér á landi hafi starfað með öðrum, til að mynda með presti innflytj- enda. „Ég hef sótt námskeið hjá Rauða krossinum í sálrænum stuðn- ingi og við höfum verið að ræða um samstarf við þjónustumiðstöð mið- borgar um handleiðslu [fyrir sam- félagstúlka].“ Hingað til hafi túlkar getað hringt í neyðarsíma, finnist þeim þeir þurfa á aðstoð, en Sabine er ein þeirra sem hafa séð um að svara í hann. „Ég hef fengið símtöl frá túlkum um miðja laugardagsnótt og þeir segja mér að þeir séu í erfið- um aðstæðum og viti ekki hvernig þeir eigi að snúa sér í málinu,“ segir hún. Bergþór G. Böðvarsson, fulltrúi notenda á Landspítala, ræddi um viðmót innan geðheilbrigðiskerfisins á ráðstefnunni. Hann segir að dag- ana 20.-26. október eigi að halda sér- staka viðmótsviku á sjúkrahúsinu með þátttöku starfsfólks af öllum sviðum og þá sé markmiðið að þessi vinna haldi áfram eftir það og beinist þá einnig að sjúklingum. Bergþór segir að árið 2004 hafi Hugarafl staðið að könnun meðal notenda geðheilbrigðiskerfisins um viðhorf þeirra. „Í niðurstöðunum kom fram að sjúklingar voru ekki fyllilega ánægðir með viðmót starfs- manna,“ segir Bergþór. Í framhald- inu hafi verið unnið að skipulagn- ingu námskeiðs um vitundarvakn- ingu, en ljóst sé að bæði þurfi að vekja starfsfólk sjúkrahússins til vit- undar um samskipti við sjúklinga og aðra starfsmenn sjúkrahússins í tengslum við geðheilbrigðismál. „Undanfari lélegs viðmóts kann að vera misskilningur eða skilnings- leysi,“ segir Bergþór. Þarna kunni að koma við sögu tungumálaerfið- leikar þegar um erlenda notendur er að ræða og almennt skilningsleysi gagnvart geðsjúkdómum. Til dæmis gleymist stundum að upplýsa geð- sjúka um framvindu mála eftir að þeir innritast á geðdeild. Þar sé gjarnan tekið á móti þeim en svo þurfi fólk hugsanlega að bíða eftir samtali við lækni eða fá herbergi. Þá gleymist stundum að upplýsa sjúk- linginn um næstu skref. Hjá geð- sjúkum sé öll slík óvissa mjög erfið, til dæmis að bíða eftir lækni sem er 10 eða 15 mínútum of seinn. Um þessar mundir sé verið að reyna að setja ákveðnar verklags- reglur t.d. um móttöku sjúklinga. „Vissulega tímabær umræða“ Morgunblaðið/Kristinn Áhugavert Fjölmenni var á ráðstefnunni sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á myndinni má sjá Díönu Bass sem hélt erindi. Við hlið hennar situr fundarstjórinn Páll Matthíasson og fyrir aftan þau er Toshiki Toma.  Rætt um innflytjendur og geðheilbrigði á fjölþjóðlegri ráðstefnu  Bæta þarf viðmót innan heilbrigðiskerfisins  Lítið fé rennur til samfélagstúlkunar Í HNOTSKURN »Alþjóða geðheilbrigðis-dagurinn var í gær og í til- efni hans fór fram þverfagleg ráðstefna í Ráðhúsi Reykja- víkur. »Yfirskrift ráðstefnunnarvar Geðheilbrigði í breyttri veröld: áhrif menn- ingar og margbreytileika. »Sjónum var einkum beintað innflytjendum á Íslandi í tengslum við geðheilbrigðis- mál. SALA á nýjum lóðum í Leirvogs- tungu í Mosfellsbæ hefst næstkom- andi mánudag. Um er að ræða lóðir fyrir þyrpingar þriggja til fjögurra raðhúsalengja. Þyrpingarnar eru átta talsins. Sú kvöð fylgir lóðunum að sami aðalhönnuður hanni öll hús innan hennar. Á milli þyrpinganna verða sameiginleg græn svæði, hellulögð svæði og útivistarsvæði, einnig veglegt tómstunda- og leik- svæði, samkvæmt tilkynningu. Lóðir í Leirvogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.