Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
INTERNETIÐ, sem oftast er
einfaldlega nefnt netið, er gríð-
arlegur sjóður fræðslu og mennt-
unar. Með tilkomu þess breyttist
margt, unnt er að
sitja heima hjá sér, á
bókasafni eða netkaffi
og afla sér upplýsinga
um nánast allt sem
forvitnilegt er.
En auðvitað er tak-
mörk netsins þau að
það sem ekki hefur
verið gert aðgengilegt
finnst auðvitað ekki.
Margir nota netið
til að þjálfa sig í er-
lendum tungumálum.
Eitt fyrirbærið í sjálf-
stæðu málanámi sem
hefur oft verið mörgum nemendum
mikill þrándur í götu eru óreglu-
legu sagnirnar. Á dögunum kíkti ég
betur á internetið með þetta í huga
og reyndi að finna skrá yfir óreglu-
legar sagnir íslenskrar tungu. Yf-
irleitt finnast einungis skrár yfir
sterkar sagnir erlendra tungumála,
t.d. í ensku sem fyrst og fremst
margir skólakennarar hafa sett á
heimasíður sínar til að auðvelda
nemendum sínum námið.
En hvernig horfir þetta við
gagnvart áhugasömum nemendum
sem vilja læra íslensku? Íslenskan
heillar marga klóka og áhugasama
erlenda námsmenn enda er það eitt
elsta lifandi tungumál sem enn er
talað í gjörvallri Evrópu.
Leitin að sterkum sögnum í ís-
lensku reyndist nokkuð rýr og það
sem mér finnst aðfinnsluvert er, að
þeir sem hafa verið að draga sam-
an fróðleik um þessi mál, virðast
einhverra hluta vegna t.d. ekki
hafa greiðan aðgang að íslensku
stöfunum t.d. á heimasíðunni:
http://teaching.arts.usyd.edu.au/
english/2000/icel/grammar.html
Hefur höfundurinn, Tarrin
Wills, sett saman dálítinn vísi að
sjálfsnámi í íslensku
og ber að meta það.
En íslensku stafirnir
eru því miður ekki
réttir og spurning
hvernig svona mik-
ilvægt starf geti
skilað sér áfram
með þeim ann-
mörkum sem þarna
má augljóslega sjá.
Þannig er spánska ñ
notað fyrir okkar ð,
ã og stundum ä fyr-
ir þ, f fyrir ý og þar
fram eftir götunum.
Einkennilegt að th er ekki notað
hvorki fyrir hljóðlausa þ-ið né ð
þó svo það fyrirfinnist í a.m.k. 3
þjóðtungumálum Evrópu: ensku,
grísku og spænsku.
Hvernig ætli nemandi sem
lærir íslensku á þennan hátt geti
fótað sig áfram og tjáð sig rétt
með þessum röngu upplýsingum?
Að nema íslensku er ekki létt
verk enda hún talin vera eitt
flóknasta og erfiðasta mál sem
hugsast getur. Ekki eru svona
alvarlegir hnökrar til að auðvelda
fróðleiksfúsum nemendum leiðina
að íslenskunni.
Spurning hvort vekja mætti
athygli menntamálaráðuneytisins
á þessum vandkvæðum? Mér
finnst sjálfsagt að beina þeim
vinsamlegu tilmælum til þeirra
sem málið varðar, að fylgst sé
betur með fræðslumálum ís-
lenskrar tungu. Veita þarf þeim
aðstoð eftir megni sem áhuga hafa
að kynna íslensku á verald-
arvefnum hvort sem það er gert
með vinsamlegum ábendingum eða
góðfúslegum leiðréttingum til við-
komandi.
Í gamla daga var talað um að
auðlærð væri ill danska. Rétt er nú
að yfirfæra það yfir á íslenskuna
sem því miður hefur tekið meiri
breytingum á tímum einnar kyn-
slóðar en allar kynslóðirnar þar á
undan.
Við Íslendingar eigum að auð-
velda fólki af erlendu bergi sem
mest að læra íslenskuna ef það hef-
ur áhuga og kærir sig um að eyða
dýrmætum tíma sínum í það nám.
Hlutverk okkar hins vegar á að
vera fólgið í að greiða götu þeirra
að sjálfsnámi. Það auðveldar ekki
síður mjög starf okkar í skólum
landsins sem svo sannarlega veitir
ekki af.
