Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 866.706 geisladiskar seldust á Íslandi árið 2006. Það eru um 2,9 eintök á hvern íbúa á Íslandi. 574.234 íslenskir geisladiskar seldust á síð- asta ári, eða 66,3% allra seldra geisladiska. 41.220 tónleikagestir sóttu tónleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands árið 2005. Það árið hélt Sinfóní- an 82 tónleika af öllu tagi, bæði hér á landi og erlend- is. 287 hljómsveitir og tón- listarmenn sóttu um að komast að á Iceland Airwa- ves hátíðina í ár. 170 hljóm- sveitir og tónlistarmenn voru valdir en þar af lék um fjórðungur í fyrsta skipti á hátíðinni. 2.300 tónleikar, eða þar um bil, voru haldnir hér á landi á síðasta ári eða að jafnaði sex tónleikar á dag. Tæpur helmingur þeirra er af klassískum toga. 47.299 verk eftir ís- lensk tónskáld eru á skrá hjá STEFi. Nýskráningar á síðasta ári voru 2.527. Frá janúar til júlí á þessu ári hafa 3.157 verk verið skráð hjá STEFi. 2.866 texta- og laga- höfundar eru á bak við öll þessi verk. 1,3% er varlega áætlað hlutfall tónlistariðnaðarins til vergrar landsfram- leiðslu. 85.000.000 er varlega áætluð krónutala yfir útgjöld heimilanna til tónlistar árið 2004. 30 íslenskir óperusöngv- arar hafa lifibrauð af því að syngja í erlendum óp- eruhúsum. 3.000 eða þar um bil, er fjöldi kórfélaga um land allt. 12 lúðrasveitir eru starf- andi á Íslandi og félagar eru á fjórða hundrað tals- ins. 100.000 lög eða þar um bil, hafa verið seld á Tónlist.is frá nóvember í fyrra til dagsins í dag. 1.000.000 laga hefur hins vegar verið streymt í gegnum Tónlist.is á þessu sama tímabili. 80 var fjöldi tónlistar- skóla á Íslandi árið 2003. Þar af voru 30 þeirra á höf- uðborgarsvæðinu. 12.000 nemendur stunda tónlistarnám á Ís- landi. Það eru um 4,1% af íbúafjölda landsins. 20.000.000 er sá fjöldi platna sem Björk hef- ur selt um allan heim. Það eru jafnmargar plötur og selst hafa af íslenskri tón- list síðustu 60 ár. Tölurnar tala sínu máli Ágætis byrjun er besta íslenska platan Í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar efndu Reykjavík, Reykjavík og mbl.is til kosningar um bestu íslensku plötu allra tíma. Á annað þúsund manns tók þátt í keppninni og á lista voru 77 plötur sem þátttakendur gátu valið úr. Einnig var hægt að tilnefna plötur sem ekki var að finna á listanum og við bættust 214 plötur frá þátttakendum í kosningunni. Skemmst er frá því að segja að hljómplatan Ágætis byrjun með Sigur Rós fékk afgerandi kosningu eða 423 atkvæði. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 ÞAR sem menn eru á annað borð komnir út á þann hála ís sem val á bestu íslensku plötu allra tíma er óneitanlega, má allt eins ganga alla leið og ímynda sér hvernig ofurgrúppa Ís- lands yrði skipuð. Svona æfingar eru að sjálfsögðu til gamans gerðar og þeim skal tekið með fyrirvara. Við val á meðlimum lá til grundvallar að hún væri ekki aðeins skipuð hæfum tón- listarmönnum heldur einnig skapandi meðlimum sem gæfu sveitinni breidd. Niðurstaða tónlistarblaðamanna Morg- unblaðsins og gagnrýnanda er því þessi: Trommur: Gunnar Jökull Hákonarson. Hljómborð: Karl J. Sighvatsson. Gítar: Þorsteinn Magnússon. Bassi: Bragi Ólafsson. Söngur: Björk Guðmundsdóttir. Söngur: Bubbi Morthens. Líklega eru þeir ekki margir sem myndu andmæla valinu á trommuleikaranum Gunnari Jökli sem er tvímælalaust einn fremsti og hugmyndaríkasti trommuleikari íslenskrar tón- listarsögu. Sama má segja um hljómborðsleikarann Karl J. Sighvatsson sem er enn einn af okkar dáðustu listamönnum. Þorsteinn Magnússon sannaði það með Eik, Þeysurunum og MX-21 að hann er ekki bara ótrúlega fær gítarleikari heldur einnig gríðarlega hugmyndaríkur tónsmiður. Þorsteinn myndi auk þess færa sveitinni töffaralega vídd sem allar al- vörusveitir verða að hafa. Skáldið Bragi Ólafsson er ekki bara agaður og iðinn tónlistarmaður heldur einnig raunsær, eiginleiki sem ekki skal vanmeta á hinni hálu braut tónlistar- innar. Björk og Bubba þekkja svo allir. Gunnar Jökull Bragi ÓlafssonÞorsteinn Magnússon Björk Guðmundsdóttir Karl J. Sighvatsson Hljómsveit Íslands Bubbi Morthens 1. Sigur Rós – Ágætis byrjun 2. Trúbrot – Lifun 3. Bubbi – Ísbjarnarblús 4. Bubbi – Kona 5. Megas & Spilverkið – Á bleikum náttkjólum 6. Björk – Debut 7. Sigur Rós – Takk 8. Utangarðsmenn – Geislavirkir 9. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi 10. Emilíana Torrini – Fisherman’s Woman 11. Hjálmar – Hljóðlega af stað 12. Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar – Gling Gló 13. Stuðmenn – Með allt á hreinu 14. Egó – Breyttir tímar 15. Elly Vilhjálms – Heyr mína bæn 16. Hinn íslenzki þursaflokkur – Hinn ís- lenzki þursaflokkur 17. Sykurmolarnir – Life’s Too Good 18. XXX Rottweilerhundar – XXX Rott- weilerhundar 19. Spilverk þjóðanna – Sturla 20. Mugison – Lonely Mountain 20 bestu plöturnar 16 17 18 19 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.