Morgunblaðið - 09.11.2007, Page 36

Morgunblaðið - 09.11.2007, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hulda ReynhlíðJörundsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 1. nóvember 1921. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi 1. nóvember síðast- liðins. Foreldrar hennar voru Jónína Benedikta Eyleifs- dóttir, f. 23.7. 1897, d. 24.3. 1993 og Jör- undur Jóhannesson, f. 17.10. 1896, d. 1.6. 1952. Uppeldisfaðir Huldu frá tveggja ára aldri var Ingimundur Bernharðsson, f. 23.7. 1893, d. 1.12. 1968. Systkini Huldu í móðurætt eru: Henning Kjart- ansson, f. 1919, Jórunn, f. 1923, d. 2007, Margrét Laufey, f. 1926, Sesselja, f. 1932 og Bernharð, f. 1935, öll Ingimundarbörn. Systkini í föðurætt eru: Margrét, f. 1929, Jóhannes, f. 1932, d. 1962, Karl, f. 1934, Páll, f. 1940 og Jór- 1979. Dætur Kristrúnar eru Soffía Dögg, f. 1969 og Halla Dóra, f. 1973. Seinni maður Huldu var Leifur Þorbjörnsson frá Kirkjubæ í Vest- mannaeyjum, f. 23.3. 1921, d. 12.4. 2000. Hulda ólst upp í Vestmanna- eyjum frá tveggja ára aldri. Fór tíu ára með móður sinni til Siglu- fjarðar þar sem þær unnu sumar- langt við síldarsöltun. Einnig vann hún sautján ára við síldarsöltun á sama stað. Hulda var heimavinn- andi húsmóðir þar til sex mánuðum eftir að Sigurður fyrri maður hennar lést. Eftir það starfaði hún í mjólkurbúð Mjólkursamsölunnar í Vestmannaeyjum til ársins 1970, að hún fluttist til Reykjavíkur. Þar starfaði hún áfram hjá Mjólkur- samsölunni uns hún fór að vinna við bókbandsfyrirtækið Arnarfell sem lengi var í eigu seinni manns hennar, Leifs Þorbjörnssonar. Hulda starfaði í Kvenfélaginu Heimaey í Reykjavík meðan kraft- ar leyfðu og hafði mikla ánægju af. Hún dvaldi í Foldabæ árin 2001- 2005 og síðan á hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ til æviloka. Útför Huldu fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. unn, f. 1944, öll Jör- undarbörn. Árið 1940 giftist Hulda Sigurði Ingi- bergi Guðlaugssyni frá Laugalandi í Vestmannaeyjum, f. 6.1. 1919, d. 1957, að- eins 38 ára gamall. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Birgir, f. 1940, d. 27. mars 2003. 2) Björg, f. 1945, maki Hall- grímur Valdimars- son. Dætur þeirra eru Þóra, f. 1974, og Hulda, f. 1981. Sonur Hallgríms er Stefán Þór, f. 1967. 3) Inga Jóna, f. 1946, maki Sævar G. Proppé. Synir þeirra eru Sigurður Sævar, f. 1971 og Jó- hannes Haraldur, f. 1984. Dætur Sævars eru Hrafnhildur, f. 1965 og Jóhanna, f. 1967. 4) Guðlaugur, f. 1950, maki Kristrún O. Stephen- sen. Börn Guðlaugs eru Íris Inga, f. 1968, Ólafur, f. 1974, og Hlynur, f. Blítt og létt. Byrjun þessa þekkta Eyjatexta kemur mér í hug við lát tengdamóður minnar, Huldu Reyn- hlíð Jörundsdóttur. Fas hennar og viðmót var mjög í anda þessa og þeg- ar ég hugsa um þau rúmu 30 ár sem ég tengdist Huldu fjölskylduböndum koma fyrst og fremst upp í hugann þakklæti og virðing. Hulda ólst upp í Vestmannaeyjum og bjó þar fyrri hluta ævi sinnar. Glaðværð, kraftur og hressileiki ein- kenndi hana eins og svo marga frá þeim stað. Hulda hafði mikla ánægju af tónlist og í þungbærum veikindum síðustu ára var tónlist og söngur henni