Morgunblaðið - 09.11.2007, Side 27

Morgunblaðið - 09.11.2007, Side 27
vaxtarsprotar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 27 Hreiðar Karlsson segir nýjategund af kjöti komna á markaðinn sem veki áhuga fréttamanna: Segðu þegar frá sönnunum, sjáirðu nokkurn vott um kjöt sem er haft í könnunum, en hvergi að finna í pottum. Hjálmar Freysteinsson telur að þetta eigi við um sérstaka tegund af kjúklingabringum: Sá sem fáa aura á ætti að gerast slyngur. Viljirðu spara veldu þá verðkönnunarbringur. Kristján Eiríksson yrkir tilbrigði: Sá sem fáa aura á eygir tækifæri í versluninni velur þá verðkönnunarlæri. Þá Pétur Stefánsson: Sá sem fáa aura á að því gjarnan hyggi; í versluninni velja má verðkönnunarhryggi. Og Stefán Vilhjálmsson: Sá sem fáa aura á ætti að skoða það, vel að gá og vísast fá verðkönnunarspað. Kristján segir jafnvel stórskuldara geta gert sér gott í munn á sláturtíðinni: Sá sem ber hér öxlum á okurlánaþunga í versluninni velja má verðkönnunarpunga. Og Jóhannes Sigmundsson frá Syðra-Langholti: Sá sem fáa aura á ætti að verða kátur, því í verslun velja má verðkönnunarslátur. Loks Hólmfríður Bjartmarsdóttir á Sandi í Aðaldal, sem ætlar út í búð þegar lágvöruverðsverslanir fá vínsöluleyfi: Ég sem fáa aura á alger sveitajússa. Í verslanirnar vil ég fá verðkönnunarsjússa. VÍSNAHORNIÐ Af vörum og verð- könnunum pebl@mbl.is Eftir Karl Sigurgeirsson karl@fosvar.is Pálína Fanney Skúladóttir býrá Laugarbakka í Miðfirði,með manni sínum, Einari Georg Einarssyni og tveimur börn- um þeirra, Bergþóru Fanney og Ásgeiri Trausta. Hún segist vera sveitastúlka, ólst upp austur á Hér- aði og var í grunnskóla á Hallorms- stað. Þar bjó hún á heimavist og kvöldin og frítímar fóru að mestu í margvíslegt handverk, enda mikil hefð fyrir slíku á staðnum. Hún hafði þá snemma áhuga á kirkjutónlist og söng í kór heima- kirkju sinnar á Þingmúla 12 ára gömul. Er hún var í skóla á Akra- nesi hóf hún síðan nám í orgelleik, hélt því svo áfram í Kópavogi hjá norskum kennara, Ann Torild Lindstad og fór loks til Svíþjóðar í enn frekara nám. Pálína er nú kirkjuorganisti og grunnskólakenn- ari í Húnaþingi vestra. Náttúran í ull Prjónaskapurinn hefur sömuleið- is fylgt Pálínu frá unga aldri og því fannst henni kjörið tækifæri að nýta sér þann grunn þegar boðið var upp á kynningarfund hjá Impru nýsköpunarmiðstöð, sem haldinn var á Gauksmýri í Húna- þingi í febrúar sl. Í framhaldi ákvað hún að fara með viðskipta- hugmynd sem hún hafði og að sækja námskeið um stofnun fyrir- tækis. Verkefnið er einnig styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Búnaðarsambandi og atvinnuráð- gjöf svæðisins. Verkefni Pálínu hefur hlotið heit- ið „Náttúran í ull“ og felst í vinnslu á vörum úr náttúrulituðu ull- arbandi. Bandið kaupir hún einkum af Ístex ehf., einspunnið úr hvítri íslenskri ull. Það litar hún síðan með efnum sem unnin eru úr jurt- um sem eru soðnar upp og búinn til lögur af. Segir Pálína fjölmargar jurtir gefa góð litarefni, m.a. rab- babararætur, njóla, hundasúrur, sortulyng, gulmuru, fjalldrapa, blóðberg. Til að festa liti betur í bandinu notar hún síðan edik, sem einnig er náttúruafurð. Pálína segir jurtalitun aldagamla og trúlega hafa verið stundaða allt frá land- námi. Ferillinn er að hennar sögn augljós, þar sem ullin er að- alhráefnið og litarefnin í náttúrunni allt í kring. Engin skaðleg eru heldur notuð við litunarferlið og af- gangur jurtanna fer í safnkassann. Pálína styðst við tvær gamlar bæk- ur um jurtalitun og er önnur frá því um aldamótin 1900. Þegar bandið er tilbúið til notk- unar prjónar Pálína margvíslegan fatnað, t.d. kjóla, skokka, herðasjöl og handskjól og má á heimilinu finna margvíslegar flíkur og smærri muni úr ullarbandinu. Þeg- ar Pálína er síðan orðin sátt við út- komuna, gerir hún mynstur- teikningu og setur í söluumbúðir ásamt hæfilegu magni af ullarbandi fyrir gerð flíkurinnar. Að hennar mati er þetta betri leið en að selja bandið í lausu máli, þar sem erfitt getur verið að fá sömu liti í stærri einingum. Pálína segir að sér hafi komið á óvart, hve auðvelt var að koma þessari hugmynd sinni yfir í fyrir- tæki og það verður áhugavert að fylgjast með þessu metnaðarfulla verkefni í framtíðinni. Útkoman Flíkur hannaðar og prjónaðar af Pálínu. Litað samkvæmt aldagamalli hefð Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Jurtalitun Pálína kaupir hvíta ull og litar sjálf. Vaxtasprotar nefnist verkefni sem snýst um atvinnusköpun í sveitum og hefur fjölmennur hópur fólks á Suðurlandi og í Húnaflóa tekið þátt í því. - kemur þér við Íbúar á Grettisgötu ekki brugðið við eld Var finnski fjölda- morðinginn eftirherma? Margrét Frímanns fer á Litla-Hraun Sighvatur er ekki lengur í fallöxinni Kiddi rokk er með tónleikabakteríuna Flugfreyja flýgur inn í þulustarfið á RÚV Hvað ætlar þú að lesa í dag?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.