Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 21 MENNING FRÉTTASKÝRING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞEGAR rætt er við klassískt menntað tónlistarfólk, í tilefni af degi íslenskrar tónlistar, og spurt um vinnuumhverfi tónlistarmanna, þá minnast margir á lág laun fyrir kennslu. Allir eru sammála um mik- ilvægi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fyrir tónlistarlífið og tónlistarlegt uppeldi, og svo er talað um mikinn metnað og dugnað sem einkenni tón- listarlífið; fjöldi tónleika og tónlist- arhátíða sé til marks um það. „Starfsemi Sinfóníuhljómsveit- arinnar er þungamiðja í starfsum- hverfi klassískrar tónlistar á land- inu,“ segir Margrét Bóasdóttir, formaður Félags íslenskra tónlistar- manna. Fólkið í hljómsveitinni hefur tónlistina að atvinnu alla daga og er auk þess best til þess fallið að kenna þeim sem stefna á atvinnumennsku. Þá segir hún jákvæða þróun að það færist í vöxt að nota lifandi tónlist í leikhúsum. „Margir hafa atvinnu af því að spila í leikhúsum, en það er ekkert atvinnuöryggi. Þá hafa tónlist- armenn glaðst yfir þeim óperusýn- ingum sem hafa verið settar upp, það er eftirsótt og ánægjuleg vinna. Í þessum greinum er greitt sam- kvæmt umsömdum kauptöxtum. Það hefur dregið úr því að boðið sé upp á lifandi tónlist á veitinga- og kaffihúsum. Hinsvegar hefur það aukist ánægjulega að mörg fyr- irtæki og stofnanir, sem eru með ráðstefnur eða fagnaði, bjóða upp á tónlist. Það er jafnvel boðið upp á sinfóníuhljómsveit.“ Margrét segir að ekki megi gleyma tónleikaröðunum, eins og í Salnum, hjá Kammermús- íkklúbbnum og Háskólatónleikum. „Þá hafa sumartónleikar verið að aukast jafnt og þétt en það er allt á frjálsum markaði.“ Launin eru skammarleg Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari kennir bæði í Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólanum í Reykjavík. „Svo spila ég á tónleikum, kammer og sóló og allskyns sem fellur til. Maður kemur víða við; vinnustað- irnir geta verið frá tveimur upp í tuttugu í sama mánuðinum.“ Auður fellst á þá skilgreiningu að hún sæki ákveðið atvinnuöryggi í kennsluna. „En launin eru bók- staflega hræðileg,“ bætir hún við. „Þau eru skammarleg. Ég er með mastersgráðu sem fiðluleikari en launin eru brandari.“ Hún segir kennsluna að vissu leyti vera hugsjónarvinnu og kennslan haldi sér á tánum. „En ástríðan er að spila tónlist.“ Segir hún með þunga og segist vera að spila nóg núna. „Maður þarf að vera duglegur, það gerir þetta enginn fyrir mann. Það er hvergi í heiminum þannig. Þegar maður er frílans þarf maður að passa upp á að hafa nóg að gera.“ Viðmælendur tala um að gríð- arlegur metnaður sé í íslensku tón- listarlífi. Auður tekur undir það. „Það er margt frábært í tónlistar- lífinu á þessu litla landi okkar en það er stundum erfitt þegar maður æfir upp stórt prógramm og spilar það svo bara einu sinni hér. Þá vill mað- ur líka komast með það út fyrir land- steinana.“ Auður segir það fólk sem hún vinni mest með sækja alla vinnu sína í tónlistina, það þurfti ekki að sækja út fyrir þann heim. „Við erum öll í harkinu á fullu. Það er líka nóg af tónleikum. Í öðrum löndum finnst mér ástandið í tónlist- inni vera svipað. Í rauninni er ótrú- lega mikið að gerast hér í tónlistinni – fólk er duglegt við að láta hlutina gerast. En það er oft brjálæðislega mikil vinna.