Morgunblaðið - 09.11.2007, Síða 22

Morgunblaðið - 09.11.2007, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI BRAGÐAREFIR sigruðu á fyrsta krullumóti vetrarins hjá Krullu- deild Skautafélags Akureyrar. Því lauk í vikunni, en keppt er um hinn svokallaða Gimli-bikar sem Vestur- Íslendingarnir Alma og Ray Sig- urdsson frá Gimli í Manitoba gáfu deildinni þegar Skautahöllin var vígð árið 2000. Fyrst var keppt um þennan glæsilega bikar 2001 og er þetta því í sjöunda skiptið sem ak- ureyrskt krullufólk keppir um hann. Tíu lið tóku þátt í mótinu sem hófst í byrjun október og léku þau einfalda umferð, allir við alla. Bragðarefirnir fengu 13 stig, þeir unnu 6 leiki, gerðu eitt jafntefli og töpuðu tveimur. Bragðarefir höfðu raunar tryggt sér efsta sætið fyrir lokaumferðina. Í liðinu eru þau Davíð Valsson, Heimir Jónasson, Hólmfríður Þórðardóttir, Jóhann Ingi Einarsson og Jón Einar Jó- hannsson. Um komandi helgi verða fimm krullumenn frá Akureyri á faraldsfæti og taka þátt í móti í Tårnby í Danmörku, sem hefst reyndar í dag, annars vegar fjórir saman í liði og svo einn sem myndar lið með dönskum landsliðskonum og sænskum þjálfara þeirra. Bragðarefir sleipastir NÝ ævisaga Jónasar Hallgrímsson- ar kemur út á 200 ára afmælisdegi hans, eftir viku, á vegum menningar- félagsins Hrauns í Öxnadal. Böðvar Guðmundsson rithöfundur hefur skrifað söguna og nefnir Jónas Hall- grímsson – Ævimynd. Verður eintak af bókinni afhent öllum nemendum í tíunda bekk í grunnskólum landsins að gjöf. Að sögn Tryggva Gíslasonar, magisters og formanns menningar- félagsins Hrauns í Öxnadal ehf., rek- ur Böðvar ævi og störf skáldsins, náttúrufræðingsins og stjórnmála- mannsins Jónasar Hallgrímssonar og bregður ljósi á þá þætti í lífi hans sem gerðu hann að skáldi. Inn í ævi- söguna er fléttað kvæðum Jónasar og brotum úr bréfum hans og dag- bókum sem tengjast sérstaklega þroskaferli hans sem manns og skálds. Minningarstofa á Hrauni Sama dag, 16. nóvember, opnar forseti Íslands minningarstofu um Jónas Hallgrímsson á fæðingarstað hans, Hrauni í Öxnadal. Að Hrauni verður til frambúðar sýning þar sem brugðið verður upp svipmyndum úr ævi þessa fyrsta nú- tímaskálds Íslendinga sem með ljóð- um sínum fann fegurð íslenskrar náttúru og hefur mótað íslenskar bókmenntir og íslenska list í hart- nær tvær aldir, eins og Tryggvi kemst að orði. Lýst er ljóðmáli og myndlíkingum í kvæðum hans og gerð grein fyrir nýyrðasmíð hans, bæði í ljóðum og fræðiritum. Sýningin er gerð með það fyrir augum að gestir komist í snertingu við manninn Jónas Hall- grímsson á ýmsum æviskeiðum hans. Þjóðminjasafn Íslands lánar skrifborð úr eigu Jónasar og líkan af húsi því sem hann bjó síðast í í Kaup- mannahöfn, við opnun sýningarinn- ar. Minningarstofan er hluti af minn- ingarsetri um Jónas sem komið verður á fót á Hrauni í samvinnu við ýmsar rannsóknar- og menningar- stofnanir, skv. upplýsingum Tryggva Gíslasonar. Auk minningarstofunnar verður á Hrauni rannsóknaraðstaða fyrir fræðafólk í bókmenntum, náttúru- vísindum og stjórnmálum, en Jónas fjallaði um alla þessa þætti á stuttri starfsævi sinni. Annar hluti af minningarsetrinu er fólkvangur í landi Hrauns sem nefndur