Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.11.2007, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN DEGI íslenskrar tónlistar er ætl- að að vera í senn vitundar- og afl- vaki. Hann er hvati til upprifjunar á fortíð, ígrundunar nútíðar, skerp- ingar á því sem betur mætti gera. Dagurinn er jafnframt brýning okkar allra sem á vettvangi tónlist- arinnar störfum, hvort sem hlut- verk okkar er á sviði sköpunar, framleiðslu, umfjöllunar eða nýt- ingar. Í því ljósi er viðeigandi á degi ís- lenskrar tónlistar að veita sérstaka viðurkenningu þeim sem vel hefur unnið í þágu tónlistarinnar. Nýr viðurkenningargripur, Bjar- karlaufið, verður afhentur í dag. Hér er um að ræða orðu sem hönn- uð er af Katrínu Pétursdóttur iðn- hönnuði og á orðuna eru greypt orð- in: Sómi íslensks tónlistarlífs, sverð þess og skjöldur. Fortíðardraugar og framtíðarmenn Ekki ber að dvelja um of við þá þætti sem hömluðu eðlilegri framþróun íslenskrar tónlistar fyrr á öldum en kirkjunnar menn töldu á sínum tíma að tónlistin væri ávísun á léttúð sem gjalda bæri varhug við og banna í samfélag- inu – öldum saman. Víst mætti flokka þetta undir e.k. af- brigði af „trúar- bragðalegum misskiln- ingi“, en til slíks „misskilnings“ má því miður rekja stærstu harmleiki bæði sögu og samtíma. Þegar kirkjan aflétti loks fyrr- nefndu banni tók hún að mata okk- ur á ferköntuðu sálmaformi, oftast með hörmulegri textagerð. Nágaul og þunglamalegt orgelglamur ein- kenndi síðan flutning þessara óinn- blásnu hortitta öldum saman. And- hverfa alls þessa er svo sú staðreynd að tvær af dýrmætustu perlum íslenskrar tónlistar eru sálmalög: Heyr himna smiður eftir Þorkel Sigurbjörnsson og Ó Guð vors lands eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Út vil ek Sá síðarnefndi starfaði í Bret- landi, því landi sem mest hefur komið við sögu í íslenskri „útrás“ frá upphafi. Höfuðborg þess lands, Lundúnir, er í senn höfuðborg menningar, viðskipta og fjölmiðl- unar í heiminum. Þaðan hafa borist um alla heimsbyggðina fréttir af ís- lenskum afreksmönnum, jafnt og þétt í heila tvo áratugi. Á engan skal hallað þegar því er haldið fram að íslensk tónlist hafi verið þar í fararbroddi og sé enn. Viðskiptin fylgja fast á eftir og viðskipti með tónlist fara mjög vax- andi og eiga eftir að færast með auknum þunga í rafrænt form. Óhætt er að segja að með tilkomu Netsins hafi dreifing og almenn notkun á tónlist aldrei verið meiri en nú. Með hvaða hætti rétthöfum eru tryggðar greiðslur hefur verið mjög til umræðu undanfarin misseri og með hvaða hætti gera mætti ólög- legt niðurhal löglegt. Ýmsir telja að farsíma- og net- veiturnar, sem í dag hagnast á ólög- mætu niðurhali, muni innan tíðar sjá