Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 28
mælt með ... 28 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Til hamingju!29. Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir Siglingar Önundur Jóhannsson rekur íslenska skútuleigu í Göcek við mið- jarðarhafsströnd Tyrklands og vill nú bjóða Íslendingum upp á að taka þátt í siglingakeppni með alls konar uppákomum í fögru umhverfi. Skúturnar Íslandssól, Sóllilja og Tobba trunta sigla undir íslenskum fána. Æ fleiri nota netið Á undanförnum árum hefur færst í aukana að neytendur fari á netið til þess að rannsaka ferðamöguleika og bóka ferðir. Í Bandaríkjunum nota nú 79% þeirra, sem ferðast, netið, og 55% þeirra bóka skemmtiferðir sín- ar á netinu. Rannsóknir sýna hins vegar að netferðalöngum finnst ekki öllum jafn þægilegt að leita og bóka á netinu. Sýning á verkum Courbets Um helgina hófst í Grand Palais í París sýning á verkum málarans Gustave Courbet, sem var uppi 1819 til 1877 og stendur hún til 28. janúar. Á sýningunni er meðal annars mál- verk sem heitir Nakin kona á sófa og hvarf í heimsstyrjöldinni síðari en er nú komið í leitirnar. Mikil frétt þykir að málverkið hafi fundist á ný ,en saga þess er forvitnileg. Svo virðist sem hermenn úr rauða hernum hafi komist yfir málverkið, en látið það slóvakískum lækni í té fyrir með- höndlun. Í ljós kom hvaða verk var á ferðinni þegar erfingjar læknisins hugðust láta meta það. Stærsta bókamessa heims Bókamessan í Frankfurt hófst í gær. Um er að ræða mestu bókasýn- ingu í heimi og þykja þýskir höf- undar hafa tileinkað sér frásagn- arlistina að nýju og fjölskyldusögur eru í fyrirrúmi. Á mánudag voru þýsku bókaverðlaunin kynnt og þau hlaut 37 ára gamall rithöfundur, Julia Franck, fyrir bókina Die Mit- tagsfrau. Venjan er að taka fyrir sérstakt land á sýningunni og sækj- ast Íslendingar eftir að verða fyrir valinu 2011. Nú er hins vegar ekkert gestaland heldur „heiðursgestur“. Næstu dagana verður í Frankfurt lögð áhersla á menningu og tungu Katalóníu. 380 aðilar frá Spáni verða með sýningarbása. Samtals verða 7300 básar frá 110 löndum og verða 390 þúsund titlar kynntir. Í dag og á morgun geta fjölmiðlar og útgef- endur kynnt sér það, sem er á seyði í bókaútgáfu í heiminum um þessar mundir, en um helgina verður hinn almenni lesandi í öndvegi. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þetta er skemmtilegastaferðalag sem ég hef farið ílengi. Ég hef aldrei þurftað hugsa eins lítið og gat einbeitt mér allan tímann að því að njóta lífsins, því það var búið að skipuleggja allt fyrir okkur af ítalska leiðsögumanninum okkar honum Marco, sem var algjörlega frábær í alla staði,“ segir Bryndís Berg sem fór í hjólaferð núna í októ- ber ásamt eignmanni sínum Ingólfi Sveinssyni og tuttugu öðrum Íslend- ingum til ítölsku eyjunnar Sardiníu. Syntum í sjónum í hádeginu „Við ferðuðumst eftir austur- strönd eyjunnar, frá San Teodoro til Santa Maria Navarese. Við hjól- uðum rúma tvö hundruð kílómetra um fjöll og firnindi, ýmist á fáförn- um grófum fjallaslóðum eða malbik- uðum þjóðvegi.“ „Marco hjólaði fremstur og leiddi hópinn en hann er menntaður jarðfræðingur og við fræddumst því heilmikið um þessa fallegu eyju. Fyrir aftan okkur voru tveir bílar sem fylgdu okkur allan tímann og þar var okkar farangur þannig að við þurftum ekki að bera neitt. Þetta var mjög skemmtilegur hópur og þó svo að ég hafi aðeins þekkt hluta af fólkinu þá náðum við öll vel saman. Við stoppuðum alltaf í tvo tíma í hádeginu við ströndina, borðuðum, syntum í sjónum, snorkl- uðum, lágum og sleiktum sólskinið og endurhlóðum okkur fyrir seinni hluta dagsins. Á kvöldin borðuðum við svo öll saman og við gistum á yndislegum hótelum. Mér fannst mikill kostur við ferðina að við þurft- um ekki alltaf að vera að skoða ein- hverjar menjar eða ferðamannastaði og það voru engar búðir til að versla í.“ Ferðalagið um Sardiníu stóð yfir í sjö daga en Bryndís segir að mis- jafnt hafi verið hvað þau hjóluðu langt á hverjum degi. Ætlaði ekki að láta keyra mig „Við hjóluðum allt frá fjórum upp í átta tíma á dag og einn daginn hvíldum við okkur á hjólunum og gengum allan daginn niður mjög djúpt gil og enduðum á strönd þang- að sem aðeins er hægt að komast á tveimur jafnfljótum eða af sjó.“ Bryndís segir að vissulega hafi verið svolítið púl að hjóla svona mik- ið en þó fannst henni þetta ekki eins erfitt og hún hélt að það myndi verða. „Ég var búin að ákveða áður en ég fór að ég ætlaði ekki að sitja í bílnum sem fylgdi okkur og láta keyra mig. Og mér tókst að standa við það. Síð- asti dagurinn var ansi þungur en þá hjóluðum við sextíu kílómetra. Við hækkuðum okkur um þúsund metra Íslenskir garpar hjólandi á Sardiníu Hjólagarpar Bryndís og Ingólfur ásamt þremur aðaltöffurum ferðarinnar þeim Einari, Jóni og Ágústi uppi á fjallsins brún á Sardiníu. daglegt líf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.