Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólafía Auð-unsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 17.
nóvember 1937. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans á
Landakoti 3. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Auðunn Sigurðsson,
lögregluþjónn og
trésmiður hjá Flug-
málastjórn, f. 22.9.
1904, d. 4.4. 1970, og
Ragnheiður Sigurð-
ardóttir húsmóðir, f.
8.12. 1909, d. 26.1. 1998. Ólafía var
yngst þriggja systkina, sem nú eru
öll látin, Sigurður, f. 11.12. 1929, d.
5.4. 1986, og Lilja Elísabet, f. 24.7.
1933, d. 16.11. 2000.
Ólafía giftist 10.7. 1959 Birgi
Baldurssyni, f. 31.10. 1940, d. 27.6.
2003. Þau slitu samvistir. Þau eign-
uðust saman synina:
a) Ragnar Auðun, f.
23.1. 1960, m. María
Vigdís Sverrisdóttir,
f. 2.12. 1963. Börn
þeirra eru Sæunn, f.
1.5. 1993, Arnar
Snær, f. 18.12. 1994,
og Pétur Andri, f.
28.6. 2004. b) Krist-
ján Hólmar, f. 26.9.
1967, m. Gyða Sig-
urbjörg Karlsdóttir,
f. 20.1. 1971. Sonur
þeirra er Steinþór
Hólmar, f. 5.7. 2007.
Ólafía útskrifaðist úr Samvinnu-
skólanum árið 1955 og vann lengst
af starfsævi sinni í Landsbanka Ís-
lands. Auk þess starfaði hún um
árabil í Lionsklúbbnum Engey.
Útför Ólafíu verður gerð frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.
Því fylgir nokkur eftirvænting að
hitta tilvonandi tengdaforeldra
barna sinna. Oftast eiga viðkomandi
eftir að eiga mikið saman að sælda og
deila tilfinningum um það sem þeim
er kærast: börn og barnabörn. Einn-
ig væntingar um að samdráttur ung-
mennanna verði báðum til gæfu. Það
var á gleðistund sem við Guðrún hitt-
um Ólafíu fyrst, og langflestar okkar
samverustundir, æðimargar í aldar-
fjórðung, hafa verið gleðistundir. Þó
hafa sorgarstundir, sem enginn
sleppur við, átt sína tíma. Við vissum
reyndar að Ragnar Auðunn, sem þá
var farinn að venja komur sínar í
Hraunbæ, gat ekki átt langt að
sækja mannkosti og hæfileika. Það
gekk líka eftir; það sópaði að þessari
glæsilegu konu, sem bauð af sér ein-
lægni og þokka. Frá fyrstu stundu
bundust kærleiks- og vináttubönd
sem enginn skuggi hefur á fallið.
Ekki stóð á heimboði í Sigtún, þar
sem Ólafía bjó með sonum sínum og
móður, Ragnheiði Sigurðardóttur, á
sannkölluðu ættaróðali þar sem allt
var með miklum myndarbrag. Húsið
hafði faðir hennar reist, og hún og
systkini hennar átt gott og glæsilegt
æskuheimili. Ragnheiður missti
mann sinn Auðun Sigurðsson 1970.
Ólafía eða Lóa, eins og hún var jafn-
an kölluð, og Birgir Baldursson,
maður hennar, höfðu ekki borið gæfu
til langrar sambúðar þrátt fyrir
barnalán, góða menntun og aðstæð-
ur. Hún var því einstæð móðir þegar
við Guðrún kynntumst henni. Hún
bar titilinn með heiðri og sóma, og
lagði allt í sölurnar til að búa sonum
sínum kærleiksheimili, gott uppeldi
og menntun. En enginn stendur
óstuddur, og vissulega naut hún
stuðnings og hjálpar móður sinnar
við uppeldi þeirra. Það var þeim gæfa,
því Ragnheiður var ákaflega góð kona
sem reyndist Ragnari og Kristjáni
frábær amma. Þeir guldu þeim
mæðgum fósturlaunin og urðu þeim
góðir synir og dóttursynir. Báðir
mannkosta- og gæfumenn.
