Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 37
Takk fyrir stundirnar sem við höf-
um átt saman, sönginn þinn, fallegu
ummælin þín um fólkið í kringum þig
og skemmtilegu tilsvörin sem fylgdu
þér ávallt.
Þín tengdadóttir
Kristrún.
Elsku Hulda frænka, það voru
ógleymanlegar ferðirnar þegar við
komum í heimsókn til þín og þá sér-
staklega hvað allt var fínt í kringum
þig og allar kræsingarnar sem við
fengum hjá þér. Það var sérstök til-
hlökkun þegar þú varst að spá fyrir
okkur í spilin og vakti það mikla kát-
ínu hjá okkur. En nú er komið að
leiðarlokum og kveðjustundin runn-
in upp.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Við systkinin þökkum þér sam-
fylgdina. Megir þú hvíla í friði.
Inga Benný, Sigurður,
Sigrún og Einar.
Fleiri minningargreinar um Huldu
Reynhlíð Jörundsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝ Halla Jónsdóttirfæddist á Djúpa-
vogi 8. maí 1921. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 3. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Sigurðsson frá
Stekkjahjáleigu í
Geithellnahreppi í S-
Múl., f. 1896, d. 1975
og Ragnhildur Ant-
oníusdóttir frá Flugu
í Breiðdalshreppi í S-
Múl., f. 1901, d. 1977.
Systkini Höllu voru
Antoníus, f. 1925, d. 1997, Rakel, f.
1927, Hreinn, f. 1932, Axel og Hilm-
ar sem dóu ungir.
Halla giftist hinn 12. des. 1942
Jóni Vilhelm Ákasyni, f. 4. mars
1917, d. 16. apríl 2007. Foreldrar
hans voru Áki Kristjánsson, f. 1890,
d. 1982 og Áslaug Jónsdóttir, f.
1897, d. 1966. Halla og Jón Vilhelm
eignuðust níu börn, þau eru: 1)
Hanna, f. 6.1. 1942, d. 31.5. 1942. 2)
Hanna, f. 7.7. 1943, gift Ingólfi
Hrólfssyni, börn þeirra eru a)
Hrólfur, f. 1973, í sambúð með
Kristínu B. Viðarsdóttur, dóttir
þeirra Edda Saga. Börn Hrólfs úr
fyrra sambandi eru Aldís Rós og
Auðun Ingi, dætur Kristínar eru
Valgerður Björk og Tanja Björk, b)
Silja, f. 1975. 3) Alda, f. 7.7. 1943,
Þór. b) Áslaug Ragna, f. 1978, í sam-
búð með Þórólfi Guðmundssyni,
dætur þeirra eru Bryndís Rún og
Birna Rún. c) Hrefna Rún, f. 1981, í
sambúð með Hlina Baldurssyni,
sonur þeirra er Kristófer Áki. d)
Jón Vilhelm, f. 1986, unnusta Berg-
lind Ó. Pétursdóttir, 7) Jóhann, f.
31.3. 1950, kvæntur Sigríði Jóns-
dóttur, dætur þeirra eru: a) Þor-
björg, f. 1976, í sambúð með Vali
Traustasyni, börn þeirra eru Jó-
hanna Júlía og Hjalti. b) Rannveig,
f. 1980, í sambúð með Finni R. Jó-
hannessyni, synir þeirra eru Jóhann
Gunnar og Mikael Gísli. 8) Áslaug
Ragna, f. 28.8. 1951, d.3.8. 1986, var
gift Guðmundi Smára Guðmunds-
syni, synir þeirra eru Hafþór, f.
1973, d. 1989, og Jökull, f. 1978, í
sambúð með Kolbrúnu H. Matthías-
dóttur, börn þeirra eru Ásþór Ísak
og Hrafnhildur. 9) Drengur, f. 28.8.
1951, dó stuttu eftir fæðingu.
Halla fór út á vinnumarkaðinn
þegar börnin urðu eldri. Hún vann í
fiskverkun Þórðar Óskarssonar.
Halla vann einnig í Haferninum sem
verkstjóri um nokkurra ára skeið.
Hún vann síðan í HB og co. þar til
hún lét af störfum 70 ára að aldri.
Halla og Jón Vilhelm bjuggu lengst
af á Krókatúni 20 en fluttu árið
2005 að Dvalarheimilinu Höfða á
Akranesi. Halla var mikil fjöl-
skyldukona og bar hag fjölskyld-
unnar ávallt fyrir brjósti.
Útför Höllu verður gerð frá
Akraneskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
gift Eyþóri Guð-
mundssyni, börn
þeirra eru: a) Halla, f.
