Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 49 Atvinnuauglýsingar Smiðir Erum með vana smiði sem óska eftir mikilli vinnu. Upplýsingar í síma 840 1616 Kraftafl ehf Tækniteiknari og Iðnfræðingur óskast á teiknistofu í Kópavogi. Starfsvið: Burðarþols- og lagnahönnun (Acad), frjáls vinnutími og góð laun í boði. Áhugasamir sendið inn umsókn á netfangið agustb@simnet.is fyrir 20. október. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. Raðauglýsingar 569 1100 Húsnæði óskast Okkur vantar nú þegar einbýlishús, raðhús eða stóra íbúð til leigu fyrir starfsmenn okkar. Héðinn hf, Stórás 4-6, 210 Garðabær. Sími 569 2100 (660 2121). Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins á Miðbraut 11, Búðardal, sem hér segir á eftirfarandi eign: Skarðsá, fastanúmer 137837, Dalabyggð. Gerðarþoli Edda Unn- steinsdóttir, eftir kröfu Íbúðalánasjóðs, mánudaginn 22. október, kl. 13:00. Kolsstaðir I, fastanúmer 211-8715, Dalabyggð. Gerðarþoli Kjartan Þ. Sigurðsson, eftir kröfu Sláturfélags Suðurlands svf., mánudaginn 22. október, kl. 13:00. Ásar, fastanúmer 211-8387, Dalabyggð. Gerðarþoli Magnús Jóhann Cornette, eftir kröfu Landsbanka Íslands hf., mánudaginn 22. október, kl. 13:00. Sýslumaðurinn í Búðardal, 10. október 2007, Áslaug Þórarinsdóttir sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Prestbakki 15, 204-7010, Reykjavík, þingl. eig. Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir og Herbert Þ. Guðmundsson, gerðarbeiðendur Íslandsspil sf., Kaupþing banki hf. og Reykjavíkurborg, mánudaginn 15. október 2007 kl. 11.00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 10. október 2007. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Háalind 32 ásamt bílskúr (222-9596), þingl. eig. Jón Ólafur Magnús- son og Jóhanna Eyjólfsdóttir, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingar- bankinn hf. og Glitnir banki hf., þriðjudaginn 16. október 2007 kl. 10.00. Hlíðarvegur 23, 0101, ehl. gþ. (206-2190), þingl. eig. Ámundi Hjálmar Loftsson, gerðarbeiðandi Bílaumboðið Askja ehf., þriðjudaginn 16. október 2007 kl. 11.00. Þinghólsbraut 33, 0301, ásamt bílskúr (206-6274), kaupsamn.hafar Rikke Pedersen og Indriði Björnsson, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., þriðjudaginn 16. október 2007 kl. 13.00. Sýslumaðurinn í Kópavogi, 10. október 2007. Félagslíf Landsst. 6007101119 IX I.O.O.F. 5  18811108  Kk. I.O.O.F. 11  18810118  F1 Gleðilega páskahátíð! Samkoma sunnudag kl. 20. Umsjón: Björn Tómas Kjaran. Nytjamarkaður opnar á Eyjarslóð 7 (á Granda) á mánudag kl. 13-18. Komið og gerið góð kaup og styrkið gott málefni. Fimmtudagur Samkoma í Háborg, Stangarhyl 3A kl. 20. Vitnisburður og söngur. Predikun Jón Þór Eyjólfsson. Allir hjartanlega velkomnir. www.samhjalp.is Atvinna óskast 42 ára kk óskar eftir starfi. Er vanur vélastilling- um og viðgerðum, er einnig með meirapróf og vinnuvélapróf. Ýmislegt kemur til greina. Áhugasamir sendi póst á re@centrum.is FRÉTTIR Brids í Borgarfirði Mánudaginn 1. október hóf Brids- félag Borgarfjarðar vetrarstarf sitt. Spilaður var tvímenningur á átta borðum, sem verður að teljast skammlaus fjöldi í upphafi vertíðar. Formaður Jón á Kópareykjum bauð spilara velkomna og lýsti hugmynd- um stjórnar um vetrarstarfið og kenndi þar margra grasa. Í máli formanns kom fram að sam- kvæmt skilagreinum Bridssam- bandsins er félagið nú þriðja fjöl- mennasta félag landsins „og stutt í annað sætið“ bætti hann við með bros á vör. Fyrsta kvöldið var kvöld Kópa- kallsins. Höfðu menn orð á því að hann og Jói á Steinum hefðu æft sig í sumar og því til alls líklegir í vetur. Úrslit urðu annars sem hér segir: N-S Eyjólfur Sigurjónss. – Jóhann Oddsson 62% Jón Á. Guðm. – Jón H. Einarss. 56,5% Anna Einarsd. – Kristján Axelss. 49,5% A-V Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 69,9% Guðm. Péturss. – Þorsteinn Péturss. 57% Guðm. Arason – Guðjón Karlss. 