þann kost vænstan að reka af sér slyðruorðið með því að taka upp fast áskriftargjald er veita mundi viðskiptavinum þeirra heimild til notkunar ákveðins fjölda titla í hverjum mánuði. Ljóst er að mjög er orðið knýj- andi að finna viðunandi lausnir þessara mála því tekjur hinna hefð- bundnu hljómplötufyrirtækja og starfsgreina á tónlistarsviði hafa goldið verulega þessara breyttu neysluvenja almennings. Af heild- arneyslu tónlistar á Netinu er í dag nú áætlað að einungis um 5% eigi sér stað með lögmætum hætti en sala geisladiska á heimsvísu hefur dregist saman um helming á und- anförnum 5 árum. Úr vörn í sókn Oftlega er bent á að í hverri ógn sé fólgið tækifæri og flest bendir nú til þess að það sem afgreitt var sem innistæðulaus „netbóla“ fyrir 7 ár- um sé í reynd að verða „netbylting“ á sviði alhliða viðskipta, þ.m.t. landamæralausra viðskipta með tónlist. Í þessu felast vissulega sóknarfæri fyrir afskekkta, fá- menna en músíkalska þjóð. Því fylgja ótvíræðir kostir að búa í velmegandi upplýstu samfélagi þar sem viðvarandi tekjuafgangur rík- issjóðs, sem nemur tugum milljarða, veitir svigrúm til uppbyggingar og eflingar nýrra greina. Nú brosir við Íslendingum tækifæri til að koma með sterkum og myndarlegum hætti inn á nýja tegund rafræns tónlistarmarkaðar sem enn er ómót- aður og fjárhagslega veikbyggður. Samfélags- og búskaparhættir Ís- lendinga hafa breyst til mikilla muna á undanförnum árum. Fram- lag íslenskrar tónlistar til lands- framleiðslunnar nemur í dag hærri upphæð en framlag t.d. landbún- aðar skv. nýlegri úttekt Ágústs Ein- arssonar, rektors. Það er eitt af meginverkefnum Samtóns, samtaka rétthafa íslenskr- ar tónlistar, að opna augu almenn- ings og stjórnvalda fyrir þeim möguleikum sem felast á vettvangi tónlistarinnar. Tónlistarlíf á Íslandi er dýrmætur upplifunar- og menn- ingarvettvangur jafnhliða því að vera tekjuskapandi atvinnugrein sem aflað hefur ríkissjóði ómældra tekna um áratuga skeið. Tímabært er að greinin njóti sannmælis og stuðnings í hlutfalli við framlag sitt og getu. Megi dagur íslenskrar tónlistar verða okkur vitundarvakning um framtíðarmöguleika þeirrar greinar sem víðast hefur borið hróður Ís- lands. Af degi íslenskrar tónlistar Jakob Frímann Magnússon skrifar í tilefni af degi íslenskrar tónlistar » Tónlistarlíf á Íslandier dýrmætur upplif- unar- og menning- arvettvangur jafnhliða því að vera tekjuskap- andi atvinnugrein sem aflað hefur ríkissjóði ómældra tekna … Jakob Frímann Magnússon Höfundur er formaður Samtóns og Félags tónskálda og textahöfunda. SAGT hefur verið að tónlistin sé jafn mikilvæg í lífi okkar og súr- efnið sem við öndum að okkur. Eitt er víst að tónlistar hefur aldr- ei fyrr verið