Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 33 ✝ Jón Óskarssonfæddist á Læknesstöðum á Langanesi 4. maí 1939. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi hinn 4. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru Óskar Jónsson sjó- maður, f. 10.10. 1917, d. 10.5. 1984 og Klara Guðjóns- dóttir húsmóðir, f. 23.12. 1914, d. 16.6. 1991. Jón var næstelstur 11 systkina. Systkini hans eru Tryggvi, f. 7.6 1938, d. 9.8. 1980; Guðjón Gunnar, f. 30.11. 1940, maki Sesselja Sóley Sigurbjörns- dóttir, þau eiga þrjú börn; Matt- hildur Ósk, f. 11.1. 1943, hún á fimm börn: Stefán Jóhann, f. 26.3. 1944, hann eignaðist þrjú börn, eitt þeirra er látið; Hug- rún, f. 21.7. 1945; Hulda, f. 24.8. 1946, maki Kirk Edmund Groen- endaal, hún á þrjú börn; Ármann, f. 18.11. 1947, maki Sunna Söebeth, hann á þrjú börn; Hrönn, f. 14.7. 1949, maki Árni Óskarsson; Eygló, f. 19.11. 1951, maki Hreinn Ingólfsson, hún á einn son; Ægir Karl, f. 24.3. 1954, d. 7.2. 1960. Sonur Jóns er Freyr, f. 19.6. 1970. Börn hans og Jes- sicu Onryd eru Max og Moa. Þau eru búsett í Svíþjóð. Jón kvæntist Ingibjörgu Sig- jónsdóttur, hún á fimm börn og tíu barnabörn, Þau slitu sam- vistum eftir nær 30 ára samveru. Jón var sjómaður, búsettur á Hornafirði og vann síðustu árin við netagerð. Útför Jóns verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jón greindist með ólæknandi sjúkdóm í sumar. Honum hrakaði fljótt og allt í einu var svo stutt eftir. Hann var orðinn svo veikur. Mig hefði langað að þakka honum fyrir árin sem við áttum saman. Það var oft gaman og glatt á hjalla. Við ferð- uðumst um Ísland þvert og endi- langt. Út á nes og inn til dala. Við vorum aldrei þreytt á að aka um. Oft keyrðum við með ströndinni og ef við sáum seli var hann vanur að sækja útvarp og spila fyrir þá og þeir syntu þá rólega nær. Jón hafði gaman af að veiða á stöng og ég datt í það með honum. Hann hafði líka áhuga á að veiða fugla en ekki bara það heldur hafði hann ekki síður ánægju af að fylgj- ast með þeim og annast þá. Hann þekkti nánast alla fugla á Íslandi. Við fórum líka marga ferðina inn á Móa þar sem við áttum smá kofa og vorum með skógrækt. Þar áttum við líka gæsir og hænur okkur til yndisauka. Ég kveð hann með sökn- uði og þakklæti í huga. Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum, sem himnaarf skulum taka? Oss dreymir í leiðslu lífsins draum, en látumst þó allir vaka, og hryllir við dauðans dökkum straum þó dauðinn megi ei saka. Til moldar oss vígði hið mikla vald, hvert mannslíf sem jörðin elur. Sem hafsjór, er rís með fald við fald, þau falla, en Guð þau telur því heiðloftið sjálft er huliðstjald, sem hæðanna dýrð oss fellur. En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Ingibjörg. Elsku afi minn er dáinn og langar mig að minnast hans hérna með nokkrum orðum um hann. Skrýtn- ast finnst mér hvað hann fór fljót- lega eftir að hann greindist með krabbameinið, þennan illvíga sjúk- dóm sem erfitt er að flýja. Ég minnist afa sem algjörs brand- arakalls og þegar ég var lítil kallaði ég hann alltaf plat-afa af því hann plataði mig svo mikið og líka af því hann var ekki blóðafi minn en að- allega af því hann var alltaf að plata mig og grínast því ég leit aldrei á hann sem annað en alvöru afa minn því hann hefur alltaf verið þarna fyr- ir mig sem afi minn. Ég minnist þess þegar ég var lítil stelpa að hann kom inn heima og spurði hvor ég hefði fengið eitthvað í skóinn frá jólasveininum og ég svar- aði játandi að ég hefði fengið pip- arköku og mandarínu en