Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 23
EVA Þyri Hilmarsdóttir heitir
ungur píanóleikari sem hefur verið
við nám í Danaveldi undanfarin ár.
Hún kvaddi sér hljóðs í Fella- og
Hólakirkju sl. laugardag.
Á efnisskránni var fyrst sónata
op. 31 nr. 3 í Es-dúr eftir Beetho-
ven. Strax á upphafstónunum var
auðheyrt að Eva Þyri hafði prýði-
legt vald á hljóðfærinu. Hljóm-
urinn úr því var mjúkur, en einnig
tær, sem bar vott um góða tækni
og vandaðan áslátt. Túlkunin var
líka sannfærandi, hún einkenndist
af krafti, jafnvel ofsa, en jafnframt
sterkri formtilfinningu, auk þess
sem megineinkenni verksins,
óvæntar uppákomur og kímni,
skiluðu sér fyllilega til áheyrenda.
Annað var í svipuðum dúr, nokt-
úrna í c-moll op. 48 nr. 1 eftir
Chopin var sérlega fallega leikin
og einnig ballaða nr. 4 eftir sama
tónskáld, þótt einstaka sinnum
hefði mátt vera meiri skýrleiki í
leiknum.
Helst mátti finna að útfærslunni
á hinum sífelldu hraðabreytingum
í „Stúlkunni og næturgalanum“
eftir Granados. Tónskáldið fór
vissulega fram á þær, en hér virk-
uðu þær dálítið meðvitaðar og því
skilaði sér ekki hinn mikli tilfinn-
ingahiti sem þó liggur að baki
verkinu. Sennilega á reglan
„minna er meira“ ágætlega við
túlkun þessarar tónlistar.
Sónata nr. 2 í d-moll op. 14 eftir
Prokofiev var hins vegar frábær,
flutningur Evu Þyri var óheftur og
glæsilegur, hamslaus þegar við
átti en einnig óræður og dul-
arfullur.
Óhætt er að fullyrða að hér er
komin á sjónarsviðið framúrskar-
andi tónlistarkona sem vert er að
veita eftirtekt.
Óheft og glæsileg
TÓNLIST
Fella- og Hólakirkja
Verk eftir Beethoven, Chopin, Granados
og Prokofiev í flutningi Evu Þyri Hilm-
arsdóttur. Laugardagur 6. október.
Debút-píanótónleikar
Jónas Sen
Góð Eva Þyri Hilmarsdóttir
„VON103“ nefnist ný hádegistón-
leikaröð í samnefndu húsi SÁA,
steinsnari NNA af Ríkisútvarps-
húsinu í Efstaleiti, sem hófst sl.
föstudag og verður áfram næstu
sex frjádaga í byrjun hvers mán-
aðar fram í marz undir listrænni
stjórn Nínu Margrétar Gríms-
dóttur. Á boðstólum verða klassísk
kammerverk fyrir tvo til þrjá flytj-
endur, og meðal líklegra hápunkta í
vændum mætti nefna Keiluvall-
artríó Mozarts í febrúar með gesta-
þáttöku Dmitris Ashkenazys á klar-
ínett í samleik við þær Nínu og
víólu Þórunnar Óskar Mar-
ínósdóttur.
Að hætti hádegistónleika var
dagskráin fremur stutt eða um
tæpa klst., og kynnti píanistinn við-
fangsefnin af munni fram. Verkin
tvö fyrir fiðlu og píanó voru frá
önd- og ofanverðum ferli Johann-
esar Brahms (1833-97) eða æsku-
stykki hans „Sonatensatz“-Scherzó
WoO 2 frá 1853 og þríþætta Són-
atan í A-dúr Op. 100 frá 1886.
Scherzóið góðkunna í tápmiklum
6/8 „caccia“-anda þaut frísklega um
loft sem hressandi vorstormur, en
hin fullþroska Sónata bauð einnig
upp á mörg íhugul augnablik í vel
samstilltum tvíleik.
Þetta var fyrsta ómreynsla und-
irritaðs af téðum vettvangi, og átt-
aði maður sig því ekki vel á kostum
hans og göllum. Í fljótu bragði virt-
ist þó sem afmarkað sviðsinnskotið
hefði tilneigingu til að ofmagna
dýpra svið Bösendorferflygilsins
með tilheyrandi jafnvægisvanda
gagnvart fiðlunni, og hljómaði
stundum í harðara lagi þrátt fyrir
minnsta lokop. E.t.v. mætti hemja
samspil gólfs og veggja með litlu
teppi, eða a.m.k. mjúkum bríkum
undir látúnshjólunum.