mjög til ánægju. Vestmannaeyjar skipuðu stóran sess í huga hennar og kallaði hún það að fara heim þegar hún fór þangað eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Hún fylgdist náið með fjölskyldu sinni og vinum þar. Gott var að eiga hana að þegar upplýsingar vantaði um fjölskyldu- tengsl og búsetu fólks eða lýsingar á mannlífi í Vestmannaeyjum á árum áður. Hulda varð ekkja aðeins 35 ár gömul þegar fyrri maður hennar, Sigurður Guðlaugsson, lést eftir stutt veikindi og stóð þá uppi með fjögur ung börn. Þessi reynsla setti mark sitt á hana, efldi stolt hennar og sjálfstæði með þeim hætti að oft- ar var hún gefandi en þiggjandi. Hún hélt heimilinu saman eftir lát Sigurð- ar og kappkostaði að vera ekki upp á aðra komin. Þetta kom meðal annars fram í því að alltaf var hún birg af vistum, stundum um of að annarra dómi, en hún lét sér fátt um finnast þær athugasemdir og hélt sínu striki meðan kraftar og heilsa leyfðu. Henni var einkar lagið að gera hlut- ina með „stæl“. Smekkvísi í klæða- burði og að búa heimili sitt og um- hverfi sem glæsilegast virtist henni meðfæddur eiginleiki. Þegar ég kom inn í fjölskyldu Huldu var hún nýlega gift Leifi Þor- bjarnarsyni eftir 15 ár í ekkjudómi. Ekki fór á milli mála hver var höf- uðið í fjölskyldunni en Hulda fór afar vel með þau völd sín og umvafði fólk- ið sitt væntumþykju og hlýju. Leifur og Hulda áttu góð ár saman og nutu þess að stjana hvort við ann- að. Hulda tók þátt í áhugamálum Leifs, veiðiskap og útivist, og hann fylgdi Huldu sinni þolinmóður eftir í hennar áhugamálum. Þau bjuggu sér glæsilegt heimili sem ávallt stóð opið gestum og gangandi þar sem gestrisni og rausnarskapur réði ríkj- um. Leifur, sem ekki átti börn fyrir, varð elskaður afi barnabarna Huldu og félagi og vinur barna hennar og tengdabarna. Hulda og Leifur ferð- uðust mikið innanlands og utan og nutu þess mjög. Heimsóknir þeirra til okkar á Húsavík voru okkur alltaf mikið tilhlökkunarefni og árvissar veiðiferðir í Laxá ásamt vinum þeirra skilja eftir margar góðar minningar. Leifur lést árið 2000 og fljótlega eftir það greindist Hulda með Alz- heimer-sjúkdóminn og fór heilsu hennar hrakandi úr því. Sigurður Birgir sonur Huldu lést árið 2003 og hafði hún þá séð á bak elsta barni sínu og tveimur eiginmönnum. Þrátt fyrir þung veikindi og ástvinamissi hélt Hulda reisn sinni og enginn velktist í vafa um hver var drottn- ingin. Hulda lést á 86 ára afmælis- degi sínum 1. nóvember. Blessuð sé minning hennar. Hallgrímur Valdimarsson. Elsku Hulda mín, kynni mín af þér voru ekki löng og lengst af varstu haldin erfiðum sjúkdómi sem varð til þess að þú lokaðist smám saman af frá umheiminum. Samt sem áður skynjaði ég þá góðu eiginleika sem þú hafðir, þína léttu lund, góðviljann í garð annarra, og að finna það besta í manninum. Þú varðst ung ekkja með fjögur börn og get ég ímyndað mér hversu erfitt það hefur verið að verða fyrir svo miklu áfalli. Þá hefur verið gott að búa í litlu samfélagi sem Vestmannaeyjar eru því það hefur sýnt sig að þar er fólk sem stendur saman og hjálpar hvað öðru. Lífið hélt áfram hjá þér og fljót- lega varstu farin að vinna fyrir þér og