Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar 569 1100 ✝ Erlingur Bert-elsson fæddist í Reykjavík 27. maí 1937. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 29. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Bertel Erl- ingsson, f. 10. febr- úar 1911, d. 17. maí 1997, og Sólborg Ingibjörg Þorláks- dóttir, f. 7. október 1912, d. 7. apríl 1990. Systir Erlings er Sigríður, gift Jóni Friðþjófssyni og eru þau búsett í Kanada. Erlingur kvæntist 16. sept- ember 1974 Mörgu Thome, f. í Wadern í Þýskalandi 17. júlí 1942. Foreldrar hennar voru Alois og Katharina Thome. Dóttir Erlings og Mörgu er Katrín, f. 24. sept- ember 1978, sambýlismaður Krist- ján Freyr Einarsson, f. 3. sept- ember 1979. Sonur þeirra er Erlingur Snær, f. 26. október síð- astliðinn. Erlingur ólst upp í foreldra- húsum í Reykjavík. Eftir stúdents- próf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 nam hann lögfræði við Háskóla Íslands og lauk þar prófi 1967. Sama ár varð hann héraðsdóms- lögmaður og starf- aði á lögfræðiskrif- stofu Baldvins Jónssonar og á eigin stofu til 1974. Hann vann síðan sem lög- fræðingur í Mennta- málaráðuneytinu til ársins 2000. Á þess- um árum stundaði hann nokkrum sinnum nám við er- lenda háskóla, einkum í alþjóða- rétti og þýsku. Að lokinni starfs- ævi stundaði hann nám í þýsku til Diploma- og BA-prófs við Háskóla Íslands. Hann var alla tíð mjög áhugasamur um þýska menningu og sögu og stundaði um tíma nám í þeim fræðum við háskólann í Tüb- ingen. Hann studdi með ýmsum hætti framgang háskólanáms í hjúkrunarfræði, sem var stofnsett á árinu 1973 við Háskóla Íslands. Erlingi verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst hún klukkan 13. Elsku besti pabbi. Það er fátt sem er jafn óréttlátt og að vera neyddur til að kveðja einhvern sem hefur viljað manni vel alla daga frá því að maður man eftir sér. Þú varst orðinn 41 árs þegar ég fæddist og ég er eina barnið þitt. Í grunninn skiptir það ekki meg- inmáli, heldur það hvernig manneskja þú varst sem gast gefið mér svona mikið. Það er ekki svo langt síðan ég hringdi í þig og bað þig að koma með okkur Kristjáni á Vegamót að borða humarpizzu og við sögðum þér að þú værir að verða afi. Síðan hefur fjöl- skyldan hlakkað til fyrsta barnsins og barnabarnsins. En einhverra hluta vegna máttir þú ekki vera afi Erlings Snæs nema rúmlega tvo sólarhringa. Ég sætti mig aldrei við það en er samt ánægð með það að þú hittir hann tvisvar og komst við kollinn á honum. Þú sem hafðir svo gaman af börnum og sérstaklega honum Darra í seinni tíð. Þér var ekki sama um neitt né neinn sem tengdist mér, spurðir mjög oft frétta af hinum og þessum vinum mínum, skutlaðir mér alltaf ef mig vantaði far eitthvert, gafst mér aur ef ég var blönk, þú keyptir alltaf litlar sætar gjafir og jólagjafir handa öllum þegar þú fórst til útlanda, að ógleymdu Lindt konfekti. Þú fórst með bílinn okkar á verkstæði, lánaðir mér ritföng fyrir skólann, hjálpaðir mér við tvenn íbúðakaup og flutninga, skattframtöl og fórst meira að segja með dósir fyrir mig næstum þrítuga manneskjuna. „Þú veist ég geri allt fyrir þig sem ég get,“ sagðirðu og það var algjörlega skrifað í stein. Ég á fullt af góðum minningum um þig gegnum árin, t.d. þegar þú heimsóttir mig í Barcelona og við fórum oftast á sama staðinn út að borða önd og lax- apaté sem þér fannst svívirðilega gott. Þú kunnir að meta ýmis lífsins gæði, og á ferðalagi ykkar mömmu í haust í Oxford fékkstu þér oft önd og í Litháen sagðist þú oft hafa setið í sól- inni með gott rauðvín sem var svo ódýrt þar og naust þess í botn. Gott súkkulaði kunnirðu vel að meta og borðaðir það frekar hratt til að fá minna samviskubit yfir því að hafa borðað það, því hjartasjúklingar eiga ekki að borða súkkulaði. Þú varst með þeim allra fyndnustu mönnum sem ég hef hitt, mjög orðheppinn oft á tíðum og ég hef oft bloggað um einhverja snilld sem þú sagðir. Þú hlóst hátt og mjög