Morgunblaðið - 19.10.2007, Page 34

Morgunblaðið - 19.10.2007, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SigurðurTryggvason fæddist í Reykjavík 20. apríl 1985. Hann lést á heimili sínu aðfaranótt 11. októ- ber síðastliðins. Foreldrar hans eru hjónin Steinunn Ástvaldsdóttir, f. á Þrándarstöðum í Kjós 31. janúar 1951, og Tryggvi Sigurðsson, f. á Hvammstanga 4. mars 1943. Bróðir Sigurðar er Ástvaldur, f. í Reykjavík 21. desember 1981. Sigurður byrjaði sína skóla- göngu í Vogaskóla haustið 1991. Veturinn á eftir greindist hann með Batten-sjúkdóminn sem er hrörnunarsjúkdómur. Í fram- haldi af því fluttist Sigurður yfir í Blindradeild Álftamýrarskóla þar sem hann lauk sinni grunnskóla- göngu vorið 2001. Sigurður fór síðan á sérnámsbraut Borgarholtsskóla þar sem hann út- skrifaðist vorið 2005. Hann var þá orðinn mjög mikill sjúklingur af völd- um sjúkdómsins. Sigurður bjó alla tíð á heimili sínu í faðmi fjölskyldunnar og naut þar umönnunar til dánar- dægurs. Útför Sigurðar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í minningu elskaðs sonar okkar og bróður míns. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þessar ljóðlínur segja næstum allt sem segja þarf um yndislegan son og bróður sem nú hefur kvatt okkur eft- ir löng og erfið veikindi. Hann hafði sérstaklega jákvætt lífsviðhorf og mikinn kærleika til að bera. Við þökkum öllum sem tóku stein úr hans götu á erfiðri leið. Hann var ein- stakur. Guð veri með honum, alltaf. Mamma, pabbi og Ástvaldur. Elsku Sigurður minn. Þá ertu sofnaður svefninum langa. Maður er alltaf svo sjálfselskur að vilja hafa fólk hjá sér sem lengst, en ég held að svefninn hafi verið þér kærkominn eftir erfið veikindi. Það eru fimmtán ár síðan þú greindist með sjúkdóminn sem fyrst tók sjón- ina, síðan smátt og smátt aðra heilsu og síðustu tvö árin gerði þig alveg rúmliggjandi. Samt varstu alltaf svo góður og glaður, aldrei mátti hallmæla neinum í þín eyru, og svo sagðirðu oft „hann er góður, er það ekki?“ og svo fylgdi gjarnan á eftir líka, „ég er líka góð- ur“. Og það varstu sko aldeilis, karl- inn minn. Amma þín kynntist því líka vel meðan hún lifði, það var alltaf lítill pjakkur að hugsa um hana, fara í heimsókn til hennar og passa upp á að hún væri ekki ein. Svo vildirðu halda veislur, alltaf skyldi haldið upp á afmælin í fjöl- skyldunni, hvort sem þau voru stór eða smá, líklega hefurðu snemma áttað þig á því að það væri rétt að nota tímann vel, því hann yrði kannski ekki eins langur og þú vildir. Þú varst líka smekklegasti karl- maðurinn i fjölskyldunni okkar, vild- ir litrík föt en þau urðu líka að passa saman. Man þegar þú varst lítill pjakkur og áttir gallabuxurnar með rauða fóðrinu og uppábrotinu, þá var sko klárt að það þurfti rauða sokka og rauða skyrtu við. Og á páskunum skyldi skyrtan vera gul. Trúlega vild- irðu njóta litanna sem best á meðan þú hafðir sjónina. Þú varst alla tíð mjög heimakær, vildir alltaf helst vera heima. Það var því ekki skrítið að pabbi þinn og mamma og Ástvaldur gerðu allt sem þau gátu til að tryggja að þú gætir verið heima hjá þeim alveg til enda. Oft hefur það komið upp í hugann hvað þú varst heppinn að eiga þessa foreldra og bróður, því verkefnið hef- ur verið krefjandi og þau hafa öll staðið sem klettar við hlið þér. Nú höfum við kvaðst í síðasta skiptið í bili og skipst á síðustu bros- unum, en brosin varstu aldrei spar á – alveg fram á síðustu stundu. Guð geymi þig og blessi. