Morgunblaðið - 11.10.2007, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
UMHVERFISÞING fer fram í Reykjavík dagana 12.
og 13. október á Hótel Nordica. Þetta er í fimmta sinn
sem Umhverfisþing er haldið og mun það að þessu
sinni fjalla um náttúruvernd og líffræðilega fjölbreytni.
Búist er við um 300 þátttakendum á þinginu. Þar á
meðal eru fulltrúar frjálsra félagasamtaka, stjórnmála-
flokka, sveitarfélaga, atvinnulífs og stofnana.
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra
ávarpar þingið við setningu þess kl. 9 að morgni föstu-
dagsins 12. október. Í tengslum við þingið gefur um-
hverfisráðherra út áætlun um áherslur í starfi sínu á
þessu kjörtímabili.
Achim Steiner, framkvæmdastjóri Umhverfisstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna (UNEP), verður heiðurs-
gestur þingsins. Hann flytur erindi að morgni föstu-
dagsins tengt umfjöllun þingsins. UNEP er leiðandi í
alþjóðlegri stefnumótun á sviði umhverfismála og veit-
ir ríkisstjórnum og Sameinuðu þjóðunum vísindalegar
ráðleggingar um umhverfismál.
Starfshópur á vegum umhverfisráðuneytisins vinn-
ur nú að undirbúningi næstu náttúruverndaráætlunar
og verða fyrstu drög að nýrri náttúruverndaráætlun
kynnt á umhverfisþinginu. Hefst sú kynning kl. 11 að
morgni föstudags og lýkur með umræðum sem hefjast
um kl. 12.
Þinginu lýkur laugardaginn 13. október með pall-
borðsumræðum um náttúruverndarmál sem hefjast kl.
10. Þátttakendur í umræðunum koma frá frjálsum fé-
lagasamtökum, sveitarfélögum, Samtökum atvinnu-
lífsins, Alþýðusambandi Íslands og öllum stjórnmála-
flokkum á Alþingi.
Þingið er öllum opið með húsrúm leyfir. Sýnt verður
frá þinginu í beinni vefútsendingu á heimasíðu um-
hverfisráðuneytisins, www.umhverfisraduneyti.is.
Umhverfisþing í fimmta skipti
NORRÆN ráðstefna um forvarnir og
áfengis- og vímuefnamál verður haldin dag-
ana 12.-13. október nk. á Grand Hóteli í
Reykjavík. Einnig verða á ráðstefnunni
þátttakendur frá Eystrasaltsríkjunum.
Framkvæmd ráðstefnunnar er í höndum
Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum og Sam-
starfsráðs í forvörnum. Að auki leggja ýmis
félagasamtök hér á landi og á hinum Norð-
urlöndunum ráðstefnunni lið með ýmsum
hætti.
Föstudaginn 12. október geta þátttak-
endur valið á milli 6 málstofa sem standa kl.
9-16.30. Fyrir hádegi á laugardag eru 5 fyr-
irlestrar sameiginlegir fyrir alla þátttak-
endur. Eftir hádegi er svo hægt að velja úr
16 vinnuhópum. Ráðstefnan er öllum opin.
Þátttökugjald er 12.500 krónur. Innifalin er
þátttaka í allri dagskrá, móttaka í Ráðhúsi
Reykjavíkur og léttir hádegisverðir báða
ráðstefnudagana.
Hægt er að nálgast dagskrá ráðstefnunn-
ar á vefsíðunni www.forvarnir.is.
Norræn ráðstefna
um áfengis- og
vímuefnamál
SAMFYLKINGIN hefur víkkað út
starfsemi stjórnmálaskóla flokksins
og býður nú stutt námskeið í þremur
landsbyggðarkjördæmum á næstu
vikum.
„Í skólanum gefst áhugasömum
tækifæri til að kynnast innviðum
stjórnmálastarfsins frá ýmsum hlið-
um. Formaður flokksins, þingmenn
og sveitarstjórnarmenn kynna starf-
ið og Samfylkinguna á aðgengilegan
hátt og er aðgangur ókeypis og öllum
leyfður,“ segir í fréttatilkynningu.
Fyrsta námskeið vetrarins verður
haldið í Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi 12.-13. október en síðan
liggur leiðin til Ísafjarðar 27. og 28.
október og Reykjanesbæjar 8. og 9.
nóvember.
Skráning fer fram á samfylk-
ing@samfylking.is.
