Morgunblaðið - 05.11.2007, Page 14
14 MÁNUDAGUR 5. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Kynningar-
fundurOrkuveita Reykjavíkur boðar til opins kynningarfundar vegna mats á umhverfisáhrifum nýrra virkjana á Hengilssvæðinu, við Hverahlíð og í Bitru. Fundurinn verður í höfuðstöðvum
Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, þriðjudaginn 6. nóvember kl. 17:00.
• Í allri starfsemi OR er gengið út frá umhverfismálum — Orkuvinnsla í sátt við umhverfið www.or.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
3
98
41
1
1/
07
Villahermosa. AFP, AP. | Hundruð
svangra og örvæntingarfullra fórn-
arlamba flóðanna í Mexíkó létu
greipar sópa um verslunarmiðstöð í
Tabasco um helgina og þorðu
margir íbúar ekki að yfirgefa eigur
sínar af ótta við að þjófar myndu
færa sér ástandið í nyt.
Matar- og vatnsskortur er á
svæðinu og vinna 7.500 liðsmenn
hersins og lögreglunnar að björg-
unaraðgerðum við erfið skilyrði.
Flóðin í Tabasco, sem er á stærð
við Belgíu, eru þau verstu í Mexíkó
í áratugi og settu yfirvöld í ná-
grannaríkinu Chiapas íbúanna í
viðbragðsstöðu um helgina þegar
sextán ár flæddu yfir bakka sína.
Þúsundir manna hafa verið fastir
á heimilum sínum og dæmi um að
fólk hafi beðið eftir hjálp á húsþök-
um í allt að þrjá daga.
Flóðin hafa valdið tugmilljarða
króna tjóni, ræktarland er víða
ónýtt og ljóst er að kostnaðarsamt
verður að komu öllu í eðlilegt horf,
vatnshæðin er víða tveir metrar.
Áætlað er að um 69.000 manns
hafi leitað skjóls í 600 neyðarskýl-
um á vegum stjórnvalda og talið að
allt að hálf milljón heimila hafi
skemmst eða eyðilagst í flóðunum.
Gripdeildir í Mexíkó
Reuters
Neyð Manni bjargað í Villaher-
mosa. Átta hafa farist í flóðunum.
LIÐSMENN Tamíl-tígranna á Sri
Lanka gerðu í gær árásir á sveitir
stjórnarhersins á norðurhluta eyj-
arinnar. Talsmenn hersins segja
fjóra Tamíl-tígra hafa fallið og einn
úr eigin röðum. Mikil spenna er í
landinu eftir að S.P. Thamilselvan,
leiðtogi stjórnmálaarms Tígranna,
lét lífið í loftárás á föstudag. Tígr-
arnir höfðu lýst því yfir að leiðtog-
inn yrði opinberlega syrgður þang-
að til að útför hans lokinni í dag og
er óttast að frekari átök muni brjót-
ast út á næstu dögum.
Bardagar á
Sri Lanka ICHIRO Ozawa, leiðtogi Lýðræð-isflokksins, helsta stjórnarand-
stöðuflokks Japans, skýrði frá af-
sögn sinni í gær, vegna deilna um
tillögu Yasuo Fukuda forsætisráð-
herra að myndun samsteypustjórn-
ar. Ozawa hafði tekið vel í þær en
flokkur hans hafnað þeim.
Afsögn í Japan
BANDARÍSK stjórnvöld íhuga að
loka Guantanamo-fangabúðunum á
Kúbu og flytja meirihluta fanganna
til Bandaríkjanna, að því er heim-
ildarmenn New York Times sögðu í
viðtali við blaðið um helgina.
Búðunum lokað?
EÞÍÓPÍSKIR skæruliðar sögðust í
gær hafa fellt 270 hermenn stjórn-
arinnar í bardögum á Ogaden-
svæðinu í síðustu viku. Tölurnar
hafa ekki fengist staðfestar, að-
gengi að svæðinu hefur verið lokað.
Mannfall í Eþíópíu
YFIRVÖLD Rómarborgar
reyna nú hvað þau geta til
að koma í veg fyrir árásir
á rúmenska innflytjendur
eftir morð á ítalskri konu í
borginni en grunur leikur
á að Rúmeni hafi ráðið
hana af dögum. Hefur
morðið kynt verulega
undir andúð á innflytj-
endum.