hann spyr hvort það hafi ekki verið eitthvað fleira. Þá hafði hann verið búinn að setja hvítan leikfangahest í skóinn hjá mér og játaði aldrei að það hefði verið hann sem setti hann þarna, sama hvað ég þakkaði mikið fyrir hann. Jón afi var alltaf hlæjandi hvort sem hann var glaður eða ekki og ef hann var pirraður þá hló hann bara og þá var allt slæmt gleymt hjá hon- um. Ég sakna hans mikið þrátt fyrir að ég hitti hann ekki oft. Það var bara svo gott að vita af honum, kall- inum, en vonandi er hann kominn á góðan stað, hlæjandi og brosandi út í eitt. Vertu sæll, afi minn. Þín vinkona, Sigurbjörg Sandra Olgeirsdóttir. Kæri vinur. Nú kallið er komið svo fljótt sem raun ber vitni. Þessi lína, þessi þráð- ur sem skilur að lífið og dauðann er einkennilega fínn. Silkiþráður. Það er lífsreynsla að horfa upp á vin sinn þjást í átökum við illvígan sjúkdóm. Þú barðist eins og hetja með æðru- leysi sem þér var gefið. Þegar far- fuglarnir lentu í vor sem leið varstu farinn að kenna þér meins. Í ágúst var svo ljóst að um alvarlegan sjúk- dóm var að ræða. Nú hefurðu kvatt okkur og ert floginn með farfuglun- um. Það flugu gæsir í oddaflugi yfir Landspítalann í vikunni sem leið. Við systkinin kynntumst þér um það leyti sem við vorum að fljúga úr hreiðrinu hennar mömmu. Þú komst of seint til að ala okkur upp en í stað- inn áttirðu stóran part í uppeldi barnanna okkar. Afi á Hornafirði. Þau elskuðu þig og dáðu. Þú varst aldrei það upptekinn að ekki væri hægt að skreppa að veiða eða fara út á aura og kíkja á fuglinn. Þú varst alltaf til í að spila og kenna að leggja kapal. Jón hennar mömmu eins og við kölluðum hann var mikið náttúru- barn. Hann hafði ánægju af veiðum bæði á fiski og fugli. Hann gekk til rjúpna á veturna og skaut gæs á haustin Áhugamál þeirra Jóns og mömmu voru meðal annars ferðalög og land- ið okkar. Þau brunuðu landshorn- anna á milli til að heimsækja börn og barnabörn. Á Móa ræktuðu þau fal- legan skóg. Þangað var alltaf farið í hverri heimsókn með kaffi og með- læti og dáðst að árangri ræktunar- innar. Þangað munum við halda áfram að koma með mömmu og minnast hans. Sjómennska var lífsstarf hans en síðustu árin vann hann bæði við beitningu og hjá Netagerð Horna- fjarðar, nú Ísneti. Hann var góður verkmaður. Elsku Jón, við viljum þakka þér vináttu og hlýhug í okkar garð og fjölskyldna okkar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Elsku Freyr, við sendum þér og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur Valdís og Hafdís. Sorgin hefur enn á ný dunið yfir með miklum þunga eins og ægi- kraftur úthafsöldu sem brotnar í sandinn. Jón Óskarsson okkar er fallinn frá eftir erfiða og snarpa baráttu við illvígan sjúkdóm. Ekkert er eins erfitt og þetta að kveðja góðan vin. Á kveðjustund er margs að minnast og margt að þakka. Nafna minn hitti ég fyrst fyrir um þrjátíu árum er hann hóf sambúð með tengdamóður minni Ingibjörgu Sigjónsdóttur á Höfn í Hornafirði. Hetjan, tengdamóðir mín, hafði þá komið öllum fimm börnum sínum á legg, eftir að hafa misst fyrri mann sinn í hörmulegu sjóslysi er vélbát- urinn Helgi frá Höfn fórst 1961. Jón gekk fljótlega inn í afahlut- verkið er barnabörn Ingibjargar fóru að líta dagsins ljós og gegndi því með miklum sóma. Jón var geðgóður og stutt í brosið og hláturinn, hann var náttúrubarn og stundaði veiðiskap af ýmsu tagi en sérstaklega hafði hann gaman af að fara með afabörnin í silungsveiði. Jón var sjómaður meirihluta af starfsævinni, var lengi á bátum og togurum frá Höfn, en starfaði