smitandi og við höfum oft sung- ið saman hástöfum alls konar lög við matarborðið. Það voru góðir tímar þegar þú varst í þýskunáminu, þá vor- um við oft á Bókhlöðunni á sama tíma og gátum fengið okkur kaffi þar. Þú naust þín best í góðum hópi fólks, í veiði eða í útlöndum, hvort sem það var í Þýskalandi eða annars staðar. Þér fannst ekki leiðinlegt að kaupa þér fín föt, bækur og gjafir, ræða við alls konar fólk, líka á þýsku, og kynna þér sögu þeirra staða sem þú heim- sóttir, enda mikill áhugamaður um sögu. Það er frábært að þú hélst veislu á sjötugsafmælinu þínu í maí. Ég veit að þið, amma og afi, fylgist með Erlingi litla og ég segi honum frá þér. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannske á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Takk fyrir allt pabbi, þín Katrín. Undanfarin tæp tvö ár hef ég verið þeirrar lukku aðnjótandi að vera boð- ið reglulega í sunnudagsmat í hádeg- inu á Unnarbrautina til elskulegra tengdaforeldra minna, Mörgu og Er- lings. Sú var tíðin sem ég kveið fyrir sunnudögum, þá var helgin uppurin og allt gamanið kárnað. En því fór fjarri hjá tengdaforeldrum mínum á Unnarbrautinni, þá var á borðum þriggja rétta veisla og heimilislegt andrúmsloft eins og það gerist best réði ríkjum. Þá var hann Erlingur tengdafaðir minn í essinu sínu, sem endranær. Hann bauð mér ætíð hjart- anlega velkominn, stundum með hvít- vínsglasi, þýsku hvítvíni þá að sjálf- sögðu, eða ef til vill með hollenskum bjór sem hann af alúð veitti eins og honum var von og vísa. Sérstaklega gladdist hann þegar sonur minn hann Darri var með í för en hans biðu jafnvel enn hlýrri móttökur. Í samskiptum þeirra á milli kom svo glögglega í ljós hversu gott hjarta hann Erlingur hafði að geyma. Frá fyrsta degi sem sonur minn tók að venja komur sínar á Unnarbrautina tók hann Erlingur honum með opnum örmum og hlýjum huga. Þá blómstr- aði afinn í honum sem sagði sögur, keypti pakka í útlöndum, og talaði tungum í sólstofunni í draumaleikn- um góða. Þá var lófa brugðið fyrir augu og upp spunnar heilmiklar frá- sagnir úr draumaheimum af einskær- um frumleika við uppsperrt eyru við- staddra. Þetta voru dýrmætar stundir á Unnarbrautinni og er ég fullur af þakklæti þegar ég hugsa til allrar þeirrar hlýju sem hann sýndi mér og syni mínum á þessu góðu sunnu- dögum sem og öðrum dögum vikunn- ar. Það var mér og Katrínu því mikið gleðiefni að tilkynna honum Erlingi nú í byrjun ársins að hann ætti von á barnabarni í byrjun vetrar. Gleðin og eftirvæntingin leyndu sér ekki og voru það góðir tímar sem fylgdu í kjöl- farið. Mér finnst gott að hugsa til þess á þessari stundu hversu viðburðarík- ur og ánægjulegur þessi tími var fyrir Erling. Sjötugsafmælisveislan, Nor- egsferðin, heimsóknir ættingja til landsins með tilheyrandi ferðalögum um landið og nú síðast ferðin til Lithá- en með tilheyrandi ferðasögum og pökkum. Sérstaklega þykja mér ánægjulegar og dýrmætar minningar frá dvöl okkar fjölskyldunnar í Brekkuskógi í sumar í blíðskapar- veðri. Föstudaginn 26. október síðast- liðinn varð Erlingur svo afi þegar son- ur okkar Katrínar fæddist í þennan heim, afa sínum til mikillar gleði. Tveimur dögum síðar áttum við fjöl- skyldan svo saman síðasta sunnudag- inn með Erlingi, það var að vonum kátt á hjalla og lífsgleðin geislaði af honum Erlingi sem endranær. Morguninn eftir, eins og þruma úr heiðskíru lofti, var hann tekinn frá okkur. Eftir sat sorgin og kaldur en jafnframt friðsæll snjórinn sem kyngdi niður fyrir utan gluggann á Unnarbrautinni. Sama dag gáfum við Katrín stráknum okkar nafnið Erling- ur Snær. Gleði, sorg og þakklæti er það sem hefur fléttað saman tilveruna síðan þá. Ég vil að lokum senda mínar einlægustu samúðarkveðjur til allra vina og ættingja tengdaföður míns, blessuð sé minning hans. Kristján Freyr Einarsson. Erlingur Bertelsson  Fleiri minningargreinar um Er- ling Bertelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.