þínum. Oft hef ég heyrt talað um Huldu í mjólkurbúðinni og margar fallegar sögur hef ég heyrt af þér þar sem þú stjórnaðir starfsstúlkunum þínum af hlýju en jafnframt ákveðni. Margir Vestmannaeyingar muna eftir þér á bak við búðarborðið í þá daga þegar þurfti að skammta mjólk vegna erfiðra samgangna. Þá reyndi á útsjónarsemi þína og þú gættir þess að eiga til mjólk handa þeim sem mest þurftu á henni að halda. Börnunum þínum komst þú til manns og bera þau þér gott vitni. Seinna á lífsleiðinni hittir þú gamlan æskufélaga og sást ljósið eins og þið mæðgur segið þegar einhver finnur sér góðan ástvin. Þú og Leifur gift- ust og ég var svo lánsöm að kynnast ykkur sem hjónum og finna hlýhug- inn og virðinguna sem þið báruð hvort til annars. Þú tókst vel á móti mér, talaðir fallega til mín og sakn- aðir mín ef ég kom ekki með Lauga að heimsækja þig. Hulda Reynhlíð Jörundsdóttir ✝ Petrea GuðnýKonráðsdóttir ljósmóðir fæddist á Böðvarshólum í Vestur-Húnavatns- sýslu 5. janúar 1931. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Konráð Sig- urðsson búfræð- ingur og bóndi á Böðvarshólum, f. 18.2. 1890, d. 7.12. 1971 og kona hans Ingveldur Pét- ursdóttir ljósmóðir og húsmóðir ættuð frá Selskerjum í Breiðafirði, f. 11.8. 1890, d. 23.4. 1969. Systkini Petreu eru: Torfi, f. 26.8. 1916, d. 10.12. 1988; Sigríður, f. 12.3. 1920 Rós, f. 1989, Snædís, f. 1991 og Val- ur, f. 1999; 3) Svandís, f. 10.6. 1965, maki Sigurjón Már, f. 27.10. 1963, þeirra börn eru Tryggvi Már, f. 1993, Sigurveig Unnur, f. 1995 og Guðný Erla, f. 2001; 4) Tryggvi Pétur, f. 19.12. 1970; 5) Ingveldur, f. 21.9. 1972, maki Sigmundur, f. 21.6. 1968, þeirra börn eru Petrea Kaðlín, f. 1994 og Björn, f. 2001. Fyrir átti Petrea dótturina Berg- lindi Bendtsen, f. 4.4. 1951, maki Hörður Héðinsson, f. 16.1. 1951. Þeirra synir eru Gylfi, f. 1974, Bendt, f. 1980 og Brynjar, f. 1983. Petrea ólst upp á Böðvarshólum í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún stundaði nám við héraðsskólann að Reykjum á árunum 1947-48 og nam ljósmóðurfræðin við Ljós- mæðraskóla Íslands á árunum 1952-1953. Hún flutti til Akureyrar árið 1955 og starfaði þar sem ljós- móðir við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri á árunum 1955-1961 og 1977-1997. Útför Petreu fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og Þorbjörg, f. 7.9. 1924. Petrea giftist hinn 27.10. 1961 Tryggva Helgasyni flugmanni, f. 7.4. 1932. Þau skildu. Foreldrar hans voru Helgi Tryggvason, f. 9.3. 1891, d. 14.11. 1986 og Kristín Jóhanns- dóttir, f. 1.5. 1894, d. 15.10. 1959. Börn Pet- reu og Tryggva eru: 1) Helgi, f. 22.2. 1962, maki Janice, f. 30.11. 1961, þeirra börn eru Justin Mich- ael, f. 1987, Ryan Mathew, f. 1989, Logan Mary, f. 1991 og Cameron Makay, f. 1994; 2) Guðlaug Inga, f. 24.10. 1963, maki Valur Fannar, f. 17.11. 1958, þeirra börn eru Linda Elsku Peta mín. Núna ætla ég að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst alltaf stærst þegar á reyndi og áttir við al- varleg veikindi að stríða langan tíma en náðir að kveðja okkur systurnar rétt áður en yfir lauk. Ég segi að- eins þetta, manst þú þegar við fór- um í berjamó og þú fórst ekki um stórt svæði en varst fljót að fylla ílátið þegar ég fann lítil ber og var með lítið? Takk fyrir allar góðu minningarnar með þér. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn? Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. (Halldór Kiljan Laxness) Hvíl í friði. Þín systir, Þorbjörg. Það er svo erfitt að setjast niður og skrifa kveðjuorð til nákominna ættingja. Þá skilur maður fyrir al- vöru að enginn lifir að eilífu og hve- nær sem er getur komið að kveðju- stund. Dauðinn er alltaf högg og það skynjar maður best þegar einhver sem er manni nákominn hverfur sjónum okkar. Að missa foreldri er eins og að hluti af manni sjálfum hverfi eða einhver tenging við upprunann rofni sem ekki verður sett saman aftur og ekkert eða enginn kemur í staðinn fyrir. Þannig veit ég að börnunum þínum líður núna, mín kæra frænka. Tómleikinn er svo áþreifanlegur og endanlegur. Samt vitum við öll að engu er hægt að breyta þegar bann- vænir sjúkdómar herja á okkur. Með þá er, eins og ellina, ekki spurning um hvort heldur hvenær kallið kemur. Þú varst tíður gestur á mínu bernskuheimili og mér fannst alltaf ákveðinn töffarabragur yfir þér. Létt í spori, alltaf grönn og flott klædd með gyllta armbandið sem var öðruvísi en öll önnur armbönd. Já, það var ekki hægt að sjá að þú værir sveitakona úr Vesturhópinu. Svo kom að því að ég átti að fara á sundnámskeið á Akureyri og þá var ég send til þín í Álfabyggð 4. Ég man ekki hvað lengi en ég man eftir sunnudagsbíltúrunum á Bronconum austur fyrir Vaðlaheiðina. Það voru skemmtilegar ferðir. Ógleymanleg líka var ferð okkar með annarri systurdóttur þinni á skemmtistað í Reykjavík u.þ.b.15 árum síðar. Þá varstu svo óheppin að þegar þú komst í húsið sem þú ætlaðir að gista í varstu lyklalaus og húsráð- andinn ókominn heim en þú gerðir þér lítið fyrir og skreiðst inn um kjallaraglugga. Geri aðrir betur hátt á fimmtugsaldri. Mörgum árum síðar heimsótti ég þig í Hjallalundinn og við fórum saman í bíltúr austur á Húsavík og inn í Fnjóskadal. Þá man ég hvað þú bjóst til dásamlega fituhreinsaða kjötsúpu og gekkst úr rúmi fyrir gestina. Þó heilsubrestur okkar beggja hafi valdið því að samverustundun- um hefur fækkað s.l. ár þá eru kynnin okkar gömul og traust og gleymast ekki.Þú varst dugleg að koma austur þegar þú varst í bæn- um og vil ég þakka þér það. Núna þegar haustar meir og meir og þinni baráttu við vágestinn mikla er lokið finnst mér ljóðið Haust eftir Gunnhildi Sigurjónsdóttur eiga vel við: Þegar jörðin andar djúpt og breiðir mjúklega yfir sig gullin laufin þá er svo gott að finna kyrrð eftir óróa og skjannabirtu sumarsins að anda með jörðinni og hvílast í rökkrinu gyllta Hvíl þú í friði, kæra frænka, og samúðarkveðjur til allra sem nú eiga um sárt að binda. Þín systurdóttir, Birna. Nú þegar Petra Konráðsdóttir hefur lokað lífsbók sinni, þá stöldr- um við hinar við og lítum yfir farinn veg og hartnær hálfrar aldar vin- áttu og samstarf. Um 1960 voru ekki margar ljósmæður að störfum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri; Ingibjörg, Margrét, Petra og Guðríður, og Ása í afleysingum. Ein starfsstúlka var hálfan