Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
HÚSNÆÐISLÁNA-
MARKAÐURINN
Þegar bankarnir, undir forystuKaupþings banka, beittu sérfyrir breytingu á húsnæðis-
lánakerfi landsmanna, síðla sumars
árið 2004, var það bylting en ekki
breyting og flestir töldu að nú væru
nýir tímar framundan í húsnæðismál-
um landsmanna. Í fyrsta skipti gætu
Íslendingar fjármagnað fasteigna-
kaup sínum með svipuðum hætti og
gert hefði verið í öðrum löndum í ára-
tugi.
En skjótt skipast veður í lofti. Nú
eru þessar róttæku umbætur á hús-
næðislánamarkaðnum að verða að
húsnæðislánakreppu. Í samtali við
Morgunblaðið í gær sagði Friðrik St.
Halldórsson, framkvæmdastjóri við-
skiptabankasviðs Kaupþings banka
m.a.:
„Ég átti ekki von á að sjá svona
vexti á Íslandi nokkurn tíma aftur. Ég
hélt að þessi tími væri liðinn.“
Í ítarlegri fréttaskýringu Egils
Ólafssonar blaðamanns Morgunblaðs-
ins hér í blaðinu í gær kom fram, að
vextir á ríkistryggðum skammtíma-
bréfum væru nú 8% en hefðu verið
3,4% fyrir þremur árum. Þetta ástand
hefði leitt til þess að íbúðalánavextir
hefðu hækkað mikið.
Þar kemur ennfremur fram að með-
alverð á 130 fermetra íbúð í Reykjavík
hefði verið um 17 milljónir fyrir þrem-
ur árum. Bankarnir hefðu þá boðið
90% lán með 4,15% vöxtum. Fólk hefði
kannski komizt af með 15 milljóna
króna lán og borgað rúmar 64 þúsund
krónur á mánuði.
Nú þurfi 30 milljóna króna lán til að
kaupa sömu íbúð og með 6,4% vöxtum
séu mánaðargreiðslur tæplega 174
þúsund krónur. Á þessu tímabili hafa
laun hækkað um 28,7%.
Það sér hver maður að þetta getur
ekki gengið.
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær:
„Það er augljóst mál, að það er verið
að framkvæma kreppu á húsnæðis-
markaði.“
Margir munu taka undir þau orð
Gylfa og nokkuð ljóst að húsnæðismál
verði í fyrsta sinn í langan tíma um-
ræðuefni í komandi kjarasamningum.
Flest bendir til að erfiðari tímar séu
framundan á Íslandi en við höfum búið
við um skeið. Sú þróun á húsnæðis-
markaðnum, sem hér hefur verið lýst,
getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir
hinn almenna launþega, sem horfist í
augu við stöðugt hækkandi afborganir
af húsnæðislánum á mánuði hverjum.
Það er því miður óhjákvæmilegt að
ríkisstjórn og Alþingi taki þessa fram-
vindu mála til alvarlegrar skoðunar.
Og þó er erfitt að sjá hvað þing og
stjórn geta gert til þess að breyta
þessari þróun nema þá að taka á með
Seðlabankanum og grípa til róttækra
aðgerða til þess að kveða verðbólguna
í kútinn. Ríkisstjórnin hefur tæki til
þess, sem bankinn hefur ekki.
