Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Rannveig Jóns-dóttir fæddist á Syðri-Hofdölum í Skagafirði 4. sept- ember 1941. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 1. nóvember síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Árnadóttur, f. 22.5. 1917, d. 4.5. 2003, og Jóns H. Jóhanns- sonar, f. 24.6. 1911, d. 18.3. 1999. Systk- ini Rannveigar eru: 1) Ásmundur, f. 7.3. 1940, kvæntur Ragnheiði Kjærnested, synir þeirra eru Jón Hjalti og Ragnar Kjærnested. 2) Árni, f. 5.11. 1957, d. 19.11. 2000. 3) Jóhanna Birgitta, f. 22.8. 1950, d. 25.2. 1955. Hinn 7. júní 1965 giftist Rannveig Alois Raschhofer frá Austurríki, f. 10.12. 1936. Börn þeirra eru 1) Róbert Jón, f. 23.2. 1966, kvæntur Margarete Schrems. Synir þeirra eru Jakob Jón, f. 12.10. 1998, og Matthías Kjartan, f. 7.2. 2000. 2) Birgit, f. 19.5. 1968, gift Jó- hanni Pétri Guð- varðarsyni. Dóttir þeirra er Anna Mar- grét, f. 14.12. 2003. Rannveig lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1958 og hjúkrunarfræði- námi frá Hjúkr- unarskóla Íslands í október 1962. Hún starfaði við Sjúkra- húsið á Blönduósi í eitt ár að námi loknu, flutti síðan til Danmerkur og starfaði við Københavns Amts Sygehus, Gentofte, Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og Plejehjem Kastrup í Kaupmannahöfn til árs- ins 1972 er fjölskyldan flutti til Ís- lands. Rannveig vann á Klepps- spítala árin 1973 til 1977 er hún hóf störf á Leitarstöð Krabba- meinsfélags Íslands þar sem hún starfaði til dánardags. Útför Rannveigar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Falla Hlés í faðminn út firðir nesjagrænir. Náttklædd Esjan, ofanlút, er að lesa bænir. (Stephan G. Stephansson) Föðursystir okkar Rannveig Jóns- dóttir fékk ekki langan fyrirvara þegar lífið sagði henni upp og dauð- inn hélt innreið sína í formi krabba- meinsárásar af verstu gerð. Hjúkr- unarfræðingurinn Rannveig vissi sem var að hún ætti ekki langt eftir og hóf af miklu æðruleysi undirbún- ing eigin útfarar. Ekki duldist þó neinum að Rannveig var ekki sátt við hlutskipti sitt; hún var farin að hlakka til lífsins án vinnu í faðmi fjöl- skyldu sinnar, hérlendis og erlendis. Það er alltaf jafn ömurlegt þegar annars heilsuhraust fólk sem enn hefur margt að gefa neyðist til að hverfa á braut. Að baki er reynslurík ævi. Rann- veig var uppalin í sveit og síðar þétt- býli. Þá dvöl erlendis, mest í Dan- mörku með heimsóknum til Austurríkis, þaðan sem eftirlifandi eiginmaður hennar er. Búseta þeirra hjóna var lengst af í Reykjavík og sem börn minnumst við heimsókna til þeirra með hátíðleik – blokkin mikla með frábæru útsýni yfir nánast alla borgina. Höfðingleg var hún í fasi, þægileg í samræðum og ævinlega áhugasöm um hvaðeina, störf annarra og fróð- leik af ýmsu tagi. Rannveigar verður sárt saknað. Ragnar og Jón Hjalti. Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. (Úr Spámanninum) Rannveig Jónsdóttir, hollsystir/ skólasystir okkar er kvödd í dag frá Langholtskirkju. Á sólríkum degi 17. ágúst 1959 mættu í anddyri Hjúkrunarskóla Ís- lands 19 ungar stúlkur á framabraut, komnar víða að á landinu. Það ríkti spenna í loftinu en notaleg umgjörð staðarins og móttökur höfðu góð áhrif á hjörtu þessara ungu stúlkna. Þessi dagur var örlagaríkur og upp- haf þriggja ára hjúkrunarnáms ásamt ævilangri vináttu þessa hóps, jafnt í blíðu og stríðu. Á námsárunum bjuggum við allar undir sama þaki, þar sem hjúkrunar- skólinn var um leið heimavist og heimili okkar. Við kynntumst því dá- vel og vorum eins og systur og var þar ríkjandi mikil gleði með ýmsum uppákomum, jafnt í vinnu sem utan hennar. Hollið eins og það var kallað á þeim tíma hefur haldið saman og hist nokkuð reglulega í gegnum árin og var Rannveig ein af þeim, sem lét sig aldrei vanta. Rannveig var góður hjúkrunar- fræðingur, skilningsrík, einlæg, raunagóð og hafði einkar fallega framkomu sem laðaði fólk að henni. Hún var vinsæl í góðra vina hópi. Við hollsystur kveðjum hana með trega og söknuði um leið og við þökk- um henni fyrir samveruna sem nú er á enda. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Við sendum Alois og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur okkur. Hollsystur frá Hjúkrunarskóla Ís- lands 1962. Oddný M. Ragnarsdóttir. Rannveig Jónsdóttir hóf störf hjá Krabbameinsfélaginu í september 1977. Hún hafði því unnið hjá félag- inu um þrjátíu ára skeið nú í septem- ber. Hún reyndist dugmikil og traust og verður skarð hennar vandfyllt. Farsælt starf Krabbameinsfélagsins í meira en hálfa öld hefur ekki síst byggst á færni og hollustu góðs starfsfólks eins og Rannveigar. Rannveig var fædd 4. september 1941 og uppalin í Skagafirði. Hún út- skrifaðist úr Hjúkrunarskóla Íslands 1962 og fór fljótlega til Danmerkur að vinna á sjúkrahúsum. Þar kynntist hún eiginmanni sínum, Alois Raschhofer. Þau bjuggu síðar um tíma í Austurríki, þaðan sem Alois var ættaður, en svo fluttu þau aftur til Íslands þar sem þau bjuggu og störf- uðu síðan. Rannveig vann á Leitar- stöð Krabbameinsfélagsins lungann úr starfsævi sinni og sinnti almennri móttöku kvenna sem þangað komu í legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Á árinu 2001 tók hún síðan við því starfi að fylgja eftir og hafa samband við þær konur sem þurftu nánari skoðun eða þurfti að fylgjast sérstak- lega vel með. Hún sá um að hafa sam- band við þær um síma og boða í frek- ari skoðun. Þetta er vandasamt verk sem Rannveig leysti af hendi með al- úð og mikilli nærgætni. Hún var lát- laus og heilsteypt kona með þægilega og góða nærveru, hæg og róleg að yf- irbragði en kímin. Rannveig var mjög samviskusöm og traust í sínu starfi. Hún stóð samt fast á skoðunum sín- um og var meginstoð fjölskyldu sinn- ar. Hún var heimakær og hafði ánægju af lestri góðra bóka en sinnti líka útivist. Þau Alois áttu tvö börn og voru barnabörnin þrjú yndi þeirra. Rannveig hafði aðeins minnkað við sig vinnu að undanförnu og ráðgerði að hætta alveg á komandi ári til að hafa betri tíma til að sinna fjölskyldu sinni. Síðla sumars fór hún að finna til þreytu, leitaði læknis í september og greindist skömmu síðar með illvígt krabbamein. Hún sýndi mikla hug- prýði í stuttu en hörðu veikindastríði og hafði undirbúið sig og fjölskyldu sína fyrir það sem verða vildi. Fyrir hönd Krabbameinsfélags Ís- lands og samstarfsfólks vil ég þakka Rannveigu mikilvægt starf hennar í þágu kvenna á Íslandi í þrjátíu ár um leið og ég votta Alois, börnum þeirra og barnabörnum og bróður Rann- veigar og fjölskyldu innilega samúð við skyndilegt og ótímabært andlát góðrar konu. Blessuð sé minning Rannveigar Jónsdóttur. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands. Það eru aðeins nokkrar vikur síð- an Rannveig vinkona mín sagði mér frá veikindum sínum. Tíminn sem í hönd fór reyndist erfiður fyrir hana og fjölskylduna. Þá tóku við rann- sóknir og geislameðferð sem reyndi mjög á hana, en því miður tókst ekki að stöðva sjúkdóminn. Hún barðist við sjúkdóminn af einstöku æðru- leysi, það var ekki annað hægt en dást að rósemi hennar, sem var ein- stök. Ég veit að mörgum þótti vænt um Rannveigu og harma ótímabært frá- fall hennar. Hún vann í Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands lengst af sínum starfsferli. Þar nutu sín henn- ar góðu hæfileikar, hún var góðum gáfum gædd, dugleg, samviskusöm og nákvæm í öllum sínum störfum. Hún lét sér annt um þær konur sem í leitarstöðina komu, veitti hlýju og huggun þegar á þurfti að halda, því að oft fylgir þessum skoðunum og rannsóknum mikill kvíði og óvissa. Við Rannveig unnum saman í tutt- ugu og tvö ár í Leitarstöðinni. Okkar samvinna var mjög góð og myndað- ist vinátta og trúnaður á milli okkar sem aldrei brást, og styrktist ekki síst þessar síðustu vikur sem hún lifði. Oft þurfti ég að leita til hennar, þegar ég var í vafa með eitthvað við- víkjandi starfinu og leysti hún yfir- leitt vandann fljótt og vel. Rannveig var gæfumanneskja í líf- inu, hún átti góðan eiginmann, tvö dugleg og vel gefin börn, tengdabörn og þrjú barnabörn. Það var þó mikið áfall fyrir hana, þegar Árni bróðir hennar var bráðkvaddur fyrir nokkr- um árum, langt um aldur fram. Ás- mundur bróðir hennar, og fjölskylda hans voru henni mjög kær, sem og aðrir ættingjar og vinir. Ég kveð kæra vinkonu og þakka liðnar stundir, bæði í gleði og sorg, og ég trúi því að Rannveig sé komin á þann stað, þar sem engin þjáning er til. Eiginmanni, börnum, bróður og fjölskyldum þeirra og öðrum ástvin- um sendum við Gísli innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Rannveigar Jónsdóttur. Lilja Jónsdóttir. Rannveig Jónsdóttir ✝ Soffía KristínHjartardóttir skrifstofustjóri fæddist í Reynisnesi í Skerjafirði 9. maí 1946. Hún lést á Landspítalanum v/ Hringbraut föstu- daginn 2. nóvember síðastliðnum. For- eldrar Soffíu voru hjónin Hjörtur Pjet- ursson, endurskoð- andi, f. 21.2. 1922, d. 28.12. 1993, og Laura Frederikke Claessen, f. 24.1. 1924. Systkini Soffíu eru: Hjörtur H.R. Hjartar- son, Halla Hjartardóttir, maki Kristinn Valtýsson, Jean Eggert Hjartarson Claessen, maki Gríma Huld Blængsdóttir og Laura Hjartardóttir, maki Walter Ragn- ar Kristjánsson. Soffía giftist 21.8. 1965 Oddi Þórðarsyni, f. 27.10. 1944, en þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Þórður Vilberg Oddsson, f. 20.2. 1966, maki Marta Elísabet Guð- mundsdóttir, f. 13.4. 1967, þau eiga tvö börn, Önnu Katrínu, f. 25.10. 1993, og Odd, f. 27.10. 1998. Eiginmaður Soffíu er Hörður Barðdal, f. 22.5. 1946, en þau gengu í hjónaband 24.10. 1980 eftir fimm ára sambúð. Dætur Harðar eru Jóhanna I. Barðdal, f. 6.1. 