Góðir hálsar:
Undirritaður vill beina eftirfar-
andi tilmælum til þjóðarinnar: Orð-
ið net sem stytting á orðinu int-
ernet er ekki sérnafn og ber því að
rita með litlum staf hvað allir at-
hugi!
Guðjón Jensson,
Mosfellsbæ
Sjálfsnám á netinu
Guðjón Jensson skrifar um að-
gengi íslenskukennslu á netinu » Við athugun á netinuer ljóst að fjölmargir
hafa áhuga fyrir ís-
lensku. En eru allar
nauðsynlegar upplýs-
ingar í góðu lagi?
Guðjón Jensson
Höfundur er áhugamaður
um vandað málfar.
SAGT er að krónan sé 20 eða
jafnvel 25% of hátt skráð. Ýmis
fjármálafyrirtæki með
tekjur í evrum, vilja
að við tökum einhliða
upp evru, sem fram-
tíðargjaldmiðil. Benda
á að auk þess, sem
þeirra tekjur komi
mest erlendis frá, þá
sé nú svo komið að
jafnt einstaklingar
sem fyrirtæki taki
mest lán í erlendri
mynt.
Það er nokkuð ljóst
að efnahagsvandinn
leysist ekki með því
að taka upp nýja mynt. Jafn
ljóst er að ekki er hægt að reka
heilbrigð viðskipti í umhverfi
þar, sem gjaldmiðillinn blaktir
eins og þvottur á snúru.
Eigi einhliða að taka upp nýja
mynt er eðlileg spurningin,
hvort evra sé best. Það getur
verið að skuldir þjóðarinnar séu
í allt annarri mynt en evru þó
svo að þessi fyrirtæki versli
mest í evrum. Evrópa er ekki
nafli alheimsins. Hvað um doll-
ar? Heimsviðskiptin eru mest í
dollurum. Í Asíu þar sem vöxtur
er nú mestur eru viðskipti næst-
um eingöngu í dollurum.
Verði evran fyrir valinu liggur
beint við að ganga í Efnahags-
bandalagið (ESB). Þar með verð-
ur ástandið stöðugt, en líklega
einnig staðnað. Staðnað vegna
þess að þetta bandalag er tollam-
úrabandalag nokkurra ríkja í
Evrópu, sem hafa það að mark-
miði að hindra viðskipti inn á
svæðið með vernd-
artollum. Tollam-
úrunum má líkja við
Járntjaldið. Mun-
urinn er að aust-
urblokkinni var
stjórnað frá Moskvu
en ESB er stjórnað
frá Brussel. Í banda-
laginu gætum við
ekki tekið ákvarð-
anir, sem sjálfstæð
þjóð. Við myndum
litlu ráða um gang
Evrópumála. Yrðum
að hlíta boðum og
bönnum frá Brussel í málum,
sem við fram til þessa höfum
ráðið sjálfir eða átt kost á að
ráða sjálfir. Við mættum t.d.
ekki gera þann fríversl-
unarsamning við Kína, sem okk-
ur býðst í dag. Íslenskir fram-
leiðendur og neytendur
innmúraðir í bandalagið myndu
líða fyrir hærra verð á ýmsum
vélbúnaði og neysluvörum.
Ég er þeirrar skoðunar að við
eigum að sækjast eftir fríversl-
unarsamningum við sem flest
ríki. Þar á meðal ESB. Vilji þeir
það ekki og haldi áfram að tolla
fullunnar fiskafurðir frá okkur,
en ekki hálfunnar afurðir, eins
og t.d. gámafisk, þá ber að svara
þeim í sömu mynt. Leggja út-
flutningstolla á óunna vöru og
hærri tolla á fullunnar vörur frá
þeim, eins og t.d. bíla og vélar.
Einnig væri hægt að fella niður
tolla á íhluti og varahluti fyrir
þessar vélar.
Það er engin ástæða fyrir
stjórnmálamenn að vera hræddir
við þetta. Verði t.d. verð á bílum
frá Evrópu óhagstæðara en frá
t.d. Japan eða Kóreu vegna
hærra tolla, þá munu þeir leið-
rétta tollskrána hjá sér. Bæði til
að selja okkur bíla o.fl ., en þó
aðallega til að fá fiskinn, sem þá
vantar og fá ekki annars staðar
frá. Samningamenn okkar geta
því borið höfuðið hátt án minni-
máttarkenndar.
