Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 26
matur 26 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég á einar 1.600 matreiðslubækur,“segir Nanna Rögnvaldardóttir viðokkur ljósmyndarann þar sem viðvirðum andaktug fyrir okkur af- rakstur 30 ára matreiðslubókasöfnunar sem Borgarbókasafnið gæti verið stolt af. Úr eldhúsinu berst ilmur af steiktu nauta- kjöti sem Nanna er að elda fyrir bresk-franska réttinn Wellington-nautasteik, einn fjölmargra rétta sem finna má uppskrift að í Stóru mat- arbókinni. Hún kom nýlega út hjá Forlaginu, þýdd og staðfærð af Nönnu sem viðurkennir að vera svolítið í stóru bókunum. „Ég var með ensku útgáfuna þegar hún var nýkomin út og man að sonur minn lyfti henni upp og sagði: „Vá, það mætti halda að þú hefðir skrifað þessa“,“ segir Nanna og hlær. Hún gef- ur þó lítið fyrir að það hafi verið mikið mál að þýða þessa voldugu bók. „Auðvitað er þetta töluverð vinna en þar sem ég hef mikla reynslu af því að bæði skrifa um mat og elda hann þá held ég að þetta sé minna mál fyrir mig en þá sem ekki þekkja jafn vel til í eldhúsinu.“ Sjálf byrjaði hún að safna matreiðslubókum áður en hún fór að elda eitthvað að ráði og hafði þá meira gaman af bakstri en matargerð. „Börnin mín segja, og ég held að það hafi verið alveg rétt hjá þeim, að ég hafi verið alveg skelfi- lega vondur kokkur framan af,“ segir hún og kveðst telja að eldamennskan hafi ekki lagast fyrr en hún fór að nota matreiðslubækurnar af fullri alvöru. „Þá á ég við að ég var ekki lengur bara að elda beint upp úr þeim, heldur var ég virkilega búin að læra af bókunum og var farin að geta notfært mér þá þekkingu til að þróa mínar eigin uppskriftir.“ Margrétta matarboðin vinsæl Hún segir Stóru matarbókina vera slíka kennslubók. „Hún geymir vissulega fullt af upp- skriftum, en er ekki síður kennslubók er kemur að aðferðum og hráefnisnotkun. Þar er að finna fullt af þekktum grunnuppskriftum sem eru notaðar sem dæmi um vissa eldunaraðferð og mikil áhersla lögð á að sýna vinnubrögðin,“ seg- ir Nanna. Bókin sé líka vel til þess fallin að kveikja mikið af hugmyndum enda leggi heims- þekktir kokkar til efnið í hana. Sjálf eldar hún hins vegar sjaldan eftir upp- skriftum. „Ég fletti uppskriftabókum og stúd- era uppskriftir en fylgi þeim sjaldan eftir frá a-ö. Samt sem áður þarf maður að hafa þennan grunn, bæði þekkinguna á aðferðunum og sögu réttanna og eins að vera vel kunnur hráefninu. Þó að það sé náttúrlega fínt að hafa hugrekkið til að henda sér út í djúpu laugina þá verður maður samt að vita hvað maður er að gera.“ Margrétta matarboð njóta mikilla vinsælda hjá Nönnu þessa dagana sem kveður arabíska matargerð sem og matargerð Miðjarðarhafs- landanna líka í nokkru uppáhaldi. „Mér finnst afskaplega gaman að halda matarboð og upp á síðkastið hef ég gert mikið af því að halda mar- grétta boð,“ segir Nanna sem telur það heldur ekki eftir sér að reiða fram tíu rétti í einu boði – aðalatriðið sé að skipuleggja daginn vel. „Réttur eins og Wellington-nautasteikin myndi t.d. henta vel í slíkt boð þótt hann kunni að virðast flókinn við fyrstu sýn því að það er hægt að dreifa undirbúningnum yfir daginn eftir því sem manni hentar og ekkert sem þarf að gera á síð- ustu stundu nema stinga steikinni í ofninn. Wellington-nautasteik 4 msk. ólífuolía 4 sneiðar af nautalund, 150 g hver 1 laukur, smátt sneiddur 4 greinar timjan, bara blöðin notuð 1 lárviðarlauf 125 g ætisveppir, smátt saxaðir 100 g kantarellsveppir, smátt saxaðir 2 msk. rjómi 8 sneiðar parmaskinka 1 kg smjördeig 4 eggjarauður 1. Hitaðu svolítið af olíunni á þykkbotna pönnu við meðalhita þar til olían er næstum farin að rjúka. Kryddaðu kjötið vel á báðum hliðum með sjávarsalti og nýmöluðum svörtum pipar. 