Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 26
|fimmtudagur|11. 10. 2007| mbl.is daglegtlíf Í nóvember fer fram siglinga- keppni á Miðjarðarhafi, sem Ís- lendingar geta tekið þátt í rétt eins allir aðrir. »29 siglingar Tímann á ekki aðeins að meta til fjár, heldur einnig lífsgæða. Þvottar eru tímafrekir, en það má komast hjá þeim. »30 þvotturinn Hjólreiðaför um Sardiníu skilaði ferðalöngunum stæltum vöðv- um og veitti mikla skemmtun og ánægju. »28 hjólað í fríinu Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Heimsókn Loga og Glóðar,þessara aðstoðarmannaslökkviliðsmanna ogpappírspésa, er liður í forvarnaverkefni Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins (SHS) um átak í eldvarnaeftirliti og fræðslu til að auka öryggi á leikskólunum og heimilum barnanna en slökkviliðin um land allt eru að hefja slíkt sam- starf við leikskólana. Mikilvægur þáttur í verkefninu er að eyða öllum ótta en það var ekki laust við að krökkunum í Hæðarbóli hafi verið svolítið brugðið við að standa frammi fyrir manni í reyk- köfunarbúnaði en það bráði fljótt af þeim og áhuginn leyndi sér ekki. Að sögn Sonju M. Halldórsdóttur leik- skólastjóra gátu mörg þeirra ekki sofið um nóttina fyrir spenningi. Bergur Már Sigurðsson, verkefnastjóri hjá forvarnasviði SHS, segir slökkviliðið hafa samið um eldvarnir og fræðslu við 150 leikskóla á starfssvæði sínu frá því í vor og verkefnið gangi mjög vel. Hver leikskóli er heimsóttur tvisvar á ári og í síðari heimsókninni fær elsti árgangurinn fræðslu um eld- varnir og starf slökkviliðsmanna. „Við náum til barnanna til að stíla inn á að þau fari heim með spurn- ingarnar og þannig eflum við eld- varnir á heimilum. Krakkarnir verða svo sjálfir slökkviliðsálfarnir með því að skoða mánaðarlega eld- varnir í leikskólunum,“ segir Berg- ur. „Þau eru með í slökkviliðinu, fá vesti eins og Logi og Glóð klæðast og fara í ákveðið hlutverk. Ég held þetta sé að virka.“ Hann segir leik- skólayfirvöld hafa komið að verk- efninu og Brunabótafélag Íslands fjármagnað það. Bergur segir eldvarnir í leik- skólum yfirleitt í góðu standi en þeim sé nokkuð áfátt á heimilunum. „Með þessu alast krakkarnir upp við að taka mark á bruna- viðvörunarkerfi í hvert sinn sem það fer í gang. Við búumst því við að rétt viðbrögð krakkanna smitist inn í skólana og síðan á vinnustað- ina í framtíðinni.“ Morgunblaðið/Frikki Eldur! Elsti árgangurinn í Hæðarbóli saman kominn við slökkviliðsbílinn ásamt slökkviliðsmönnunum Ásgeiri Gylfasyni og Eggert Hjartarsyni og slökkviálfunum. Þau eru saman í liðinu sem berst gegn hættum eldsins. Stór bíll! Átak í eldvarnamálum er í gangi árið um kring á leikskólum og þessi unga snót var mjög spennt yfir að fá að skoða slökkviliðsbílinn. Góðir saman Ásgeir Gylfason slökkviliðsmaður ásamt brosmildum Loga. Flestir krakkanna töldu að reykskynjara væri að finna á heimilum þeirra. Þvílíkur hávaði! Krakkarnir í leikskólanum Hæðarbóli fengu að kynnast því hvernig það er að vera við hliðina á slökkviliðsbíl með sírenurnar á. Enginn eldur hjá Loga og Glóð Það er ekki á hverjum degi sem maður hittir slökkviliðsmenn í fullum herklæðum, hvað þá slökkviálfa eins og Loga og Glóð sem heimsóttu leikskólann Hæðarból í Garðabæ í gær. Með allt á hreinu Þau hlustuðu af athygli á slökkviliðsmennina sem m.a. af- hentu þeim gátlista til að fara með heim en hann er til á átta tungumálum. 23.800 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Ford Fiesta eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.