Morgunblaðið - 05.11.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 05.11.2007, Síða 32
…ofbeldisfullar bækur sleppa furðu vel við umræðina - ef utan er kannski talin bókin um Tíu litlu negrastrákana … 36 » reykjavíkreykjavík Skálað var ótt og títt fyrir Minnisbókskáldsins Sigurðar Pálssonar í versl-uninni Liborius á laugardagseftir-miðdaginn en kaupmaðurinn á þeim bæ hyggst fylgja fordæmi kunnra úrvals- verslana í París sem kynna reglulega sér- valin bókmenntaverk. Það var því elegant og sérlega vel til fundið að aðalsmaðurinn Sig- urður Páls hleypti þeirri nýjung af stokk- unum enda leitun að öðrum eins heimsborg- ara og honum. Bókin hans mun eingöngu fást í Liborius fyrstu vikuna eftir útgáfu en að því búnu verður henni dreift í bókabúðir með venjulegum hætti. Sniðugt uppátæki. Liborius er ein eftirlætisverslana flugu sem strauk vængjum sínum dreymandi yfir dýr fötin og svarti liturinn var allsráðandi; dram- tík og dulúð í aðalhlutverki. Ótalmargar per- sónur voru mættar í útgáfuveisluna og fittaði þar best inn Stephan Stephensen úr GusGus, einnig kallaður President Bongo, með sitt síða hár og gotneska yfirbragð. Hélt í ör- stutta stund af hann væri sérhönnuð karl- mannsgína í búðinni dulmögnuðu en fattaði svo að hann væri frekar riddari úr hirð Sig- urðar. Rithöfundurinn Einar Kárasson mætti kátur með sinni fögru frú og sagði gestum og gangandi sögur. Skáldið Þórarinn Eldjárn kom líka og upptekni útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson stakk inn nefinu til að taka púlsinn á málum. Fluga tók flugið niður Laugaveginn þótt hún væri nett hífuð eftir kampavínið og rak þá öll forvitnu augun sín í Svavar tískulöggu hárgreiðslumann og Eddu Hauksdóttur vinkonu hans sem sátu að snæðingi á veitingahúsinu Tívolí. ... Sexí systur og tvöföld opnun ... Undirfatabúðin Systur - Lingerie Boutique opnaði nýja verslun að Laugavegi 70 á föstu- daginn og mætti rennblaut fluga inn úr hell- iregninu í opnunarkokkteilinn og fjárfesti í seiðandi samfellu fyrir kvöldið en þá var tvö- föld opnun í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Það voru listamennirnir Hreinn Friðfinnsson og Karlotta Blöndal sem sýndu verk sín og enn og aftur létu borgarbúar ekki rigninguna miklu stöðva sig í að mæta á spennandi viðburði, eins og Haraldur Jóns- son, myndlistarmaður, leikarinn Eggert Þor- leifsson og Eggert Pétursson listmálari. Varð hálf smeyk að skoða verk Karlottu um miðilsstarf og róaðist ekki við túlkun náttúr- unnar sem er í veigamiklu hlutverki í verk- um Hreins sem einkennast annars af draum- um, þjóðsögum, sjónblekkingum og hinu yfirnáttúrulega. Það var hressandi að fljúga aftur út í belj- andi rigninguna og rokið. Edda Jónsdóttir og Eggert Pétursson. Ragnheiður og Silvía Eðvardsdætur, eigendur verslunarinnar Systur. Guðný Grendal og Agla Rún Jóhannsdóttir. Katrín Atladóttir og Sveinn Friðri Sveinsson. Vinkonurnar Kristín og Sigríður Eyrún. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ægir Jónsson, Jónas Ingi Haraldsson og Eggert Böðvarsson fóru á tónleika. Helgi Kristinn Björnsson og Hugi Leifsson. Malena Þórisdóttir og Sigrún Sif Þorbergs- dóttir í góðu tónleikastuði. Mikkel Schmidt og Jeppe Skow. Kári Árnason og Hjalti Óskarsson. Flugan ... Aðalsmenn og dökk dramatík í Liborius ... ... með sitt síða hár og gotneska yfirbragð ... Valdís Bjarnadóttir, Þorvaldur S. Þorvalds- son og Gunnar Ingi Ragnarsson. Á opnun sýningar Hreins voru þeir Birgir Snæbjörn Birgisson og Gústaf Óskarsson. Þorsteinn frá Hamri og Laufey Sigurðar- dóttir í góðu skapi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gísli Reginn Pétursson og Kolbeinn Hugi Höskuldsson virtu fyrir sér myndlist. »Hljómsveitir á borð viðKlístur og Shogun hristu vel upp í gestum í Austurbæ, á tónleikum Unglistar 2007. »Ný undirfataverslun, Syst-ur, var opnuð við Laugaveg. Nærhöld í öllum regnbogans litum og af ýmsum gerðum. » Verk Hreins Friðfinnssonar glöddu listunnendur á opnun íListasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á föstudagskvöldi Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.