síð- ustu árin á Netaverkstæði á Horna- firði. Sterklegar hendur hans báru þess merki að hafa unnið erfiðisvinnu, þótti hann handfljótur mjög og eftir- sóttur til starfa. Jón og Ingibjörg bjuggu lengi saman og undu hag sínum ágætlega á Höfn, þar til gaf á bátinn er Ingi- björg veiktist alvarlega, slitu þau hjónabandinu upp frá því en þau fóru ekki langt frá hvort öðru, bjuggu við sömu götu á Höfn og vin- skapurinn hélst áfram. Kæra tengdamóðir, megi æðri máttur veita þér styrk á þessum erf- iðu tímum. Einnig vil ég votta Frey syni Jóns og öllum öðrum aðstand- endum innilega samúð. Minningin lifir. Jón Benjamín Oddsson. Elsku afi, það er svo óraunveru- legt að þú sért farinn. Þú fékkst ekki tækifæri til að berjast við krabba- meinið, það var búið að ná yfirhönd- inni þegar það uppgötvaðist. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til baka og ómögulegt að telja upp allt sem mér finnst skipta máli. Ég kom nokkrum sinnum ein frá Ísafirði til ykkar ömmu sem barn, algjör dekurdós, og leist sko ekki á að borða þennan skrítna mat sem stundum var á boðstólnum á Silf- urbrautinni, sem var þá oftar en ekki eitthvað sem þú hafðir veitt. Það var voða gott að kúra hjá ömmu og afa og spjalla um alla heima og geima og að sitja í eldhúsinu hjá ykkur ömmu á kvöldin að spila við ykkur er ein af mínum bestu æsku- minningum. Það var líka gaman að fara með ykkur að veiða og í bíltúra út um allar trissur. Að fara inn á Móa fannst mér alltaf vera ferðalag þó að það tæki ekki nema nokkrar mínútur að keyra þangað frá Höfn. Þar var nú ýmislegt brasað og alltaf var til kandís bak við hurðina í kof- anum sem mér fannst nú ekki slæmt. „Ég hlakka til“ sagðir þú við mig fyrir rúmri viku þegar ég kvaddi þig sagðist ætla að kíkja til þín fljótlega aftur. Þegar ég kom daginn eftir hafði þér versnað og afi á Horna eins og ég þekkti hann var ekki lengur til staðar. Nokkrum dögum síðar var þetta búið. Ég er heppin að hafa átt tvo góða afa og eiga ennþá báðar yndislegu ömmur mínar á lífi en maður vill alltaf meira og finnst að þið eigið bara alltaf að vera til. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allar góðu minningarn- ar en umfram allt takk fyrir að vera afi minn. Þín, Ingibjörg Erna. Jón Óskarsson ✝ Ingibjörg Karls-dóttir fæddist 5. ágúst 1926. Hún lést á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut 3. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Guðrún Steinsdóttir, f. á Seyðisfirði 26. febr- úar 1902, d. 8. nóv- ember 1990 og Karl Bjarnason, f. í Reykjavík 6. ágúst 1892, d. 23. febrúar 1970. Systkini Ingibjargar eru Kristín Hjörvar, f. 29. ágúst 1924, d. 7. október 2007 og Pál- ína Guðrún Karlsdóttir, f. 12. janúar 1943, maki Sigurður Daníelsson. Hálfsystkini eru Sig- rid, f. 4. febrúar 1918, maki Garðar Sigurðsson, og Ingimar, f. 1914, d. 1993. Uppeldissystir er Steina H. Williams, f. 1934. Ingibjörg giftist 25. október 1947 Jens Guðmundi Jónssyni, f. 20. febrúar 1923, d. 27. september 2005. Börn Ingibjargar eru a) Karl, f. 29. júní 1949, maki Halldóra Hannes- dóttir, dóttir hans er Ingibjörg f. 26. ágúst 1971, og b) og Kristín, f. 25. janúar 1961. Ingibjörg starf- aði á yngri árum í Sandholtsbak- aríi og í Ingólfsapóteki. Síðar hóf hún störf hjá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar þar sem hún starfaði í mörg ár, allt þar til hún lét af störfum vegan ald- urs. Útför Ingibjargar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Enn er höggvið stórt skarð í okkar litlu, samheldnu fjölskyldu. Móðir okkar