hefur verið Jónasarvangur og opnaður var í sumar. Meginhluti jarðarinnar var þá gerður að nátt- úrulegu útivistarsvæði fyrir almenn- ing. Innan fólkvangsins er m.a. Drangafjall með hinum sérstaka Hraundranga, sem kemur fyrir í kvæði Jónasar Ferðalokum, sem nefnt hefur verið fegursta ástarljóð ort á íslenska tungu, en er um leið óður til landsins og fegurðarinnar. Ný ævisaga á 200 ára afmælisdegi Jónasar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jónas Séð heim að Hrauni í Öxnadal. Hraundrangi, sem skagar upp úr hvassbrýndu Drangafjalli, hefur lengi verið tákn Jónasar Hallgrímssonar. Í HNOTSKURN »Forseti Íslands, ÓlafurRagnar Grímsson, mun að morgni afmælisdags Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóv- ember, afhenda fyrstu eintök hinnar nýju ævisögu nem- endum Þelamerkurskóla sem minnast um leið drengsins sem fæddist og ólst upp í sveit- inni og varð skáld, listaskáldið góða. „ER þróunarsamvinna Íslands á villigötum? Hvert stefnir?“ Þessar spurningar mun Hilmar Þór Hilm- arsson, lektor við viðskipta- og raun- vísindadeild Háskólans á Akureyri, gera að umfjöllunarefni á málstofu deildarinnar í dag. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 í stofu K202 á Sólborg. Í erindinu fjallar Hilmar um núver- andi skipulag íslenskrar þróunar- samvinnu og breyttar áherslur í al- þjóðlegu þróunarstarfi. Hann mun einnig fjalla um tengsl þróunarsam- vinnu og útrásar íslenskra fyrir- tækja. Hilmar svarar fyrirspurnum að erindi loknu. Hilmar starfaði áður sem sérfræð- ingur hjá Alþjóðabankanum í Víet- nam, Lettlandi og í Bandaríkjunum. Hann gegndi starfi aðstoðarmanns utanríkisráðherra á árunum 1995- 1999. Er þróunar- samvinnan á villigötum? HUGMYNDAFRÆÐIN á bak við nýja verslun BYKO í Kauptúni í Garðabæ er að hægt eigi að vera að labba þaðan út með „heilt hús á bak- inu“ ef svo má segja, að sögn Atla Ólafssonar rekstrarstjóra. Versl- unin verður opnuð í dag, föstudag. Í versluninni er fáanlegt nánast allt sem þarf til að gera hús íbúð- arhæft. Skrúfur, naglar, plötur, inn- réttingar, ljós og rafmagnsvörur, svo fátt eitt sé talið. Auk þess eru sýndar lausnir fyrir húsbyggjendur; fullbúin baðherbergi, barna- herbergi, eldhús o.s.frv. Innrétting- arnar, eldhús-, bað- og þvottahús- innréttingar, eru tilbúnar til afhendingar, en þær eru dönsk hönnun og heita Concepta. „Við sýn- um hvernig hlutirnir eru gerðir frá upphafi, rafmagnið, gipsplötuna, innréttinguna og tækin,“ segir Atli og hnykkir á því að þarna sé allt fá- anlegt til að klára hús. Verslunin er á 13.000 ferm. og er stærsta bygg- ingavöruverslun á Íslandi á einum gólffleti. Mjög gott aðgengi er að versluninni og skipulag þannig að fólk á að vera fljótt að versla. „Kjarninn af starfsfólki sem hér er er úr verslun BYKO í Hafn- arfirði,“ segir Atli Ólafsson rekstr- arstjóri, en hann hafði yfirumsjón með þeirri verslun. Hann tekur sér- staklega fram að í Hafnarfirði hafi verið afar tryggur og góður við- skiptamannahópur. „Við erum að stórauka vöruúrvalið í Kauptúni, en vorum fyrst og fremst í grófri vöru og verkfærum í Hafnarfirði og mun- um sinna því enn betur í Kauptúni,“ segir hann. Góði andinn fluttur frá Hafnarfirði Víðir Atli Ólafsson verður versl- unarstjóri hinnar nýju BYKO- verslunar í Kauptúni. Hann hefur verið viðloðandi BYKO í 13 ár, nú síðast starfaði hann í BYKO í Kefla- vík, en hefur þó „unnið í öllum versl- unum BYKO á höfuðborgarsvæð- inu“, eins og hann lýsir sjálfur.Víðir Atli upplýsir að vörur sem ekki hafi áður verið seldar hjá BYKO verði fá- anlegar í versluninni í Kauptúni. „Hér erum við að sameina alla bygg- ingavöru undir einu þaki.