Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 49 Tónlistarmenn meta stöðuna Í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar sem haldinn er hátíðlegur í dag hafði Morgunblaðið samband við nokkra vel valda íslenska tónlistarmenn og spurði þá meðal annars út í stöðu íslenska tón- listariðnaðarins, styrkleika hans og veikleika, aðkomu hins op- inbera og hvernig megi efla íslenskt tónlistarlíf. Í hverju er styrkleiki íslensks tónlistariðn- aðar helst fólginn? Í ótrúlega háu getustigi í ólíkum geirum tónlistar, fjölbreytileika, frumleika, dugnaði og sköpunarkrafti. Tiltölulega litlar girð- ingar á milli stíla og stutt á milli fólks. Hátt menntunarstig, bæði almennt og í tónlist. Hverjir eru helstu veikleikar hans í dag? Smæðin og einangrunin, en hvorutveggja er reyndar mikill styrkur líka. Fjárskortur. Hvernig finnst þér að sé haldið utan um þín réttindamál? Bara nokkuð vel. Án þess að fara út í smáatriði get ég þó sagt að það megi jafna betur réttindi og aðstöðu tónlist- arfólks í ólíkum geirum íslensks tónlistarlífs. Sumir hópar virðast vera í forgangi hér, aðr- ir þar. Tónlist er tónlist og við þurfum að læra að meta hana betur eftir eigin verðleikum, en ekki eftir merkimiðum. Standa íslenskir tónlistarmenn jafnfætis öðrum stéttum, hvað varðar laun og vinnuöryggi? Við gætum öll þegið hærri laun fyrir ýmislegt sem við gerum. Það er hinsvegar erfitt að ætlast til mikils atvinnuöryggis í list- um. Eðli málsins samkvæmt markast þetta annars vegar af framboði og eftirspurn, en hinsvegar af eigin frumkvæði og dugnaði. Það mætti auka fé til starfslauna listamanna og koma fleiri tónlistarmönnum úr ólíkum tónlis- argeirum þar að. Rithöfundar, einir listamanna, geta til dæmis verið sam- fellt árum saman á starfslaunum. Af hverju? Telur þú að ríki eða sveitarfélög geti komið betur til móts við tónlist- armenn? Stuðningur við tónlistarlífið hefur vaxið mikið á undanförnum ár- um og skilningur ráðamanna aukist. Engu að síður má alltaf gera betur. Það mætti vissulega auka fé í Tónlistarsjóði ríkisins, þá væri meira til skiptanna fyrir fleiri og einhverjir gætu fengið stærri styrki sem skipta meira máli. Lofbrúin er frábær, en eflaust mætti stækka hana. Kannski væri góð hugmynd að bjóða upp á meiri stuðning við tónleikahald innan- lands, eins og víða þekkist erlendis. Slíkt tónleikahald stendur sjaldnast undir sér, er stundum á núllinu, en mjög sjaldan í plús. Aukinn stuðningur við útgáfu væri líka af hinu góða. Flestar íslenskar plötur eru gefnar út með tapi. Sigurður Flosason, saxófónleikari og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla FÍH. Sumir njóta forgangs Í hverju er styrkleiki íslensks tónlistar- iðnaðar helst fólginn? Styrkleikinn felst í smæðinni. Hér þekkja allir alla og það er auðvelt að koma verkefnum í framkvæmd. En auðvitað er styrkleikinn fyrst og fremst fólginn í frábærum listamönnum. Hvernig finnst þér að sé haldið utan um þín réttindamál? „Ég stal þessu ekki. Ég er bara að geyma þetta fyrir vin minn!“ Er ekki kominn tími til að símafyr- irtækin fari að borga fyrir allt niðurhalið? Það eru jú þau sem geyma þýfið og rukka fyrir það. Þetta er stærsta réttindamál skapandi listamanna hvort sem þeir starfa í tónlist, myndlist, hugbúnaði eða kvik- myndum. Það er búið að ala upp heila kynslóð sem finnst fáranlegt að borga fyr- ir hluti sem það getur fengið frítt á netinu. Staðreyndin er sú að þetta er ekki frítt. Fólk borgar fullt af peningum til símafyrirtækjanna. Þau ættu að sjá að sér og greiða fyrir allt það sem fer í gegnum þeirra net. Það er nú ekki eins og það sé ekki hægt að fylgjast með þessu. Við bú- um á upplýsingaöld. Þetta eru allt stafrænar upplýsingar. Það ætti að vera hægt að finna lausn á þessu. Telur þú að ríki