1969, Sesselja E. Barðdal, f. 27.10. 1970, og Bergþóra Fanney Barðdal, f. 28.12. 1971. Soffía starfaði m.a. hjá Húsa- meistara ríkisins, Rannsóknastofu Háskólans í lyfjafræði og hjá ferðaskrifstofunni Sunnu til margra ára þar sem stofnað var til vináttu sem entist til æviloka. Einnig starfaði hún hjá heildversl- un Ó.M. Ásgeirssonar í nokkur ár. Frá 1980 starfið hún sem skrif- stofustjóri á Endurskoðun Hjartar Pjeturssonar sem hún rak ásamt eiginmanni sínum til æviloka. Útför Soffíu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Elsku amma, ég veit að þér líður loksins vel, og ég veit að þú fylgist með okkur hér niðri og hugsar um að okkur líður vel. Ég man eftir þegar ég eyddi mörg- um helgunum hjá ykkur afa þegar ég var lítil, man eftir þegar þú gerðir freyðibað handa mér hvert skipti sem ég kom og gisti, og mér lá við að kafna í froðu og fannst þú kolklikkuð að vera alveg sama þótt það færi fullt af froðu á gólfið en samt fannst mér það alltaf jafn skemmtilegt. En það var nú ekki jafngaman þeg- ar upp úr baðinu átti að fara því þá vissi ég að þú ættir eftir að greiða mér, að greiða mér var eins og að reita hár af hundi og það lá við að ég gelti á þig, ég var svo hársár. En ég fékk líka stundum að greiða þér og gera krullur í fallega hárið þitt. Og eftir að við vorum búnar að greiða hvor annarri gafstu mér ís. Ég man líka eftir að ég kallaði þig ömmu sleikjó því í hvert skipti sem ég kom í heimsókn fékk ég sleikjó eða nokkra því ég stalst stundum í nammiskáp- inn góða. Ég man líka þegar þið bjugguð í Aðallandi og gáfuð mér fyrstu línu- skautana mína og við borðuðum reykta nautatungu, ég var nú heldur betur ekki að fara að borða tungu úr nauti, þangað til þú píndir mig til að smakka einn bita og þá kom bara í ljós að þetta var heldur betur góð tunga og ætli ég hafi bara ekki bara borðað heilan helling. Ég veit að ég tala fyrir hönd okkar allra þegar ég segi að ég á eftir að sakna þess að koma í heimsókn til ykkar á jólunum og borða hangikjötið og heimatilbúna rauðkálið þitt og hitta jólasveininn, þessi jól eiga eftir að verða voðalega tómleg án þín en við skulum reyna að hafa þau voðalega jólaleg fyrir þig eins og þú vildir hafa allt skemmti- legt og jólalegt fyrir okkur barna- börnin. En þú ert ekki farin frá okkur því við munum alltaf geyma þig í hjarta okkar. Ástarkveðjur Rakel. Kær frænka mín og nafna er kvödd í dag. Hún var fyrsta barnabarn afa okk- ar og ömmu og hét eftir ömmu sinni og móðursystur. Soffía Kristín en langoftast kölluð Dobba. Gullfalleg stúlka og gleðigjafi í fjölskyldunni. Þegar Dobba óx úr grasi varð hún myndarleg húsmóðir með afbrigðum, einstaklega smekkleg og snyrtileg eins og heimili hennar bar fagurt vitni um. Öll störf sem hún tók sér fyrir hendur vann hún af myndar- brag, hvort heldur var heima fyrir eða utan heimilis. Hún var frændrækin og trygg. Ég minnist með þakklæti og hlýju þegar hún tók að halda Soffíu- og Kristínarboðin. Við erum nokkrar nöfnurnar í fjölskyldunni og þykir skemmtilegt að gera mikið úr því. Þegar Kristín Soffía, dóttir mín var eitt sinn stödd á landinu, notaði Dobba tækifærið og hóaði okkur saman, ungum og öldnum. Og boðin urðu árviss og ávallt tilhlökkunar- efni. Þetta