Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 24
Ég var upp á mitt besta þegar Bítl-arnir, Stones, Kinks og fleiri hljóm-sveitir voru á toppi ferils síns. Éghlakka því sannarlega til að rifja upp þessi ár og þessa tónlist á Sviðamessunni,“ segir Björn Hafþór Guðmundsson sveitastjóri á Djúpavogi sem ætlar að bregða sér í hlutverk sögumanns á árlegri Sviðamessu sem haldin verður á Hótel Framtíð á Djúpavogi á morgun. „Eftir að fólk hefur fyllt maga sína af sviðum sem ýmist verða í formi sviðahausa, sviðalappa eða sem álegg á sviðapitsum, þá verður tónlist- arsýning á vegum Tónleikafélags Djúpavogs og þemað í ár verður erlend tónlist frá 1965- 1975. Þarna verða spiluð tóndæmi frá Cream, The Who, The Doors, Bítlunum, Rolling Stones og mörgum öðrum snillingum og ég ætla að fræða fólk um þessar hljómsveitir, þennan frá- bæra tíma og þá ódauðlegu tónlist sem þá blómstraði. En ég má ekki ljóstra upp um allt sem ég ætla að segja frá, ég þarf líka að reyna að vera pínulítið skemmtilegur. Ég byrjaði sjálfur að spila í hljómsveit þegar ég var innan við tvítugt og dáðist að öllum þessum tónlistar- hetjum.“ Veiðimennska og æðardúnn Hafþóri finnst svið vera mikill herramanns- matur en hann er líka þó nokkuð fyrir lifandi sauðfé, sérstaklega hefur hann gaman að því að elta það upp um fjöll og firnindi. „Ég veit fátt skemmtilegra en smalamennsku og hef farið nokkrum sinnum í haust, því sveitarfélagið þarf að standa skil á sínu í þessum efnum. Þetta er mjög erfitt land að smala, mikið um gil og kjarr, þannig að við getum ekki smalað á hestum heldur verðum að vera á tveimur jafn- fljótum. Ég ætla líka að fara og skjóta rjúpu en veiðimennska er eitt af mínum áhugamálum og mér finnst gaman að veiða á stöng á sumrin. Eins tíni ég æðardún á sumrin úti í eyju sem ég á hlut í og dvel þar eins oft og ég get í júnímán- uði,“ segir Hafþór sem er mikill náttúruunn- andi en hann býr í Álftafirði rétt sunnan við Djúpavog þar sem hann segir umhverfið vera einstaklega fallegt. „Það er ekki svo gott að ég sé með búskap en ég er mikið í músík og hef komið mér upp mínum eigin upptökugræjum og er að dunda við að semja tónlist og taka upp í mínu heimastúdíói.“ Hafþór segir Sviðamessuna vera mikla menningarveislu sem félagsskapur sem kallar sig Vísnavini hafi staðið að framan af. „Þá voru þjóðleg skemmtiatriði en eftir að Tónleikafélag Djúpavogs tók við þessu þá er þetta blanda af þjóðlegri hátíð og hrekkjavöku sem er siður frá Vesturheimi. Þessi Sviðamessa er hrekkjavaka okkar Djúpavogsbúa og margir mæta í bún- ingum, nornir og fleiri forynjur sveima um og veitt eru verðlaun fyrir besta búninginn. Þetta er mikil hátíð og burtfluttir Djúpavogsbúar og þeir sem eru í námi frá heimahögunum láta sig ekki vanta.“ Aðdáandi sviða Hafþór ætlar bæði að borða svið og stíga á svið á morg- un á Sviðamessu þar sem sviðalappir og sviðakjammar verða á borðum. Hann nýtur þess að smala, veiða, búa til tónlist og borða svið. