Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 35 þakklæti fyrir allt sem hann hefur veitt okkur. Karl Jóhann og Oddur Ás. Elsku afi. Nú ertu kominn til ömmu eftir níu ára fjarveru. Ég veit að þér líður vel núna og þú ert kominn til Guðs. Það er erfitt fyrir okkur sem eftir sitjum að sætta okkur við að þú sért ekki lengur hjá okkur, en allt hefur sinn tíma. Við höfum átt margar góðar stundir saman í gegnum árin. Það var alltaf gaman þegar stelpurnar komu frá Eyjum til ykkar ömmu því ég Reykja- víkurstelpan fékk alltaf að vera með. Amma sendi okkur tvö til að kaupa kjúkling fyrir okkur stelpurnar og þú varst alltaf til í að fara og kaupa kjúk- ling fyrir okkur þó svo að þú hafir ekki borðað fuglakjöt. Ásendi var unaðsreiturinn okkar allra í fjölskyldunni og þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum þangað sam- an. Þegar við Kalli bróðir vorum yngri fengum við oft að fara með ykkur ömmu og vera með ykkur eina helgi eða lengur, þar var alltaf nóg að gera og mikið brallað. Eftir að ég fékk bíl- prófið fékk ég að vera bílstjóri fyrir ykkur ömmu þegar við fórum saman austur. Eftir að amma dó fórum við tvö nokkrum sinnum upp í bústað og áttum saman notalegar stundir. Ég á bara góðar minningar frá tímanum í Ásenda, þangað var alltaf gott að koma og gott að vera. Við höfum spilað mikið saman í gegnum tíðina. Í fyrstu fékk ég alltaf að vinna þig en eftir því sem árin liðu færðist meira kapp í leikinn hjá okkur enda vorum við bæði mjög tapsár. Við áttuðum okkur á því að það væri lík- lega best fyrir okkur að sleppa spil- unum því við æstum okkur svo yfir þessu. Við fórum í marga bíltúra saman. Þú vissir alltaf hvaða leið þú vildir fara og það var eins gott að velja réttu leiðina. Í fyrstu gerði ég mér ekki grein fyrir því hvers vegna þú vildir fara einhverja ákveðna leið en ég var ekki lengi að læra að það margborg- aði sig að fara þína leið. Því var viss- ara að spyrja þig þegar haldið var af stað hvað leið skyldi fara. Mér fannst alltaf gaman að koma í heimsókn til þín því þú naust þess að fá gesti. Ef þú varst þreyttur þá fórstu bara inn og lagðir þig en vildir ekki að ég færi. Síðasta vetur kom það fyrir að við sofnuðum bæði þegar ég kom í heimsókn, ég í stólnum við tölvuna og þú uppi í rúmi eða öfugt. Elsku afi, ég er afar þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman. Síðustu vikur áttum við afar dýrmætar stundir þegar ég skutlaði þér upp á göngudeild. Þú varst alltaf jafnánægður að sjá að Kristbjörg Ásta, dóttir mín, væri með mér enda varstu barngóður með eindæmum. Þér fannst svo notalegt að leyfa henni að hvíla í fangi þér uppi í rúmi eða leika við hana í kerrunni. Þó að hún sé aðeins 5 mánaða var hún alltaf ánægð með að koma til langafa. Í síðustu heimsókn sinni til þín vildi hún fá að koma til þín og knúsa þig, ég kom með hana til þín og þú kysstir hana bless. Elsku besti afi, ég sakna þín. Salóme Huld. Elsku afi. Eins erfitt og það er að kveðja þig, þá erum við sannfærðar um að þér líði betur núna, laus við alla verkina og kominn aftur í faðm ömmu Diddu. Þegar við hugsum til baka er stríðni það fyrsta sem kemur upp í hugann. Þegar við vorum yngri var það hin mesta skemmtun að láta afa Kalla telja á sér tærnar. Bara svona til að kanna hvort þær væru ekki örugglega 10. Þessu fylgdi yfirleitt mikið kitl og mikill hlátur af beggja hálfu. Barnabarnabörnin sluppu heldur ekki við þessa stríðni og þykir okkur mjög sárt að Hilmir Þór og önnur nýfædd barnabarnabörn fái ekki að kynnast honum afa okkar. Minningarnar úr sumarbústað ykkar ömmu eru okkur mjög kærar. Við munum ekki eftir einni ferð þar sem ekki var farið niður í fjöru eða gengið yfir Reynisfjall. Síðan þurfti að merkja við hversu mikið maður hefði stækkað síðan síðast á vegg inni í herbergi ykkar ömmu. Á leiðinni austur nefndir þú alla bæi sem við keyrðum framhjá og hverjir bjuggu þar. Skipti þá engu þótt við værum búin að gleyma þessu öllu á bakaleið- inni, heldur var þetta allt saman rifjað upp fyrir okkur. Ýmislegt annað kemur upp í hug- ann þegar hugsað er til baka. Þú varst mikill áhugamaður um lestur góðra bóka og þegar sjónin fór að gefa sig tóku hljóðbækurnar við. Ættfræði var einnig mikið áhugamál hjá þér. Öllum þeim sem ekki tilheyrðu nán- ustu fjölskyldu var samstundis flett upp í sérlega flottu ættfræðiforriti sem var mikið notað. Elsku afi, takk fyrir allar ógleym- anlegu stundirnar í gegnum árin. Við fjölskyldan munum halda áfram að hittast og rifja upp sögur af þér og ömmu og halda þannig áfram að rækta fjölskylduböndin eins og þér þótti svo vænt um. Bless, elsku afi Kalli, þín verður sárt saknað. María og Eyrún.  