Lóa gekk í Laugarnesskólann og
síðan í Gagnfræðaskóla Austurbæjar,
en að því loknu settist hún í Sam-
vinnuskólann, sem þá var í Sam-
bandshúsinu við Sölvhólsgötu. Þetta
var góður skóli, ekki síst fyrir hagnýtt
og fjölbreytt nám. Til marks um gæði
hans hef ég þá staðreynd að nemend-
ur voru hvarvetna eftirsóttir starfs-
kraftar um leið og námi lauk og svo
var um Lóu. Hún réðst til Lands-
banka Íslands og vann í gjaldeyris-
deild hans megnið af starfsævinni og
átti farsælan starfsferil. Um tíma bjó
hún í London með Birgi eiginmanni
sínum.
Lóa var vinsæl og vinmörg, og
ræktaði af miklu trygglyndi áratuga-
gamla vináttu. Fjölskyldan var henni
ákaflega dýrmæt og hún missti mikið
við fráfall systkina sinna og móður.
En mesta gæfan að sonum og tengda-
dætrum frátöldum voru barnabörnin.
Börn Ragnars og Maríu eru Sæunn,
Arnar Snær og Pétur Andri. En við
ævilok var hún fársjúk við skírn þess
fjórða, Steinþórs Hólmars, sonar
Kristjáns og Gyðu. Þá kemur að því
sem getið var í upphafi. Að deila með
öðrum þeirri stórkostlegu reynslu
sem er fæðing barns og síðan að fylgj-
ast með vexti þess og þroska. Að njóta
þeirrar gleði með Ólafíu var okkur
Guðrúnu mikil gæfa, því hennar gleði
var sönn og einlæg. Ekki síður hve
innilega hún samgladdist okkur Guð-
rúnu með hin barnabörnin öll. Við
þökkum henni allar samverustund-
irnar og vottum fjölskyldunum samúð.
– Blessuð sé minning Ólafíu Auðuns-
dóttur.
Sverrir Sveinsson.
Hvar byrjar vinátta sem verður svo
sterk að einstaklingarnir verða hluti af
tilvist? Við vorum ungar þegar við
settumst í Samvinnuskólann og þar
tókust kynni sem ekki slitnuðu þegar
skólabjallan hringdi okkur út í lífið til
fundar við lífsförunauta, að byrja að
gefa líf, fylgjast með börnunum, fylgj-
ast með átökum, gleði, sorg og sigrum
í hópnum. Nánd í gleði og sorg batt
traust vináttubönd.
Við tókum þátt í hátíðum fjöl-
skyldna okkar hver með annarri, svo
sem stórafmælum, fermingum og gift-
ingum barna okkar. Ekki er hægt að
láta hjá líða að minnast þess að alltaf
var gott að leita til Lóu, hún hafði alltaf
lausnir á reiðum höndum – viðkvæðið
var „nei, nei, þetta er ekkert mál“.
Hún var mikil hagleikskona, bæði list-
ræn og handlagin. Við munum áfram
byggja á hennar góðu ráðum og hug-
myndum og miðla áfram til okkar af-
komenda.
Ánægjulegt var að fylgjast með
gleðinni og eftirvæntingunni í vor þeg-
ar beðið var komu yngsta barnabarns-
ins. Það fylgdi henni Lóu friður sem
gagntók okkur allar þegar við hitt-
umst, það var eins og ekkert haggaði
henni, en hún var tilfinningarík og dul.
Við vinstúlkurnar, sem stöndum eft-
ir á bakkanum, horfum döprum aug-
um niður eftir fljótinu sem tók enn
eina okkar. En minningarnar eigum
við. Þakklæti fyrir allar góðu samveru-
stundirnar fyllir huga okkar sem eftir
stöndum.
Ragnar og Kristján, konur þeirra og
börn fá hlýhug okkar og djúpa samúð.
Saumaklúbburinn.
Við lát Ólafíu Auðunsdóttur, Lóu
mágkonu, koma margar góðar minn-
ingar upp í hugann. Lóu hitti ég fyrst,
þá átta ára gömul, þegar Birgir bróðir
minn kynnti hana fyrir fjölskyldunni.
Þau Lóa og Birgir bjuggu síðan er-
lendis í allmörg ár. Á þeim árum var
ekki ferðast sem nú og því hittumst við
ekki oft. Löngu síðar, á menntaskóla-
árum mínum, átti ég alla tíð athvarf
hjá þeim. Var það mér sérstaklega
mikils virði, einkum á þeim árum.
Stórfjölskyldan bjó á þremur hæðum í
Sigtúninu, Lóa og Birgir í risinu, for-
eldrar hennar á miðhæðinni og bróðir
ásamt fjölskyldu í kjallaranum. Það
var því oft líf og fjör og mikið um að
vera. Lóa hafði einstaklega góða nær-
veru, þýðan raddblæ og hægláta fram-
komu. Með henni var gott að vera. Við
leiðarlok er mér ljúft og skylt að þakka
þennan tíma og þá umhyggju sem ég
naut.
