Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 43 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa opin kl. 9-16.30, leikfimi kl. 8.30, bað kl. 10-16, bingó kl. 14, söngstund kl. 15.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16, opin smíðastofa kl. 9- 16.30, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handa- vinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádeg- isverður, kertaskreyting, frjálst að spila í sal. Haust- fagnaður verður 12. nóv. Fagnað 20 ára starfsafmæli með veislukaffi kl. 14.30, skemmtiatriði og happdrætti. Skráning í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Vinnust. í handm. opin kl. 9-16. leiðb/ Halldóra annan hvern föstud. frá kl. 13-16. Félag eldri borgara í Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 12, fé- lagsvist og námskeið í ullarþæfingu kl. 13. Rúta fer frá Garðabergi kl. 12.45. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús í félagsheim- ilinu Gjábakka 10. nóvember kl. 14. Dagskrá: tískusýn- ing „tískan í þá góðu gömlu daga“, kaffiveitingar o.fl. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bókmenntaklúbbur kl. 13, gestur fundarins verður Soffía Auður Birg- isdóttir bókmenntafræðingur og mun hún ræða um Torfhildi Hólm rithöfund. Umsjón Sigurjón Björnsson. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30, málm- og silfursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, hádegisverður kl. 11.40, kaffi til kl.16, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga kl. 9.15, ganga kl. 10, leikfimi kl. 10.30, hádeg- isverður kl. 11.40, gleðigjafarnir taka lagið kl. 14. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, m.a. bókband, prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, ganga kl. 10.30, leikfimi o.fl. í ÍR heimilinu v/ Skógarsel kl. 10.30. Frá hádegi spilasalur opinn, kór- æfing kl. 14.20. S. 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun, smíðar og útskurður kl. 9, bingó kl. 14, kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, hádegismatur kl. 12, bingó kl. 14, kaffi kl. 15. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9, leikfimi, kl. 11.30, bridds kl. 13, botsía kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Frjáls að- gangur að opinni vinnustofu kl. 9-12, postulínsmáln- ing. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður kl. 11.30, bíó kl. 13.30, kaffiveitingar í hléi. Hæðargarður 31 | Jólapakkaskreytingarnámskeið. Jónína Leósdóttir rithöfundur „Talar út“ … um lífið og tilveruna kl. 14. Kaffiveitingar. Uppl. í s. 568- 3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og spjall kl. 10, létt leikfimi kl. 11, opið hús spilað á spil kl. 13 og kaffiveitingar kl. 14.30. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnust. í handm. kl. 9-16, myndlist m/Hafdísi kl. 9-12, leikfimi kl. 13, guðsþjónusta fyrsta föstud. í mán. kl. 14. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir kl. 9.15- 14.30, handavinna kl. 10.15 spænska – byrjendur, há- degisverður kl. 11.45, sungið v/flygilinn kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30, dansað í Aðalsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leir- mótun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með hreyfi- og bænastund á Dalbraut 27, kl. 10.15. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Fríkirkjan Kefas | Unglingasamkoma kl. 20. Fræðsla, tónlist og spjall. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11-14. Leikfimi, súpa. Kirkjuskólinn í Mýrdal | Samvera Kirkjuskólans í Mýrdal í Víkurskóla á laugardagsmorgnum kl. 11.15. Brúðkaup | Gefin voru saman 20. október síðastliðinn af séra Jónu Hrönn Bolladóttur, í Garðakirkju, Guðrún Halldórsdóttir og Reynir Hilmarsson. Þau eru til heimilis á Álftanesi. Brúðkaup | Gefin voru saman 23. júlí síðastliðinn af séra Þór Hauks- syni, í Árbæjarkirkju, Sóley Lára Árnadóttir og Birkir Þór Krist- mundsson. Þau eru til heimilis í Reykjavík. Brúðkaup | Gefin voru saman 21. júlí sl. af séra Haraldi M. Kristjánssyni í Bænhúsinu á Núpsstað, Málfríður Ómars- dóttir og Matthew James Ro- berts. Hlutavelta | Sara Sólveig Krist- jánsdóttir, Lena Lísbet Kristjáns- dóttir og Brynja Björk Kristjáns- dóttir stóðu fyrir tombólu og söfnuðu 6.127 kr. sem þær gáfu í ABC hjálpastarfs. dagbók Í dag er föstudagur 9. nóvember, 313. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessu meira.“ (Mark. 12, 31.) Íslensk málnefnd efnir til árlegsmálræktarþings á morgun,laugardag. Þingið, sem haldið er í sam- starfi við Mjólkursamsöluna, ber yf- irskriftina Málstefna í mótun. Staða tungunnar Guðrún Kvaran er formaður ís- lenskrar málnefndar: „Þingið er það ellefta í röðinni, og verður þar gerð grein fyrir starfi fimm hópa sem vinna að heimildasöfnun til vinnslu heildstæðrar íslenskrar málstefnu,“ segir Guðrún. „Á síðastliðnu ári var lögum um Íslenska málnefnd breytt og hún formlega sett undir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræð- um, en nefndin starfar sjálfstætt eftir sem áður. Málnefndin fékk, sam- kvæmt lögum, það verkefni að semja drög að íslenskri málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið og að álykta um stöðu tungunnar árlega. Hafa fimm starfshópar nefndarinnar safn- að heimildum um ýmis svið þjóð- félagsins, s.s. skólakerfi, viðskiptalíf, menningarlíf, íslenskukennslu fyrir útlendinga, fjölmiðla og stjórnsýslu.“ Á málræktarþinginu verða einnig veitt verðlaun einstaklingum sem unnið hafa gott verk við að vekja áhuga almennings á íslensku máli. Umræður verða um þau erindi sem flutt verða, og dagskráin brotin upp með tónlistaratriðum auk þess sem Mjólkursamsalan býður upp á veit- ingar „Til viðbótar við kynningar rannsóknarhópanna verður kynnt ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2007 en þar er m.a. minnst á lagalega stöðu íslensk- unnar,“ segir Guðrún og bætir við að vonast sé eftir virkri þátttöku þing- gesta. Málræktarþingið er haldið í hátíða- sal Háskóla Íslands frá kl. 11 til 14.25. Þingið er öllum opið og aðgang- ur ókeypis. Fundarstjóri er Steinunn Stefánsdóttir blaðamaður. Nánari upplýsingar um dagskrá þingsins má finna í viðburðadagatali Háskóla Íslands á www.hi.is. Íslenska | Málræktarþing Íslenskrar málnefndar á laugardag í hátíðarsal Málstefna í mótun  Guðrún Kvaran fæddist 1943. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1963 og útskrifaðist sem cand. mag. frá Há- skóla Íslands 1969. Hún lauk dokt- orsprófi frá Georg- August háskólanum í Göttingen í Þýskalandi 1980. Árið 1978 var Guð- rún ráðin sérfræðingur við Orðabók Háskólans og hefur unnið þar síðan. Hún varð forstöðumaður stofnunar- innar og jafnframt prófessor við Há- skóla Íslands árið 2000. Guðrún er for- maður Íslenskrar málnefndar. Hún er gift Jakobi Yngvasyni prófessor við háskólann í Vínarborg og eiga þau tvö börn. Tónlist Barinn | Kristín og co spila frumsamda tónlist kl. 22. Bíóhöllin | 30 ára afmælistón- leikar Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi verða kl. 21. Margir helstu tónlistarfrömuðir í þrjátíu ára sögu skólans stíga á svið. ErkTónlist f | Á Degi íslenskrar tónlistar 9. nóvember kemur út nýr geisladiskur, Lambda, með tónlist eftir Kjartan Ólafsson. Diskurinn inniheldur fjögur tón- verk í flutningi Sinfón- íuhljómsveitar Íslands sem voru hljóðrituð á tónleikum á tíma- bilinu 1988 til 2005. http:// www.listir.is/lambda/ Skrúðgarðurinn | Hádegistón- leikar Hönnu Þóru Guðbrands- dóttur, söngkonu frá Akranesi verða kl. 12.10. Söngur og súpa. Myndlist Fótógrafí | Karl R. Lilliendahl sýnir svarthvítar ljósmyndir frá Ítalíu. Sýningin ber yfirskriftina Uno sem er ítalska orðið fyrir einn. Titillinn er tilvísun í sýn ljósmyndarans á einstaklinginn í borgarsamfélaginu. Hver mynd segir sögu einnar mann- eskju. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Hljóm- sveitin Sérsveitin leikur fyrir dansi föstudags- og laug- arddagkvöld. Húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Samtökin 7́8 | Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræðingur heldur erindi í Regnbogasal Samtak- anna 7́8 10. nóv kl. 16.30. Fréttir og tilkynningar Kennaraháskóli Íslands | Don Meyer heldur námskeið um systkini fatlaðra og langveikra barna í Skriðu, KHÍ á vegum Umhyggju. Foreldrar, aðstand- endur og systkini fatlaðra og langveikra barna eru hvattir til að mæta. Skráning fer fram á greining.is. Einnig má skrá sig við innganginn. Sjá nánar á um- hyggja.is Mannfagnaður Bergmál líknar- og vinafélag, | Opið hús kl. 16, í Blindraheim- ilinu að Hamrahlíð 17, II hæð. Séra Bjarni Karlsson flytur hug- vekju og Þorvaldur Halldórsson skemmtir. Matur að hætti Berg- máls. Tilkynnið þátttöku hjá Þórönnu Þórarinsd. s: 568-1418 / 820-4749. Fyrirlestrar og fundir Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Ís- lands | Ráðstefna um kvenna- og kynjarannsóknir kl. 13.15. Meðal gesta eru Drude Dahle- rup prófessor í stjórnmálafræði og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. 18 málstofur í boði og rúmlega 70 fyr- irlestrar. Nánari uppl. á heima- síðu RIKK: www.rikik.hi.is Ráð- stefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis Dans Húnabúð | Skeifunni 11. Harm- onikudansleikur 10. nóvember kl. 22. Harmonikufélag Reykja- víkur. HIÐ gullna musteri speglast fallega í vatninu enda sérstaklega skreytt vegna Hindu- hátíðarinnar Diwali, hátíðar ljóssins, í norður-indversku borginni Amritsar í gær. Hátíð ljóssins verður fagnað um allt Indland í dag. Hindúar fagna ljósinu Musteri speglast í vatni GRUNNSKÓLABÖRN keppa í Orkupúsli Legó hönnunarkeppn- innar í Öskju, Sturlugötu á morgun, laugardaginn 10. nóv- ember, frá kl. 9.30-17. Átta vikna rannsóknarvinna, hönnun og for- ritun verður afhjúpuð í First Lego League-keppninni um Orkupúslið en þá munu um 200 börn í 24 liðum sem skráð eru til keppninnar sýna hæfni sína við lausn vandamála, skapandi hugs- un, samvinnu, kappleiki, íþrótta- anda og skynjun á orkuþarfir þjóðfélagsins, segir í tilkynn- ingu. FLL-keppnin er dæmd á nokkrum sviðum: lausn í þrauta- braut, hönnun og forritun vél- menna, rannsóknarverkefni, liðsheild, ferilskráning og besta skemmtiatriðið. Aðalviðurkenn- inguna, FLL-meistarar 2007, hlýtur það lið sem er stigahæst í öllum framangreindum þáttum. Þeirri viðurkenningu fylgir þátt- tökuréttur á Evrópumóti FLL sem fram fer í maí á næsta ári. Alþjóðleg vefsíða FLL er á slóðinni: http://www.firstlego- league.org en slóð íslensku keppninnar er: http://www.first- lego.is. Verkfræðideild Háskóla Ís- lands hýsir keppnina og leggur til starfsmann til daglegrar um- sýslu auk þess að hafa umsjón með vefsíðu keppninnar www.firstlego.is. Aðrir helstu styrktaraðilar keppninnar í ár eru Marel, Orkuveita Reykjavík- ur, Alcan og iðnaðarráðuneytið. Keppnin er samvinna þriggja skólastiga. Grunnskólabörn eru beinir þátttakendur í keppninni, nemendur verkfræðideildar HÍ og nemendur Kennaraháskóla Íslands sinna dómgæslu. Nem- endur á rafiðnaðarsviði Iðnskól- ans sjá síðan um beina útsend- ingu á keppninni í gegnum vefinn. Grunnskólabörn í Orkupúsli BERGMÁL, líknar- og vinafélag, verður með opið hús sunnudaginn 11. nóvember kl. 16 í Blindraheim- ilinu í Hamrahlíð 17, 2. hæð. Séra Bjarni Karlsson prestur í Laugarneskirkju flytur hugvekju. Þorvaldur Halldórsson skemmtir. Matur að hætti Bergmáls. Upplýs- ingar og skráning hjá Þórönnu í síma 568-1418 eða 820-4749. Opið hús hjá Bergmáli FÉLAGSFUNDUR Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum verður haldinn á Grand Hótel í kvöld, föstu- daginn 9. nóvember, kl. 20. Gestafyr- irlesari kvöldsins verður Kristbjörg Kristmundsdóttir, jógaþerapisti sem mun m.a. fjalla um sjálfstyrkingu. Jón Magnússon flytur erindið „Stefnumótun og framtíð Frjálslynda flokksins.“ Á morgun, laugardaginn 10. nóv- ember, verður Alþingi heimsótt kl. 13 og Hellisheiðarvirkjun verður heim- sótt kl. 15. Konur í Frjáls- lynda flokkn- um funda FRÉTTIR Skráning í Stað og stund | Skráning í Stað og stund birtist á netinu um leið og skrásetjari staðfestir hana. Hægt er að skrá atburði í liði fé- lagsstarfs og kirkjustarfs tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er yfirles- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.