2. Brúnaðu kjötið við háan hita í 30 sekúndur á hvorri hlið og einnig á brúnunum. Taktu það svo af pönnunni, bættu lauk, hvítlauk, timjani og lárviðarlaufi á hana og láttu krauma í 3-4 mín- útur. Hrærðu söxuðu sveppunum saman við og láttu þá mýkjast. Helltu rjómanum yfir. 3. Leggðu pönnuköku (sjá uppskrift hér að neðan) á vinnuborð og settu 2 parmaskinku- sneiðar á hana. Dreifðu fjórðungi af duxelles- blöndunni á skinkuna og settu svo kjötstykki þar ofan á. Taktu um brúnirnar á pönnukökunni og klíptu þær saman fyrir ofan kjötið til að búa til skjóðu. Ef pönnukakan er í stærra lagi skaltu klippa umframpönnukökubrúnir af með skær- um. 4. Breiddu þrjú lög af plastfilmu á vinnuborð og leggðu skjóðuna á miðjuna. Taktu um hornin á filmunni og lyftu þeim, færðu þau saman og snúðu svo upp á filmuna eins nálægt skjóðunni og þú getur til að herða að henni. Gerðu eins við hinar skjóðurnar þrjár og geymdu þær svo í ís- skáp í 1 klst. til að þær haldi lögun. 5. Skerðu fjóra álíka stóra ferninga úr smjör- deiginu, flettu hvern þeirra út í um 3 mm þykkt og skerðu út hring – notaðu kringlóttan matar- disk til að skera eftir. Fjarlægðu plastfilmuna. Settu skjóðurnar á smjördeigshringina og láttu samskeytin snúa upp. Penslaðu brúnirnar með eggjarauðu, taktu deigið svo saman í ytri skjóðu og skerðu burt umframdeig. 6. Klemmdu samskeytin saman með fingrun- um og reyndu að gera þau eins slétt og mögu- legt er með því að strjúka yfir þau með blautum fingrunum. Snúðu svo bögglunum við þannig að samskeytin snúi niður og sléttaðu vel úr deiginu með höndunum. Settu bögglana á bökunar- pappírsörk með samskeytin niður og kældu í 15 mínútur í ísskápnum. Penslaðu þá með eggja- rauðu og kældu þá aftur í 15 mínútur. Endur- taktu þetta einu sinni. 7. Settu bökunarplötu í ofninn og hitaðu hann í 180° C. Skerðu grunnar rispur í deigið rétt áður en bögglarnir eru settir í ofninn; byrjaðu í miðju og skerðu niður á miðjar hliðarnar en reyndu að gæta þess að skera ekki í gegn. Settu bögglana beint á heita bökunaplötuna og bakaðu þá í 12 mínútur (miðað við lítið steikt kjöt). Graslaukspönnukökur 4 egg 150 g hveiti 200 ml mjólk 1 msk. graslaukur, smátt saxaður jurtaolía til steikingar Settu egg og hveiti í skál og hrærðu þar til blandan er slétt. Þeyttu þá mjólkinni saman við þar til komin er þunn soppa. Hrærðu þá gras- lauknum saman við og kryddaðu með pipar og salti. Hitaðu svolitla olíu á pönnukökupönnu og steiktu a.m.k. 4 pönnukökur á venjulegan hátt. Soppan nægir í a.m.k. sex pönnukökur en það er betra að steikja nokkrar auka til að fá örugg- lega fjórar góðar. Wellington-bögglarnir njóta sín best ef þeir eru skornir í tvennt með beittum hníf rétt áður en þeir eru bornir fram. Lítið mál að elda tíu rétti Morgunblaðið/Ómar Sælkerinn og meistarakokkurinn Nanna Rögnvaldsdóttir segir lítið mál að laga Wellington-nautasteik fyrir veisluna. Steiking Byrjað er á að steikja nautakjötið́ í örskamma stund á pönnunni. Böggull Pönnukökunni er lokað og hún síðan vafin inn í deigið eftir smá stund í kæli. Penslað Wellington-böggullinn er svo pensl- aður með eggi og honum stungið inn í ofn. Gjörið svo vel Kjötið er þá komið á disk og tilbúið fyrir svanga veislugesti. Veggurinn fyrir enda borstof- unnar er þakinn bókum – matreiðslubókum. Anna Sigríður Einarsdóttir og Ómar Óskarsson þáðu kaffi- sopa hjá Nönnu Rögnvald- ardóttur sem kenndi þeim listina að laga Wellington-nautasteik. Grunnurinn Parmaskinkan og sveppabland- an er því næst sett á pönnukökuna. Allt innvafið Kjötinu er því næst komið fyrir ofan á og öllu vafið inn í pönnukökuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.