Tuttugu og fjögurra ára
gamall Rúmeni hefur ver-
ið handtekinn í tengslum
við morðið á hinni 47 ára
gömlu Giovanna Reggi-
ania en hann neitar sök.
Calin Tariceanu, forsætisráð-
herra Rúmeníu, hefur boðað komu
sína til Ítalíu, þar sem hann hyggst
ræða við kollega sinn, Romano
Prodi, um leiðir til að lægja öld-
urnar, sem ólgan út af innflytjend-
unum hefur valdið í samskiptum
ríkjanna að undanförnu.
Ráðist var á þrjá Rúmena á
föstudag með bareflum og knífum
og er fullvíst talið að um hefndar-
aðgerð hafi verið að ræða.
Walter Veltroni, borgarstjóri
Rómar, segir ekki lengur hægt að
standa undir stöðugum straumi
innflytjenda til borgarinnar.
„Ég skil áhyggjur rúmenskra
stjórnvalda. Við verðum að gera
allt sem í okkar valdi stendur til að
tryggja að útlendingahatur og
skortur á umburðarlyndi skjóti
ekki rótum,“ sagði Veltroni í við-
tali við ítalska dagblaðið La Re-
pubblica. Fullyrðir borgarstjórinn
jafnframt að Rúmenar hafi komið
við sögu í þremur af hverjum fjór-
um handtökum í Róm á síðasta ári.
Talið er að allt á sjötta hundrað
þúsunda Rúmena séu á Ítalíu og
lifa margir við afar kröpp kjör,
sumir í hreysum. Rúmenía gekk
ásamt Búlgaríu í Evrópusamband-
ið um áramótin síðustu en sam-
kvæmt nýjum lögum, sem undir-
rituð voru fyrir helgi, er heimilt að
vísa burt fólki frá aðildarríkjum
sambandsins sé það talið ógn við
öryggi ítalsks almennings.
Þegar hafa 38 slíkar fyrirskip-
anir verið gefnar út, flestar í Róm,
Mílanó, Genúa og Flórens, en alls
er talið að 1.500 innflytjendur eigi
á hættu að verða sendir úr landi að
því haft er eftir lögreglunni í dag-
blaðinu Corriere della Sera.
Ítalska stjórnarandstaðan hefur
harðlega gagnrýnt stjórn Prodis
fyrir linkind og hefur leiðtogi
hennar, Silvio Berlusconi, hvatt til
að lokað verði fyrir straum rúmen-
skra verkamanna með öllu. Gian-
franco Fini, félagi Berlusconis í
stjórnarandstöðunni, gekk lengra
og sagði að í „Róm einni saman“
ætti umsvifalaust að gefa út 20.000
tilskipanir um brottvísun úr landi.
Benedikt XVI. páfi hefur hins
vegar reynt að stilla til friðar og
minnt á rétt innflytjenda.
Mikil ólga vegna meints
morðs Rúmena á Ítalíu
Reuters
Harka Ólöglegir skúrar innflytjenda frá
Rúmeníu í nágrenni Rómar eyðilagðir.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞETTA er ekki neyðarástand, þetta
eru herlög og almenningur í Pakistan
mun mótmæla,“ sagði Benazir
Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra
Pakistans, á heimili sínu í Karachi í
gær. Hefur Bhutto heitið því að
stjórnarandstöðuflokkur hennar
muni grípa til aðgerða eftir að Pervez
Musharraf, forseti landsins, lýsti yfir
neyðarástandi á laugardag, til að
forða Pakistan frá glundroða.
„Stjórnkerfið er að mínu mati hálf
lamað,“ sagði Musharraf, sem bætti
því við að aðgerðaleysi jafngilti
„sjálfsvígi“ pakistönsku þjóðarinnar,
íslamskir vígamenn og dómarar
hefðu grafið undan stöðugleika.
Iftikhar Muhammad Chaudhry,
forseti hæstaréttar landsins, hefur
verið vikið úr embætti en hann hefur
verið forsetanum þyrnir í augum.
Stjórnarskráin hefur verið numin úr
gildi og neyðarlögum komið á.