SAMSTILLT ÁTAK UM RYKLAUSA
REYKJAVÍK Í VETUR
Ábyrgðartilfinning fólks gagnvartumhverfinu er að breytast, enda
er ekki seinna vænna að fólk geri sér
grein fyrir því hvaða áhrif gjörðir
þess hafa. Tengslunum þarna á milli
þýðir ekki að bægja frá sér því þótt
sumir telji umhverfisáhrif lítið koma
sér við þar sem þeirra muni ekki gæta
fyrr en löngu eftir þeirra tíma er stað-
reyndin sú að margt það sem við að-
höfumst hér og nú hefur samstundis
vond áhrif á umhverfi okkar og lífs-
gæði. Eitt dæmi um slíkt er svifryk í
andrúmsloftinu af völdum nagla-
dekkja.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær hefur Umhverfissvið Reykjavík-
urborgar sett af stað átak gegn svif-
ryksmengun í borginni í vetur. Slag-
orð þess er „Ryklaus Reykjavík –
keyrum á ónegldum dekkjum“, en
nagladekk eru vitaskuld vel þekktur
þáttur í svifryksmengun. Eins og
fram hefur komið, m.a. í umfjöllun
Morgunblaðsins síðastliðinn vetur,
veldur svifryk heilsufarsvanda sem er
mörgum mjög íþyngjandi og notkun
nagladekkja vegur þar mjög þungt.
Bíleigendum standa ýmsir aðrir
kostir til boða til þess að tryggja ör-
yggi sitt í hálku; hægt er að velja um
margvíslegar tegundir af vetrar-
dekkjum sem eiga að duga flestum
borgarbúum í ferðum þeirra um borg-
ina að vetri til. Ekki má heldur
gleyma því að þá fáu daga sem veru-
leg hálka eða ófærð er til staðar er
auðvitað góður kostur að skilja bílinn
eftir heima og nýta sér almennings-
samgöngur til að komast leiðar sinn-
ar. Margir eru sem betur fer farnir að
átta sig á því að þeir þurfa ekki á
nagladekkjum að halda yfir vetrar-
tímann en í því sambandi er einnig
vert að hafa líka í huga að þegar akst-
ursskilyrði eru slæm er það fyrst og
fremst varkárni í umferðinni sem
fækkar slysum.
Þótt heilsuspillandi svifrykið vegi
þyngst í baráttunni gegn nagladekkj-
unum er jafnframt ástæða til að horfa
í þann gríðarlega kostnað sem þeim
fylgir. Í Morgunblaðinu í gær kom
fram að gera má ráð fyrir að „nagla-
dekk [slíti] akbrautum hundraðfalt
meira en önnur dekk og að ætla megi
að fólksbílar á negldum dekkjum frá
meðalheimili spæni upp hálfu tonni af
malbiki á ári og þyrli upp allt að 10 kg
af heilsuspillandi svifryki“.
Full ástæða er til að horfast í augu
við vandann og hvetja borgarbúa til
að taka þátt í átaki borgarinnar og
njóta „ryklausrar Reykjavíkur“ á
meðan vetur konungur ríkir. Væntan-
lega vill enginn búa við það að svif-
ryksmengun þar sem þeir búa fari 29
sinnum yfir heilsuverndarmörk á sól-
arhring eins og gerðist síðatsliðinn
vetur.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Um síðustu helgi var haldin alþjóðleg ráðstefnaum margbreytileika tungumála og menning-arheima á vegum Stofnunar Vigdísar Finn-bogadóttur. Ráðstefnan var liður í að efla
tengsl við erlendar tungumála- og málvísindastofnanir,
með nýja tungumálamiðstöð í huga.
„Fræðimenn í fremstu röð á sviði tungumála- og
menningarrannsókna miðluðu af reynslu sinni, auk þess
sem þeir sýndu í nafni stofnana sinna
mikinn samstarfsvilja,“ sagði Auður
Hauksdóttir, forstöðumaður Stofn-
unar Vigdísar Finnbogadóttur og
dósent í dönsku við Háskóla Íslands.
Ísland kjörinn vettvangur
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
er rannsóknastofnun í erlendum
tungumálum innan Hugvísinda-
deildar Háskóla Íslands. Starfsemi
hennar beinist nú fyrst og fremst að
þeim fjórtán tungumálum sem kennd eru við HÍ og eru
helstu rannsóknarsviðin bókmenntir, málvísindi, menn-
ingarfræði, tungumál og atvinnulíf, þýðingafræði auk
tungumálakennslu.