eða sveitarfélög geti komið betur til móts við tónlistarmenn? Það mætti styrkja tónlistarmenn til tónleikahalds á landsbyggðinni. Spurning hvort það mætti ekki vera eitthvað eins og lottó eða happ- drætti Háskólans sem færi í að styrkja menningarstarf í landinu. Það er íþróttahús og fótboltavöllur í hverju plássi og ekkert nema gott um það að segja en spurning hvort það mætti styðja betur við tónlistarlífið. Tónlistarskólarnir þurfa aukið fjármagn og fáránlegt að við getum ekki búið betur að þeim og menntastofnunum almennt þegar það er afgangur af fjárlögunum ár eftir ár. Menningarhúsin sem eru að rísa á lands- byggðinni eru gott framtak en það þarf fjármagn í rekstur þeirra. Það væri óskandi að settur yrði á fót sjóður menningarhúsanna til að styrkja tónlistarfólk í að fara í tónleikaferðir og spila í þessum húsum. Hvað er hægt að gera strax til að bæta hag íslenskra tónlistar- manna? Fjölmiðlar gætu sýnt tónleikahaldi og tónlist almennt meiri áhuga. Ég á mér draum um að opna mánudagsblöðin og sjá þar tónlistarblað líkt og íþróttablöðin eru í dag. Merkilegt hvað einn leikur í handbolta eða fótbolta fær mikið pláss. Þar þykir sjálfsagt að ræða við þjálfara beggja liða, nokkra leikamenn og oft fólk út í bæ um viðburðinn. Svo eru heilu opnurnar af myndum. Ég held að fólk hafi mikinn áhuga á að lesa al- mennileg viðtöl við tónlistafólk og sjá myndir af tónlistarviðburðum. Sama mætti segja um ljósvakamiðlana. Þar er ekki mikil áhersla á hljóð. Fyrst og fremst mynd. Hef oft lent í því að hljóðvinnslan er látin mæta afgangi. Það þarf að ala upp nýja kynslóð af upptökustjórum og tækni- mönnum með reynslu af hljóðvinnu og tónlistarlegt innsæi. Sérstaklega á að gera þessa kröfu á ríkisfjölmiðlana. Þeir eiga samkvæmt lögum að sinna þessu almennilega. Mér finnst oft eins og fjölmiðlafólk hafi ekki áhuga á því sem er að gerast úti í þjóðfélaginu heldur miklu frekar því sem gerist inn á þeirra eigin fjölmiðli. En það er ekki hlutverk fjölmiðla að búa til fréttir heldur eiga þeir að færa fólki fréttir af því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari. Meiri áhugi fjölmiðla Hverjir eru helstu veikleikar íslenska tónlistariðnaðarins í dag? Ég held að helsti veikleikinn sé í raun sá sami og styrkleik- inn. þ.e.a.s. hversu lítill mark- aðurinn er. Þó að það sé ekki svo erfitt að koma út plötu á Ís- landi þá er gríðarlega erfitt að lifa af plötusölu og tónleika- haldi hér á landi vegna smæðar markaðarins. Það er í raun ekki nema mjög fáum sem tekst það. Þetta gerir það einn- ig að verkum að flytjendur beina athyglinni sífellt meira að útlöndum sem hefur bæði kosti og galla í för með sér. Standa íslenskir tónlistarmenn jafnfætis öðrum stétt- um, hvað varðar laun og vinnuöryggi? Það er erfitt að bera þetta saman því flestir tónlistarmenn á Íslandi vinna sem verktakar og njóta oft ekki annarra fríð- inda en þeirra sem þeir semja um sjálfir. Mér finnst tónlist- armenn vera alltof linir við að fylgja eftir þeim samnings- reglum sem FÍH hefur gert fyrir þeirra hönd. Vinnuveitendur (meira að segja opinberar og ríkisstyrktar stofnanir) eru ávallt reiðubúnir til þess að borga lægri laun en FÍH taxtinn segir til um og þess vegna þurfa tónlistarmenn sjálfir að vera á varðbergi og passa upp á sína hagsmuni. Telur þú að ríki eða sveitarfélög geti komið betur til móts við tónlistarmenn? Ég held að það besta sem ríki og sveitarfélög geti gert fyrir tónlistarlífið í landinu sé að efla tónlistarskóla landsins og tónlistarmenntun almennt. Þau verða að skilja að þetta er undirstaða alls tónlistarlífs í landinu, grunnurinn sem allt byggir á. Það er algjörlega öfugsnúið að stæra sig af öflugu ís- lensku tónlistarfólki á meðan tónlistarskólar landsins eru látnir reka á reiðanum. Er