Námskeið
Samfylkingar
KYNNINGARFUNDUR um nýtt meist-
aranám í stjórnun heilbrigðisþjónustu verð-
ur á Hilton Reykjavík Nordica, í dag,
fimmtudaginn 11. október, kl. 12.15–13.
Í fréttatilkynningu segir að Háskólinn á
Bifröst muni frá og með næstu áramótum
bjóða upp á nýtt meistaranám í stjórnun
heilbrigðisþjónustu. Þjónusta á sviði heil-
brigðismála sé ört vaxandi þáttur í nútíma
samfélagi sem nær m.a. til hefðbundinna
lækninga og umönnunar á sjúkrahúsum og
stofnunum.
Stjórnendanámið hefur verið í undirbún-
ingi í allnokkurn tíma. Til þess að skilgreina
nánar fyrirkomulag og námsframboð var
skipað fagráð valinna einstaklinga sem
þekkja vel til heilbrigðisþjónustu bæði á Ís-
landi og í öðrum löndum. Þau eru; Anna
Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri Sól-
túns, Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytis-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Birgir Jak-
obsson, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í
Stokkhólmi, Gísli Einarsson yfirlæknir og
fv. framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og
fræða á LSH, María Ólafsdóttir, heilsu-
gæslulæknir Miðbæ og jafnframt yfirlækn-
ir InPro, og Sveinn Guðmundsson, yfir-
læknir Blóðbankans.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu
Háskólans á Bifröst www.bifrost.is
Nýtt meistaranám
í stjórnun heil-
brigðisþjónustu
FUGLAVERND heldur fræðslufund
fimmtudaginn 11. október kl. 20.30 í salnum
Bratta í Kennaraháskólanum við Stakka-
hlíð. Aðgangur er öllum opinn og er ókeypis
fyrir félaga í Fuglavernd en kostar annars
200 kr.
Í fréttatilkynningu segir að fuglaskoðun
og Suðausturland sé oft eitt og hið sama í
huga fuglaáhugamanna. Hinn 14. mars árið
2005 var Fuglaathugunarstöð Suðaustur-
lands stofnuð en undirbúningur hafði staðið
yfir í um 2 ár. Starfsemi stöðvarinnar er
margþætt þó að stærstu verkefnin séu
merkingar, talningar á álftum í Lóni og
heimasíðan www.fuglar.is. Kynnt verður í
máli og myndum Fuglaathugunarstöðin og
starfsemi hennar.
Helgina 12.-14. október verður Landsmót
fuglaáhugamanna haldið á Höfn, sjá nánar
á www.fuglar.is þegar nær dregur. Hægt er
að fá upplýsingar um mótið í síma 867-1224.
Fyrirlestur hjá
Fuglavernd
JÓHANNA Sigurðardóttir félags-
málaráðherra heimsótti í gær
fimm íbúa í nýjum íbúðum fyrir
geðfatlaða við Lindargötu í
Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum fé-
lagsmálaráðuneytisins var mark-
mið heimsóknarinnar að óska íbú-
um til hamingju með nýtt heimili
og að vekja athygli á alþjóðlega
staklinga, sem Landspítali – há-
skólasjúkrahús veitti áður. Á
landsbyggðinni hafa þegar verið
teknar í notkun 14 íbúðir.
Íbúarnir í íbúðunum við Lindar-
götu fluttu inn í júlí.
Um er að ræða sex íbúðir sem
keyptar voru í samstarfi við
Brynju – Hússjóð Öryrkjabanda-
lags Íslands.
geðheilbrigðisdeginum, sem var í
gær. Íbúðirnar við Lindargötu eru
fyrstu nýju búsetuúrræðin sem
tekin eru í notkun í Reykjavík og
eru liður í átaksverkefni í þjón-
ustu við geðfatlað fólk sem byggð
er á stefnu og framkvæmdaáætl-
un ráðuneytisins til ársins 2010.
Félagsmálaráðuneytið hafði áð-
ur tekið yfir þjónustu við 17 ein-
Morgunblaðið/Frikki
Vistlegt Íbúar fluttu inn í sex nýjar íbúðir við Lindargötu í sumar. Félagsmálaráðherra heimsótti íbúana í
gær og skoðaði sig um. Samhliða heimsókninni vakti ráðherra athygli á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum.
Færði íbúunum hamingjuóskir
STARFSMENN Landhelgisgæslunnar fóru í byrjun
mánaðarins til Jan Mayen til þess að skoða aðstæður
þar og kynna sér búnað á staðnum. Einnig til að
koma á tengslum og samstarfi milli Landhelgisgæsl-
unnar og stöðvarinnar á Jan Mayen. Með í för var
forstjóri Gæslunnar Georg Lárusson ásamt fleiri
starfsmönnum stofnunarinnar sem flestir starfa í
flugdeild.