sólarhring- inn. Annríki var oft mikið, konur fæddu og fengu ekki fótaferð fyrr en á fjórða degi og heimferð á ní- unda degi. Alla þjónustu fengu þær í rúmið og börnin voru pössuð frammi milli gjafa. Það gefur auga- leið að oft var mikið álag á ljós- mæðrum og kannski ekki að undra að við vorum kallaðar gömlu brýnin af læknunum. Og þegar kandídatar komu til sögunnar voru þeir varaðir við okkur, þeir skyldu taka tillit til þess sem við segðum, annað kæm- ust þeir ekki upp með. Ekki vitum við hvort margir aðstoðarlæknar fá þessa viðvörun við ljósmæðrum í dag. Þetta voru góð ár og skemmtileg. Þá var FSA minna samfélag, allir þekktu alla og gátum við leitað ráða hjá hvaða lækni sem var, ef með þurfti. Þá voru Guðmundur Karl og Bjarni Rafnar aðalsprauturnar á deildinni. Guðmundur Karl átti það til að grípa utan um okkur og dansa nokkur spor, eða læðast aftan að okkur og gera okkur bilt við. Það er leitt að unga fólkið í dag hafi ekki kynnst þeim anda sem þá ríkti. Petra átti sinn þátt í þessu góða andrúmslofti, hún hafði gott auga fyrir spaugilegum athugasemdum og orðavali og átti gjarnan auðvelt með að hlæja að sjálfri sér. Það er eiginleiki sem er ekki öllum gefinn. Petra var eins og við hinar hrifn- ust af þeim börnum sem hún tók sjálf á móti. Oft þegar hún sat með einhverja „grenjuskjóðuna“ í fang- inu og hún þagnaði, þá datt upp úr Petru: „Þú ert nú sætur þegar þú þegir.“ Petra las mikið og var næm á ís- lenskt mál, einnig hafði hún gaman af tónlist, einkum þó rokki og þess háttar. Árið 1961 giftist Petra Tryggva Helgasyni flugmanni og eignuðust þau fimm börn. Þrjú þeirra eru búsett í Ameríku, þau Helgi, Guðlaug og Tryggvi, Svandís býr á Álftanesi og Ingveld- ur á Akureyri. Öll eru þau búin að koma sér vel fyrir í lífinu. Árið 1995 eignaðist Ingveldur dótturina Petreu Kaðlín sem var ömmu sinni ómetanlegur gleðigjafi og náðu þær nöfnur alveg einstöku sambandi. Barnabörnin eru alls 12. Ekki voru nema rúmir fjórir mán- uðir frá því að Petra greindist með krabbamein þar til yfir lauk. Af ein- stöku æðruleysi ákvað hún að þiggja ekki meðferð, taldi heilsu sína að öðru leyti ekki nógi sterka til að þola það. Þar sem við vitum að okkar góða vinkona kærði sig ekkert um neitt væl látum við hér staðar numið og segjum aðeins vertu blessuð og sæl. Hafðu þökk fyrir allt og allt. „Gömlu brýnin“ Freydís, Guðríður, Heba, Inga, Ingi- björg, Margrét, Nína og Svana. Ég var ekki gömul er ég kynntist Petru. Sennilega 2ja-3ja ára eða um leið og ég gat staulast hjálparlaust í heimsókn í næsta hús. Í Álfabyggð- inni bjuggum við hlið við hlið í 13 ár. Og ég held að í þessi 13 ár hafi ég komið inn á hennar heimili nánast hvern dag. Ég var svo heppin að Svandís dóttir hennar var bara ári eldri en ég og urðum við strax bestu vinkonur. Alla tíð tók Petra vel á móti mér, leyfði mér að borða, gista og jafnvel fara í bað ef svo bar und- ir. Það var oft fjör á heimilinu, enda börnin hennar fimm og fannst henni greinilega ekkert tiltökumál þó eitt bættist við. Petra var lærð ljósmóðir og vann hún við það alla tíð. Ekki veit ég Petrea Guðný Konráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.