Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Jóhann-esdóttir fæddist í Gíslholti við Rán- argötu í Reykjavík 4. ágúst 1922. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 2. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Jónsdóttir húsmóðir og Jó- hannes Bárðarson sjómaður. Systkini hennar voru Elsa húsfreyja, Jóhannes gullsmiður og listmálari, Bárður listamaður og kaupmaður og Ómar bréfberi. Eiginmaður I ) Donald Farr Ra- der prentari, f. 7. nóvember 1920, d. 10. janúar 1951. Börn þeirra eru: 1) Robert Edward Rader, f. 28. desember 1942. Kona I ) Tina Rader, þau skildu. Börn þeirra eru Dónald, f. 1968, dóttir hans Page og Kimberly, f. 1971, synir hennar og eiginmanns hennar Lee Cheah- ire eru Change og Riley. Kona II ) Priss Rader. 2) Dónald Farr Ra- der, nú Jóhannesson, f. 10. febrúar 1945. Kona I ) Jónína Margrét Baldvinsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru Unnur Mjöll, f. 1971, börn hennar og fyrrverandi eig- inmanns hennar, Ein- ars Helga Jónssonar, eru Arnar Björn, Hekla Sóley og Berg- dís Björk. Sambýlis- maður Unnar Mjallar er Allan Vestergaard Larsen. Snorri Freyr, f. 1975, sonur hans og Söru Lindar Þórðar- dóttur er Gunnar Atli, eiginkona Snorra er Guðný Jónsdóttir. Kona II ) Helga Mattína Björnsdóttir, hennar börn og stjúpbörn Dónalds eru: Björn Guðmundur, f. 1963, Sveinn, f. 1967, Kristín Helga, f. 1970 og Pétur Jakob, f. 1981. 3) Margrét Ann Rader, f. 28. október 1950. Eiginmaður hennar var Þorfinnur Karlsson (látinn), þau skildu. Son- ur þeirra er Kristinn Máni, f. 1982. Seinni eiginmaður Kristínar, 30 janúar 1960, var Þorkell Máni Þor- kelsson blikksmiður, f. 27. júní 1927, d. 21. september 2005. Eftir 1963 tók Kristín að sér hlutastarf í bakaríi og síðar versl- unarstörf meðfram húsmóður- starfinu. Kristín verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ég horfi á myndina af henni, hún er í kringum 5 ára aldurinn og situr milli stóru systur Elsu og stóra bróður Jóa og horfir framan í heiminn. Svipurinn er yndislegur og einbeittur. Hún er óhrædd að takast á við lífið. Myndin finnst mér segja svo margt sem seinna kom fram í lífshlaupi hennar. Hún fæddist á Ránargötunni og á Ránargötunni dó hún. Hún var trygg og trú öllu sínu. Ekkert var sterkara í hennar huga en heimilið, hún naut samvista við ástvini og þar leið öllum vel. Litir, kertaljós, kaffiilmur og hennar létta lund léku þar aðalhlut- verkin. Kristín var kornung þegar ástin bankaði upp á. Hann hét Donald Ra- der, Bandaríkjamaður, rétt tuttugu ára, dökkur á brún og brá. Árið var 1940. Kristín stórglæsileg, há og tein- rétt með sína ljósu lokka og sitt glaða bros heillaði hermanninn unga alveg upp úr skónum. Hann sá ekkert nema Kristínu. Á hernámsárunum var ekki auðvelt fyrir unga íslenska stúlku að leyfa sér að heillast af „dáta“. En eins og í ævintýrunum sigraði Donald ekki bara hjarta Kristínar heldur líka hjarta alls fólksins hennar. Þau giftu sig og eignuðust fyrsta barnið sitt Ro- bert. Hún búandi í foreldrahúsum og eiginmaðurinn í herskála úti í bæ. Svo var von á barni númer tvö, Dónald yngra. Donald eldri var sendur heim. Hún steig óhrædd um borð í herskip með tvö lítil börn, annað tveggja ára og hitt tveggja mánaða og hélt í skipalest yfir varhugavert Atlants- hafið í apríl 1945. Áfangastaður New York. Þegar herskipið kom að landi, eftir langa för, biðu Donald eldri og hans yndislegu foreldrar með faðm- inn útbreiddan. Eftir 6 dásamleg ár bættist einkadóttirin Margrét Ann í hópinn. Ungu hjónin voru