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Þín Guðný. Ég var komin í vinnuna fimmtu- daginn 11. október þegar mér var til- kynnt um andlát þitt, elsku litli frændi. Þótt ég hafi átt von á því um allnokkurt skeið hélt ég að við hefð- um aðeins lengri tíma. Þú varst ein sú yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst og fæ ég ekki þakkað Guði nægilega fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast þér þetta hálfa ár sem ég var hjá ykkur að að- stoða þig við þitt daglega líf. Ég mun alltaf eiga minninguna um þig og þær stundir sem við eyddum saman, t.d. á heitt brauð með skinku og osti, tilraunarbrauð, alltaf eftir að minna mig á þig, ég gleymi aldrei hvað þér þótti það gott og hvað þér fannst sniðugt að kalla þetta tilraun- arbrauð. Einnig eyddum við mörgum stundum saman að hlusta á Bubba og lærði ég af þér að meta hann. Finnst mér við hæfi að setja hér inn ljóð- línur úr laginu hans, Kveðju: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Eins og hann segir í laginu þá mun Guð vekja okkur með sól að morgni þegar tíminn er kominn og munum við þá hittast á ný á stað þar sem verða hvorki sjúkdómar né erfiðleik- ar, mikið hlakka ég til. Að lokum vil ég biðja Guð að gefa þinni nánustu fjölskyldu, þeim Steinu, Tryggva og Ástvaldi, styrk á þessari erfiðu stundu. Ég minnist ykkar í bænum mínum. Þín frænka, Sóley. Ég sé Sigurð fyrir mér eins og hann var í fyrsta sinn er við hittumst. Hann var þá nýbúinn að fá Battens- greininguna. Þarna mætti mér fal- legur, glaður og brosandi sjö ára drengur sem sat hjá pabba og var að teikna. Það var auðséð að þeir feðgar voru mjög nánir og það sama á við um alla fjölskylduna í Nökkvavogin- um. Fyrstu viðbrögð mín hið innra voru reiði. Hver er tilgangurinn með að gefa fólki heilbrigt barn og síðan kemur þessi skelfilegi sjúkdómur í ljós sem dregur úr færni þess á allan hátt? Þeirri spurningu verður ekki svarað en við verðum að trúa því að það hafi einhverja meiningu. Það er löng leið frá greiningu og að dauða- stund en sem betur fer er þar á milli fullt af góðum, ljúfum og skemmti- legum minningum þó svo að þar sé líka fullt af sorg og baráttu. Við skul- um muna góðu stundirnar og þakka þann tíma sem við áttum með hon- um. Hann var hláturmildur prakkari, hafði gaman af að stríða á góðlegan hátt, talaði fallegt mál og elskaði að gera fallega hluti handa fjölskyld- unni. Hann kunni marga texta og söng mikið. Aðaláhugamálin voru þó Bubbi Morthens og fótbolti. Sigurður hélt með KR í fótbolta. Feðgarnir þrír voru duglegir að mæta á völlinn hjá KR. Ég er ekki viss um að KR-piltarnir sem heim- sóttu hann fyrir ein jólin og færðu honum fótbolta með nöfnum þeirra á og KR-treyju hafi gert sér grein fyr- ir því hve mikið góðverk þeir unnu og hvernig þeir glöddu ungan mann sem hefði viljað vera einn þeirra. Þökk sé þeim. Á vorin veðjuðum við um Íslands- meistaratitilinn. Að hausti var það alltaf hann sem fékk kókdósina. Hann vildi þó gjarnan að ég ynni og því var nóg að ég hefði eitt af þrem efstu sætunum rétt. Þarna er Sigurði rétt lýst, alltaf að hugsa um aðra. Sigurður gat alltaf fundið sér eitt- hvað til að hlakka til og þau hin voru lagin að finna tilefni þó svo að honum þætti alltaf best að vera heima hjá sínu fólki og sínu dóti. Hann undirbjó allt löngu fyrirfram og litlu hvers- daglegu hlutirnir skiptu hann miklu máli eins og góða tertan í afmælum, jólaljósin á réttu tíma og fleira slíkt. Undir það síðasta sem hann gat tjáð sig sagði hann: „Ég á svo góðan pabba og góða mömmu og góðan bróður.“ Þetta voru orð að sönnu, Sigurður gat ekki átt betri foreldra og bróður. Þau voru vakin og sofin yfir velferð hans og þörfum alla tíð og elskuðu hann ótakmarkað. Ás- valdur var ávallt reiðubúinn að fara með Sigurði eitt og annað, ekki af skyldurækni heldur af því að hann langaði til þess. Því var eins farið með Steinunni og Tryggva. Allt sem hægt var að gera til að gleðja Sigurð eða létta honum lífið gerðu þau af ást, umhyggju og virðingu. Lokabar- áttan var löng og erfið en aldrei var slakað á. Þau vöktu hjá honum hvert fyrir sig eða saman og ætíð var hugs- að um að honum liði sem best. Eng- inn getur gert betur. Elsku Steinunn, Tryggvi og Ást- valdur, nú er Sigurður frjáls. Missir ykkar er mikill og sorgin stór. Ég bið góðan Guð að styrkja ykkur og styðja í lífi án Sigurðar. Farðu í friði, elsku vinur, og takk fyrir samfylgd- ina. Margrét F. Sigurðardóttir. Sigurður Tryggvason ✝ ÁsmundurBjörnsson fædd- ist á Eskifirði 27. júlí 1924. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 10. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristín Elsabet Ásmunds- dóttir, f. 1898, d. 1973, og Björn Ingi- mar Tómas Jónas- son, f. 1901, d. 1971. Ásmundur var elst- ur sjö systkina, hin eru Vigdís Júlíana, f. 1926, Jónas Guðgeir, f. 1929, Hólmgeir, f. 1934, d. 2006 , Birna Ósk, f. 1938 , Valsteinn Þórir, f. 1941, og Olga Aðalbjörg, f. 1946. Ásmundur kvæntist 26. nóvem- ber 1949 Guðnýju Ingibjörgu Bjarnadóttur, f. í Sandgerði 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Guðmundsdóttir, f. 1886, d. 1959, og Bjarni Jónsson, f. 1886, d. 1963. Börn Ásmundar og Ingibjargar eru: 1) Jón, f. 1950, búsettur í Sandgerði, kvæntur Helgu Karlsdóttur, börn þeirra eru Anna Björg, gift Guðmundi Val Oddssyni, dæt- ur þeirra Helga Valborg og Vala Katrín, og Ásmund- ur. 2) Kristín, f. 1956, búsett í Vestmannaeyjum, gift Jóni Árna Ólafssyni, börn þeirra eru Ingi- björg Guðlaug, gift Jóni Garðari Stein- grímssyni, Ingi- björn Þórarinn og Kristín Rannveig. 3) Ragnheiður Ein- arína, f. 1967, búsett í Hafnafirði, gift Magnúsi Árnasyni, börn þeirra eru Lilja Björg, Arnar Helgi, Ásdís Inga og Magnús Fannar. Ásmundur ólst upp á Eskifirði og fór ungur að vinna. Hann fór suður og vann alltaf störf sem voru tengd sjávarútvegi. Hann fluttist til Sandgerðis og gerðist vörubílstjóri hjá Miðnesi og varð það hans ævistarf. Ásmundur verður jarðsunginn frá Safnaðarheimilinu í Sand- gerði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er með miklum trega sem ég kveð kæran vin og tengdaföður, Ás- mund Björnsson eða Ása eins og hann var alltaf kallaður, enda búinn að vera hluti af mínu lífi í hartnær 20 ár. Ég vil þakka honum fyrir allt það sem hann hefur verið mér og fjöl- skyldu minni og þá sérstaklega hversu góður afi hann var. Þær eru margar og góðar minning- ar sem hafa komið upp í hugann und- anfarna daga en það sem mér finnst standa upp úr er hversu afskaplega skapgóður Ási var og ekki rekur mig minni til að hann hafi nokkurn tíma skipt skapi. Ási, og reyndar Imba tengdamóðir mín líka, fylgdist af áhuga með öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og ef það voru ferðalög hringdi hann með reglulegu millibili til að athuga hvar við værum. Ekki var áhuginn minni ef eitthvað var um að vera hjá krökkunum og þá sérstaklega í íþróttum og alltaf fengu þau hrós frá honum, óháð árangri. Annað sem mér er minnisstætt er að þau Imba og Ási voru dugleg að skreppa austur fyrir fjall og á baka- leiðinni komu þau oftar en ekki við hjá okkur í Hafnarfirði. Ekki var svo verra ef Ási hringdi á undan og sagð- ist ætla að koma með kjúkling og oft- ast var það Kentucky-kjúklingur og ef það var kominn annar matur í pott- inn var ekki annað í stöðunni en geyma hann enda sagði annar sonur minn við andlát afa síns; hver á nú að gefa okkur Kentucky? Það var alltaf gott að koma á Vall- argötuna til Imbu og Ása og það verð- ur tómlegra þar nú en minningin um góðan mann mun lifa áfram með okk- ur. Eins á ég eftir að sakna símtal- anna frá honum sem alltaf byrjuðu: Er nokkuð að frétta? Og þó að ekkert væri að frétta var samt hægt að spjalla í dágóða stund. Elsku Imba mín og aðrir aðstand- endur, Guð blessi ykkur í sorginni. Blessuð sé minning Ása, tengdaföður míns. Magnús Árnason. Það var fyrir 25 árum að ég kom inn í fjölskyldu Ása, sem þá var þekktur sem Ási bílstjóri hjá Miðnesi. Síðan hef ég alla tíð litið upp til hans, ekki bara sem tengdaföður heldur sem vinar og sérlega góðrar mann- eskju. Það var sama hvar farið var á bryggjur á Suðurnesjum eða í sjáv- arútvegsverslanir