Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 46
Ég er í þeim forrétt- indahópi að helsta áhugamál mitt er líka vinnan mín… 51 » reykjavíkreykjavík konu sína og syni, pikkaði upp gítar og brenndi svo áfram til Ísfjarðar. Úti í horni sat blaðamaður og lapti á kaffi, en vestur var hann kominn til að fylgjast með útgáfutónleikum Mugisons vegna þriðju plötu hans, Mugiboogie. Það var gríðarleg stemning fyrir tónleikunum í byggðarlaginu – og maður fann vel fyrir því hversu hreyknir íbúar þar eru af honum Mugga sínum. Mestum hamförum á tónleikadaginn fór samt Papamug, pabbi Mugisons, sem græjaði allt sem þurfti að græja bæði fyrir og eftir tónleika. Eldaði meira að segja kássu fyrir hljómsveitina og keypti handa henni bjór. Mugison verður annars á höfuðborgarsvæðinu um helgina og ég mæli ekki með því við nokkurn mann að missa af tón- leikum hans hér, en hann verður í Hafnarfirði á morgun og í Reykjavík á sunnudaginn. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÉG má víst teljast nokkuð heppinn að hafa komist frá Reykjavík til Ísa- fjarðar og aftur til baka á innan við sólarhring – með flugvél. Algengt er að lendingarskilyrði fyrir vestan séu hreinlega ekki fyrir hendi. Og víst fékk maður hefðbundinn skammt af hristingi á meðan fjallið og fjörð- urinn göptu við manni í aðfluginu. Mugison og sveit hans tóku hins vegar enga áhættu og keyrðu sam- dægurs til Ísafjarðar frá Reykjavík frekar en að fljúga. Þessi sonur Súðavíkur renndi svo í hlaðið heima hjá tengdamóður sinni, sem býr við hliðina á honum, tveimur og hálfum tíma fyrir gigg. Smellti kossi á Rúnu Kássu og bjór fyrir strákana Flottur Mugison á þriðjudaginn.  Í tilefni af Degi íslenskrar tónlist- ar í dag munu Rás 1 og Rás 2 senda beint út frá Organ við Hafnarstræti. Útsending hefst kl. 13 og lýkur kl. 16. Á þeim tíma munu Bubbi Morthens, Mugison og Hjálmar spila í beinni útsendingu í Popplandi á Rás 2 og Hlaupanótan og Víðsjá senda út frá Organ eftir fjögurfréttir. Ungliðasveitin Retro Stefson spilar á staðnum og meðal gesta sem mæta í spjall má nefna Jakob Frímann Magnússon, Mar- gréti Bóasdóttur og handhafa Bjar- karlaufsins sem verða veitt í fyrsta sinn á degi íslenskrar tónlistar á morgun. Jafnframt segir Árni Heimir Ingólfsson frá yfirstandandi ferðalagi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands um Þýskaland og tónlist- arperlur úr safni Ríkisútvarpsins hljóma en útsending stendur fram að kvöldfréttum kl. 18. Gestum og gangandi er að sjálfsögðu boðið að koma og fylgjast með á Organ. RÚV sendir beint út frá Organ í Hafnarstræti  Stuttmyndin „Góðir gestir“ eftir Ísold Uggadóttur hlaut að- alverðlaun Copenhagen Gay and Lesbian Film Festival sem fram fór nýlega. „Góðir gestir“ var frum- sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni í Reykjavík í fyrra og hlaut til- nefningu til Edduverðlaunanna. „Góðir gestir“ er fyrsta myndin sem Ísold leikstýrir. Í umsögn dóm- nefndar segir að myndin sé vel leik- in og endir myndarinnar sé einn sá óvæntasti sem sést hefur lengi. Hún sverji sig í ætt við dogma-hefðina og minni oft á tíðum á Festen. Þá er sagt að leikstjórn myndarinnar sé framúrskarandi og að Ísold eigi bjarta framtíð fyrir sér. Góðir gestir sigursælir Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is EIRÍKUR Örn Norðdahl hafði heilmikinn áhuga á þorskastríðinu en komst ekki í að lesa allar bækurnar sem hann hafði aflað sér um það. Þannig að hann fór að spinna og útkoman varð langt prósaljóð (46 erindi), „Síðasti liðhlaupi þorskastríðsins,“ sem er eitt af burðarverkum ljóðasafns Eiríks Þjónn, það er Fönix í ösku- bakkanum mínum! „Þetta er náttúrulega