Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 59
JOHN Travolta gekk alltaf með hug- myndina um að verða flugmaður í maganum og eyddi að eigin sögn „hverjum einasta aur sem hann átti í flugtíma“. Leikarinn er menntaður flugmaður og vill núna ólmur fljúga með söngkonurnar í Spice Girls á milli tónleikastaða þeirra. Eins og frægt er orðið hafa kryddstelpurnar ákveðið að koma saman aftur og hefst tónleikaferðalag þeirra í des- ember. Farkosturinn er ekki af verri end- anum, Boeing 757, sem að sögn heim- ildarmanna verður „fljúgandi höll“. Hún hefur hlotið nafnið Spice Force One. Í höllinni fljúgandi verður allt til alls, meðal annars fullkomið förð- unarherbergi, sem og vöggustofa, enda eru Victoria, Emma, Mel B. og Geri allar orðnar mæður og börnin munu fara með þeim. „Þetta virðist vera stórkostleg flugvél. Ég hef flogið síðan árið 1974 þannig að ég gæti kannski hjálpað eitthvað til,“ var haft eftir John Tra- volta. Spice Girls munu koma fram vítt og breitt um heiminn, meðal annars í Sydney, Madrid, New York, Los Angeles og Vancouver í Kanada. Í seinustu viku ákvað bandið að bæta við aukatónleikum í London eftir að uppselt varð á tónleika þeirra á ein- ungis 38 sekúndum. Travolta vill krydd í tilveruna Reuters Kryddaður John Travolta vill fljúga með Spice Girls. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 59 Sími 530 1919 www.haskolabio.is Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Stærsta kvikmyndahús landsins Heima - Sigurrós kl. 6 - 8 - 10 3:10 to Yuma kl. 5:30 - 8 - 10:30 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Astrópía kl. 6 - 8 - 10:10 Sagan sem mátti ekki segja. eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL “TOP 10 CONCEPT FILMS EVER” - OBSERVER Hljómsveitin Sigur Rós hélt í ógleymanlega tónleikaferð um Ísland sumarið 2006. Samspil Sigur Rósar, náttúru Íslands og íslensku þjóðarinnar má finna í þessu ógleymanlegu meistarastykki Sigur Rósar, mynd sem enginn má missa af! eeeee “HEIMA ER BEST” - MBL eeeee “ALGJÖRLEGA EINSTÖK” - FBL eeeee “VÁ” - BLAÐIÐ eeeee “MEÐ GÆSAHÚÐ AF HRIFNINGU” - DV eeeee “SIGUR ROS HAVE REINVENTED THE ROCK FILM” - Q eeee “SO BEAUTIFUL ITS HYPNOTIC” - EMPIRE HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? GEGGJUÐ GRÍNMYND Sýnd kl. 5:30 og 10:30 B.i. 10 ára -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 B.i. 12 ára Miðasala á www.laugarasbio.is ROBERT DE NIRO OG MICHELLE PFEIFFER Í FRÁBÆRRI MYND SEM VAR TEKINN UPP Á ÍSLANDI OG ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF! Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30 B.i. 16 ára STARDUST ER MÖGNUÐ ÆVINTÝRAMYND STÚTFULL AF GÖLDRUM, HÚMOR OG HASAR. Vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag eee „...HIN BESTA SKEMMTUN.“ A.S. Bergur Ebbi Benediktsson, annar söngvara Sprengjuhallarinnar: Mér finnst þetta fallegt og sérstakt listaverk. Það er líka smekklegt að hafa þetta hér í Reykjavík þar sem við höfum næga orku. Egill Helgason fjölmiðlamaður: Mér finnst hún nú bara falleg og skemmtileg, en það litar kannski afstöðu mína að ég er gam- all Bítla-aðdáandi. Og ég ber ekkert mikinn kala til Yoko Ono fyrir að hafa leyst hljómsveitina upp. Ég tuða yfir mörgu en ég tuða ekki yfir þessari friðarsúlu og þessari framkvæmd. Mér finnst þetta bara skemmtilegt og í góðu lagi. Ég fór ekki út í Viðey, en ég keyrði framhjá og sá ljósgeislann og fannst hann bara fallegur. Valgerður Matthíasdóttir sjónvarpskona: Dásamleg! Það er eina orðið yfir hana, hún er dásamleg! Ég er mjög hrifin af þessu. Ég sá þetta í sjónvarpinu og hefði bara viljað sjá ennþá lengri dagskrá, umfjöllun um þetta og hvaða möguleika við Íslendingar höfum í okkar sérstöðu í heimsmál- unum. Hugleikur Dagsson rithöfundur: Mér finnst hún bara mjög flott, ég hef ekki þróað með mér stærri skoðanir en það. En ég er búinn að sjá hana einu sinni úr fjarlægð og mér fannst þetta flott. Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formað- ur Samtaka herstöðvaandstæðinga: Þetta er ágætlega snoturt og boðskapurinn er ágætur ef hann verður til þess að vekja fólk til umhugsunar. En við í okkar samtökum höfum bent á að kannski þurfi fleira að koma til. Okkur finnst mjög kaldhæðnislegt til þess að hugsa að nokkur hundruð metrum frá þessum stað koma menn fyrir stærstu herskipunum sem hingað koma á hverju sumri. Við höfum notað tækifærið og hvatt borg- arstjórnina í Reykjavík til þess að lýsa því yfir að herskipakomum í Sundahöfn verði hætt í tengslum við þetta. Það er nú bara lágmarkskurteisi við listakonuna. Katrín Jakobsdóttir íslenskufræðingur: Ég hef nú ekkert á móti þessari súlu, það er nú bara þannig. En ég fór ekki að horfa á athöfnina, enda lítið fyrir svoleiðis sam- kundur. Ég er hins vegar mikill aðdáandi Johns Lennons og kann vel að meta þann boðskap sem þessu fylgir. Ég vildi bara óska að stjórnmálamenn, til dæmis þeir sem voru þarna í gær, myndu fylgja þessum friðarboðskap í störfum sínum annars staðar. „Hún er dásamleg!“ Hvað finnst þér um friðarsúluna? VÍGSLA friðarsúlu Yoko Ono hefur vakið verðskuldaða athygli um heim allan. Fjöldinn allur af erlendum fjöl- miðlamönnum kom hingað til lands til að vera viðstaddur vígsluna og birtist umfjöllun um hana víða í gær og fyrra- dag. Á vefsíðu BBC er ýtarleg frétt um vígsluna auk mynd- bandsfréttar þar sem sýnt er frá Við- ey. The New York Times er einnig með góða frétt frá Reuters um súluna og stutt viðtal við Yoko Ono sem er tekið rétt fyrir vígsluna á Íslandi. „Ég get ekki lofað að ég muni koma hingað á hverju ári þegar kveikt verð- ur á súlunni en mér finnst að ég sé orð- in hluti af Íslandi núna og mun reyna að koma hingað eins oft og ég get,“ sagði Ono í viðtal- inu. Meðal annarra miðla sem segja frá súlunni eru Herald Tribune, The Washington Post, NME tónlistarsíðan og Japan Today. Ríkissjónvarpið og Stöð 2 sýndu báðar beint frá Viðey í gær og höfðu 62 erlendar stöðvar aðgang að útsendingu Rúv en 34 að útsendingu Stöðvar 2. Fjölmiðlar Víða fjallað um friðarsúlu. Erlendir fjölmiðlar fylgdust með vígslu Friðarsúlunnar Yoko Ono hluti af Íslandi Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.