Við getum ekki aukið magnið
úr sjónum, en við getum aukið
verðmætið með fullvinnslu.
Þannig væru þetta óbeint mó-
vægisaðgerðir, sem beðið er eft-
ir.
Hvað varðar framtíðargjald-
miðilinn þá hafa bæði dollar og
evra tekið og munu í framtíðinni
taka hagsveifludýfur óháð
ástandinu hjá okkur. Það er því
ekki gott að taka upp annaðhvort
evru eða dollar. Betra væri að
fastbinda gengi krónunnar við
bæði dollar og evru væri það
hægt. Einnig við fleiri myntir
t.d. yen og svissneska franka.
Króna fasttengd ákveðinni
myntkörfu væri stöðugur gjald-
miðill, sem aðrar Norðurlanda-
þjóðir gætu tekið upp eftir okk-
ur, sem framtíðargjaldmiðil.
Krónan framtíðargjaldmiðill?
Sækjumst eftir fríverslunar-
samningum við sem flest ríki,
þar á meðal ESB, segir Sig-
urður Oddsson
» Jafn ljóst er að ekkier hægt að reka heil-
brigð viðskipti í um-
hverfi þar sem gjald-
miðillinn blaktir eins og
þvottur á snúru.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
TÍMABIL kolakyntu
togaranna var upphaf
stórútgerðar á Íslandi
og bætts efnahags. En í
okkar fámenna sam-
félagi varð græðgin og
skilningsleysið, sann-
girni og tillitssemi yf-
irsterkari. Sjómenn
urðu þrælar útgerð-
armanna sem ráku í
land þá útslitnu og tóku
nýja í staðinn. Líf tog-
arasjómanna þess tíma
var allsherjar hroll-
vekja. Nýsköpunartog-
ararnir voru keyptir
1947 og fór meirihluti
stríðsgróðans í það.
Staðið var illa að verki
því þeir úreltust allir á
sama tíma. Þeir voru
glæsilegastir allra tog-
ara, mikil sjóskip og
rennileg. Þeir bættu
efnahaginn og voru undirstaða þess
sem nú er. Síðar kom skuttogararnir,
stærri, öflugri og ljótari og nú eru það
stóru rándýru verksmiðjuskipin. Með
þeim jókst kostnaðurinn og nú er svo
komið að í járnum er að borgi sig að
reka þau. Hræðilegar afleiðingar tog-
veiða á landgrunnið eru verstar, en
eyðileggingin sem bobbingar og troll-
hlerar valda á hrygningarstöðvunum
er nú flestum ljós. Kórallar, hraun og
annað skjól fisks og seiða er jafnað út
og klak og uppeldi verður fyrir vax-
andi skakkaföllum. Ofan á það bætist
aukin veiðigeta og skemmdarmáttur
stóru skipanna og kostnaður, en nú er
svo komið að átta af hverjum tíu fisk-
um fara í að fleyta bákninu. Hjá vist-
vænu krókaveiðibátunum fara hins-
vegar 2 af 10 í kostnað og eru því
útgerðum stórra skipa þyrnir í aug-
um. Afleiðingar græðgi og fyr-
irhyggjuleysis í veiðum og vinnslu eru
fyrir löngu ljósar þó nú fyrst sé reynt
að taka á vandanum. Auðvitað var rétt
að skerða kvótann, en
það er ekki nóg. Aðal-
atriðið er að gera sem
mest úr því sem má
veiða. Betra er að veiða
lítið sem verður að
miklu, en mikið sem
verður að litlu og gera
það á vistvænan hátt.