“ Jafnast á við það besta Margrét Bóasdóttir segir að metnaðurinn sem knýr íslenskt tón- listarlíf sé mjög sérstakur. „Það er aðdáunarvert hvað fólk heldur háum standard miðað við að þurfa að æfa sig fyrir og eftir aðra vinnu. Þýski leikstjórinn af Ariadne á Naxos í Óperunni um daginn, sagði um söngvarahópinn og hljómsveit- ina að þú myndir hvergi í Þýskalandi fá hóp tónlistarmanna sem væri af þessum háa standard. Ástæðan er sú að þegar þú notar fólk í lausa- mennsku getur þú verið með topp- fólk í öllum stöðum. Grimmdin í óör- yggi atvinnunnar er ávísun á mestu gæði fyrir neytendur. Ef þú getur valið hvaða listamann sem er græðir listneytandinn á því.“ Í tvo áratugi hefur Margrét staðið fyrir sumartónleikum við Mývatn. „Ég hef oft upplifað að fólk sem sit- ur á tónleikum hjá okkur í Reykja- hlíð hefur orð á því hvað þetta sé vandað tónlistarfólk, jafnist á við það besta í Evrópu. En þá eru það kannski Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran að spila. Við erum með toppfólk í tónlistinni.“ Mikill metnaður er í íslensku tónlistarlífi en atvinnuöryggið sagt lítið Óöryggið er ávísun á mestu gæði Margir keppa um hverja stöðu í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, sem hér leikur á tónleikum í höfuðborg Banda- ríkjanna. Atvinnumöguleikar íslenskra tónlistarmanna sem leika á hljóðfæri sem ekki henta í hljómsveitina, eins og á gítar, píanó, eða þá syngja, eru enn minni. „Það fólk hefur lífsviðurværi aðallega af kennslu,“ seg- ir Margrét Bóasdóttir. „Segja má að þetta fólk þurfi að stunda sína atvinnumennsku sem hobbí.“ Morgunblaðið/Einar Falur Margir hljóðfæraleikarar keppa SÖNGLEIKURINN Skilaboða- skjóðan sem öll börn á Íslandi þekkja, en ég hafði hvorki lesið né séð áður, er með skemmtilegri verkum Þor- valdar Þorsteinssonar. Þar er notað minni í íslenskar tröllasögur og segir frá litlum dreng, Putta í Æv- intýraskógi, sem fer að leita Nátt- tröllsins. Og frá því hvernig dverg- unum fimm og mömmu hans, henni Möddumömmu, tekst með ráðsnilld og hjálp áhorfenda að bjarga honum frá því að verða að tröllabarni. Tónlist Jóhanns G. Jóhannssonar, sem mætti styðja betur við texta, er hér kraft- meiri og fjörugri en stundum áður og hljómsveitin að venju vel skipuð. Söngur oftast góður. Af hverju hins vegar þarf ætíð að magna upp raddir söngvara í húsi með jafn góðan hljómburð og Þjóðleikhúsið skil ég ekki; sá styrkur leikhússins að vera list andartaksins, hins lifandi og ófull- komna fer þar með forgörðum. Frosti Friðriksson notar hring- sviðið fyrir mörg og ólík svið verks- ins. Fallegastar og dularfullar verða kvöldmyndir í skógi þar sem tré hafa hendur og fjöll og hólar taka á sig merkileg súrrealísk form í blágræn- um heimi. En annars næ ég ekki al- veg hugmyndum hans um hreyfingu líkama í rými og sambands þeirra við mynd. Og sumt í skiptingum milli sviða var hreinlega klaufalegt hvort sem það skrifast á tæknimenn, smíði eða hann. Búningar Þórunnar Jóns- dóttur lýstu flestir mikilli hug- myndaauðgi og voru skemmtilega út- færðir með ýmiss konar smáatriðum sem nýttust vel í leik. Leikmynd og búningar leika vel saman í skóginum en í híbýlum mynda þeir stundum undarlegt kraðak. Það er líka skortur á ákveðinni sýn á heildina og úrvinnsla á hvörfum í framvindu sem er helsti veikleiki þessa fyrsta verks leikstjórans Gunn- ar Helgasonar á stóra sviði Þjóðleik- hússins. Þannig varð hápunktur sýn- ingarinnar nokkuð snautlegur miðað við getu leikhússins. Hins vegar er