neytt í eins ríkuleg- um mæli. Mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi jafnt hjá áhuga- og atvinnu- hópum. Menntun tón- listarmanna verður sífellt meiri og fjöl- breyttari. Menning- arlegt gildi tónlistar- innar í landinu er ótvírætt og löngu við- urkennt bæði af al- menningi og stjórn- málamönnum. Ekki er hins vegar öllum jafn ljóst að tónlistariðnaðurinn í landinu veltir meiri fjármunum en íslenskur landbúnaður svo dæmi sé tekið. Tónlist fellur undir skap- andi iðnað og er mikilvæg hag- stærð í íslenskum þjóðarbúskap. Talið er að framlag menningar til landsframleiðslu nemi 4% sem er meira en öll veitustarfsemi og nær þrefalt meira en landbúnaður ann- ars vegar og ál- og kísiljárnfram- leiðsla hins vegar. Fyrirtæki í tónlistargeiranum velta um 7,2 milljörðum króna á ári, framlag tónlistar til lands- framleiðslu er um 1,2% og um 1.400 manns hafa atvinnu af tón- list. Bein hagræn áhrif af útflutn- ingi á tónlist hafa enn ekki verið mæld með hárnákvæmum hætti en við blasir að verkefni tónlistar- manna á borð við Björk og Sigur Rós eru bæði atvinnuskapandi og hafa gríðarleg óbein áhrif m.a. á ferðaþjónustu. Ferðaþjónusta fer heldur ekki varhluta af þeim glæsilegu tónlistarhátíðum sem hér eru haldnar og vekja sífellt meiri athygli erlendis. Ljóst er hins vegar að gífurlega stór mark- aður er utan landsteinanna fyrir íslenskt tónlistarfólk og með til- komu netsins hafa ótal nýir far- vegir skapast fyrir dreifingu tón- listar. Þetta kom berlega í ljós á ráðstefnunni, Neytandinn og net- byltingin, sem Út- flutningsskrifstofa ís- lenskrar tónlistar (skammstafað Útón) stóð fyrir á dögunum. Þar var netið krufið til mergjar og skoðað hvernig Íslendingar geta verið í fram- varðasveit þjóða við þróun á dreifingu tón- listar á netinu, þannig að rétthafar fái greitt fyrir sköpun sína og flutning í stað þess að fá lítið sem ekkert í sinn hlut. Því miður er ástandið í þessum efnum bágborið í dag, þrátt fyrir réttmætar kröfur rétt- hafa til endurgjalds vegna hinna miklu óheimilu nota á tónlist og reyndar ýmsu öðru efni á netinu sem nýtur verndar höfundalaga. Útón hóf starfsemi fyrr á þessu ári með sameiginlegu átaki þriggja ráðuneyta, þ.e. utanríkis-, menntamála- og iðnaðarráðu- neytis, Landsbanka Íslands, út- flutningsráðs og Samtóns, sam- taka rétthafa íslenskrar tónlistar. Skrifstofan hefur frá upphafi unn- ið ötullega að því að koma ís- lenskri tónlist og tónlistarmönnum á framfæri erlendis, m.a. með góðri hjálp utanríkisþjónustunnar. Útón á einnig náið samstarf við innlenda aðila á borð við Iceland Airwaves, Aldrei fór ég suður, Jasshátíð Reykjavíkur og Myrka músíkdaga sem er ekki síður góð- ur kynningarvettvangur fyrir út- flutning. Jafnframt