Bhutto tekur annan pól í hæðina,
neyðarlög muni aðeins styrkja öfga-
menn, gefa þeim nýtt líf. Höfðu þau
Musharraf rætt um samkomulag um
stjórn landsins fyrir kosningarnar,
viðræður sem virðast nú lítils virði.
Gaddavírstálmar hafa verið settir
upp við helstu byggingar í borgum
landsins og fáir á ferli.
„Það er raunveruleg hætta á valda-
töku róttækra, íslamskra hreyfinga
sem hafa vaxið að áhrifum og að virð-
ingu á síðustu fimm árum,“ sagði
Bhutto um stöðu mála í landinu.
Róstusamt það sem af er ári
Tilkynning Musharrafs kom aðeins
nokkrum dögum áður en reiknað var
með að hæstiréttur landsins úrskurð-
aði um lögmæti yfirgnæfandi sigurs
hans í forsetakosningunum 6. október
sl., sem stjórnarandstaðan kaus að
sniðganga. Fullyrti Shaukat Aziz for-
sætisráðherra í gær að stjórnvöld
myndu ekki hvika frá þeim ásetningi
að efna til lýðræðislegra kosninga.
„Musharraf valdi að fara þessa leið
því búist var við að hæstiréttur myndi
lýsa kosningarnar ólögmætar,“ sagði
Asif Hussain, íbúi í höfuðborginni Isl-
amabad, í viðtali við AFP-fréttastof-
una. „Annað valdarán hershöfðingj-
ans Musharraf,“ sagði í fyrirsögn á
forsíðu dagblaðsins Dawn og var þar
vísað til þess, að hann rændi völdun-
um árið 1999.
Róstusamt hefur verið í landinu
það sem af er ári og lést á annað
hundrað manns í sprengjuárás á bíla-
lest Bhutto fyrir skömmu, þegar hún
sneri aftur til Pakistans eftir átta ára
útlegð til að búa sig og flokk sinn und-
ir kosningar í janúar á næsta ári. Nú
eru þær í uppnámi, stjórnvöld hafa
frestað þeim ótímabundið.
Málfrelsi hefur verið skert veru-
lega og hefur Musharraf sett fjölmiðl-
um þröngar skorður, bannað er að
birta gagnrýnið efni um hann, stjórn-
völd og herinn. Hann hefur jafnframt
bannað að birta myndir af sjálfs-
morðsárásarmönnum í dagblöðum og
sjónvarpi. Sama gildir um yfirlýsing-
ar frá íslömskum vígamönnum og
liggja hörð viðurlög við brotum á
þessum fyrirmælum.
Musharraf hætti við að lýsa yfir
neyðarástandi í landi sínu, meðal ann-
ars vegna þrýstings frá Bandaríkja-
stjórn, en forsetinn hafði boðað að
hann myndi láta af stjórn hersins
næði hann endurkjöri.
Yfirvöld í grannríkinu Afganistan
lýstu yfir áhyggjum af stöðunni, mik-
ilvægt sé að koma á stöðugleika eftir
vaxandi ofbeldisverk í Pakistan af
hálfu íslamskra öfgamanna.
Musharraf kemur
á neyðarlögum
Kosningar í uppnámi Hundruð stjórnarandstæðinga
tekin höndum Æðsta dómara Pakistans vikið úr embætti
Reuters
Víggirt Lögreglan lokar aðkomunni að bústað forsetans í Islamabad í gær.
Í HNOTSKURN
»Bandaríkjastjórn hefurskorað á Musharraf að
efna til kosninga eins og boðað
hafði verið og að láta af stöðu
sinni sem yfirmaður hersins.
Gaf Condoleezza Rice utanrík-
isráðherra í skyn, að fjár-
stuðningur til Pakistans yrði
endurskoðaður.
»Lokað hefur verið fyrir út-sendingar BBC, CNN og
minnst tíu innlendra stöðva.
MIKHAÍL Saakashvili, forseti
Georgíu, hafnaði í gær kröfum
stjórnarandstöðunnar um að efna
til kosninga, þremur dögum eftir að
fjölmenn mótmæli hófust með kröf-
um um afsögn hans.
Engar kosningar