Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand GRETTIR, ÞÚ LIGGUR ALLT OF MIKIÐ Í LETI! ÞÚ ÞARFT AÐ HREYFA ÞIG MEIRA! ÞÚ GETUR EKKI BARISTGEGN NÁTTÚRUÖFLUNUM, ELSKAN MÍN MATURINN ER TIL, HERRA MINN! KALDHÆÐNI SKEMMIR ALLTAF MATARLYSTINA HVAÐ ÞYKIST ÞÚ EIGINLEGA VERA AÐ GERA HÉRNA?!? ÉG GERI ÞAÐ SEM ÉG VIL! ÞAÐ ER EKKERT MÁL AÐ KASTA SPJÓTI... HALTU BARA UM MITT SPJÓTIÐ, HALLAÐU ÞÉR AFTUR OG KASTAÐU SÍÐAN HEYRÐU... ÉG GLEYMDI VÍST EINU ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA MJÖG FÍNT HÓTEL! SUMIR FORELDRARNIR HÉRNA ERU FREKAR SKRÍTNIR ÞESSI HELDUR TIL DÆMIS AÐ HANN SÉ AÐ ÞJÁLFA KRAKKANA TIL AÐ VERA Í HERNUM ÞAÐ GENGUR SAMT ÁGÆTLEGA HJÁ HONUM AF STAÐ! ÁFRAM GAKK! EINN, TVEIR! EINN, TVEIR! ÉG LENTI Á ÖRYGGISNETINU! EN ÉG VAR VISS UM AÐ ÉG MUNDI LENDA Á VEGGNUM! OG ÞAÐ HEFÐI GERST... HEFÐI ÉG EKKI VERIÐ HÉR dagbók|velvakandi Frábærir tónleikar Mig langar að segja frá frábærum tónleikum sem ég var á 4. nóvember sl., tónleikum Listafélags Langholts- kirkju. Eyþór Ingi Jónsson organisti Akureyrarkirkju og kórstjóri Hym- nodia hélt orgeltónleika þar sem hann lék barokktónlist eftir helstu höfunda þess tímabils. Meðan hann lék var varpað upp upplýsingum um tónskáldin og tónlistina, samtímis var varpað á risatjald beinni upptöku af höndum og fótum organistans sem gaf tónleikagestum færi á að sjá það sem langflestir sjá aldrei á tón- leikum. Þetta var einstök upplifun. Eyþór spilaði frábærlega og þetta form opnaði tónlistina fyrir manni á einstakan hátt þannig að maður naut hennar mun frekar. Listafélag, áfram á sömu braut! Elfa Brynja. Laun fatlaðra Ég las nýverið forsíðugrein í Frétta- blaðinu þess efnis að mánaðarlaun fatlaðra í Bjarkarási væru 4.200 kr. Nú er Bjarkarás frekar hæfingarstöð en fyrirtæki sem heldur úti inn- stimpluðum starfsmönnum. Sonur minn er öryrki og hefur verið á sam- býli í nokkur ár. Hann komst loks að í Ásgarði í Mosfellsbæ fyrir stuttu og var það þvílíkur léttir fyrir fjölskyld- una alla, svo og hann. Við lítum fyrst og fremst á þetta sem tækifæri til endurhæfingar, þ.e. að hafa eitthvert hlutverk og komast innan um annað fólk. Sonur minn hékk meira og minna inni allan daginn við rúmið, einangraðist og sneri sólarhringnum við. Nú fer hann í Ásgarð 4 daga vik- unnar og er að komast meira og meira út úr sinni einangrun. Hann fær létta föndur-„vinnu“ eða ein- hvern tilgang sem skilar árangri þessa daga. Ég lít því á þetta sem þjálfun til betra lífs en ekki launa- vinnu enda skerðast örorkubæturnar við nokkrar krónur, ekki satt? Harpa Karlsdóttir Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is LITIÐ hefur verið á hjólreiðar sem góða útivist og hreyfingu en það færist stöðugt í vöxt að reiðhjólið sé notað sem samgöngutæki. Þá kjósa einnig margir að nota almenningsvagna. Morgunblaðið/Kristinn Mismunandi val á samgöngutækjum FRÉTTIR JÓLAKORTASALAN er hafin hjá Hjartaheill, landssamtökum hjarta- sjúklinga. Jólakortin eru með myndum eftir listakonuna Gunnellu. Þetta er þriðja árið í röð sem Gunnella gefur samtökunum slíkan afnotarétt af listaverkum sínum. Myndirnar eru tvær og eru úr sömu seríu og fyrir síðustu jól. Þær heita „Skautað í kringum snjókall“ og „Skautaferð“. Hægt er að hringja í síma 552- 5744 og panta kort eða senda tölvu- póst á hjartaheill@hjartaheill.is Pakkinn með 10 kortum kostar 1.000 kr. Nánari upplýsingar um sölustaði eru á vefnum hjartaheill.is Jólakort Hjartaheilla komið út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.