er verið að vinna þeim hugmyndum braut- argengi að gera Ísland að sam- keppnishæfu og eftirsóknarverðu upptökulandi fyrir erlenda aðila í samstarfi við helstu hljóðver landsins. Þeir sem skapa, flytja og fram- leiða tónlist eru gefandi afl í sam- félaginu og skila umtalsverðum tekjum til landsframleiðslunnar eins og prófessor Ágúst Einarsson hefur bent á í riti sínu um hag- rænt gildi tónlistar. Á degi íslenskrar tónlistar er rétt að benda á þessar staðreyndir um gildi íslenskrar tónlistar. Mjög brýnt er hins vegar að auka þess- ar tekjur, t.d. með því að fá nýtt og rausnarlegt fjárframlag frá stjórnvöldum til útrásarmála. Með því gefst kostur á að móta heild- ræna stefnu til næstu ára og ráð- ast í stærri verkefni en hingað til hefur verið kleift. Sé unnið mark- visst að slíkri markaðssetningu er þeim fjármunum vel varið og ef vel er að málum staðið gætu þeir skilað sér margfalt í þjóðarbúið. Markaðssérfræðingar eru á einu máli um að í dag sé lag fyrir ís- lenskt tónlistarfólk. Hagnýtum okkur þennan meðbyr. Menningarlegt og hagrænt gildi tónlistar Gunnar Guðmundsson fjallar um gildi íslenskrar tónlistar » Þeir sem skapa,flytja og framleiða tónlist eru gefandi afl í samfélaginu og skila umtalsverðum tekjum. Gunnar Guðmundsson Höfundur er lögmaður og stjórn- arformaður Útflutningsskrifstofu ís- lenskrar tónlistar og fram- kvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. V i n n i n g a s k r á 28. útdráttur 8. nóvember 2007 Harley Davidson + 3.000.000 kr. (tvöfaldur) 1 4 8 3 9 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 2 8 6 5 3 4 6 4 6 4 5 0 5 5 7 5 4 1 0 9 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 8093 40174 48854 60166 74491 76764 36677 42426 57137 61155 76590 76928 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 2 1 9 8 4 1 9 2 2 5 3 5 3 3 3 2 7 4 3 8 5 8 5 0 9 5 4 6 4 4 8 1 7 1 6 0 5 6 6 8 1 0 6 9 0 2 3 4 2 8 3 3 9 5 4 4 4 2 5 6 5 1 5 5 3 6 4 9 7 6 7 1 8 2 4 8 2 4 1 0 9 8 2 2 4 5 6 8 3 4 3 3 7 4 4 4 3 7 5 1 6 7 6 6 5 5 4 0 7 3 6 2 9 1 0 4 3 1 2 7 7 6 2 4 9 3 0 3 5 1 8 6 4 4 6 1 2 5 1 9 2 7 6 5 5 6 5 7 6 1 1 3 1 1 2 3 1 2 7 8 8 2 5 5 6 3 3 7 1 5 5 4 5 2 2 4 5 3 2 0 2 6 5 9 2 5 7 6 6 0 5 1 8 0 4 1 2 9 5 5 2 6 1 0 7 3 7 2 1 3 4 5 3 6 2 5 3 2 5 6 6 6 5 9 5 7 6 9 0 6 1 8 8 9 1 5 0 7 3 2 6 7 7 6 3 8 7 7 5 4 5 5 8 9 5 4 7 1 0 6 6 6 2 6 7 7 6 7 3 3 6 4 2 1 5 6 6 6 2 7 0 8 0 3 9 3 3 4 4 6 7 6 0 5 6 7 1 8 6 6 6 6 7 7 8 0 3 5 4 8 0 5 1 7 7 3 4 2 7 5 0 1 4 0 2 0 8 4 9 3 0 8 5 8 2 0 4 6 6 9 2 5 7 9 8 2 0 5 2 2 6 1 7 9 7 4 2 9 3 7 0 4 1 0 9 2 4 9 7 0 3 6 0 1 2 1 6 7 6 6 2 6 2 5 8 1 8 0 1 2 2 9 5 5 9 4 2 2 9 0 4 9 8 5 1 6 0 4 6 6 6 8 0 1 0 7 6 8 3 1 9 6 0 0 2 9 6 9 4 4 2 7 0 5 4 9 9 6 7 6 3 0 6 4 6 