himinsæl. Spámaðurinn Gibran segir að syst- urnar gleði og sorg búi saman í hús- um okkar allra. Eftir gleðina kom sorgin. Donald heimilisfaðirinn dó í bílslysi, aðeins tveimur mánuðum eft- ir fæðingu dótturinnar. Allt breyttist. Ísland togaði. Heim sneri hún með hópinn sinn. Nýtt líf tók við. 1959 hitti Kristín Þorkel Mána Þorkelsson. Hlýjan og traustan mann. Þau giftust og áttu 45 dásamlega góð ár saman. Hann tók börnunum hennar Kristín- ar einstaklega vel. Kristín var sjálf- stæð kona sem vílaði fátt fyrir sér. Kristín elskaði miðbæ Reykjavíkur, hún var gönguhrólfur mikill og Laugavegurinn var passlegur göngu- túr að hennar mati og það jafnvel daglega. Hann gekk hún hamingju- söm, rétt eins og drottning í ríki sínu. Albesta vinkona tengdamóður minn- ar var dóttir hennar, hún Maggý. Þær deildu gleði og sorgum, lífi og leik. Kristinn Máni einkasonur Maggýjar var sólargeisli ömmu sinnar. Mæðg- inin voru henni allt. Litla ákveðna stúlkan sem situr milli systkina sinna á 80 ára gömlu myndinni hefur kvatt. Ég þakka tengdamóður minni af öllu hjarta. Ég trúi því að nú geysist hún um á „Laugavegi“ eilífðarlands- ins umvafin kærleika þeirra sem áður eru gengnir en líka okkar hinna sem eftir stöndum. Helga Mattína Björnsdóttir, Grímsey. Mig langar í fáum orðum að minn- ast Kristínar Jóhannesdóttur eða Stínu frænku eins og hún var alltaf kölluð í fjölskyldunni. Ég kynntist henni ung, þegar móðir mín giftist bróður hennar, en um þær mundir var Stína að flytjast heim til Íslands, ung ekkja með þrjú börn. Ég minnist hennar þá sem hávax- innar, ljóshærðrar, glæsilegrar konu sem var eitthvað svo tignarleg. Hún var snaggaraleg í tali, hrein og bein og lá ekki á skoðunum sínum. Ein- hvern veginn var það svo að mér fannst Stína aldrei eldast. Hún hélt sínum glæsileika og reisn alla tíð. Fljótlega eftir að hún kom heim flutt- ist hún á Ránargötuna og bjó þar alla tíð síðan, fyrst í tveimur herbergjum í kjallaranum en síðar á hæðinni. Til hennar var alltaf gott að koma. Stína var svo gæfusöm að kynnast einstökum manni, Þorkatli Mána, og áttu þau saman langa ævi en hann lést fyrir tveim árum. Stína og Máni voru barnlaus en hann var börnum hennar og barnabörnum hinn besti faðir og afi. Börn voru ævinlega vel- komin á Ránargötuna. Ég man að einu sinni þegar fjölskylda mín fór í langa ferð til útlanda var yngsti bróð- ir minn, fáeinna mánaða, í gæslu hjá Stínu og Mána í tæpa tvo mánuði, það hefðu ekki allir bætt slíku verkefni á sig, en það gerðu þau. Stína hugsaði líka einstaklega vel um móður sína, Margréti, sem lést í hárri elli. Í minn- ingunni finnst mér hún alltaf hafa verið að hugsa um aðra. Því miður getum við Ingimar ekki fylgt Stínu frænku síðasta spölinn en við minnumst góðrar konu með þakk- læti fyrir að hafa kynnst henni. Við sendum Maggý og Kristni Mána, Dó- naldi, Róberti og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sigrún Guðnadóttir. Kristín Jóhannesdóttir  Fleiri minningargreinar um Krist- ínu Jóhannesdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ingvar Christian-sen fæddist í Hveragerði hinn 18. september 1944. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut sunnudaginn 4. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Lauritz Christiansen garð- yrkjumaður í Hvera- gerði, f. 19.7. 1906, d. 3.8. 1973, og Þóra Nikulásdóttir hús- freyja, f. 9.3. 1908, d. 11.12. 1982. Bræður Ingvars eru Hans, f. 14.11. 1937, d. 5.7. 2007, og Ragnar Nikulás, f. 21.4. 1940. Ingvar kvæntist hinn 29.6. 2001 Gíslínu Björnsdóttur, f. 13.5. 