Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 31 AÐ öllu óbreyttu rís nýtt fangelsi á Hólmsheiði árið 2010 með 64 vist- unarrýmum þar sem gert er ráð fyrir móttöku- og gæslu- varðhaldsdeild, afeitr- unar- og meðferð- ardeild, sjúkradeild og almennri deild. Þegar nýtt fangelsi rís verður loks hægt að mæta þeim þörfum og kröfum sem gerðar eru til nú- tíma fangelsiskerfis, með viðunandi aðstöðu fyrir fanga, fangaverði, heilbrigðisstarfsfólk og aðra fagaðila sem vinna innan fangelsiskerf- isins. Mikil undirbún- ingsvinna hefur farið fram á vegum Fangelsismálastofnunar í samvinnu við erlenda fagaðila og nú vantar að- eins að hafist sé handa. Starfsmenn fangelsisins á Litla- Hrauni sendu á dögunum frá sér áskorun til yfirvalda um að hverfa frá þessum áætlunum og færa alla fyr- irhugaða starfsemi fangelsisins á Hólmsheiði yfir að Litla-Hrauni, að undanskildu gæsluvarðhaldsfangelsi sem yrði byggt á höfuðborgarsvæð- inu. Hugmyndin hitti beint í mark hjá sunnlenskum þingmönnum og ráða- mönnum Árborgar sem ganga nú er- inda kjósenda sinna. Tillaga aust- anmanna óraunhæf Fangelsismálastofn- un kannaði í byrjun árs raunhæfi þessa fyr- irkomulags. Í fyrsta lagi leiddi sú athugun í ljós að óhjá- kvæmilegt er að gæslu- varðhalds- og móttöku- fangelsi sé á höfuðborgarsvæðinu og krafa gerð um það af evrópskum eftirlits- aðilum að móttöku- og gæsluvarðhaldsfangelsi sé á því svæði. Flest afbrot eru framin þar og langflestir afbrotamanna þar búsett- ir. Af þessu leiðir að höfuðborg- arsvæðið kæmist aldrei af með minna en 30 fangapláss. Í öðru lagi hljóðar nær helmingur allra uppkveðinna dóma upp á 15-45 daga afplánun og augljóst að afar óhagkvæmt er að flytja menn austur yfir fjall fyrir svo stutta dvöl. Ef þess- ir skammtímafangar vistast á höf- uðborgarsvæðinu, eins og núverandi áætlanir gera ráð fyrir, eru fanga- plássin þar orðin 44 að tölu og ískyggilega farið að slaga upp í stærð fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði. Í þriðja lagi brýtur það í bága við afplánunarstefnu Fangelsismála- stofnunar og heilbrigða skynsemi að vista allan þann mislita og misvaxna hóp afbrotamanna á sama stað. Slíkt fangelsi myndi útheimta mis- munandi öryggisstig og krefjast svo fjölbreyttrar starfsemi að óraunhæft væri annað en byggja nýtt fangelsi frá grunni. Málefnafátæk byggðapólitík Svo vikið sé að áskorun starfs- manna Litla-Hrauns sem hrundið hefur af stað málefnafátækri og gam- aldags byggðapólitík í kjördæmi Ár- borgar, er lítil haldbær rök þar að finna. Þar gefur að líta hversu lengi fangaverðir hafa unnið í fangelsinu að Litla-Hrauni, hver meðalaldur þeirra er, hvar þeir búa auk nokkurra stað- reyndamola um daglegan rekstur fangelsisins eins og það er rekið í dag. Þar er ekki vikið að neinum þeim rök- um sem mæla gegn flutningi á starf- semi fyrirhugaðs Hólmsheiðarfang- elsis yfir að Litla-Hrauni, engar teikningar eða tillögur að viðbygg- ingu eru lagðar fram, hvað þá út- reikningar á þessu öllu saman. Sú fullyrðing talsmanns starfsmanna að Litla-Hrauni að háar fjárhæðir sparist með uppbyggingu fangels- isins að Litla-Hrauni í stað fyrirhug- aðs Hólmsheiðarfangelsis, er því al- gjörlega úr lausu lofti gripin og órökstudd. Minnisglöp ritstjóra Fréttablaðsins Núverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi þingmaður Suður- landskjördæmis og dómsmálaráð- herra, var í gömlum kjördæmisgír í leiðara blaðs síns síðastliðinn fimmtu- dag. Þar heldur hann fram að ákvörð- unin um að byggja við Litla-Hraun árið 1995, í stað byggingar nýs fang- elsis á höfuðborgarsvæðinu, hafi ver- ið tekin „á grundvelli ítarlegrar og vel rökstuddrar tillögugerðar“. Sannleik- urinn er hins vegar sá að þessar ít- arlegu og vel rökstuddu tillögur sem riststjóri vísar til, lögðu einmitt til hið gagnstæða. Þá sem nú hnigu öll rök að því að nýtt fangelsi byggðist á höf- uðborgarsvæðinu en að ekki yrði byggt við Litla-Hraun. Mikilvægt að halda áætlun Það er löngu orðið tímabært að fjölga vistunarrýmum fanga og auka fjölbreytni þeirra til samræmis við nútímaþarfir og -kröfur. Um það ríkja engar deilur. Það er löngu orðið óþolandi hversu afskipt og fjársvelt íslenska fangelsiskerfið hefur verið og skammarlegt að fimmtíu ára um- ræða um nýtt fangelsi á höfuðborg- arsvæðinu skuli enn dragast á lang- inn. Þar er augljós og brýn þörf fyrir nýtt fangelsi og mikilvægt að halda áætlun. Fangelsiskerfi er einn af grunnþáttum í