sýningin í heild nokkuð þétt og keyrð áfram af gleði. Persónur eðlilega ein- faldar, vinnan útfærð af mestri ná- kvæmni með dvergunum og Mömmu Mörsu en samt var nú óþarfi að troða hinum sígildu tönnum upp í leikara og láta Rúnar Frey leika enn einu sinni sömu persónuna eins og sá mað- ur geti ekki eitthvað meira. Athygli vakti nýr leikari Þórir Sæmundsson sem Stóri dvergur og framsögn hans óvenju skýr og góð. Friðrik Frið- riksson sem litli dvergur einkar skemmtilegur í barnaskapnum og gaman að sjá Hjalta Rögnvaldsson alveg óþekkjanlegan og svona lið- ugan í hlutverki uppfinningadvergs- ins. Ólafía Hrönn sem Madda mamma er falleg, ljúf og góð, drif- kraftur með dugnaðarfas. Og litli Hrafn Bogdan sem leikur Putta, ákaflega stórt hlutverk í sýningunni, stendur sig ótrúlega vel. Helena Jónsdóttir stjórnar sviðs- hreyfingum og á náttúrlega stóran hlut í heildarsvip sýningar og leik- túlkuninni. Margt dettur henni skemmtilegt í hug, svo sem dans Hans og Grétu og hvernig hún vinnur m.a. með úlfi og vondu stjúpunni hreyfingar og látbragð og þegar danshópurinn Hjálparsveitin var með þeim í för þótti mér gaman að sjá hið illa endurspeglast í verslójúróstemn- ingu samfélags og fjölmiðla. Frænka mín ung sem fór með mér í leikhúsið og hafði lesið Skilaboða- skjóðuna, hallaði sig stundum að mér og hvíslaði að mér skýringum ef henni þótti ekki atburðarásin skila sér nógu vel í leiknum. Annars þótti henni sýningin betri en bókin og skemmti sér mjög einsog frumsýn- ingargestir, börn og fullorðnir, gerðu sem fögnuðu ákaft í lokin. Ég hins vegar hugsaði á heimleiðinni um áhrif myndmiðla og skemmtisamfélagsins á leikhúsið og komst ekki að neinni niðurstöðu. Lifnar á ný LEIKLIST Þjóðleikhúsið Eftir Þorvald Þorsteinsson. Tónlist: Jó- hann G. Jóhannsson. Leikstjóri: Gunnar Helgason. Dansar/sviðshreyfingar: Hel- ena Jónsdóttir. Leikmynd: Frosti Frið- riksson. Búningar: Þórunn María Jóns- dóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson/Lárus Björnsson. Leikarar: Birna Hafstein, Esther Talía Casey, Frið- rik Friðriksson, Hjalti Rögnvaldsson, Hrafn Bogdan Haraldsson, Ívar Helgason, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Sara Marti Guðmundsdóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason,Valur Freyr Einarsson, Þórir Sæmundsson, Þórunn Lárusdóttir. Stóra svið 7. nóvember 2007 kl. 20. Skilaboðaskjóðan María Kristjánsdóttir Í HNOTSKURN » Sinfóníuhljómsveitin erþungamiðja í starfsumhverfi klassískrar tónlistar á landinu. » Það færist í vöxt að nota lif-andi tónlist í leikhúsum og þá hefur það einnig aukist að boðið sé upp á lifandi tónlist á ráð- stefnum og fögnuðum fyrirtækja og stofnana. » Auður Hafsteinsdóttir fiðlu-leikari segir launin fyrir tón- listarkennslu hræðileg. Hún sæki þó ákveðið atvinnuöryggi í kennsluna. » „Vinnustaðirnir geta veriðfrá tveimur upp í tuttugu í sama mánuðinum,“ segir Auður sem byggir starf sitt að miklu leyti á lausamennsku, eins og fjöldi annarra klassískt mennt- aðra tónlistarmanna. » Þegar tónleika- og óp-eruuppfærslur byggjast á fólki í lausamennsku er hægt að vera með úrvalsfólk í öllum stöð- um. Margrét Bóasdóttir segir listneytandann græða á því. Síðasta sýningarhelgi Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 7 Opið 14-18 laugardag og sunnudag UPPBYGGING AFBYGGING Veröld Sigurðar Gústafssonar arkitekts og húsgagnahönnuðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.