Mannbótarmúsík í húsi vonar
TÓNLIST
Von – Kammertónleikar
Föstudaginn 5.10. kl. 12:15.
Verk eftir Brahms. Guðný Guðmundsdóttir
fiðla, Nína Margrét Grímsdóttir píanó.
Ríkarður Ö. Pálsson
Von103 Nína Margrét Grímsdóttir
er listrænn stjórnandi tónleikanna.
Morgunblaðið/Ásdís
PÉTUR Thomsen er listamaður sem
notar ljósmyndamiðilinn í verkum
sínum og hefur þegar sýnt myndir
sínar víða um heim, en myndir hans
frá Kárahnjúkum, Aðflutt landslag,
vöktu töluverða athygli, einnig hér á
landi.
Í Gallerí Turpentine sýnir Pétur
ljósmyndir teknar í nágrenni Reykja-
víkur, kannski á sömu slóðum og
Kjarval sótti sér oft myndefni, en ná-
kvæm staðsetning er aukaatriði í
myndum Péturs.
Viðfangsefni hans er samspil
manns og náttúru en listamaðurinn
leikur sér á meðvitaðan hátt með fag-
urfræðilegar og viðteknar hug-
myndir um landslag, til dæmis með
því að láta eftirmiðdags- eða kvöldsól
varpa rauðgullinni birtu á myndefnið.
Íslensk hefð í landslagsmyndum er
ekki svo gömul og íslensk landslags-
verk hafa gjarnan yfir sér norrænan,
rómantískan blæ. Það er erfitt að
losna við slíkar hugsanir enn í dag og
tæknibrölt mannsins í óspilltri nátt-
úru fær jafnan á sig blæ einhvers
óhreins og spillts gagnvart hinu
hreina og upphafna. En Pétri tekst
að birta fleiri túlkunarmöguleika í
myndum sínum, til dæmis er myndin
af óskilgreindum byggingarfram-
kvæmdum þar sem byggingin er í
forgrunni en glittir í háa fjallshlíð í
bakgrunni, afar áhugaverð vegna
þeirrar spennu sem ríkir í litum og
uppbyggingu. Slík spenna, sem
birtist í skáhöllum, brotakenndum
formum og byggingareiningum
sem kannski eru að hruni komnar,
en kannski er verið að reisa, hver
veit, endurspeglar vel þá togstreitu
sem ríkir í sambandi hins tækni-
vædda manns og náttúrunnar.
Þetta er áleitin og eftirminnileg
mynd.
Pétur hefur mikið að segja í verk-
um sínum og tekur ekki afstöðu sem
takmarkar list hans við umhverf-
isvernd, þó að slík sjónarmið verði
óhjákvæmilega hluti af henni. Und-
irliggjandi umræða er hluti verkanna
en þau standa líka fullkomlega sjálf
sem fagurfræðilega áhugaverð lista-
verk. Fjölbreytileiki myndanna og
óvenjuleg sjónarhorn skapa hér við-
burðaríka sýningu og skipa Pétri
framarlega í röð upprennandi mynd-
listarmanna.
Togstreita í myndum
MYNDLIST
Gallery Turpentine
Ljósmyndir, Pétur Thomsen
Til 13. október. Opið þri.-fös. 12-18, lau.
12-17. Aðgangur ókeypis.
Umhverfing
Ragna Sigurðardóttir
Umhverfing „Pétur hefur mikið að segja í verkum sínum,“ segir í dómi.
ÞAÐ ER ansi langt síðan ég hef
heyrt Sunnu Gunnlaugsdóttur spila
ekta tríódjass en það gerði hún svo
sannarlega á Múlanum sl. mið-
vikudagskvöld. Fyrsta lagið var
splunkunýtt, „No Wag“, eitthvað var
í ólagi með mögnunina á píanóinu svo
Sunna endurtók lagið í lok tónleika.