1965, gift Gunnari
Brynjólfssyni, dóttir
þeirra Alda Kristín,
synir Höllu úr fyrra
sambandi eru Eyþór
Bjarni og Kristófer
Nökkvi, synir Gunnars
úr fyrra sambandi eru
Geir og Arnar. b)
Guðný Gréta, f. 1969,
gift Hafliða Sævars-
syni, synir þeirra eru
Bjartmar Þorri, Jó-
hann Atli og Bergsveinn Ás, c) Jón
Magnús, f. 1979, í sambúð með Kötlu
B. Hauksdóttur, d) Hrafnhildur, f.
1980, í sambúð með Kristjáni Björns-
syni, sonur þeirra er Þórir Freyr. 4)
Stúlka, f. 3.8. 1944, dó stuttu síðar. 5)
Axel, f. 28.9. 1945, kvæntur Margréti
Gísladóttur, börn þeirra eru a) Jón
Gunnar, f. 1966, kvæntur Rannveigu
B. Gylfadóttur, börn þeirra eru
Hrafn, Halla og Ari, b) Guðrún Jó-
hanna, f. 1969, gift Gústavi J. Daní-
elssyni, börn þeirra eru Axel Ásþór,
d. 1990, Axel Birgir og Margeir Fel-
ix, sonur Gústavs er Björgvin Páll. c)
Eva Björk, f. 1981. 6) Áki, f. 19.5.
1948, kvæntur Bryndísi Tryggva-
dóttur, börn þeirra eru: a) Margrét,
f. 1973, gift Sigurði Þ. Sigursteins-
syni, synir þeirra eru Arnór og Ingi
Á lífsleiðinn verður stundum á vegi
okkar fólk sem hefur mun sterkari
útgeislun vináttu og hlýju en almennt
gerist. Þannig voru kynni mín af Jóni
Ákasyni og Höllu Jónsdóttur sem nú
eru bæði látin. Þau hjónin fluttu til
Akraness frá Djúpavogi með stóran
barnahóp fyrir tæpum 50 árum og í
kjölfarið þá verðandi tengdaforeldr-
ar mínir með sín mörgu börn. Traust-
ur vinskapur var á milli þessa fólks
sem leitaði betri afkomumöguleika
og bjartari framtíðar fyrir sig og
sína. Það varð Höllu því þungbært
þegar tengdamóðir mín lést á besta
aldri frá ungum börnum. Sá kona
mín til þess að fjölskyldan leystist
ekki upp og trúði Halla mér fyrir því
síðar að fáa gjörninga vissi hún betri
og mat mikils alla tíð. Síðar, þegar
við hjónin misstum okkar yngsta
barn við fæðingu, stigu þau Jón og
Halla fram óumbeðin og veittu mér
og mínum ómetanlegan stuðning og
aðstoð á erfiðum augnablikum. Þá
hnýttust þau vináttubönd milli okkar
sem aldrei rofnuðu meðan við öll lifð-
um. Gott að koma til þeirra, leita
ráða, létta á áhyggjum sínum, og
vera umvafinn velvild og hlýju. Mikil
gæfa felst í góðri vináttu. Halla
mætti oft hörðum örlögum: Ástvina-
missir, dauði fjögurra barna hennar
og slysadauði barnabarns, erfið veik-
indi hennar sjálfrar, er meira en
flestir gætu borið. En þetta harkaði
hún af sér. „Brá sér hvorki við sár né
bana“, eins og sagt var um hetjur í
fornum sögum. Lítið fyrir að kvarta
yfir sínu hlutskipti. Hlúði að öðrum
eftir getu. Þau Jón og Halla vildu að
fjölskyldan hittist á laugardags-
morgnum heima hjá þeim í Krókat-
úninu, stundum 20 til 30 manns.
Gekk það eftir um langan tíma, ára-
tugi. Þá tók húsmóðirin daginn
snemma, og steikti mikið af kleinum,
áður en aðrir fóru á stjá. Þessum sið
hélt hún þar til hún var komin á ní-
ræðisaldur og þau hjónin fluttu á
Dvalarheimilið Höfða. Ef einhvern
vantaði „í kleinur“ sendi Halla oft
kleinupoka til viðkomandi. Ein-
hverra hluta vegna, innvígðist ég
snemma í þennan frábæra hóp henn-
ar Höllu. Stundum fannst mér eins
og ég væri eitt af börnunum hennar,
og undi því vel. Hún talaði oft þannig
til mín. Ef mig vantaði í kleinuveislu
um tíma hringdi hún til að gá hvort
eitthvað væri að. Ég fór með börnin
mín, og síðar barnabörnin, og enn
seinna langafabörnin í Krókatúnið „í
kleinur“, og öll vildu þau fara aftur og
aftur til „kleinukonunnar“. Hún átti
svo mikið af skemmtilegu dóti, og
líka tíma fyrir smáfólkið. Það átti
húsbóndinn líka. Var barnagæla.