Fleiri minningargreinar um Karl Jóhann Gunnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Elskuleg eiginkona mín HERDÍS HAUKSDÓTTIR leikskólakennari, Laugartúni 6b, Svalbarðseyri, sem lést aðfaranótt þriðjudagsins 6. nóvember á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, verður jarð- sungin frá Svalbarðskirkju föstudaginn 16. nóvem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jakob Björnsson ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR, Dalbraut 21, áður Stangarholti 26, sem lést sunnudaginn 4. nóvember s.l., verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13:00. Sveinn Teitsson, Ágústa Bárðardóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Guðbjörg Bárðardóttir, Garðar Einarsson, Elínborg Bárðardóttir, Ómar Sigfússon, Sigurbjörn Bárðarson, Fríða Steinarsdóttir, Bárður Bárðarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN FRIÐRIKSSON frá Stóra Ósi, Miðfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, aðfaranótt miðvikudagsins 7. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Þorgerður Jónsdóttir, Friðrik Jónsson, Oddrún Sverrisdóttir, Sævar Jónsson, María Gunnarsdóttir, Sólrún Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KLARA SIGURGEIRSDÓTTIR, Kríuási 47, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 7. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður L. Jónsson, Guðrún Karlsdóttir, Sigurgeir Sigurðsson, Nana Mardiana, Fanney Sigurðardóttir, Ágúst Þórðarson, Guðrún Halla Sigurðardóttir, Zófanías Eggertsson og barnabörn. ✝ SIGURÐUR GRÉTARSSON framkvæmdastjóri, Skipalæk, Fellahreppi, lést sunnudaginn 4. nóvember. Gréta Jóna Sigurjónsdóttir, Sigurjón Torfi Sigurðarson, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, Kristín Arna Sigurðardóttir, Þórunn A.M. Sigurðardóttir, Grétar Þór Brynjólfsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir, HJÖRDÍS ANTONSDÓTTIR, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 5. nóvember. Útför fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 10. nóvember kl. 14:00. Minningarathöfn og jarðsetning fer fram frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 11:00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhannes Ólafsson og Svanhildur Guðlaugsdóttir ✝ Elskuleg móðir okkar, STEINGERÐUR JÚLÍANA JÓSAVINSDÓTTIR, Brakanda, Hörgárbyggð, sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð að morgni 31. októ- ber, verður jarðsungin frá Möðruvöllum í Hörgárdal laugardaginn 10. nóvember kl. 14:00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á að láta Dvalarheimilið Hlíð eða aðrar líknarstofnanir njóta þess. Börn hennar og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur faðir okkar, sambýlismaður, bróðir og fóstri, RAFN EINARSSON (Rabbi), lést af slysförum við vinnu sína í Leksand í Svíþjóð mánudaginn 5. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Arnar Snær Rafnsson, Sindri Daði Rafnsson, Elín Ólöf Eiríksdóttir, systkini hins látna og fósturbörn. ✝ Hjartkær bróðir okkar, KJARTAN HERBJÖRNSSON, Snæhvammi, Breiðdal, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað miðvikudaginn 7. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Systur hins látna. alla tíð. Minningarnar frá Skálmardal eru ljúfar. Borgarbarninu var hollt að kynnast lífi og starfi í sveitinni, það var veganesti til lífstíðar. Fyrir það skal þakkað að leiðarlokum. Jónas Haraldsson. Elsku langafi minn, ég sakna þess mjög að fá símhringingar frá þér og geta hringt í þig. Þú hringdir alltaf í mig þegar ég var búinn í skólanum og mamma var ennþá að vinna. Þú spurð- ir mig alltaf hvort ég væri ekki hress og kátur, hvernig hefði verið í skól- anum og hvað ég væri að gera. Þú spurðir líka alltaf hvort það væri ekki örugglega gott veður á Selfossi, annað gæti nú bara ekki verið. Við töluðum alltaf lengi saman og það var mjög skemmtilegt að spjalla við þig og mér leið mjög vel á eftir, því það var svo gaman að tala við þig. Það var alltaf gott að koma í heimsókn til þín, þú átt- ir alltaf svo góðar kökur og bjóst til besta grjónagraut í heimi og þú áttir svo skemmtilegt dót. Þér leist nú samt ekki vel á þá hugmynd mína að þú fengir þér Playstation-tölvu. Þú varst alltaf að gera eitthvað, gera við og dunda þér í bílskúrnum. Það var rosalega gaman að fara með þér á Kirkjuból, þér leið alltaf svo vel þar, fara niður í fjöru og týna með þér skeljar. Við fórum líka saman upp í fjárhús og þú sagðir mér hvernig allt hefði verið þar, hvað þú hefðir gert á Kirkjubóli þegar þú varst lítill og hvernig húsin og dótið voru þá. Það verður skrýtið að fara þangað án þin, en ég veit að þú verður samt örugg- lega með í för. Ég sakna þín mjög mikið, en ég veit að þú ert núna hjá langömmu, veit að þér líður vel og þú getur farið á Kirkjuból þegar þú vilt og hugsað um allar góðu minningarn- ar sem við öll eigum með þér. Ég veit að þú ert að fylgjast með okkur öllum og munt passa okkur öll. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Þinn Brynjar Daði.  Fleiri minningargreinar um Bær- ing Valgeir Jóhannsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.