sögu- fölsun,“ viðurkennir Eiríkur fúslega en í ljóðinu kallast á hermennska og sjómennska, tvö karl- mennskutákn kynslóðanna, hið síðarnefnda vissulega mun nær Ísfirðingnum Eiríki. „Pabbi var á sjó alla mína barnæsku,“ segir hann og við- urkennir að sjálfur sé hann á vissan hátt lið- hlaupi. Ekki bara að hann hafi farið að skrifa í stað þess að fara á sjóinn heldur sé hann líka nokkurs konar liðhlaupi í hópi skálda. „Ég kem hálfpartinn frá hlið inní allar þessar kreðsur,“ segir Eiríkur sem hefur búið á Ísafirði, í Berlín og nú í Helsinki en öllu minna í Reykjavík þar sem flest hin íslensku ungskáldin eiga aðsetur sitt. Endurljóðblandanir og frelsi Bandaríkjaforseta Þessar liðhlaupatengingar eru þó það næsta sem ég kemst því að tengja persónu Eiríks ljóð- unum hans. Ljóðin eru afskaplega tilraunakennd og hann er mikið að vinna með annarra manna texta. Mörg stutt ljóð eru í þessari löngu ljóða- bók (200 síður) en burðarverkin eru áðurnefnd- ur liðhlaupi og „Súblímavatn“, safn endur- ljóðblandanna á „Tímanum og vatninu“. „Ég tek þetta meistaraverk módernismans og heimfæri það á tegund ljóðlistar sem íslensk ljóðskáld hafa að mestu neitað að taka þátt í.“ Um er að ræða alls kyns orðablandanir sem internetið og rit- vinnsluforrit eru oft notuð til þess að skapa. „Með þessu fjarlægir maður egóið og finnur ákveðin tæki sem ég beiti svo á texta. Sam- tímaraunveruleikinn er svo fullur af texta, við höfum aldrei lesið svona mikinn texta enda er hann alls staðar.“ Eiríkur segir brýnt að svara þeim texta og bregðast við honum. Um módernismann segir hann að þar birtist húmanískur draumaheimur og heimspekilegar vangaveltur sem hafi átt sinn líftíma en einfald- lega runnið sitt skeið. „Það hlustar enginn á slíkt lengur. Stóru hugtökin eru ekki skilgreind leng- ur, þegar Bush notar orðið frelsi skiljum við það ekki sama skilningi og þegar Churchill notaði sama orð. Þannig er slík ljóðlist að herma hug- myndir upp á ljóðræna orðræðu rétt eins og Bush hermir frelsið upp á pólitíska orðræðu.“ Sjóaraeðli skáldsins En Fönixinn er þó ekki eina bókin sem Eiríkur kemur að þetta árið, alls eru sex bækur í Bókatíð- indum sem hann annað hvort hefur samið eða þýtt. Í vor kom út Handsprengja í morgunsárið sem hann vann með Ingólfi Gíslasyni og nú í haust kom út þýðingasafn erlendra ljóða, 131.839 slög með bilum, auk þess sem hann á þrjár þýð- ingar aðrar. „Ég ákvað í vor að hætta að bíða eftir ritlaununum og sagði upp dagvinnunni og þetta er bara það sem maður þarf að gera til að geta unnið ritlaunalaust, vinna allar mínar vök- ustundir,“ segir Eiríkur sem einnig hefur verið að vinna útvarpsþætti fyrir RÚV um ljóðlist, skrifa greinar og taka þátt í ljóðahátíðum og upplestrum, nokkuð sem hægt er að fá smápen- ing fyrir í Skandinavíu. „Það er líklega þarna sem sjóaraeðlið segir til sín,“ segir vestfirski ljóðhlaupinn Eiríkur Örn Norðdahl að lokum þar sem hann bíður eftir bát til Stokkhólms með ís- lenskan blaðamann í símanum. Tilraunaglaður liðhlaupi Eiríkur Örn Norðdahl kemur að sex bókum í Bókatíðindum Morgunblaðið/Svavar Fullt af texta „Samtímaraunveruleikinn er svo fullur af texta, við höfum aldrei lesið svona mikinn texta enda er hann alls staðar,“ segir ljóðskáldið Eiríkur Örn Norðdahl. Tónlistardagar Dómkirkjunnar laugardagur 10. nóvember kl. 16.00: Kórtónleikar í Landakotskirkju Dómkórinn flytur mótettur frá 16. öld til okkar daga. Meðal þeirra eru Jubilate Deo eftir Gabrieli, Der Geist hilft unser Schwachheit auf eftir Bach og De profundis eftir Knut Nystedt. Aðgangur 1.500. Dómkórinn í Reykjavík. M b l 9 33 60 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.