Þrátt fyrir að þau Lóa og Birgir hafi
slitið samvistum fyrir meira en 20 ár-
um og tengslin rofnað um of, þá var
hún alltaf í huga okkar systkinanna
Lóa mágkona.
Við systkinin og fjölskyldur okkar
minnumst hennar með hlýhug og
þökkum samfylgdina. Við sendum son-
um hennar, Ragnari Auðuni og Krist-
jáni Hólmari, og fjölskyldum þeirra
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Anna Þóra Baldursdóttir.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Lóa, þín verður sárt saknað.
En það er huggun harmi gegn að við
vitum að það hefur verið tekið vel á
móti þér og minningarnar um þig
munu lifa áfram. Hvíl í friði.
Gyða Sigurbjörg.
Ólafía Auðunsdóttir
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR G. HALLDÓRSSON,
frá Kvíslarhóli
á Tjörnesi,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar-
daginn 13. október kl. 14.00.
Steinþóra Guðmundsdóttir, Þórarinn Gunnlaugsson,
Marý Anna Guðmundsdóttir, Halldór Sigurðsson,
Aðalsteinn Guðmundsson, Jófríður Hallsdóttir,
Stefán Brimdal Guðmundsson, Lára Ósk Gunnlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
NANNA GUNNLAUGSDÓTTIR
fótaaðgerða- og snyrtifræðingur,
Þorragötu 5,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju í dag, fimmtu-
daginn 11. október kl. 15.00.
Gunnlaugur M. Sigmundsson, Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir,
Jón R. Sigmundsson, Björk Högnadóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
ELÍN STEINÞÓRA HELGADÓTTIR,
frá Kárastöðum
í Þingvallasveit,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu í Víðinesi 1. október
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju
föstudaginnn 12. október kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Guðbjargar
Einarsdóttur, reikningsnr. 0323-13-301467, kt. 520606-0920.
Gunnlaugur Geir Guðbjörnsson,
Guðrún Guðbjörnsdóttir, Böðvar Guðmundsson,
Erla Guðbjörnsdóttir, Kristinn Víglundsson,
Einar Guðbjörnsson, Hugrún Þorgeirsdóttir,
Þóra Einarsdóttir,
Kári Guðbjörnsson, Anna María Langer,
og fjölskyldur.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ELÍN TÓMASDÓTTIR,
Kársnesbraut 99,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
miðvikudaginn 3. október. Útförin fer fram
föstudaginn 12. október kl. 13.00 frá
Kópavogskirkju.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir.
Skúli Sigurgrímsson,
Bergþór Skúlason, Ragnhildur Björg Konráðsdóttir,
Sigurgrímur Skúlason, Freydís J. Freysteinsdóttir,
Skúli Skúlason, Svandís Guðjónsdóttir,
Hildur Skúladóttir, Borgar Ólafsson,
Bryndís Skúladóttir, Haukur Þór Haraldsson
og barnabörn.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls
okkar ástkæra
ÞÓRÐAR INGA GUÐMUNDSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Barnaspítala Hrings-
ins, gjörgæslunnar í Fossvogi og þeirra fjölmörgu
sjálfboðaliða sem komu að meðferð hans og
umönnun.
Styrkur ykkar, stuðningur, fyrirbænir og hlýhugur
hefur verið okkur ómetanlegur.
Guð blessi ykkur öll.
Aðstandendur.
✝
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR
frá Nýjabæ í Kelduhverfi,
Dalbraut 27,
lést aðfaranótt þriðjudagsins 9. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gunnlaug Ólafsdóttir, Sigurður Sveinsson,
Selma Helga Einarsdóttir, Eggert Kristjánsson,
Elín Arndís Sigurðardóttir
og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR KARL ÓSKARSSON,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
mánudaginn 8. október, verður jarðsunginn
frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 16. október
kl. 11.00.
Óskar Örn Guðmundsson,
Hörður Már Guðmundsson, Kristín Sigrún Grétarsdóttir,
Hermann Hrafn Guðmundsson, Elín Gísladóttir,
Ísleifur Karl Guðmundsson, Kristín Konráðsdóttir,
Magnús Geir Guðmundsson,
Ingibjörg Gunnarsdóttir,
Gunnar Rafn Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.