“ Markhóp- urinn er hvort sem er einstaklingar og verktakar en Víðir Atli segir að verslunin sé þó að hluta sniðin í kringum verktaka og iðnaðarmenn. „Versluninni hefur verið stillt þann- ig upp að mjög gott aðgengi er fyrir verktaka og iðnaðarmenn, meðal annars er sér fagmannainngangur og allt timbur er nú innandyra,“ seg- ir Víðir Atli. Víðir Atli og Atli lýsa því báðir að í BYKO-versluninni í Hafnarfirði hafi verið mjög sérstakur andi og iðn- aðarmenn hafi, þegar þeir komu til að versla, gjarnan sest niður og fengið sér kaffi og spjallað við koll- ega sína. Mikil áhersla hafi verið lögð á að flytja þennan góða anda í nýju verslunina og séð hafi verið fyr- ir aðstöðu fyrir þá þar sem þeir geti áfram sest niður með sinn kaffibolla og hitt mann og annan. „Við fag- mannainnganginn verða kunnugleg andlit, sem taka á móti þeim og þar er stutt í helstu deildir sem þeir þurfa að fara í. Þó að búðin sé svona stór er búið að brjóta hana upp í minni einingar,“ segir Atli. Spennandi tímar eru framundan í byggingargeiranum og segir Atli sóknarfæri vera fyrir hendi, m.a. sé reiknað með að 1.000 íbúðir verði byggðar á ári hverju á suðursvæðinu á næstu tíu árum, „sem er einmitt svæðið sem við erum að þjóna“, seg- ir hann og bendir á að Urriðaholtið sé aðeins steinsnar frá Kauptúni, en þar er einmitt framundan mikil upp- bygging. Hægt að labba út með „húsið á bakinu“ BYKO opnar í dag 13 þúsund fermetra verslun í Garðabæ Morgunblaðið/Golli Nokkurs konar Manhattan Breiðstræti og götur á milli. Skilti eru víða um verslunina til að auðvelda viðskiptavininum að finna það sem þarf. Morgunblaðið/Golli Í framlínunni Víðir Atli Ólafsson verslunarstjóri, Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, og Atli Ólafsson rekstrarstjóri. Í nýju versluninni verður boðið upp á alhliða heildarlausnir fyrir húsbyggjendur. Í HNOTSKURN »Hin nýja verslun Byko íKauptúni er 13.000 fer- metrar að stærð. »Áformað er að byggjaverslunarmiðstöð í Kaup- túni, á svæðinu milli Max raf- tækja og Bónuss. »20.600 fermetra Ikea-verslun er í Kauptúni. »LeikfangaversluninJust4Kids verður opnuð á morgun í Kauptúni. Stærð hennar er 6.000 fermetrar. ÁKI Jónsson for- stöðumaður veiði- stjórnarsviðs Umhverfisstofn- unar, fjallar um veiðistjórnun hreindýra á mál- stofu í auðlinda- fræðum í Háskól- anum á Akureyri í dag kl. 11.00. Málstofan verður í anddyri rann- sóknarhússins Borga. Á undanförn- um árum hefur hreindýrastofninn vaxið og dafnað og jafnframt hefur áhugi veiðimanna fyrir hreindýra- veiðum margfaldast. Í fyrirlestrin- um fjallar Áki um lög og reglur varð- andi veiðarnar, stjórnun þeirra og þróun málaflokksins undanfarin ár. Veiðistjórnun hreindýra HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.