Morgunblaðið - 09.11.2007, Side 48

Morgunblaðið - 09.11.2007, Side 48
48 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 866.706 geisladiskar seldust á Íslandi árið 2006. Það eru um 2,9 eintök á hvern íbúa á Íslandi. 574.234 íslenskir geisladiskar seldust á síð- asta ári, eða 66,3% allra seldra geisladiska. 41.220 tónleikagestir sóttu tónleika Sinfón- íuhljómsveitar Íslands árið 2005. Það árið hélt Sinfóní- an 82 tónleika af öllu tagi, bæði hér á landi og erlend- is. 287 hljómsveitir og tón- listarmenn sóttu um að komast að á Iceland Airwa- ves hátíðina í ár. 170 hljóm- sveitir og tónlistarmenn voru valdir en þar af lék um fjórðungur í fyrsta skipti á hátíðinni. 2.300 tónleikar, eða þar um bil, voru haldnir hér á landi á síðasta ári eða að jafnaði sex tónleikar á dag. Tæpur helmingur þeirra er af klassískum toga. 47.299 verk eftir ís- lensk tónskáld eru á skrá hjá STEFi. Nýskráningar á síðasta ári voru 2.527. Frá janúar til júlí á þessu ári hafa 3.157 verk verið skráð hjá STEFi. 2.866 texta- og laga- höfundar eru á bak við öll þessi verk. 1,3% er varlega áætlað hlutfall tónlistariðnaðarins til vergrar landsfram- leiðslu. 85.000.000 er varlega áætluð krónutala yfir útgjöld heimilanna til tónlistar árið 2004. 30 íslenskir óperusöngv- arar hafa lifibrauð af því að syngja í erlendum óp- eruhúsum. 3.000 eða þar um bil, er fjöldi kórfélaga um land allt. 12 lúðrasveitir eru starf- andi á Íslandi og félagar eru á fjórða hundrað tals- ins. 100.000 lög eða þar um bil, hafa verið seld á Tónlist.is frá nóvember í fyrra til dagsins í dag. 1.000.000 laga hefur hins vegar verið streymt í gegnum Tónlist.is á þessu sama tímabili. 80 var fjöldi tónlistar- skóla á Íslandi árið 2003. Þar af voru 30 þeirra á höf- uðborgarsvæðinu. 12.000 nemendur stunda tónlistarnám á Ís- landi. Það eru um 4,1% af íbúafjölda landsins. 20.000.000 er sá fjöldi platna sem Björk hef- ur selt um allan heim. Það eru jafnmargar plötur og selst hafa af íslenskri tón- list síðustu 60 ár. Tölurnar tala sínu máli Ágætis byrjun er besta íslenska platan Í tilefni af Degi íslenskrar tónlistar efndu Reykjavík, Reykjavík og mbl.is til kosningar um bestu íslensku plötu allra tíma. Á annað þúsund manns tók þátt í keppninni og á lista voru 77 plötur sem þátttakendur gátu valið úr. Einnig var hægt að tilnefna plötur sem ekki var að finna á listanum og við bættust 214 plötur frá þátttakendum í kosningunni. Skemmst er frá því að segja að hljómplatan Ágætis byrjun með Sigur Rós fékk afgerandi kosningu eða 423 atkvæði. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 ÞAR sem menn eru á annað borð komnir út á þann hála ís sem val á bestu íslensku plötu allra tíma er óneitanlega, má allt eins ganga alla leið og ímynda sér hvernig ofurgrúppa Ís- lands yrði skipuð. Svona æfingar eru að sjálfsögðu til gamans gerðar og þeim skal tekið með fyrirvara. Við val á meðlimum lá til grundvallar að hún væri ekki aðeins skipuð hæfum tón- listarmönnum heldur einnig skapandi meðlimum sem gæfu sveitinni breidd. Niðurstaða tónlistarblaðamanna Morg- unblaðsins og gagnrýnanda er því þessi: Trommur: Gunnar Jökull Hákonarson. Hljómborð: Karl J. Sighvatsson. Gítar: Þorsteinn Magnússon. Bassi: Bragi Ólafsson. Söngur: Björk Guðmundsdóttir. Söngur: Bubbi Morthens. Líklega eru þeir ekki margir sem myndu andmæla valinu á trommuleikaranum Gunnari Jökli sem er tvímælalaust einn fremsti og hugmyndaríkasti trommuleikari íslenskrar tón- listarsögu. Sama má segja um hljómborðsleikarann Karl J. Sighvatsson sem er enn einn af okkar dáðustu listamönnum. Þorsteinn Magnússon sannaði það með Eik, Þeysurunum og MX-21 að hann er ekki bara ótrúlega fær gítarleikari heldur einnig gríðarlega hugmyndaríkur tónsmiður. Þorsteinn myndi auk þess færa sveitinni töffaralega vídd sem allar al- vörusveitir verða að hafa. Skáldið Bragi Ólafsson er ekki bara agaður og iðinn tónlistarmaður heldur einnig raunsær, eiginleiki sem ekki skal vanmeta á hinni hálu braut tónlistar- innar. Björk og Bubba þekkja svo allir. Gunnar Jökull Bragi ÓlafssonÞorsteinn Magnússon Björk Guðmundsdóttir Karl J. Sighvatsson Hljómsveit Íslands Bubbi Morthens 1. Sigur Rós – Ágætis byrjun 2. Trúbrot – Lifun 3. Bubbi – Ísbjarnarblús 4. Bubbi – Kona 5. Megas & Spilverkið – Á bleikum náttkjólum 6. Björk – Debut 7. Sigur Rós – Takk 8. Utangarðsmenn – Geislavirkir 9. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi 10. Emilíana Torrini – Fisherman’s Woman 11. Hjálmar – Hljóðlega af stað 12. Björk og Tríó Guðmundar Ingólfssonar – Gling Gló 13. Stuðmenn – Með allt á hreinu 14. Egó – Breyttir tímar 15. Elly Vilhjálms – Heyr mína bæn 16. Hinn íslenzki þursaflokkur – Hinn ís- lenzki þursaflokkur 17. Sykurmolarnir – Life’s Too Good 18. XXX Rottweilerhundar – XXX Rott- weilerhundar 19. Spilverk þjóðanna – Sturla 20. Mugison – Lonely Mountain 20 bestu plöturnar 16 17 18 19 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.