Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UMHVERFISSTOFNUN hefur birt umsögn um fyrirhugaða Bitruvirkj- un, sem Orkuveita Reykjavíkur hyggst reisa á Hellisheiði. Þar segir að ef tekið verði tillit til at- hugasemda stofnunarinnar séu ekki líkur á að heildaráhrif vegna framkvæmdanna verði umtalsverð. Í umsögn Umhverfisstofnunar segir m.a. að sjónræn áhrif virkj- unarinnar verði talsverð en draga megi verulega úr þeim með vand- aðri hönnun mannvirkja og stað- setningu. Orkuveitan hafi reynt að forðast röskun á hrauni eins og kostur sé með því að minnka fyrirhugað framkvæmdasvæði og hlífa jarð- myndunum með verndargildi. Hins vegar þurfi að gera nánari grein fyrir því hvernig staðið verði að því að dreifa jarðvegi vegna upp- græðslu á óröskuðum svæðum. Fram kom á upplýsingafundi Orkuveitu Reykjavíkur sem hald- inn var í vikunni að Skipulags- stofnun hefðu þá borist á fimmta hundrað athugasemdir vegna fram- kvæmda við Bitru- og Hverahlíð- arvirkjun sem ætlunin væri að reisa við Hengilssvæðið. Fresturinn til að skila athugasemdum rennur út á miðnætti á föstudag. Umsögn Umhverfisstofnunar má lesa í heild á fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is. Morgunblaðið/Kristinn Kraftur Framkvæmdir á Hellisheiði, en í umsögn um Bitruvirkjun segir m.a. að draga megi verulega úr sjónrænum áhrifum virkjunarinnar. Umhverfisstofnun segir áhrif Bitruvirkjunar ekki mikil GUÐRÍÐUR Arnardóttir, bæj- arfulltrúi og oddviti Samfylking- arinnar í Kópavogi, lýsir furðu sinni á frásögn Gunnars I. Birg- issonar, bæj- arstjóra í Kópa- vogi, um byggingu óperu- húss þar í bæ sem birtist í Morgunblaðinu. „Það kemur mér verulega á óvart þar sem ég hef setið í nefnd- inni frá upphafi að þremur arki- tektastofum hafi þegar verið boðið að taka þátt í hönnunarsam- keppni,“ segir hún. „Viðskiptaáætlunin liggur fyrir og forsögnin en þau gögn liggja hjá nefndinni og viðskiptaáætlunin er trúnaðarmál. Umræðan á síðasta bæjarstjórnarfundi snerist um það að næsta skref væri að senda öllum fulltrúum bæjarstjórnar við- skiptaáætlunina svo þeir gætu tekið ákvarðanir og að því loknu yrði þetta rætt í bæjarstjórn,“ sagði Guðríður. Að hennar sögn hefur ekki held- ur verið tekin ákvörðun um stað- setningu hússins og henni finnst ótímabært að fara í hönnunarsam- keppni áður en ákvörðun um bygg- inguna hefur verið tekin. Ákvörð- unin sé bæjarstjórnar en ekki bæjarstjórans eins. „Bæjarstjóri varaði við því á fundinum fyrir hálfum mánuði að fulltrúar tjáðu sig um málið opinberlega þar sem það væri enn á vinnslustigi,“ sagði Guðríður. Engin ákvörð- un liggur fyrir Guðríður Arnardóttir Á MORGUN, laugardag, verður hinn íslenski skrapp- dagur haldinn í Breiðholtskóla frá kl. 12-19. Þetta mun vera í fyrsta sinn á Íslandi sem slíkur dagur er haldinn. Nokkur fyrirtæki og einstaklinga standa að þessu fram- taki og er ætlunin að hafa þetta árlegan viðburð. En skrapp (scrapbooking) er farið að njóta síaukinna vin- sælda hjá öllum aldurshópum. Að skrappa er að föndra með pappír, ljósmyndir og ýmiss konar skraut. Þessi teg- und föndurs býður upp á skemmtilega möguleika til að út- búa persónulega og eigulega hluti eins og minn- ingaalbúm, minningabækur og kort, segir í tilkynningu. Þetta sé eitthvað sem allir geti gert því áhöld og allt verði á staðnum. „Ekki má gleyma að leyfa börnum að prófa því að þegar frá líður verða þessir hlutir mjög dýrmætir. Sýnikennsla er á staðn- um fyrir byrjendur og lengra komna, t.d. kortagerð, föndur, myndaalbúm o.m.fl. Frítt er inn og að sjálfsögðu allir velkomnir,“ segir í tilkynningu. Skrappdagur í Breiðholtsskóla Skrapp og föndur getur verið með ýmsum hætti. NÝTT verkefni sem miðar að því að auka og efla jafnréttis- og kynja- sjónarmið í skólastarfi, þ.e. í leik- skólum og grunnskólum, er að hefja göngu sína. Meginmarkmið verkefnisins eru að efla jafnrétt- isfræðslu, að samþætta kynjasjón- armið í kennslu og að auka upplýs- ingaflæði um jafnréttismál. Jafnréttisstofa hefur umsjón með verkefninu og hefur verið auglýst eftir verkefnisstjóra. Nánari upp- lýsingar eru veittar hjá Jafnrétt- isstofu: jafnretti@jafnretti.is_ Jafnréttisfræðsla SKIPULAGSSTOFNUN barst 6. nóvember tillaga Árvéla að mats- áætlun vegna efnistöku í Lamba- felli, sveitarfélaginu Ölfusi. Tillög- una er unnt að nálgast á heimasíðu Línuhönnunar: www.lh.is. Erindið