Auður Hauksdóttir telur stöðu Íslendinga sérstaka
að mörgu leyti og Ísland því einstaklega góðan vettvang
fyrir alþjóðlega tungumálamiðstöð af þessu tagi. „Við
erum algerlega háð samskiptum við útlönd með svo
margt, viljum ekki vera menningarlega einangruð og
viljum geta farið út í heim og látið til okkar taka, t.d. á
sviði vísinda, viðskipta og mannréttindamála. Það er
okkur mikilvægt að ná árangri erlendis sem einstak-
lingar, fyrirtæki eða þjóð og til þess eru tungumál lyk-
ilatriði,“ segir Auður.
Hún segir viðhorf Íslendinga til tungumála athygl-
isverð, því Íslendingar hafi alltaf lagt áherslu á að læra
erlend tungumál og jafnframt hafi þeir lagt rækt við
móðurmálið.
Þetta jákvæða viðhorf til fjöltyngis og rækt
tungu veki jákvæða athygli víða erlendis. Því
við miðlum af reynslu okkar og þekkingu á þes
um til annarra þjóða.
Oddur ekki bara í fjósinu
Tungumálið segir Auður mjög miðlægt í
menningu og nefnir hún því til stuðnings ke
lendra tungumála, málrækt og bókmennta
sem hafi borið hróður Íslands víða um lönd
hún umræðuna í þjóðfélaginu um nýja þýði
íunnar til marks um áhugann á móðurmálinu.
„En ekki má gleymast að þýðingar á íslens
ekki bara um móðurmálið. Mér finnst oft gle
Oddur Gottskálksson var sigldur maður, dva
egi, Danmörku og Þýskalandi og hefði tæp
þýtt Nýja testamentið á íslensku nema af þv
hafði vald á erlendum tungumálum og þekk
menningarheima, myndin sem hefur verið
okkur af Oddi í fjósinu segir því ekki nema
una,“ segir Auður.
Hún segir ljóst að stjórnvöld og stjórnmála
áttað sig á mikilvægi tungumála og gott dæmi
ávarp Geirs H. Haarde forsætisráðherra v
ráðstefnunnar um helgina, sem hafi vakið já
hygli margra erlendu fræðimannanna. Það k
máli eins aðalfyrirlesarans að hann hefði ald
stjórnmálamann tala af slíku innsæi og ski
mikilvægi tungumála og fjöltyngis fyrir samfé
Víðtækara hlutverk
Það er vilji aðstandenda Stofnunar Vigdí
bogadóttur að með alþjóðlegri tungumálam
stofnunin víðtækara hlutverk en nú er raunin
in verður rekin innan vébanda Háskóla Ísla
ætlunin að hún verði formlega opnuð 15. apríl
er stór dagur í lífi Vigdísar. Áform eru uppi
ingu 3.000 fermetra húsnæðis fyrir starfsem
staðsett verður á háskólalóðinni.
Í alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni verður k
gagnabanka um tungumál og menningu á
Færum útlöndin
Háskólasvæðið Bygging tungumá
urgötu eða Hótels Sögu og Suðurgö
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum hyggst koma á fót alþjóðlegri
tungumálamiðstöð hér á landi. Miðstöðin
myndi styrkja núverandi starf stofnunarinnar,
auk þess að ljá henni nýja alþjóðlega vídd. Til-
gangurinn er að stuðla að aukinni tungumála-
kunnáttu og menningarlæsi hér á landi, auk
þess að vekja athygli á heimsvísu á gildi slíkrar
menntunar. Fjármögnun til verkefnisins stend-
ur nú yfir, en Háskóli Íslands hefur þegar veitt
vilyrði fyrir lóð undir starfsemina á háskóla-
svæðinu og veitt styrk til byggingarinnar.
