Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 19
FINNSKA lögreglan sagði í gær að átján ára
nemi sem varð átta manns að bana í skotárás í
skóla í bænum Tuusula í fyrradag hefði ætlað að
myrða eins marga og hann mögulega gæti. Árás-
armaðurinn, Pekka-Eric Auvinen, beitti skamm-
byssu, notaði að minnsta kosti 69 skothylki og var
þar að auki með 320 ónotuð skothylki á sér, að því
er fram kom á fréttavef finnska dagblaðsins Huf-
vudstadsbladet.
Fórnarlömbin urðu öll fyrir a.m.k. tveimur
skotum og eitt þeirra var með tuttugu skotsár.
Að sögn lögreglunnar var Auvinen einnig með
eldfiman vökva og reyndi að kveikja í skólanum en
honum tókst það ekki. Hann skildi eftir sig sjálfs-
morðsbréf þar sem hann sendi fjölskyldu sinni
skilaboð. Í bréfinu kemur fram mikið hatur í garð
samfélagsins.
Árásarmaðurinn banaði fyrst skólastjóranum,
61 árs konu, og síðan hjúkrunarfræðingi skólans,
43 ára konu, og sex nemendum, fimm piltum á
aldrinum 16-18 ára og 25 ára konu. Að sögn lög-
reglunnar réð tilviljun því hverjir urðu fyrir skot-
unum, að skólastjóranum undanskildum. Árásar-
maðurinn lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld eftir að
hafa skotið sig í höfuðið.
Fórnarlambanna minnst
Þjóðarsorg var í Finnlandi í gær vegna ódæð-
isverksins og flaggað var í hálfa stöng að beiðni
innanríkisráðuneytisins. Bænasamkomur voru
haldnar í kirkjum landsins og á hádegi var sjón-
varpað messu í dómkirkjunni í Helsinki. Nemend-
ur í Helsinki og nágrenni kveiktu á kertum á heim-
ilum sínum í gærkvöldi til að minnast þeirra sem
biðu bana.
Áður en morðinginn framdi ódæðisverkið setti
hann myndband og yfirlýsingar á netið þar sem
hann varaði við árásinni og lýsti henni sem „póli-
tísku hryðjuverki“. „Þótt ég hafi valið skólann sem
skotmark eru ástæður árásarinnar miklu, miklu
dýpri og þess vegna vil ég ekki að þetta verði bara
kallað skotárás í skóla.“
Nokkrir kennarar og bekkjarfélagar Auvinens
lýstu honum sem greindum en flóknum einfara
með mikinn áhuga á vopnum, stríðsleikjum á net-
inu, byltingarhetjum og sögu byltinga í heiminum.
Hermt er að hann hafi sætt einelti í skólanum.
Nokkrir nemendanna sögðu að að Auvinen hefði
tekið þunglyndislyf og ekki farið leynt með aðdáun
sína á Hitler og Stalín.
Ásetti sér að myrða eins
marga og hann gæti
AP
Þjóðarsorg Þrjár skólastúlkur standa við kerti sem lögð voru við Jokela-skólann til að minnast
þeirra sem biðu bana í skotárásinni í fyrradag. Finnska ríkisstjórnin lýsti yfir þjóðarsorg í gær.
Í HNOTSKURN
» Finnland er í þriðja sæti á lista yfir löndþar sem byssueign óbreyttra borgara er
hlutfallslega mest, skv. alþjóðlegri skýrslu.
» Bandaríkin eru efst á listanum, með 90skráð skotvopn á hverja 100 íbúa, Jemen í
öðru sæti með 61 og síðan Finnland með 56
vopn á hverja 100 íbúa.
SERBNESKI
þjóðernisofstæk-
ismaðurinn Voj-
islav Seselj for-
dæmdi í gær
stríðsglæpadóm-
stól Sameinuðu
þjóðanna í Haag
en réttarhöld yf-
ir um hófust á
miðvikudag.
Sagði Seselj að dómstóllinn væri
„ólöglegur“. Hann er sakaður um
ofsóknir, nauðungarflutninga á
fólki, morð og pyntingar á múslím-
um og Króötum. Seselj stýrði fjöl-
mennum her sjálfboðaliða í Balkan-
stríðunum 1991-1995.
Seselj fyrir
rétti í Haag
Vojislav Seselj
MILLJÓNIR kínverskra perlufesta
fyrir börn hafa verið eða munu
verða innkallaðar í Bandaríkjunum
og Ástralíu vegna þess að í ljós hef-
ur komið að þær innihalda efni
skylt nauðgunarlyfinu GHB. Að
sögn vefsíðu BBC hafa alls fimm
börn verið flutt á sjúkrahús eftir
að hafa gleypt örsmáar, litskrúð-
ugar perlur sem nefndar eru Bin-
deez í Ástralíu og Aqua Dots
vestra.
Perlurnar eru húðaðar efna-
samböndum sem breytast í áð-
urnefnt eiturefni þegar þær blotna.
Talsmenn leikfangaverslana segj-
ast ekki vita til að umrædd vara
hafi verið seld á Íslandi.
Eitraðar perl-
ur frá Kína
Milljónir leikfang-
anna innkallaðar
Sjálfvirk hnakka-
púðastilling,
aðeins í Stressless
– Þú getur lesið eða
horft á sjónvarp í
hallandi stöðu.
Ótrúleg þægindi.
Sérstakur mjóbaks-
stuðningur samtengdur
hnakkapúða-
stillingu. Þú nýtur full-
komins stuðnings hvort
sem þú situr í hallandi
eða uppréttri stöðu.
Ármúla 44
108 Reykjavík
Sími 553 2035
www.lifoglist.is
THE INNOVATORS OF COMFORT ™
Réttu sætin
fyrir heimabíóið