nægilega vel staðið að tónleikhaldi? Ég held að Íslendingar hljóti að eiga einhverskonar heims- met í tónleikahaldi og tónleikaaðsókn. Reyndar á þetta líka við um leikhúsin. Það virðist sem menningarlyst landans sé óseðjandi og þetta eru frábær skilyrði fyrir blómstrandi menningarlíf. Það sem veldur mér helst áhyggjum er það sem kalla mætti hátíðavæðing menningarlífsins. Með því á ég við þessa áráttu að þjappa ákveðnum menningarviðburðum sam- an á nokkra daga þar sem fólk fær einhverskonar ofur- skammt af menningu sem á að duga út næstu mánuði. Ég held að það geti verið heilbrigðara mynstur að menningin sé hluti af daglegu lífi fólks og að það geti sótt menningar- viðburði jafnt og þétt allt árið. Tek sem dæmi nýafstaðna kvikmyndahátíð þar sem maður þurfti að vera í fullri vinnu í 10 daga við að sjá allar þær góðu myndir sem þar voru á dag- skrá og eru því miður ekki í almennri sýningu hér á landi. Daníel Bjarnason, tónskáld og hljómsveitarstjóri. Efling skólanna Í hverju er styrkleiki íslensks tónlistar- iðnaðar helst fólg- inn? Í mínum huga mætti skipta styrk- leika íslensks tónlist- ariðnaðar í tvennt, þ.e. í sterkan innanlands- markað þar sem geisladiskasala er enn mjög góð, mikið um tónleikahald og áhugi almennings mikill á tónlist yfir höfuð og svo í útrás tónlistar þar sem frumleiki og framtaksemi fleytir mörgum langt. Í útrásinni er bæði styrkleiki í þeirri tónlist sem nú þegar hefur gert það gott erlendis en líka í möguleikunum á því sem koma skal ef vel er staðið við bakið á upprennandi tón- listarmönnum. Það er mikil gróska og litríkt tónlistar- líf í gangi miðað við höfðatölu og árangurinn leynir sér ekki hérlendis sem og erlendis. Standa íslenskir tónlistarmenn jafnfætis öðr- um stéttum, hvað varðar laun og vinnuöryggi? Við stöndum ekki jafnfætis þar sem við höfum ekki nægilegan stuðning og fræðslu til staðar eins og aðrar stéttir geta nálgast. Það þyrfti að stofna algjörlega sjálfstætt stéttarfélag tónlistarmanna sem sér ein- göngu um hag þeirra og réttindi og þar sem marktæk fræðsla og stuðningur færi fram fyrir alla tónlist- armenn og væri ekki dýrt að vera meðlimur. Það ætti að vera sjálfsagt mál að þekkja inn á þessi mál fyrir alla tónlistarmenn. Mín reynsla er sú að ef þú sækir ekki þinn rétt og stendur á þínu, þá ertu í vondum málum í þessum bransa. Við erum því miður svoldið á eftir hérlendis miðað t.d. Bretland þar sem ég hef starfað og verðum við listamennirnir að taka vissa ábyrgð þar á fyrir að sækja ekki okkar rétt og gera ekki kröfur til iðnaðarins um að virða hann. Laun og vinnuöryggi er erfiðara að miða við aðrar stéttir þar sem vinna og laun tónlistarmanna er oftast lítil eða dreifð eða vinnan kemur í syrpum, vinnuöryggi er ekkert sem tónlistarmenn búast við yfir höfuð. Er nægilega vel staðið að tónleikhaldi? Ég er ekki búin að kynna mér það nægilega vel þar sem ég er tiltölulega nýstigin inn í tónleikasenuna aftur hér heima. Það er allavega nóg að gerast! Í Bretlandi var vaninn að tónlistarmaðurinn fyllir út lista á hverjum stað þar sem kemur fram hverjir spila og hvaða lög eru spiluð svo hægt sé að skrá það og síðan er borgað fyrir flutning á tónlist og höfundarlaun eftir því. Ég hef ekki orðið vör við þetta hér enn sem komið er. Elíza Geirsdóttir Newman, söngkona. Mikil gróska Langar þig að lesa um höfuðfata- höfuðpaur, kaffikellingu og ólíkindatól? „… létt og leikandi …“ Úlfhildur Dagsdóttir / bokmenntir.is Hér yrkir Þórarinn Eldjárn sextán skemmtilegar vísur sem Sigrún Eldjárn skreytir líflegum olíumálverkum. Bókinni fylgir geisladiskur þar sem Bára Grímsdóttir kveður kvæðin við forn, íslensk rímnalög. *Metsölulisti Eymundsson / barnabækur. 7. nóvember. 2. sæti*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.