Þannig fá fleiri vinnu,
landsbyggðin lifnar og
allir græða nema sæ-
greifar. Það gerir mann-
líf auðugra á kostnað við-
skiptalegrar úrkynjunar
sem nú fer vaxandi. Um
miðja síðustu öld var
blómaskeið bátaútgerð-
ar í öllum sjáv-
arbyggðum og algeng-
ustu stærðir frá 40 til 70
tonn. Meðal vertíðarafli
á skip var 500 tonn og
juku sumir arðinn með
söltun. Loðna var aðeins
veidd til beitu og þá á 8 til 15 tonna
bátum. Sum starfsemi þróast til bölv-
unar fyrir vistkerfið og það kemur nið-
ur á landsmönnum öllum. Þá er gott
að leita til fortíðar og nýta það besta
úr henni í bland við nýtt. Best væri að
selja helming stóru togaranna og
banna hinum veiðar innan 150 mílna
landhelgi. Gera út krókabáta frá vetri
til vetrar og 80 til 100 tonna báta á net
og línu, enda eru stóru skipin börn
síns tíma, skaðræði fyrir vistkerfi og
menn og því úrelt. Nú er lag að út-
hluta krókabátunum umfram stóru
skipin og gera mikið úr litlu og hætta
að bruðla. Vitlausast af öllu vitlausu er
að byggðakvóti renni til útgerð-
armanna í stað þess að verða óselj-
anleg og óafturkræf eign heima-
manna.
Breyting í sjávarút-
vegi löngu tímabær
Albert Jensen skrifar um fiski-
skipaflotann og vinnslu aflans
Albert Jensen
»Hræðilegarafleiðingar
togveiða á land-
grunnið eru
verstar...
Höfundur er trésmíðameistari.
NÝLEGA var haldin hér á landi
ráðstefna á vegum Öryrkjabanda-
lags Íslands, Háskól-
ans í Reykjavík og
Mannréttindastofu Ís-
lands þar sem fjallað
var um nýjan sáttmála
Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs
fólks. Um mannrétt-
indasáttmála er að
ræða þar sem kveðið
er á um rétt fatlaðs
fólks til þess að njóta
almennra mannrétt-
inda og þær þjóðir sem
undirrita samninginn
skuldbinda sig til þess
að fylgja reglum hans.
Sá tími er því liðinn
þar sem málefni fatl-
aðra tilheyra mjúku
málunum í stjórn-
málum þar sem mest-
ar vonir eru bundnar
við stjórnmálamenn
sem setja málefni
minnihlutahópa á odd-
inn í kosningabarátt-
unni. Fólk með fatlanir
hefur barist gegn því að vera skilið
eftir í lífsgæðakapphlaupinu og mikil
áhersla hefur verið á grunnþarfir
eins og rétt til menntunar, lífeyris,
þjónustu o.fl. Sáttmálinn snýst hins-
vegar ekki einungis um félagsleg
réttindi því áherslan er ekki síður á
mannréttindi og borgaraleg réttindi
fólks með fötlun. Ekki eru allir á
einu máli um það hvernig skilgreina
beri fötlun en auðvelda verður fólki
að sækja rétt sinn vegna þeirrar
skerðingar sem það býr við. Fólk
verður að hafa aðgang til að sækjast
eftir því besta sem í boði er til að
fjarlægja þær hindranir sem er að
finna í daglegu lífi þess.
Við höfum dæmi um
það hér á landi að ein-
ungis nýlega var hafist
handa við uppbyggingu
búsetuúrræða fyrir fólk
með geðfötlun en sá
hópur hafði verið skil-
inn eftir þar sem
áherslan var mest á
sjúkdómsgreiningu og
þjónustu sjúkrastofn-
ana. Oft er brotið á rétt-
indum fólks með fötlun
og þeir sem starfa við
þjónustu við fatlaða
geta ómeðvitað tekið
þátt í því. Fyrir fólk
með geðfötlun eru for-
dómar annarra ein
stærsta samfélagslega
hindrunin og ennþá er
langur vegur í að sam-
félagið bjóði fólki með
geðfötlun upp á það
sem öðrum þykir sjálf-
sögð mannréttindi eins
og búsetu og atvinnu-
möguleika við hæfi. Íslendingar hafa
þegar staðfest samning Sameinuðu
þjóðanna um mannréttindi fatlaðra.
Hjálpum fólki að standa vörð um
réttindi sín og samninginn má nálg-
ast á slóðinni http://www.un.org/esa/
socdev/enable/rights/convtexte.htm
Evrópuár jafnra
tækifæra
Ingibjörg Hrönn Ingimars-
dóttir skrifar um réttindi geð-
fatlaðra
Ingibjörg Hrönn Ingi-
marsdóttir
» Fyrir fólkmeð geðfötl-
un eru fordómar
annarra ein
stærsta sam-
félagslega
hindrunin …
Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur
með MA í fötlunarfræði.
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100