Morgunblaðið - 09.11.2007, Side 4

Morgunblaðið - 09.11.2007, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR markaðs- og sölumálum hverju sinni. Auk Landsbankans voru Glitnir og Iceland Express tilnefnd sem markaðsfyrirtæki ársins. Í erindi Elísabetar B. Sveinsdóttur, formanns ÍMARK, kom m.a. fram að Landsbankinn hefði náð miklum og góðum árangri í sínum markaðs- málum. Öll markmið hefðu náðst sem sett voru eftir einkavæðingu bankans; að viðhalda mark- aðshlutdeild, auka arðsemi og auka ánægju við- LANDSBANKINN var í gær valinn Markaðs- fyrirtæki ársins 2007 af ÍMARK, samtökum aug- lýsenda, og Andri Már Ingólfsson, eigandi Heimsferða, er Markaðsmaður ársins. Verð- launin voru afhent af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, við athöfn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu. Þetta var í 17. sinn sem verðlaunin voru af- hent þeim aðilum sem taldir eru standa fremst í skiptavina bankans. Herferðir bankans á 120 ára afmælisári hefðu skilað góðum árangri. Um Andra Má Ingólfsson sagði Ingólfur Guð- mundsson, formaður dómnefndar, m.a. að hann hefði með ráðdeild, dugnaði og útsjónarsemi náð að byggja upp öflugt ferðaþjónustufyr- irtæki með markaðsleiðandi stöðu á hörðum samkeppnismarkaði á Norðurlöndunum og Ír- landi. Morgunblaðið/Ómar Landsbankinn og Andri Már verðlaunaðir ÍMARK-verðlaun afhent Frá vinstri: Elísabet Sveinsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Andri Már Ingólfsson, Hermann Jónasson frá Landsbankanum, Bjarney Harðardóttir frá Glitni og Lee Roy Tipton frá Iceland Express. Verðlaunin voru afhent við athöfn á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu í gær. VIÐ erum að sjálfsögðu mjög ánægð með þessa niðurstöðu og ástæða til að óska íbúum vesturbæjar Kópa- vogs til hamingju með þessi mála- lok,“ sagði Arna Harðardóttir, for- maður Samtaka um betri byggð á Kársnesi. Bæjarráð Kópavogs staðfesti í gær ákvörðun skipulagsnefndar frá 6. nóvember sl. um að hafna tillögu að breyttu skipulagi á hafnarsvæð- inu, vestast á Kársnesi. Þessi ákvörðun grundvallast á innsendum athugasemdum en alls bárust at- hugasemdir frá 1.674 einstaklingum og samtökum, þar af 1.117 af Kárs- nesinu sjálfu. Arna sagði niðurstöð- una sýna að fólk geti haft áhrif með því að senda inn athugasemdir. Hún sagði þetta vera áfangasigur. Ákvörðunin varði einungis skipulag hafnarsvæðisins en einnig sé verið að skipuleggja íbúðasvæði. „Við telj- um að það þurfi að skoða þetta heild- arskipulag og við komum til með að taka þátt í hugmyndavinnu fyrir svæðið ásamt Kópavogsbæ.“ Ákvörðun bæjarráðs Kópavogs þýðir að önnur nálgun kemur á at- vinnusvæðið á Kársnesi og er meiri- hlutinn að vinna að því, að sögn Gunnars I. Birgissonar bæjarstjóra í Kópavogi. Hann sagði ljóst að fólkið vildi ekki hafnsækna starfsemi. Gunnar nefndi ýmsa létta atvinnu- starfsemi og þjónustu sem hann taldi að fólk myndi fremur sætta sig við. Gunnar sagði að Kópavogshöfn yrði þarna áfram en eftir væri að ræða um framtíðarhlutverk hennar. Hann sagði sínar hugmyndir m.a. gera ráð fyrir að setja þarna veit- ingahús fram í sjó. Hann sagði meiri- hlutann vera að vinna í málinu og að haft verði samráð við íbúasamtökin við þá vinnu. Ljóst sé að fólk vilji taka til á Kársnesi en það hafi m.a. óttast aukinn umferðarþunga. Hætt við stækkun á Kársnesi Arna Harðardóttir Gunnar I. Birgisson RANNSÓKNANEFND flugslysa, sem rannsakar flugatvikið á Aust- urlandi þegar Fokkervél Flug- félags Íslands varð að snúa við til Egilsstaða eftir hreyfilbilun, beinir sjónum sínum að jafnþrýstikerfi vélarinnar ásamt olíukerfi. Vélin var í 16 þúsund feta hæð þegar bil- unin varð og urðu flugmenn að lækka flugið niður í 10 þúsund fet, eða sem samsvarar 2 þúsund metr- um. Þorkell Ágústsson, stjórnandi flugrannsóknarinnar, segir að þetta hafi samt ekki falið í sér að vélin hafi hrapað í hæð. Farþegar voru búnir undir nauðlendingu og sátu drykklanga stund í neyð- arstellingu samkvæmt tilmælum flugfreyju með höfuð milli fótanna án þess að sjá út um glugga eða vita hvort vélinni yrði nauðlent uppi á reginöræfum í svartamyrkri. Flug- mennirnir upplýstu síðan að vélinni yrði lent á Egilsstaðaflugvelli sem hún gerði nokkru síðar óhappa- laust. Vélin lækkaði sig um 2.000 metra SVANDÍS Svavarsdóttir, borg- arfulltrúi Vinstri grænna og odd- viti stýrihóps um málefni Orku- veitu Reykjavíkur og REI, gerir ekki