8 9 8 8 8 0 2 4 2 1 2 8 7 3 0 1 7 5 4 3 4 2 1 5 0 8 9 7 6 4 3 0 4 6 9 5 8 6 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 5 7 1 3 4 7 9 2 4 3 4 7 3 3 5 5 8 4 1 1 3 3 4 8 8 2 9 6 3 1 6 8 7 2 0 5 3 2 6 5 1 3 6 4 6 2 4 3 5 5 3 3 6 6 9 4 1 2 3 5 4 8 8 4 0 6 3 1 9 1 7 2 4 3 1 4 8 4 1 3 7 7 9 2 4 6 5 0 3 3 6 9 1 4 1 2 5 0 4 8 8 7 6 6 3 3 1 4 7 2 5 1 2 5 7 3 1 4 2 7 4 2 4 6 9 4 3 3 8 8 7 4 1 3 6 6 4 8 9 8 6 6 3 4 4 5 7 3 1 2 5 2 6 8 0 1 4 4 0 8 2 4 7 6 3 3 3 9 3 1 4 2 7 3 1 4 9 4 9 3 6 3 7 0 7 7 3 4 2 1 2 7 9 1 1 4 9 7 0 2 4 9 6 9 3 4 4 8 2 4 3 0 0 7 4 9 9 5 4 6 3 9 1 2 7 3 5 7 2 3 0 9 2 1 5 6 5 2 2 5 1 5 8 3 4 7 8 6 4 3 5 7 9 5 0 2 6 6 6 3 9 3 4 7 4 1 4 3 3 7 6 1 1 5 7 6 1 2 5 4 1 7 3 4 8 9 9 4 3 7 5 0 5 0 8 9 4 6 4 0 2 0 7 4 4 4 8 4 0 1 4 1 5 9 3 1 2 6 2 4 0 3 5 6 7 6 4 4 0 5 0 5 1 2 7 7 6 4 0 9 0 7 4 7 2 5 4 8 2 8 1 6 4 9 3 2 7 0 9 4 3 6 0 4 5 4 4 0 9 0 5 1 8 3 3 6 4 1 3 9 7 4 8 6 4 5 1 7 2 1 6 7 9 9 2 7 1 8 2 3 6 1 9 5 4 4 2 8 3 5 2 0 0 2 6 4 3 7 9 7 4 9 8 1 5 3 9 1 1 7 1 8 9 2 7 4 5 3 3 6 2 2 9 4 4 5 1 5 5 2 6 1 0 6 4 5 5 6 7 5 0 1 1 5 5 5 9 1 7 7 6 3 2 7 9 1 4 3 6 4 0 9 4 4 5 1 6 5 2 7 6 9 6 4 5 7 3 7 5 0 1 8 6 2 4 3 1 8 0 4 1 2 7 9 5 8 3 6 4 5 7 4 4 8 3 6 5 3 0 8 5 6 5 1 0 1 7 5 0 5 2 6 6 2 6 1 8 9 4 5 2 8 0 2 2 3 6 6 3 7 4 4 8 6 5 5 3 1 2 2 6 5 7 7 1 7 5 4 4 4 7 2 7 7 1 9 0 6 7 2 8 0 6 4 3 6 6 6 9 4 4 8 7 5 5 3 4 0 5 6 5 8 7 1 7 6 0 3 3 7 3 6 3 1 9 2 6 8 2 8 7 0 7 3 6 7 7 8 4 5 0 2 0 5 3 6 0 5 6 6 6 4 1 7 6 2 3 3 7 5 2 7 1 9 6 3 0 2 9 0 9 5 3 6 9 4 9 4 5 2 0 5 5 3 6 6 9 6 6 7 5 4 7 6 7 6 7 7 7 0 6 1 9 6 5 8 2 9 0 9 9 3 7 1 2 4 4 5 2 5 0 5 4 7 0 2 6 7 0 0 5 7 7 0 0 1 8 4 6 1 2 1 1 2 9 2 9 3 0 3 3 7 4 8 1 4 5 4 1 0 5 5 1 2 1 6 7 3 5 1 7 7 0 2 4 8 5 2 2 2 1 1 3 8 2 9 5 5 6 3 8 3 3 6 4 5 5 5 8 5 6 3 1 8 6 7 7 7 5 7 7 7 7 2 8 5 9 2 2 1 3 7 1 2 9 9 7 6 3 9 2 3 7 4 5 9 5 4 5 6 3 5 9 6 7 7 8 7 7 7 9 5 4 9 0 2 1 2 1 4 8 5 3 0 6 9 2 3 9 2 4 1 4 6 3 4 0 5 6 4 5 9 6 8 8 4 6 7 8 2 2 7 1 0 0 8 8 2 1 7 7 2 3 1 0 2 8 3 9 2 7 6 4 6 4 0 1 5 8 1 1 6 6 9 1 2 6 7 8 9 8 5 1 0 2 6 1 2 2 1 2 4 3 1 2 1 1 3 9 5 3 6 4 6 6 8 3 5 8 2 2 0 6 9 1 5 7 7 9 0 7 5 1 1 0 6 3 2 2 5 0 3 3 1 5 1 0 3 9 7 1 3 4 6 7 7 8 5 8 7 2 3 6 9 6 1 3 7 9 5 0 0 1 1 3 0 4 2 2 5 0 4 3 1 6 2 0 3 9 7 2 4 4 7 2 5 0 5 9 1 7 5 6 9 8 6 5 1 2 0 6 0 2 3 4 2 6 3 1 8 2 4 3 9 7 3 6 4 8 0 1 3 5 9 9 8 2 7 0 1 8 6 1 2 5 7 8 2 3 7 0 7 3 2 2 2 7 3 9 9 4 0 4 8 1 6 1 6 0 8 0 3 7 0 7 8 8 1 2 8 6 1 2 3 8 6 3 3 2 9 3 8 4 0 2 6 2 4 8 3 0 2 6 1 1 3 5 7 0 8 2 1 1 3 3 1 3 2 3 9 6 7 3 3 4 0 4 4 0 8 5 2 4 8 6 4 0 6 1 6 2 1 7 1 5 3 2 1 3 4 2 5 2 4 2 8 5 3 3 5 5 4 4 1 0 4 8 4 8 7 9 3 6 2 6 3 3 7 1 9 3 7 Næstu útdrættir fara fram 15. nóv. 22. nóv. & 29. nóv. 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.