Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 19 FINNSKA lögreglan sagði í gær að átján ára nemi sem varð átta manns að bana í skotárás í skóla í bænum Tuusula í fyrradag hefði ætlað að myrða eins marga og hann mögulega gæti. Árás- armaðurinn, Pekka-Eric Auvinen, beitti skamm- byssu, notaði að minnsta kosti 69 skothylki og var þar að auki með 320 ónotuð skothylki á sér, að því er fram kom á fréttavef finnska dagblaðsins Huf- vudstadsbladet. Fórnarlömbin urðu öll fyrir a.m.k. tveimur skotum og eitt þeirra var með tuttugu skotsár. Að sögn lögreglunnar var Auvinen einnig með eldfiman vökva og reyndi að kveikja í skólanum en honum tókst það ekki. Hann skildi eftir sig sjálfs- morðsbréf þar sem hann sendi fjölskyldu sinni skilaboð. Í bréfinu kemur fram mikið hatur í garð samfélagsins. Árásarmaðurinn banaði fyrst skólastjóranum, 61 árs konu, og síðan hjúkrunarfræðingi skólans, 43 ára konu, og sex nemendum, fimm piltum á aldrinum 16-18 ára og 25 ára konu. Að sögn lög- reglunnar réð tilviljun því hverjir urðu fyrir skot- unum, að skólastjóranum undanskildum. Árásar- maðurinn lést á sjúkrahúsi í fyrrakvöld eftir að hafa skotið sig í höfuðið. Fórnarlambanna minnst Þjóðarsorg var í Finnlandi í gær vegna ódæð- isverksins og flaggað var í hálfa stöng að beiðni innanríkisráðuneytisins. Bænasamkomur voru haldnar í kirkjum landsins og á hádegi var sjón- varpað messu í dómkirkjunni í Helsinki. Nemend- ur í Helsinki og nágrenni kveiktu á kertum á heim- ilum sínum í gærkvöldi til að minnast þeirra sem biðu bana. Áður en morðinginn framdi ódæðisverkið setti hann myndband og yfirlýsingar á netið þar sem hann varaði við árásinni og lýsti henni sem „póli- tísku hryðjuverki“. „Þótt ég hafi valið skólann sem skotmark eru ástæður árásarinnar miklu, miklu dýpri og þess vegna vil ég ekki að þetta verði bara kallað skotárás í skóla.“ Nokkrir kennarar og bekkjarfélagar Auvinens lýstu honum sem greindum en flóknum einfara með mikinn áhuga á vopnum, stríðsleikjum á net- inu, byltingarhetjum og sögu byltinga í heiminum. Hermt er að hann hafi sætt einelti í skólanum. Nokkrir nemendanna sögðu að að Auvinen hefði tekið þunglyndislyf og ekki farið leynt með aðdáun sína á Hitler og Stalín. Ásetti sér að myrða eins marga og hann gæti AP Þjóðarsorg Þrjár skólastúlkur standa við kerti sem lögð voru við Jokela-skólann til að minnast þeirra sem biðu bana í skotárásinni í fyrradag. Finnska ríkisstjórnin lýsti yfir þjóðarsorg í gær. Í HNOTSKURN » Finnland er í þriðja sæti á lista yfir löndþar sem byssueign óbreyttra borgara er hlutfallslega mest, skv. alþjóðlegri skýrslu. » Bandaríkin eru efst á listanum, með 90skráð skotvopn á hverja 100 íbúa, Jemen í öðru sæti með 61 og síðan Finnland með 56 vopn á hverja 100 íbúa. SERBNESKI þjóðernisofstæk- ismaðurinn Voj- islav Seselj for- dæmdi í gær stríðsglæpadóm- stól Sameinuðu þjóðanna í Haag en réttarhöld yf- ir um hófust á miðvikudag. Sagði Seselj að dómstóllinn væri „ólöglegur“. Hann er sakaður um ofsóknir, nauðungarflutninga á fólki, morð og pyntingar á múslím- um og Króötum. Seselj stýrði fjöl- mennum her sjálfboðaliða í Balkan- stríðunum 1991-1995. Seselj fyrir rétti í Haag Vojislav Seselj MILLJÓNIR kínverskra perlufesta fyrir börn hafa verið eða munu verða innkallaðar í Bandaríkjunum og Ástralíu vegna þess að í ljós hef- ur komið að þær innihalda efni skylt nauðgunarlyfinu GHB. Að sögn vefsíðu BBC hafa alls fimm börn verið flutt á sjúkrahús eftir að hafa gleypt örsmáar, litskrúð- ugar perlur sem nefndar eru Bin- deez í Ástralíu og Aqua Dots vestra. Perlurnar eru húðaðar efna- samböndum sem breytast í áð- urnefnt eiturefni þegar þær blotna. Talsmenn leikfangaverslana segj- ast ekki vita til að umrædd vara hafi verið seld á Íslandi. Eitraðar perl- ur frá Kína Milljónir leikfang- anna innkallaðar Sjálfvirk hnakka- púðastilling, aðeins í Stressless – Þú getur lesið eða horft á sjónvarp í hallandi stöðu. Ótrúleg þægindi. Sérstakur mjóbaks- stuðningur samtengdur hnakkapúða- stillingu. Þú nýtur full- komins stuðnings hvort sem þú situr í hallandi eða uppréttri stöðu. Ármúla 44 108 Reykjavík Sími 553 2035 www.lifoglist.is THE INNOVATORS OF COMFORT ™ Réttu sætin fyrir heimabíóið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.