í Reykjavík það voru alltaf einhverjir sem þekktu Ása bílstjóra. „Hann Ása á Scaníunni hjá Miðnesi, það held ég nú“. Að eðlisfari var Ási þannig að hann þurfti alltaf að vera að hjálpa eða gefa og þegar hann hafði hjálpað eða gefið var enginn eins glaður og hann, það var eins og honum hefði verið gefin vítamínsprauta, hann geislaði allur af ánægju. Það var alltaf hægt að finna Ása í fjölskyldusamkvæmum eða á ættar- mótum því hann var sá sem flest börnin voru í kringum, þvílík barna gæla var hann að börn sóttu í hann, bæði skyld og ókunnug jafnt. Hver yrði ekki ánægður að geta sagt í dagslok, ég hef ásamt eiginkonu alið upp þrjú góð börn, hjálpað við uppeldi á níu góðum barnabörnum og tveimur barnabarnabörnum, Þetta gat Ási sagt. Elsku Imba mín, við vitum að Ási er nú á þeim stað sem kraftar hans og góðmennska njóta sín vel og við vitum að með lífshlaupi sínu hefur hann unnið sér sæti nálægt ljósinu. Þegar menn horfðu á eftir Scaní- unni með Ása við stýrið held ég að flestir hafi hugsað eða sagt, þarna fer góður maður. Einnig er ég viss um að nú segja æðri völd, þarna kemur góð- ur maður. Jón Árni Ólafsson. Fyrir tæpum fjórum áratugum kynntist ég Ásmundi mági mínum fyrst þegar ég kom í heimsókn á Vall- argötuna með Olgu systur hans. Allt frá þessari fyrstu heimsókn og til þessa dags hefur hlýja og góðvild ein- kennt viðmót fjölskyldunnar í Sand- gerði í minn garð og fjölskyldu minn- ar. Ási var elstur í stórum systkinahópi en Olga yngst, aldurs- munur þeirra systkina var rúm tutt- ugu ár þannig að Ási og Imba fengu afa- og ömmuímynd hjá börnunum okkar Olgu. Meðan við Olga bjuggum austur í Vík þá komu Ási og Imba reglulega til okkar í heimsóknir nokkrum sinnum á ári, þessar heimsóknir urðu færri á meðan við bjuggum austur á Eskifirði en svo urðu samverustundirnar aftur fleiri eftir að við fluttum suður. Þess- ar heimsóknir voru mjög gefandi og ánægjulegar eins og allar samveru- stundir með þeim hjónum. Það er nú einu sinni svo að þegar maður hugsar til annars þeirra þá koma alltaf nöfn þeirra beggja upp í huganum, það lýs- ir kannski hversu samrýmd og sam- hent Ási og Imba voru. Þótt Vík sé þorp við sjávarsíðuna þá hafa íbúar þar ekki aðgang að fiskimiðunum og erfitt var að ná í góð- an fisk í soðið. Þetta fannst Ása alveg ótækt og í hvert sinn sem við komum til Sandgerðis þá var hann búinn að sanka að sér soðningu til að senda okkur með heim og eins kom hann færandi hendi þegar hann kom í heimsókn. Þetta lýsti Ása vel, hann var sígefandi og ef hann vissi að ein- hvern vantaði eitthvað þá hafði hann það á bak við eyrað ef hann gat ein- hvern veginn útvegað hlutinn. Það leyndi sér ekki síðustu árin að aldurinn var farinn að setja mark sitt á heilsufar Ása, það gustaði ekki eins af honum og gerði hér áður fyrr. Í hvert sinn sem við Olga komum suður eftir þá áttum við Ási góða stund saman á bryggjunum við okkar sameiginlega áhugamál, að skoða bátana. Nú er Ásmundur farinn frá okkur, það er gangur lífsins og ekkert við því að segja. Við sem eftir erum minn- umst góðs manns því ef eitthvað ein- kenndi Ásmund mág minn þá var það manngæska og væntumþykja í garð sinna nánustu. Ingibjörgu, börnum, tengdabörnum og afkomendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þinn mágur, Jón Ingi Einarsson. Elsku afi, þegar ég sit hérna og hugsa um þig koma upp í hug mér óteljandi góðar minningar. Ein af fyrstu minningum mínum er frá því að ég sat með þér í gulu Scaniunni þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar yfir kókosbollum og kóki en það gátum við gert tímunum saman. Upp frá því höfðum við alltaf verið bestu vinir. Ég held að það sé ekki of- sögum sagt að þú varst mjög góður vinur og mjög góður maður. Þau eru óteljandi atvikin þar sem þú hefur komið einhverjum, hvort sem hann er Ásmundur Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.