Ingibjörg féll frá mjög snögg- lega síðastliðinn laugardag. Eftir stöndum við dofin og mátt- vana. Við systkinin höfum ekki að- eins misst ástkæra móður okkar heldur einnig okkar besta og nán- asta trúnaðarvin og félaga. Aðeins eru liðin tvö ár síðan faðir okkar féll óvænt frá, en þá höfðu for- eldrar okkar verið gift í 58 ár og höfðu gengið lífsbrautina samstiga og samheldin sem einn maður. Það var mikið áfall fyrir okkur öll og lífið var annað. Fyrir mánuði síðan lést svo móðursystir okkar, einnig óvænt. Þrátt fyrir þessi áföll hélt móðir okkar sínu striki, bjartsýn og ósér- hlífin. Hún var mjög ung í anda og fylgdist vel með á öllum sviðum og gleymdist því allur aldursmunur. Félagslynd var hún og höfðu hún og faðir okkar gaman af því að taka á móti gestum og gera vel við þá. Jóla- barn var hún líka og var hún farin að huga að og skipuleggja þessi jólin. Var hún þar lík foreldrum sínum, Karli og Pálínu, sem voru með af- brigðum gestrisin og í fjölskylduhús- inu á Langholtsvegi var oft glatt á hjalla. Svo var einnig þegar foreldr- ar okkar stofnuðu sitt eigið heimili. Heimilið bar þess vott að smekkvísi á fallega hluti og hannyrðir voru henni í blóð borin og eins og faðir okkar var hún ástríkt og hvetjandi foreldri og veitti okkur systkinunum með því það besta og mikilvægasta veganesti sem hægt var að fá með sér út í lífið. Mikill samgangur og traust bönd voru á milli þeirra systranna og einn- ig náinna vina sem mátu hreinskilni hennar og álit á ýmsum hlutum. Faðir okkar hefur tekið á móti henni fagnandi og þau eru aftur orð- in eins náin og þau voru þau ár sem þau áttu saman hér á jörðu, en þau hefðu átt 60 ára brúðkaupsafmæli hinn 25. október síðastliðinn. Við systkinin blessum minningu móður okkar með ást og þakklæti. Karl og Kristín Ingu- og Jensbörn. Enn eitt skarðið hefur verið hogg- ið í fjölskyldu hópinn. Inga frænka, ömmu systir mín er látin rétt tæpum mánuði á eftir ömmu minni, Kristínu Hjörvar. Við jarðarför ömmu minnar lét presturinn þau orð falla að þær hefðu verið samrýndar systurnar, Inga og amma mín. Það er með hverju orði sannara og sést enn bet- ur í hve stutt er á milli andláts þeirra. Inga var ljúf og góð kona með húmorinn í lagi. Þær eru því ófáar minningarnar sem koma upp í huga minn þegar ég hugsa til hennar. Þær minningar sem standa mest uppúr eru síðan ég var yngri. Ekki það að ég eigi ekki góðar og fallegar minn- ingar tengdar henni frá því ég komst í fullorðinna manna tölu, sú er alls ekki raunin. Það er bara oft þannig að barnsminningarnar sitji djúpt eft- ir. Það sem stendur uppúr og öðrum finnst kannski skrítið er guli PK tyggjó pakkinn sem hún var alltaf með í veskinu þegar ég var barn og auðvitað fékk ég tyggjó hjá frænku. Svo má ekki gleyma fallegu jólaboð- unum sem hún hélt á annan í jólum á heimili sínu þegar hún bjó í Stiga- hlíðinni. Þar voru fallegar og góðar kræsingar á borðum og þá má sér- staklega nefna heita súkkulaðið. Það var ekki drukkið kakó í boðunum hjá frænku, ó nei! Það var drukkið heitt súkkulaði og bollarnir af því voru sjaldan fáir, mömmu til mismikillar gleði. Já hún frænka var indæl kona og ávallt góð við mig. Ég er betri manneskja af að hafa fengið að þekkja hana og umgangast öll þessi ár. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Takk kærlega fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og mínum í gegn- um árin Inga mín, minning þín er ljós í lífi okkar. Þín frænka, Kristjana Mjöll (Jana). Ingibjörg Karlsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.