Börn eru mannþekkjarar, þau mættu
sannri alúð og hlýju á þessu heimili,
því sóttu þau þangað. Þau Jón og
Halla voru ljúfir höfðingjar heim að
sækja. Við hjónin vorum svo lánsöm
að eiga þau að vinum um langan ald-
ur. Nú eru þau bæði horfin okkur, en
við Elsa, kona mín, þökkum af alúð
fyrir ómetanlega samfylgd. Ljúfar
minningar lifa eftir.
Stefán Lárus Pálsson.
Elsku amma. Okkur finnst ótrú-
lega stutt síðan við sátum saman
systkinin og skrifuðum minningarorð
um afa. Okkur hefði ekki grunað að
aðeins hálfu ári síðar sætum við aftur
saman og rifjuðum upp fallegar og
góðar minningar um þig. Þið afi vor-
uð einstaklega samrýnd hjón og sést
það kannski best þar sem þið kveðjið
okkur með svona stuttu millibili. Það
er þó gott að vita að þið eruð sam-
einuð á nýjan leik hönd í hönd.
Elsku amma, það var svo gott að
koma til þín og afa upp á Krókó. Mað-
ur var varla kominn inn þegar þú
varst farin að bera veigar á borð, ís-
blómin, kleinurnar, Cocoa puffsið og
Hubba bubba-tyggjóið, það er okkur
ofarlega í huga núna. Við vorum
heppin með hversu mikið fjölskyldu-
fólk þið voruð. Á hverjum laugardegi
buðuð þið okkur í kleinukaffi og
fórstu þá eldsnemma á fætur til að
baka kleinur fyrir okkur öll, öll börn-
in þín, barnabörnin og barnabarna-
börnin. Þetta voru ljúfar fjölskyldu-
stundir þar sem við fengum heitar
kleinur og kalda mjólk.
Við systkinin gistum ósjaldan hjá
ykkur afa og var þá dekrað við okkur
út í eitt. Allt var leyfilegt og alltaf
eitthvað spennandi um að vera, t.d.
þótti okkur gaman að fá að fara upp á
háaloft og skoða dótið þar eða fara út
í Krókalón að leika okkur. Yndislegar
minningar. Þú fylgdist ávallt vel með
okkur og hvattir okkur áfram í öllu
því sem við tókum okkur fyrir hend-
ur, hvort sem það var í námi, fótbolt-
anum eða fjölskyldulífinu.
Í sumar fylgdistu vel með honum
Jóni Vilhelm í fótboltanum, þú varst
alltaf með það á hreinu hvenær leikir
voru hjá honum og stoltið leyndi sér
ekki. Þú varst dugleg að hrósa okkur
og lést okkur vita hvað við stæðum
okkur vel í lífinu. Þú varst mikil
barnakerling og gladdist alltaf jafn-
mikið þegar við komum með barna-
barnabörnin í heimsókn.
Eftir að afi hætti að keyra fórum
við ósjaldan með þig í bíltúra og voru
það alltaf skemmtilegar ferðir. Þú
varst skemmtileg amma, ótrúlega op-
in og lást aldrei á skoðunum þínum.
Þú varst flink í höndunum, saumaðir
mikið og prjónaðir og nutum við góðs
af því. Síðastliðin ár höfum við syst-
urnar skrifað jólakortin fyrir ykkur
og voru það notalegar samverustund-
ir við kertaljós og veitingar.
Margar góðar minningar eigum
við frá jólunum. Á hverju aðfanga-
dagskvöldi komum við til ykkar þar
sem þú bauðst upp á sannkallaða
veislu með tertum og hinu ógleym-
anlega heita súkkulaði.
Elsku amma okkar, kveðjustundir
eru ávallt erfiðar. En við huggum
okkur við það að núna ertu umvafin
fólki sem þú hefur saknað jafnmikið
og við söknum þín núna. Við eigum
fallegar minningar um þig sem við
munum varðveita um ókomin ár.
Blessuð sé minning þín.
Margrét, Áslaug Ragna,
Hrefna Rún og Jón Vilhelm
Ákabörn.