Jan Mayen er eldfjallaeyja undir norskri stjórn,
950 km vestur af Noregi og 600 km norður af Íslandi.
Þar starfa nú 18 manns sem sjá um að reka veð-
urathugunarstöð, Loranstöð og viðhalda innri starf-
semi eyjunnar (flugbraut, vegum o.s. frv.). Virkt eld-
fjall, Berenberg (2277 m), er á eyjunni og gaus síðast
árið 1985.
Flogið var til Jan Mayen á F-27 vél Landhelg-
isgæslunnar og kynntu starfsmenn sér allar aðstæð-
ur til aðflugs og brottflugs fyrir F-27 flugvél og þyrl-
ur stofnunarinnar. Einnig voru athugaðir möguleikar
á eldsneytistöku á staðnum. Tilgangurinn er að geta
notað Jan Mayen til millilendingar og eldsneytistöku
í neyð við leit og björgun.
Flug Aðstæður til aðflugs og brottflugs fyrir F-27 flugvél og þyrlur GHG voru kannaðar á Jan Mayen.
Kynntu sér aðstæður vegna
flugs á Jan Mayen
FLUGFÉLAG Íslands býður dag-
ana 10.–30. október Krónufargjald
fyrir börn 11 ára og yngri. Fargjald-
ið er 1 króna. Flugvallaskattar bæt-
ast við fargjaldið þannig að önnur
leiðin verður á kr. 491. Fargjaldið er
einungis bókanlegt á heimasíðu fé-
lagsins www.flugfelag.is Í fréttatil-
kynningu segir m.a. að með þessu
vilji Flugfélag Íslands koma til móts
við fjölskyldur landsins og bjóða
þeim lágt fargjald fyrir börnin og
auðvelda þeim þannig ferðalögin
innanlands.
Að venju býður Flugfélag Íslands
einnig nettilboð fyrir fullorðna þann-
ig að fjögurra manna fjölskylda með
tvö börn undir 12 ára aldri ætti að
geta ferðast fram og tilbaka innan-
lands fyrir innan við kr. 30.000 sam-
tals.
Krónufargjald
fyrir börnin
RAF- og heimilistækjaverslunin
Heimilistæki er komin í nýtt og
stærra húsnæði við Suðurlandsbraut
26 (gamla Sigtún) eftir að hafa verið
við Sætún 8 í tugi ára. Búið er að
taka húsnæðið í gegn og inngang-
urinn er orðinn rauður í takt við
Heimilistæki.
Í fréttatilkynningu segir m.a.:
Heimilistæki eru með umboð fyrir
mörg þekktustu vörumerki heims á
sviði raf- og heimilistækja. Lögð er
áhersla á bein viðskipti við framleið-
endur sem stuðla að besta mögulega
þjónustustigi. Meðal umboða Heim-
ilistækja eru Whirlpool, Bauknecht,
Indesit, Philips, Vestfrost, Kenwood,
Nad, Panasonic og Casio.
Alla vikuna verður boðið upp á val-
in heimilistæki á opnunartilboði.
Heimilistæki í
stærra húsnæði
OA-RÁÐSTEFNA verður haldin í
safnaðarheimili Seljakirkju, Haga-
seli 40, föstudagskvöldið 12. og laug-
ardaginn 13. október. Hingað kemur
reyndur OA-félagi frá Baltimore til
að miðla af reynslu sinni.
Dagskrá ráðstefnunnar fer fram
kl. 20.30-22 föstudagskvöldið 12.
október og kl. 10-15 laugardaginn 13.
október.
Ráðstefnan er opin öllum matar-
fíklum, jafnt virkum OA-félögum
sem nýliðum, en fundurinn kl. 20.30-
22 á föstudagskvöldinu er einnig op-
inn fyrir aðstandendur og aðra sem
hafa áhuga á að kynna sér OA-sam-
tökin.
OA-samtökin (Overeaters Ano-
nymous) eru samtök fólks sem á við
sameiginlegt vandamál að stríða,
matarfíkn, sem á sér ýmsar birting-
armyndir. Tekist er á við vandamálið
einn dag í einu og unnið eftir 12
spora kerfi til að ná bata við mat-
arfíkninni. Nánari upplýsingar er að
finna á heimasíðu OA-samtakanna,
www.oa.is.
Ráðstefna OA-
samtakanna