1940, eftir áralanga sambúð. Hennar for- eldrar voru hjónin Björn Jónasson, bóndi á Völlum í Ölfusi, f. 20.4. 1905, d. 14.9. 1980, og Sigríður Kjartans- dóttir húsfreyja, f. 7.1. 1913, d. 2.6. 1989. Dóttir Ingvars og Gíslínu er Inga Þóra sagnfræðingur, f. 23.6. 1979. Dóttir Gísl- ínu og stjúpdóttir Ingvars er Sigríður Pálsdóttir leik- skólasérkennari, f. 22.12. 1963, maki Ólaf- ur Hauksson. Börn Sigríðar eru Gíslína Skúladóttir, f. 1995, og Haukur Þór Ólafsson, f. 2002. Ingvar lauk sveins- prófi í vélvirkjun frá Iðnskólanum á Selfossi 1968 og fékk meistararéttindi 1975. Hann vann við járnsmíðavinnu, lengst af hjá Landssmiðjunni. 1992 hóf Ingvar störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur, síð- ar Orkuveitu Reykjavíkur, og starf- aði þar, lengst af sem birgðavörður. Útför Ingvars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Að heilsast og kveðjast er víst gangur lífsins. Það eru áratugir liðnir síðan við Ingvar hittumst fyrst, en hann var þá að stíga í vænginn við Gíslínu, bestu vinkonu Guðrúnar. Þau kynni hafa haldist óslitin síðan og hann orðið einn af bestu vinum okkar. Saman höfum við ferðast til margra landa og einnig víða um okkar eigið land. Síðasta ferð okkar saman var í sumar norður á Hofsós með ástralsk- ri vinkonu okkar. Í þeirri ferð barst honum fréttin um að Hans bróðir hans hefði lotið í lægra haldi í baráttu við krabbamein. Þá var þróttur hans sjálfs orðinn minni en áður og hann vissi að til beggja átta gat brugðið um endalok, en um það voru ekki höfð mörg orð. Í minningarorðum um Hans heit- inn lögðu vinir hans með réttu mikla áherslu á hógværð hans. Hið sama er okkur efst í huga er við minnumst Ingvars. Á stundum var hógværð hans svo mikil að með ólíkindum var. Annað sem í huga kemur er ótrúlegt minni hans. Hann var mjög víðlesinn og fróðleiksfús og okkur er nær að halda að ekkert er hann las hafi nokkru sinni horfið honum úr minni. Þess nutum við í ríkum mæli á ferða- lögum með honum. Í fyrstu þótti okk- ur minnið með ólíkindum. Iðulega kom fyrir er rætt var til að mynda um veðrið að upp úr Ingvari datt: „Já, svona var það í apríl 1975“ eða álíka setning. Og aldrei var hann staðinn að misminni í þessum efnum. En fyrst og fremst minnumst við hans fyrir einlæga vináttu og þær fjölmörgu gleðistundir sem við áttum saman, bæði hér og erlendis. Þar var hann ávallt hrókur alls fagnaðar. Með þá mynd í huga kjósum við að kveðja hann. Ástvinum hans öllum sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún Árnadóttir, Magnús Bjarnfreðsson. Nú er hann Ingvar vinur okkar fallinn, eftir nærri þriggja ára glímu við illvígan sjúkdóm af aðdáunar- verðu æðruleysi. Hann hélt þó and- legri reisn allt til loka og vitnar það vel um hans mannkosti. Kynni okkar við Ingvar hófust þeg- ar hann bast fornvinu okkar – Gíslínu frá Völlum – fyrir lífstíð. Þau byggðu sér fallegt og einstaklega notalegt heimili við Holtsgötuna þar sem alltaf er gott að koma. Ingvar gekk Sigríði dóttur Gíslínu, þá 9 ára, í föðurstað. Síðan fæddist þeim dóttirin Inga Þóra, sem varð mikill augasteinn föð- ur síns og hefur erft marga af hans góðu kostum. Missir þeirra mæðgna er mikill. Í „Bókinni um veginn“ stendur: „Hinn vitri starfar því án strits og kennir án orða ... Þannig er hinn vitri – hann tranar sér ekki fram og verður fyrir því fremstur.