55,5% Góð þátttaka í Gullsmára Spilað var á 14 borðum mánudag- inn 8. okt. Úrslitin í N/S: Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 330 Leifur K. Jóhanness. – Guðm. Magnúss. 321 Hrafnhildur Skúlad. – Þórður Jörundss. 296 Þorsteinn Laufdal – Tómas Sigurðss. 290 A/V Alfreð Kristjánss. – Ernst Backman 320 Bragi Bjarnason – Óli Gísla 304 Díana Kristjánsd. – Ari Þórðarson 292 Elís Kristjánss. – Páll Ólason 291 Meðalskor 264. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 8.10. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S Jóhann Benediktss. – Pétur Antonsson 266 Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 249 Oliver Kristóferss. – Gísli Víglundss. 230 Árangur A-V Friðrik Jónss. – Tómas Sigurjónss. 255 Ragnar Björnss. – Guðjón Kristjánss. 252 Ægir Ferdinandss. – Jón Láruss. 251 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 9. oktober var spilað á 14 borðum. Meðalskor var 312. Úr- slit urðu þessi í N/S Júlíus Guðmundss. – Óskar Karlsson 395 Albert Þorsteinss. – Sæmundur Björnss. 348 Jóhann Benediktss. – Pétur Antonsson 338 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsdóttir 336 A/V Björn Björnsson – Haukur Guðmundss. 374 Ólafur Ingvarss.– Sigurberg Elentínus. 365 Einar Sveinsson – Friðrik Hermannss. 349 Kristján Þorlákss. – Óli Gíslason 332 Bridsdeild Hreyfils Það var spilaður eins kvölds tví- menningur sl. mánudagskvöld og úr- slitin urðu þessi: Björn Stefánss. – Rúnar Gunnarss. 113 Birgir Sigurðss. – Sigurður Ólafss. 108 Eiður Gunnlaugss. – Jón Egilss. 106 Lilja Kristjánsd. – Bergljót Gunnarsd. 98 Fyrirhugað er að spila sveita- keppni nk. mánudagskvöld ef þátt- taka verður næg. Spilað er í Hreyfilshúsinu og hefst spilamennskan kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is STJÓRN Samtaka fjárfesta hefur ályktað um málefni Reykjavík Energy Invest. Þar segir að í umfjöllun um málefni orkufyrirtækja á liðnum dögum hafi þær raddir heyrst að einkafyr- irtæki og opinber fyrirtæki eigi tæpast samleið: Að í slíkum fyrirtækjum ríki ólíkar hefðir og vinnubrögð. „Stjórn Samtaka fjárfesta telur að í slíkri fullyrðingu felist mikil einföldun á grundvallarreglum viðskipta- lífs. Stjórn Samtaka fjárfesta telur að í opinberum fyrir- tækjum og í fyrirtækjum, sem skráð eru í kaup- höllum, skuli tvennt haft að leiðarljósi; gagnsæi í upp- lýsingagjöf og jafnræði meðal borgaranna og hluthafanna. Stjórn Samtaka fjárfesta telur að upp- lýst hafi verið á liðnum dögum og vikum að stjórnir Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest hafi haft hvorugt þessara grundvallaratriða að leið- arljósi. Stjórn Samtaka fjárfesta hvetur stjórnendur op- inberra fyrirtækja og fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllum til að virða skilyrðislaust hlutafélagalög og samþykktir félaga, sem og aðrar skráðar og óskráðar reglur sem við eiga í viðskiptum. Skiljanlegt sé að almenningi misbjóði þeir gjörningar sem stjórn- endur Reykjavík Energy Invest stóðu að í síðustu viku,“ segir í ályktuninni. Grundvallaratriði ekki höfð að leiðarljósi STJÓRN Heimdallar fagnar þeirri sátt og samstöðu sem náðst hefur í meirihluta borgarstjórnar Reykja- víkur að stefnt sé að því að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í dóttur- félaginu Reykjavík Energy Invest. Þetta kemur fram í ályktun félagsins frá því á mánudag. „Mikilvægt er að borgin fái sann- gjarnt verð fyrir sinn hlut og að fag- lega verði staðið að sölu á hlut henn- ar. Kjörið væri að nýta söluhagnað- inn í framhaldinu í að lækka álögur og færa ákvörðunina um hvernig skuli nýta ágóðann beint í hendur borgarbúa og annarra eigenda Orkuveitunnar. Heimdallur treystir því að fulltrú- ar flokksins í borginni fylgi eftir hug- sjónum og kosningamálum flokksins og leysi úr þeim ágreiningi sem þar kann að koma upp. Mikilvægt er að opinber gagnrýni sé sett fram af ábyrgð og undir nafni,“ segir í álykt- uninni. Heimdallur fagnar sátt UNGIR jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) furða sig á hringlandahætti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins í málefnum Reykjavík Energy Invest. Telur UJR það af- leita hugmynd borgarfulltrúa flokksins að selja beri hlut Orku- veitu Reykjavíkur í félaginu með flýti. „Til þess eru engar málefna- legar ástæður og augljóst að með þessu er einungis verið að breiða yf- ir trúnaðarbrest innan meirihluta borgarstjórnar,“ segir í ályktun UJR. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafa jafnframt alvarlegar athuga- semdir við þau vinnubrögð sem við- höfð voru við samruna Reykjavík Energy Invest við Geysir Green Energy. „Ljóst er að lýðræðislegir stjórnarhættir voru hafðir að engu við ákvarðanatöku í málinu og að ekki eru öll kurl komin til grafar ennþá í því máli. Er sérstaklega vert að benda á mikilvægi þess að farið verði ítarlega yfir vafasamar ákvarðanir stjórnar REI um kaup- réttarsamninga til handa „lykil- starfsmönnum“, sem virðast illa þola nánari skoðun,“ segir í álykt- uninni. Mótmæla flýtisölu á REI „VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð á Akranesi mótmælir harðlega þeim ólýðræðislegu vinnu- brögðum sem viðgengist hafa innan Orkuveitu Reykjavíkur og almenn- ingur hefur orðið vitni að síðustu daga og vikur,“ segir m.a. í ályktun sem samþykkt var á bæjarmála- ráðsfundi Vinstri grænna á Akra- nesi á mánudagskvöld. „Það er greinilegt að Sjálfstæð- isflokki og Framsóknarflokki liggur svo mikið á að framselja eignir al- mennings í hendur örfárra auð- manna að það er ekki ráðrúm til að stunda lýðræðisleg vinnubrögð. Allt stefnir þetta í þá átt að markaðs- væða orkugeirann eins og sam- þykktir Sjálfstæðisflokksins kveða á um, en ferlið virðist ekki þola dagsljós hvað þá heilbrigð skoðana- skipti. Þess í stað virðist græðgi ráða för þar sem einstaklingar maka krókinn í ferlinu. Mýmörgum spurningum er enn ósvarað, en eig- endur Orkuveitunnar, sem eru íbú- ar Reykjavíkur, Akraness og Borg- arbyggðar, eiga skýlausa kröfu um upplýsta umræðu og aðgengileg svör. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð á Akranesi skorar á bæjar- stjórn að gæta hagsmuna bæjarbúa og almennings alls og standa vörð um grunnþjónustuna og samfélags- legar eignir gegn óheftri græðgi- svæðingu,“ segir í ályktuninni. Mótmæla ólýð- ræðislegum vinnubrögðum SAMTÖK hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni með þá ákvörðun að vekja athygli á mikilvægi friðar- baráttu í heiminum sem felst í því að sérstök friðarsúla listakonunnar Yoko Ono sé afhjúpuð í Viðey. Sömu- leiðis fagna SHA vilja borgaryfir- valda til að kynna Reykjavík sem miðstöð friðar. Í ályktuninni hvetja SHA borgar- yfirvöld til þess að nota tækifærið við vígslu friðarsúlunnar og lýsa því yfir að herskipakomur í Sundahöfn verði ekki heimilaðar í framtíðinni. Þannig gæti Reykjavíkurborg stigið raun- verulegt skref í átt til friðar og af- vopnunar. SHA fagna friðarsúlu DR. HENRY Rosemont, Jr., pró- fessor emeritus í heimspeki og kín- verskum fræðum við St. Mary’s Coll- ege, Maryland, heldur erindi um rætur mannréttindahugsunar í kon- fúsískri heimspeki á vegum ASÍS – Asíuseturs Íslands og Heimspeki- stofnunar Háskóla Íslands fimmtu- daginn 11. október. Erindið fer fram í Aðalbyggingu Háskóla íslands, stofu 225, kl. 16. Dr. Rosemont mun fjalla um ein- staklingshugtakið sem grundvöll mannréttinda á Vesturlöndum og sýna að þótt það geri kleift að færa rök fyrir borgaralegum og pólitísk- um réttindum geti það ekki að sama skapi rennt stoðum undir félagsleg, efnahagsleg og menningarleg rétt- indi. Sjálfshugtakið eins og það er útfært í konfúsískri heimspeki býður hins vegar upp á tryggingu allra þessara réttinda. Nánari upplýsingar að finna á vef- síðu ASÍS: http://www.hug.hi.is/ id/1021325 Mannréttindi á kínverskum forsendum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.