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í væntanlegum sögumanni á Sviðamessu. Svaka- legt fjör á Sviða- messu Morgunblaðið/Andrés Skúlason khk@mbl.is daglegtlíf Pálína litar ull sína með jurtalitum. »27 vaxtarsprotar Helgason með Niss- an-auglýsingu þar sem jeppi er utan- vegar að böðlast yfir læk í ósnortinni nátt- úru. Bílaumboðunum er hér með óskað til hamingju með að leggja sín lóð á vog- arskálarnar í barátt- unni gegn ut- anvegaakstri. Eða þannig. x x x En hinn pirraðiVíkverji verður samt að minnast á Toyota Rav auglýsingu þar sem jepp- inn er ekki sýndur utanvegar, heldur á vegi! Hugsa sér. Það skyldi þó ekki vera að Toyota menn átti sig á því að rétti staðurinn fyrir bíla eru einmitt vegir. Já, það er fyrir bíla sem vegir landsins hafa verið lagðir. Víkverja finnst að Brimborg og Ingvar Helga- son ættu beinlínis að herma eftir Toyota næst þegar gera á jeppaaug- lýsingar. x x x Víkverji hefur á þessum vettvangistundum talað um Blóðbankann, sinn eftirlætisbanka. Hingað til hefur Víkverji einungis lagt inn á reikning- inn, en vera kann að einhvern tíma þurfi hann að taka út. Þeir eru ólíkir, Gleðibankinn og Blóðbankinn. Í þeim fyrrnefnda leggur maður víst ekkert inn – tekur bara út. Reyndar er nú Blóðbankinn í augum Víkverji hálf- gerður Gleðibanki, það er svo gaman að koma þangað. Og ekki er verra að hann er í næsta húsi við Víkverja. Það má gefa blóð fjórum sinnum á ári. Hvað skyldi annars gerast ef Blóð- bankinn yrði einkavæddur? Í Blood Group hf. Auknar arðsemiskröfur myndu e.t.v. valda því að maður ætti að gefa blóð daglega. Og maður fengi ekkert með kaffinu. Það yrði heldur en ekki blóðugt. Lifi Blóðbankinn. Hvað á það aðþýða af hálfu sumra bílaumboða að ögra viti bornu fólki með jeppaauglýs- ingum þar sem ut- anvegaakstur er bein- línis gerður eftirsóknarverður? Fyrir nokkru var Brimborg að auglýsa Volvojeppa þar sem sýnilega hafði verið ekið út í viðkvæman og ósnortinn moldar- fláka. Jeppinn sjálfur var drullugur upp á þak og gaf þannig til kynna að brosandi konan undir stýri hafði verið í torfær- um. Gott og vel, undangenginn tor- færuakstur hefði getað verið á lögleg- um vegslóða en þegar myndmálið er skoðað í samhengi er svo greinilega verið að mæra utanvegaakstur að manni ofbýður. Nokkru síðar kemur Ingvar         víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Þennan girnilega súkkulaðieftirrétt er að finna á veitingastaðnum Ser- endipity-3 í New York-borg. Verðmiðinn er þó ekki við allra hæfi því að Heimsmetabók Guiness hefur staðfest að hann sé dýrasti eftirréttur í heimi. Verðmiðinn er líka litlir 25.000 dollarar eða 1,5 milljónir kr. Reuters Dýrasti desertinn Wellington-nautasteik er góður matur á veisluborðið segir meistarakokkurinn Nanna Rögnvaldardóttir. »26 matur |föstudagur|9. 11. 2007| mbl.is Gömlu góða lifrarpylsunni og blóðmör: Til að halda heilsu yfir veturinn. Hollmetið er að sjálfsögðu heimagert en Hafþór er sjálfur lítt liðtækur í sláturgerðinni en segist bæta það upp með verkgleði þegar setja þarf niður kartöflur á vorin og taka þær upp á haustin. Lambakjöti: Helst matreitt af tengdasyn- inum Alberti, en kokkurinn sem starfar á Hótel Framtíð er líka einstaklega flinkur með lambið. Franska píanistanum Jacques Lous- sier: Til að hlusta á þegar köldu vetr- arkvöldin skella á. Hann sérhæfir sig í tónlist eftir Bach og gerir það á frábæran hátt. Djúpavogi: Einn af áhugaverðustu stöð- um til að heimsækja á Íslandi. Til dæmis er frábært að skreppa út í Papey. Hafþór mælir með:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.