Auður Hauksdóttir
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
JENS ALLWOOD er prófessor í almennum málvís-
indum við Gautaborgarháskóla. Hann hefur mikið unn-
ið að málefnum innflytjenda og vill leggja aukna
áherslu á rannsóknir sem snúa að fjöltyngi innflytjenda
á Norðurlöndum. Allwood er einn þeirra sem fylgt hafa
hugmyndinni um alþjóðlega tungumálamiðstöð á Ís-
landi eftir frá upphafi.
Gott tækifæri fyrir Íslendinga
Allwood segir mikla vakningu vera í heiminum hvað
tungumál og mikilvægi þeirra fyrir samfélög varðar og
það sé sjálfsagt fyrir Íslendinga að nýta sér tækifærin
sem í því felast.
Allwood hefur þegar staðið fyrir tveimur málþingum í Gautaborg til að
vekja athygli á íslenska verkefninu. Hann segir þegar vera mörg svipuð
verkefni í gangi í heiminum, m.a. í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Eng-
landi, en eins og er séu íslensku áformin þau einu sem uppi eru um slíkt á
Norðurlöndum. „Í heiminum eru 6.800 tungumál svo það er ekkert at-
hugavert við margar alþjóðlegar tungumálastöðvar og að hafa eina á
Norðurlöndunum væri mikill stuðningur við þá vinnu sem hér fer fram,“
sagði Allwood.
Hann segir það vissulega staðreynd að í viðskiptalífinu séu fjöltyngi litin
hornauga og viðhorfin séu yfirleitt þau að mörg tungumál stofni til vand-
ræða. Auknar fjárveitingar til rannsókna á tungumálum og fjöltyngi upp á
síðkastið sýni þó að jákvæða viðhorfið sé ekki síður til staðar.
Jákvæðar hliðar fjöltyngis
Jens Allwood telur að það yrði vænlegt fyrir tungumálastöðina hér á landi
ef hún leggði sérstaka áherslu á norrænt samhengi. Þá vissulega í tilliti til
upprunalegu tungumálanna, mállýskna og smærri tungumála á þessu
svæði, en ekki síst í ljósi þeirrar þróunar sem er orðin í innflytjendamálum
og fjöltyngi sem því fylgir.
Í því samhengi telur Allwood nauðsynlegt að hafa að leiðarljósi jákvæða
þætti fjöltyngis og hvernig hægt sé að hjálpa fólki að viðhalda því. Algengt
sé að innflytjendur missi tök á móðurmálinu eða miðli því ekki áfram til
barna sinna. Með því glatist mikill auður og við því verði að sporna.
Móðurmál innflytjenda
eru einnig mikilvæg
Jens Allwood
PETER K. AUSTIN er
forstöðumaður Hans
Rausing-rannsóknaverk-
efnisins á tungumálum í
útrýmingarhættu (e.
Endangered Languages
Academic Programme)
við Lundúnaháskóla og
var meðal mælenda á
ráðstefnu Stofnunar Vig-
dísar Finnbogadóttur um
síðustu helgi. Austin er
áhugasamur um varðveis
segir þá vinnu nokkuð se
beri að miðla áfram.
Hann er mjög bjartsýnn
stofnun alþjóðlegrar tung
á Íslandi og segir tímaset
isins mjög góða. Mikil gró
efnum tengdum tungumá
áhugi meðal fræðimanna,
fjármagnsaðila á hlutverk
fjöltyngi í samfélögum. M
mjög miklir á alþjóðlegu
Austin telur þátt Vigdí
bogadóttur í þróun alþjóð
miðstöðvar hérlendis afar
sem hún sé vel þekkt og h
tungumála á mörgum svi
UNESCO.
Aðalverkefni stofnunar
únum, er að þjálfa háskól
heimildum um tungumál
arhættu. Stofnun Austins
fremstu röð við þróun ný
kenninga um slíka heimil
Mörg sam
af árangr