athugasemd við þau orð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra að stefnan sé sú að Orkuveitan verði áfram í útrás og að alls ekki sé úti- lokað af hálfu aðaleiganda fyr- irtækisins að af frekara samstarfi kunni að verða við Geysir Green Energy. „Við í þessum borg- arstjórnarmeirihluta erum sam- mála um allar ákvarðanir þó að við skrifum ekki hvert annars ræður og nálgumst hlutina frá ólíkum sjónarhóli,“ segir Svandís. Ummælin lét Dagur falla á fundi með starfsmönnum OR í gær en haft er eftir honum á vefsíðu OR að við skoðun á samrunasamningi REI og Geysir Green Energy hafi ým- islegt komið fram varðandi verð- mat og þjónustusamninginn sem leiddi til þess að réttast hefði þótt að láta samrunann ganga til baka. Nú væri stjórn Orkuveitunnar að finna útrásinni nýjan grundvöll. Svandís segir í tilefni ummæla borgarstjóra að mönnum sé full- ljóst að það þurfi að liggja fyrir fyrr en síðar á hvaða vegferð menn séu með þessi mál. „Það hefur eng- inn, mér vitanlega, talað gegn verkefnum Orkuveitunnar á er- lendri grundu en ég hef verið þeirrar skoðunar að það þyrfti að marka þeim verkefnum skýrari ramma heldur en hefur verið fyrir hendi fram að þessu,“ sagði hún. „Það hefur verið mitt hlutverk að sitja á friðarstóli í þessu máli og halda utan um sjónarmið allra stjórnmálaflokka og beina þeim í einn uppbyggilegan farveg sem hefur ekki alltaf verið heiglum hent. Ég hef sagt að með nið- urstöðu borgarráðs í síðustu viku vorum við ekki að útiloka neitt um næstu skref en við erum jafnframt þeirrar skoðunar að það verði ekk- ert gert nema hagsmunir almenn- ings séu tryggðir. Það er algerlega á hreinu og það er það sem mis- fórst í þessu samrunaferli og að- draganda fundarins 3. október.“ Útrásinni fundinn nýr grundvöllur Svandís Svavarsdóttir Dagur B. Eggertsson DRÖG að fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar gera ráð fyrir að leik- skólagjöld hækki um 2,5% 1. janúar nk. og að kostnaður foreldra vegna fæðis leikskólabarna hækki um 1.350 krónur. Meirihluti leikskólaráðs samþykkti hins vegar á fundi ráðsins á miðvikudag að leggja til við borg- arráð að foreldrar verði ekki látnir taka á sig fæðisgjaldshækkunina og Sigrún Elsa Smáradóttir, formaður leikskólaráðs, segir líklegt að á það verði fallist. Þetta þýðir viðbótar- kostnað fyrir borgarsjóð umfram drög að fjárhagsáætlun sem nemur 91,4 milljónum króna. Sigrún Elsa segir að fjárhagsáætl- unin hafi verið undirbúin í tíð fyrri meirihluta. Nýr meirihluti geti ekki endurgert fjárhagsáætlun frá grunni á þessum tímapunkti. Þá bendir hún á að 2,5% hækkun leikskólagjalda tengist verðlagsbreytingum en raun- ar sé verðbólga mun meiri. Flokkarnir sem standa að meiri- hlutanum í Reykjavík hafa flestir lýst yfir vilja til að gera leikskólann gjaldfrjálsan og Sigrún Elsa segir að það sé vissulega draumur manna, að það geti orðið. Ekki sé hins vegar raunhæft að ætla að sá meirihluti sem nú sé tekinn við geti náð því markmiði á þeim tveimur og hálfa ári sem hann hafi til stefnu til næstu kosninga. Fyrri meirihluti hafi tekið skuldbindandi ákvarðanir sem nýr meirihluti hljóti að taka mið af, menn byrji ekki með hreint borð. Hækkun á fæðisgjaldi sem drög að fjárhagsáætlun gerðu ráð fyrir er að hluta til tilkomin vegna hækkunar á hráefniskostnaði samfara átaki í gæðum, að því er Sigrún Elsa full- yrðir en þó átti hlutur foreldra að aukast um 500 krónur. Það verður þó ekki verði tillögur meirihluta leik- skólaráðs samþykktar, um að borg- arsjóður taki 1.350 krónurnar á sig. Leikskólagjöld hækka um 2,5% Borgin taki fæðisgjaldshækkun á sig                         ! "      #                          #  $ %      !"# # $  %  Námskeiðið Þú ert það sem þú hugsar með Guðjóni Bergmann verður haldið í síðasta sinn fyrir jól helgina 16. til 18. nóv. Á því lærir þú raunverulegar aðferðir til að ná betri stjórn á eigin hugsunum, draga úr streitu og víða, byggja upp sjálfstraust, efla jákvætt hugarfar og koma lífinu í betra jafnvægi. Námskeiðið verður haldið á Grand hótel Reykjavík. Kennt er föstudag frá 20:00 til 22:30, laugardag og sunnudag frá 9:00 til 17:00. Verð fyrir helgarnámskeiðið, vinnubók og samnefnda bók er aðeins 29.800 kr. Skráning og nánari upplýs- ingar í síma 690-1818 og á www.gbergmann.is.. Lærðu að byggja upp sjálfstraust og jákvæðni með Guðjóni Bergmann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.