velferðarþjóðfélagi nútímans og verður að lúta öðrum hagsmunum en þröngsýnnar byggða- pólitíkur. Það eru ríkari hagsmunir í húfi. Allt þóf er aðeins til að fjarlægj- ast sett markmið. Höldum áætlun um Hólmsheiði 2010 Reynir Hjálmarsson skrifar um fangelsismál » Áróður um að hættavið byggingu fang- elsis á Hólmsheiði og færa fyrirhugaða starf- semi þess að Litla- Hrauni byggist á þröng- um byggðasjónarmið- um. Reynir Hjálmarsson Höfundur er fangavörður í Hegningarhúsinu. Í VÍKURFRÉTTUM í gær rit- aði Árni Sigfússon bæjarstjóri langa grein þar sem hann gerir grein fyrir sjónarmiðum sínum hvað varðar málefni Hitaveitunnar og vænir mig um persónulegar árásir í því sambandi. Ég ráðist á trúverðugleika hans og fleira í þeim dúr. Hann velur að gera þau málefni að persónulegri herför gegn sér. Hingað til hef ég stutt Árna Sigfússon af öllum þeim krafti sem mér er gefinn og reynt að taka málefnalega afstöðu til þeirra mála og verið sömu skoð- unar og hann. Í málefnum Hita- veitu Suðurnesja hef ég hins veg- ar eftir nákvæma skoðun á því máli leyft mér sem íbúi að efast um að þau fimm samningsmark- mið sem sett hafa verið fram séu það sem þjóni hags- munum íbúa Reykja- nesbæjar best til framtíðar. Í þessu máli erum við Árni Sigfússon því miður ekki sammála, og hef- ur það ekkert með hans persónu að gera. Þetta snýst um hags- muni íbúanna í Reykjanesbæ og Suð- urnesja allra. Ég mun hér á eftir reyna að svara þeim ávirðingum sem Árni hefur valið að beina að mér. 7.8.9. liður Ég læt hér fylgja með grein þá er Árni vitnar til þannig, að ekki fari milli mála hvað ég hef skrifað og hvað hann hefur sagt um mál þetta. Og það er alveg rétt skilið hjá Árna Sigfússyni að í ljósi þeirra svara og spurninga sem hann gefur í viðtali þessu sá ég brýna ástæðu til að minna hann á til hvers hann var kosinn. 11. liður Ég skil ekki af hverju Árni Sig- fússon er undrandi yfir spurning- unni um hvort hann viti eitthvað meira en við íbúarnir í bænum um þessi mál, og verji að líta á það sem persónulega árás. Hann hóf sjálfur um- ræðu á bæjarstjórn- arfundi hinn 2. októ- ber og þegar tilkynnt var um samruna GGE og REI hinn 3.októ- ber, þar sem eign- arhlutur OR í HS var settur inn í þann sam- runa og allt útlit fyrir að HS myndi þar með lenda í meirihlutaeign einkaaðila. Er hann hissa á að ég skyldi spyrja þessarar spurningar? Og ef hann telur að þetta vegi að trúverðugleika hans verður hann algerlega að eiga það við sjálfan sig. 12. liður Orð og hugsanir eru til alls fyrst, og mér datt í hug að þetta gæti hugsanlega verið leið til að leysa það vandamál sem upp var komið, en hef eftir nánari athugun komist að að þetta var ekki mögu- leiki í stöðunni til að tryggja meirihlutann, svo í þessu atriði get ég verið algerlega sammála Árna Sigfússyni. 13. liður Þótt undarlegt megi virðast hvað þennan hlut greinar Árna varðar losna ég algerlega við allar ávirðingar en leyfi mér samt rétt hér í lokin að hafa skoðun á þess- um lið með því að vitna í orð bónda norðan úr landi sem sagði þegar hann var beðinn um að selja kýrnar sínar: Hvað á ég þá að gera við mjaltakerfið? Svar til Árna Sigfússonar Hannes Friðriksson svarar bæj- arstjóra Reykjanesbæjar » Í þessu máli erumvið Árni Sigfússon því miður ekki sammála, og hefur það ekkert með hans persónu að gera. Hannes Friðriksson Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is frá kr. 34.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Kanarí 2., 9. eða 16. janúar. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað í 1 viku eða lengur. Bjóðum nú takmarkaðan fjölda íbúða á mörgum af okkar vinsælustu gististöðum á frábæru sértilboði, m.a. Los Tilos, Roque Nublo, Jardin Atlantico og Dorotea. Góðar íbúðir og frábær staðsetning. Ath. takmarkaður fjöldi íbúða á þessu einstaka tilboðsverði. Kanaríveisla í janúar Frábær sértilboð á góðri gistingu! 2. janúar 9. janúar 16. janúar Mjög takmarkaður fjöldi íbúða í boði! Verð kr. 34.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og tvö börn í íbúð á Dorotea, Roque Nublo, Los Tilos eða Jardin Atlantico í viku. Gisting á Liberty, Parque Sol og Dunas Esplendido kr. 4.000 aukalega. Aukavika kr. 12.000. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Roque Nublo, Los Tilos, Dorotea eða Jardin Atlantico í viku. Gisting á Liberty, Parque Sol og Dunas Esplendido kr. 4.000 aukalega. Aukavika kr. 12.000. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.