Það dó lítil hvíthærð kona á laug-
ardagsmorguninn snemma. Hún var
árrisul og laugardagsmorgnar voru
henni lengi mikils virði. Þessi kona
var ein besta manneskja sem ég hef
kynnst og minningarnar um hana eru
stórar og hlýjar. Þetta var hún amma
mín og mér þótti undur vænt um
hana.
Hún var hreinskiptin og sagði
skoðanir sínar á mönnum og meiru
vafningalaust. Við sem yngri vorum
höfðum gott af því að heyra það frá
henni sem aðrir létu ósagt. Hún sagði
að sér hefði alltaf leiðst á dvalarheim-
ilinu; það átti ekki við hana það hjarð-
lífi sem þar er lifað. Hún vildi vera
drottning í sínu ríki og þó það væri
ekki stórt naut hún þess að eiga það
og fá til sín fólkið. Það var gott að
koma í höllina og njóta útsýnisins úr
víðum glugga. Sjá sjóinn í öllum sín-
um margbreytileika. Stundum úrs-
valan með brimsköflum sem drundu
á klettunum. Stundum í værri vor-
blíðu með sólarlagi við jökul. Hún
benti á stóra steininn í fjöruborðinu
sem alltaf var þarna sama á hverju
gekk. Þá mátti maður setjast og
næra sig á nýsteiktum kleinum,
kaldri mjólk og spjalli við þessa
skemmtilegu konu. Það voru einstak-
ar stundir með einstakri ömmu.
Jón Gunnar Axelsson.
Halla Jónsdóttir
Fleiri minningargreinar um Höllu
Jónsdóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
hversu mörgum börnum hún tók á
móti en í þeim hópi voru bæði ein
systir mín og einn systursonur. Um-
svifalaust setti hún á þau nöfn sem
þó reyndar héldu einungis fram að
skírn, en þannig var Petra snögg til
og ekkert hangs við hlutina.
Eftir að við Svandís fluttum frá
Akureyri og fórum að halda eigin
heimili, sá ég minna af Petru. Við
sáumst samt á hverju ári og eitt
sumarið fórum við jafnvel á tónleika
með David Bowie í Laugardalshöll-
inni. Ég fylgdist líka með henni úr
fjarlægð og ég veit hún fylgdist með
mér, því hún sendi stundum skilaboð
í gegnum Svandísi um hvað henni
fyndist um það hvað ég væri að gera
þá stundina.
Síðustu ár hefur Petra átt við
heilsubrest að stríða, hún var með
gigt og þoldi illa lyfin sem hún þurfti
að taka. Í vor fór hún svo nánast fyr-
ir tilviljun í lungnamyndatöku og þá
kom í ljós að sennilega kæmi kallið
fyrr en nokkurn hafði grunað.
Er ég hitti hana sl. sumar sá ég
hversu veik hún var orðin, en ekki
datt mér samt í hug þá, að kallið
kæmi fyrir jól.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur sinn síðasta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ég og fjölskylda mín vottum
börnum Petru, barnabörnum,
tengdabörnum og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Ragna S. Ragnarsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Petreu Guðnýu Konráðs-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Hún amma var sko æðisleg.
Ég var vön að fara til hennar
svona einu sinni í viku upp á
elliheimili. Þar töluðum við
saman og oftast gaf hún mér
eitthvað gott, t.d. harðfisk,
daim-súkkulaði, appelsín,
kex, brúnkökur o.fl. Hún
amma var alltaf góð og ég
sakna hennar mikið. Ég verð
bara að vera sterk. Ég og
amma áttum nefnilega sér-
stakt samband.
Ég elska hana alltaf og að
eilífu. Kveðja, þín
Halla.
HINSTA KVEÐJA
✝
Okkar kæri bróðir og frændi,
MAGNÚS ÓLAFSSON
húsgagnasmíðameistari,
Kjartansgötu 5,
lést að heimili sínu þriðjudaginn 6. nóvember 2007.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn
15. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Aðalheiður Ólafsdóttir,
Ólöf Unnur Harðardóttir,
Jóna Sigurbjörg Óladóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn,
RUNÓLFUR MARTEINS JÓNSSON,
Brúarlandi,
Deildardal,
sem lést sunnudaginn 4. nóvember á Dvalarheimili
aldraðra á Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá
Hofskirkju á Höfðaströnd laugardaginn
10. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halla Línberg.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN S. BJÖRNSDÓTTIR
kennari,
Hrafnistu,
Reykjavík,
áður til heimilis í Sólheimum 25,
lést mánudaginn 5. nóvember.
Kristín Gísladóttir, Jakob Kristinsson,
Örn Gíslason, Guðrún Áskelsdóttir,
Björn Gíslason, Karólína Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.