“ Hjá Ingvari heitnum virtist sem kjarni þessa forna vísdómsrits væri honum með- fæddur. Ingvar var enginn hávaða- maður og lét ekki fara mikið fyrir sér. En hann var iðjusamur og velvirkur og átti sér einstaklega auðugt hugar- líf. Fróðleiksást var honum í blóð bor- in og var hann ekki við eina fjölina felldur í þeim efnum. Þekking hans á hinum margvíslegustu hlutum var með ólíkindum. Þótt saga og landa- fræði tækju þar mikið rúm kom það ekki í veg fyrir að náttúrufræði hvers kyns fengju einnig traustan sess. Hann hafði mikið yndi af ferðalögum og voru þau Gíslína talsvert dugleg að ferðast. Áttu þau margar góðar ferðir til Evrópulanda. Ingvar naut þessara ferða mjög og nýtti þær vel til að auka við og fá staðfest eitt og annað í þekk- ingu sinni á sögu- og landafræði. Hann hafði gaman af ljósmyndun og nýtti sér það á ferðalögum til að styðja við minnið þegar heim kom. Það var Ingvari kappsmál að fá lit- ið Ameríku, því hann tók það upp hjá sjálfum sér s.l. sumar að Gíslínu for- spurðri, að kaupa ferð til Kanada. Hún var í fyrstu hálfrög við tiltækið, en lét þó til leiðast. Ferðin tókst vel í alla staði. Ingvar átti sér margvísleg „smá- hobbý“, sem tengdust ástvinum hans og heimilinu. Hann var mjög hagur og listfengur, þannig að hann smíðaði marga ágæta gripi úr silfri og fleiri málmum. Hann hafði yndi af ræktun og hélt gott bú alls kyns kryddjurta, sem þau Gíslína gátu nýtt með ágæt- um. Einnig gerði hann vín með prýði- legum árangri. Þeir eiginleikar Ingvars sem hér hafa verið nefndir gerðu það að verk- um að hann var fremur seintekinn, sem kallað er. Þeim mun tryggari og raunbetri reyndist hann við aukin kynni. Í Hávamálum segir: Að hyggjandi sinni skyldi ei maður hræsinn vera, heldur gætinn að geði. Þessi orð lýsa Ingvari mjög vel. Til hinstu stundar hélt hann þeim eig- inleika sínum að hafa lifandi áhuga fyrir fólki og umhverfi sínu og æðru- leysið var aðdáunarvert. Nú er sann- arlega komið skarð fyrir skildi. Við erum mjög rík og þakklát fyrir að hafa þekkt hann og átt að vini í þrjá og hálfan árutug. Elsku Gíslína, Inga Þóra, Sirrý, Óli, Gíslína yngri og Haukur Þór. Við vottum ykkur innilega okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Bjarni og Sólveig. Ingvar Christiansen✝ Ástkær eiginkona mín og móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN MARÍUSDÓTTIR, sem andaðist miðvikudaginn 31. október, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga, FAAS. Ólafur Björn Guðmundsson, Björn Már Ólafsson, Sigríður Ólafsdóttir, Þórey Vigdís Ólafsdóttir, Guðmundur Eiríksson, Maríus Ólafsson, Helga Sigurðardóttir, Elín Soffía Ólafsdóttir, Gylfi Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GYLFI ÞORSTEINSSON, Aðalbraut 60, áður Sólvöllum, Raufarhöfn, lést miðvikudaginn 7. nóvember á sjúkrahúsinu á Húsavík. Útför auglýst síðar. Guðný Sigurbjörnsdóttir, Þór Einarsson, Janet Borques, Guðmundur Einarsson, Katrín R. Rúnarsdóttir, Árni Heiðar Gylfason, Erla Guðmundsdóttir, Sigurbjörn Smári Gylfason, Ólína S. Ólafsdóttir, Ófeigur Ingi Gylfason, Anna H. Traustadóttir, Sandra Ösp Gylfadóttir, Halldór Baldvinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og mágkona, MARTA GUÐMUNDA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólavöllum 16, Grindavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 6. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðviku- daginn 14. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóð Krabbameinsfélags Íslands. Andrea Björt Ólafsdóttir, Guðmundur Finnsson, Hallbera Ágústsdóttir, Matthildur Níelsdóttir, Svanur I. Sigurðsson, Niels A. Guðmundsson, Hanna M. Harðardóttir, systkinabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.