hefur verið sent eft- irtöldum aðilum til umsagnar: Sveitarfélaginu Ölfusi, Forn- leifavernd ríkisins, Heilbrigðiseft- irliti Suðurlands, iðnaðarráðuneyti og Umhverfisstofnun. Ákvörðunar er að vænta 4. desember 2007. Efni úr Lambafelli VINNUUMHVERFI á leikskólum: Orsakir álags á starfsmenn, er heiti á opnum fyrirlestri sem Ágústa Guðmarsdóttir, MS í líf- og lækna- vísindum heldur í boði Rann- sóknastofu í vinnuvernd í dag, föstudaginn 9. nóvember, kl. 12.15 í Lögbergi HÍ, stofu 201. Í erindinu er gerð grein fyrir m.a. áhættu- mati, áhættuþáttum, íhlutun, helstu niðurstöðum og eftirfylgni. Áhættuþættir eru einkum hávaði, lág vinnuhæð, að bera byrðar, sam- skipti og dagsskipulag. Álag á starfsmenn Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is SPARISJÓÐURINN hóf í gær átakið „Þú gefur styrk“, til stuðnings átta félagasamtökum barna og ung- linga með geðraskanir. Félagasamtökin eru: ADHD sam- tökin, Barnageð, Barnaheill, Hugar- afl, Rauði krossinn, Sjónarhóll, Spegillinn og Umsjónarfélag ein- hverfra. Með átakinu, sem stendur til jóla, styður Sparisjóðurinn framsækin verkefni á vegum félagasamtakanna, sem voru valin með aðstoð fagfólks. Sparisjóðurinn stendur fyrir átakinu annað árið í röð, í stað þess að gefa viðskiptavinum hefðbundnar jóla- gjafir. Hann leggur til 1.000 krónur fyrir hönd hvers viðskiptavinar, auk þess sem allir landsmenn eru hvattir til að leggja framtakinu lið. Í fyrra söfnuðust yfir 20 milljónir króna og er markið sett hærra í ár. Athyglissýki Jón Gnarr ýtti söfnuninni úr vör í gær, en hann er meðlimur í ADHD samtökunum, samtökum til stuðn- ings fólki með athyglisbrest og of- virkni. Jón sagði fyrsta skrefið til að bæta stöðu barna og unglinga með geð- raskanir og hegðunarfrávik, væri að berjast gegn fordómum í þeirra garð. Fordómar væru mjög alvarleg- ur þáttur og alltof algengir. Nauð- synlegt væri að bæta úr þeim vanda með aukinni fræðslu. „Það þarf að taka tillit til sérkenna fólks og ekki að refsa fólki fyrir þau, frekar að reyna að sjá þetta í já- kvæðu ljósi,“ sagði Jón Gnarr. Hann hefði sjálfur verið mikið „vandræða- barn“ og verið sendur í alls konar greiningar, en yfirleitt flokkaður sem athyglissjúkur. Þau viðhorf hefðu í rauninni lítið breyst, en hann borið gæfu til að nýta hluta „athygl- issýkinnar“ sér til framfærslu. Þráhyggjuáráttu hans sagði hann yfirleitt fara í taugarnar á fólki sem ekki skilji af hverju hann „hætti þessu ekki bara“, þetta sýni mikla fá- fræði á eðli þráhyggju. 7,5% barna með ADHD ADHD samtökin voru í hópi þeirra samtaka sem hlutu styrk til verkefnis síns og er þetta annað árið sem þau hljóta styrk. Ingibjörg Karlsdóttir formaður samtakanna tók saman helstu verk- efni sem fjármögnuð hafa verið með Sparisjóðsstyrknum. Styrkurinn- rann m.a. í starf samtakanna á lands- byggðinni, auk þess sem samtökin fjármögnuðu útgáfu tímarits um full- orðna með ADHD, en komið hefur í ljós að sjúkdómurinn fylgir börnum í 50 - 70% tilfella inn í fullorðinsárin. Styrkinn í ár hyggjast samtökin nota til að halda áfram fræðslustarfi með- al kennara, starfsfólks heilbrigðis- stofnana og fleiri starfsstétta sem starfa með börnum, en rannsóknir hafa sýnt að 7,5% barna eru með ADHD. Uppbygging meðferðarheimilis Barnaheill er nýr styrkþegi Spari- sjóðsins. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá samtökunum og segir að þar sem Barnaheill séu frjáls félagasamtök byggi þau starf- semi sína algerlega á framlögum. Stór hluti komi frá einstaklingum, en einnig frá fyrirtækjum og að ein- hverju leyti frá hinu opinbera. Allir styrkir hafi því mikla þýðingu fyrir samtökin. Barnaheill reka meðferðarheimili fyrir börn á aldrinum 8-14 ára að Geldingalæk og mun söfnunarféð renna til uppbyggingar á því starfi sem þar fer fram en samtökin vinna einnig að ýmiskonar málum sem tengjast ofbeldi á börnum og þeim geðröskunum sem því fylgja. Söfnun Sparisjóðsins mun standa fram að jólum. Óhefðbundnar jóla- gjafir Sparisjóðsins Morgunblaðið/Sverrir Vandræðabarn Jón Gnarr ýtti söfnunarátaki Sparisjóðsins af stað í gær. Í HNOTSKURN »„Þú gefur styrk“ er söfnuntil styrktar börnum með geðsjúkdóma. » Í fyrra söfnuðust yfir 20milljónir króna. »Allir landsmenn geta tekiðþátt í styrktarátakinu » Ítarlegar upplýsingar aðfinna á www.spar.is www.forlagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.