var svo hlýlegt og skemmtilegt hjá henni og oft fengu fleiri frænkur og litlir frændur að fljóta með. Oft gat ég leitað til Dobbu og reyndist hún mér mjög vel. Það skal þakkað hér. Hún leiddi mig mín fyrstu skref í Oddfellowreglunni og þótti mér afar vænt um það. Ég og fjölskylda mín vottum Herði, Dodda, elsku Lauru minni, systkinum og öllum ástvinum Dobbu, mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu góðrar konu. Soffía Ingibjörg Guðmundsdóttir. Það var stór systkinahópur sem ólst upp í gömlu húsunum tveimur innan í Skildinganesskeifunni, Reyni- stað og Reynisnesi. Systkinin voru níu þegar mest var og þótt lögheimili og foreldraforráð skiptust nálega til helminga á húsin tvö, þá gekk maður á báðum stöðum út og inn án þess að því væri að öðru leyti til haga haldið. Þar sem bræður skorti á Reynistað, kom það sér vel að ekki var langt að sækja til eldri pilta í systurhúsið, frændur og vini. Og svo var Dobba. Dobba var að vísu flutt að heiman þegar mitt götótta minni byrjaði að skrá framvindu atburðanna. Hún var hins vegar aldrei langt undan. M.a. birtist fyrsta vísbendingin um að mannfjölgun í þessari ætt hefði ekki lagst af með fæðingu minni, á hennar vegum í Dodda. Þrátt fyrir, eða kannski vegna þess, að Dobba fluttist ung að heiman þá minnkaði ekki tryggð hennar við hópinn. Tryggð þessi átti eftir að elta mann út um allan heim. Ég á í fórum mín- um safn skeyta og póstkorta sem mér bárust á afmælisdögum víðs vegar í heiminum, undirrituð af Dobbu og Herði. Þegar námsmaðurinn kom heim í stutt frí frá útlöndum var boð hjá Dobbu jafnan á dagskrá. Hún var snilldar veislugerðarmaður, snjall kokkur og höfðingi í veitingum. Þá hefur heimili hennar alla tíð verið á þann veg, að þangað hefur verið gott að koma. Ég hitti Dobbu síðasta sinni tæpri viku áður en hún lést. Mjög var af lík- amanum dregið, en andinn var klár- lega ennþá til staðar og hún gerði að gamni sínu að vanda. Dobba er nú gengin á vit afa Egg- erts og ömmu Soffíu og hjálpar þeim nú við að undirbúa mikla veislu. Þangað fáum við vonandi öll að ganga í fyllingu tímans. Ég veit að þar verð- ur vel að öllu búið og þar mun faðir minn einnig fara með gamanmál. Þá má og telja líklegt að Hjörtur nokkur Pjetursson slái korðu eða tvær á rafknúið orgel. Og þar verður glatt á hjalla. Dodda, Herði, Lauru og ástvinum öðrum votta ég mína dýpstu samúð. Eggert Benedikt Guðmundsson. Elsku Dobba mín, þetta er lítil kveðja til þín frá mér, kveðja, sem er full af yndislegum minningum. Þar má nefna skemmtilegar uppákomur okkar í gegnum tíðina, allar brellurn- ar, að ógleymdum stuttferðum til nærliggjandi byggðarlaga („utan- landsferðirnar okkar“) með póstkort- um og fleiru, sem hafa oft orðið okkur mikið hlátursefni. Allt þetta rifjast nú upp hjá mér. Ég mun hlýja mér við þessar góðu minningar um elskulega vinkonu um leið og ég þakka þér fyrir að hafa verið vinkona mín. Elsku Hörður, Doddi, Lára, systk- ini og fjölskyldur, ég bið góðan guð að gefa ykkur styrk. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar, Þórdís. Soffía Kristín Hjartardóttir  Fleiri minningargreinar um Soffíu Kristínu Hjartardóttur bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.