Þá sannaðist sem fyrr að oft er
strembið að sitja heila tónleika og
heyra öll verkin í fyrsta sinn eins og
oft er á djasstónleikum. Þetta verk
var vel skrifað og sór sig í ættina við
bestu verk Sunnu af Mindful. Scott
McLamore þræddi skemmtilega
brautina milli bopp og fönks í kröft-
ugum trommuleik sínum. Það voru
tvö ekta bopplög á efnisskránni, bæði
eftir bassaleikara tríósins, Þorgrím
Jónsson. Í hinu fyrra, „Left Behind“,
fannst mér skorta nokkuð upp á
boppkraftinn hjá Sunnu, en hún lék
síðara lag Togga yndislega. „No Way
Out“ nefndist það og er af Herbie
Nicolas-skólanum. Það var dálítið
skemmtileg að norrænustu lögin á
efnisskrá tríósins voru eftir tromm-
arann bandaríska, sér í lagi hin há-
rómantíska „Ballad“. Önnur lög er
tríóið spilaði voru öll eftir Sunnu, sum
gamlir kunningjar eins og „Even-
song“ og „Bump“, en önnur frumflutt
þetta kvöld eins og fyrrnefnt „No
Wig og „Vitjun“ og minnti samleikur
Sunnu og Togga stundum á Ole Kock
og Niels-Henning. Ræturnar liggja
víða og margt er frændum sameig-
inlegt.
Þetta tríó er orðið ansi samstillt, en
sum lögin þarf að slípa betur og
ósköp er harður hljómur í nýja Pet-
rov-píanói Múlans. Það er orðið nokk-
uð langt síðan Sunna gaf út disk og
tími kominn á slíkan því ekki skortir
efnið. Þess má svo geta að lokum að
rás 1 hljóðritaði tónleikana, en nýjar
tónleikaupptökur eru gjarnan á dag-
skrá í djassþætti Lönu Kolbrúnar 5/4
á þriðjudagskvöldum.
Svalt en
ekki kalt
TÓNLIST
Múlinn á DOMO
Miðvikudagskvöldið 3.10. 2007
Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur
Vernharður Linnet
NÝIR eigendur munu nú taka við
rekstri gallerís Sævars Karls eftir
að Sævar Karl, sem hefur rekið
galleríið samhliða verslun sinni í
u.þ.b. 20 ár, seldi fyrirtækið. En
þar hafa margir valinkunnir lista-
menn stigið sín fyrstu skref inn í
myndlistarheiminn. Ný stefna er í
sýningarhaldi. Þ.e. að tvinna sam-
an föt og myndlist. Í sjálfu sér
forvitnileg tilraun að spila saman
virkni húsnæðisins og myndlist en
jafnframt vandasamt.
Það var Kolbrá Bragadóttir sem
reið á vaðið með sýningu sem fór
því miður framhjá mér og nú er
það Karl Jóhann Jónsson sem
sýnir 25 olíumálverk undir yf-
irheitinu „Sviðsett dagbók“. Karl
er raunsæismálari og felst dag-
bókin í því að listamaðurinn safn-
ar ímyndum inn á GSM-símann
sinn og vinnur svo úr þeim á
strigann með viðeigandi „skálda-
leyfi“. Sumt virkar þá eins og
leifturskotsmyndir en annað er
uppstillt. Glettinn hversdagsleik-
inn er undirliggjandi í verkum
Karls en hann er engu að síður
vandvirkur og meðvitaður um
hefðina og má m.a. sjá nútíma-
legar tilvísanir í verk hollenska
17. aldar málarans Johannes Ver-
meer í verkunum „Kona les skila-
boð“ og „Stúlka með ipod“.
Helsti ljóður sýningarinnar er
að hún fer í óttalegt kraðak. Sýn-
ingarbox á gólfi og föt á snögum
taka sinn toll og þétt upphengið
hjálpar ekki til. Og er eins og að
„ára“ listaverkanna smiti yfir í
hvert annað þannig að verkin fá
ekki hæfilegt andrúm til njóta sín.
Hefði listamaðurinn mátt grisja
allnokkuð úr verkunum, enda eru
þarna inni á milli myndir sem vel
hefðu mátt missa sín á meðan
myndir eins og „Kona les skila-
boð“, „Fótbolti“, „Uppstilling“,
„Elísa“, og „Stúlka með ipod“ hafa
fagurfræðilega nærveru og þurfa
sitt pláss hver.
Glettinn
hversdagsleikinn
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Opið á verslunartíma.
Sýningu lýkur 20. október.
Aðgangur ókeypis.
Karl Jóhann Jónsson
Jón B.K. Ransu
Stúlka með ipod Nútímaleg tilvísun í 17. aldar málverk Johannesar
Vermeers, „Stúlka með perlueyrnalokk“.