Morgunblaðið - 11.12.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 11.12.2007, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING BÓKAÚTGÁFAN Salka býð- ur til spennandi bókakvölds á Súfistanum í kvöld. Þar verða kynntar þrjár bækur; Eldaðu maður, eftir Thomas Möller, matreiðslubók sem kemur karlmönnunum á bak við elda- vélina, Talað út um lífið og til- veruna þar sem Jónína Leós- dóttir fjallar í léttum dúr um ýmsar hliðar mannlegra sam- skipta og að lokum verður bók- in Maður gengur með, eftir Darra Johansen kynnt, en hún segir frá níu mikilvægum mán- uðum. Bókakvöldið verður í verslun Máls og menningar á Laugavegi 18 og hefst kl. 20. Bókmenntir Salka býður til bókakvölds Jónína Leósdóttir HEIMILDARMYND um norska tónskáldið Edvard Grieg verður sýnd í kvöld og annað kvöld kl. 21 í Ríkissjón- varpinu, en liðin er öld frá láti hans. Í myndinni er píanósnill- ingnum Leif Ove Andsnes fylgt eftir þar sem hann fetar í fót- spor tónskáldsins, Andsnes býr sig undir að leika meist- araverk Griegs. Honum finnst hann verða að skilja hvernig maður hann var til að geta leikið verkið; Ballöðu í g-moll. Það vakti mikla athygli þegar þessi mynd var gerð að konsertflygill var fluttur með þyrlu upp á fjallsbrún svo að Andsnes gæti leikið þar. Kvikmyndir Meistaraverk Edvards Griegs Leikur á fjallsbrún. Á MORGUN, miðvikudaginn 12. desember, verða haldnir tónleikar á vegum jazzklúbbs- ins Múlans á DOMO bar í Þingholtsstræti. Að þessu sinni munu saxó- fónleikarnir Haukur Gröndal og Óskar Guðjónsson leiða hljómsveit í sameiningu. Með- leikarar þeirra eru bassaleik- arinn Valdimar Kolbeinn Sig- urjónsson og trymbillinn Scott McLemore. Efnisskráin verður samansett af nýj- um og nýlegum tónsmíðum þeirra félaga. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og kostar 1000 kr. inn. Tónlist Tveir saxófón- leikarar á DOMO Óskar Guðjónsson Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is TÓNLISTARHÓPURINN Caput heldur þrenna tónleika á Meridian- tónlistarhátíðinni í Búkarest í Rúm- eníu í næstu viku. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari og Ingibjörg Guðjónsdóttir söngkona koma fram með hópnum. Kolbeinn Bjarnason flautuleikari heldur einleikstónleika en stjórnandi verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Fimm íslensk verk verða flutt á tónleikunum og fimm rúmensk. Eitt hinna rúmensku verður frumflutt, „Fjord“, níu mínútna verk eftir Sorin Lerescu. Tónskáldið Doinu Rotaru skrifað verk fyrir Kolbein og Caput sem flutt verður á tón- leikunum, en sömu verk voru frum- flutt í Skálholti í fyrra og eru nú frumflutt í Rúmeníu, þ.e. á hátíð- inni. Íslenskt rapp Guðmundur Óli, stjórnandi Caput á hátíðinni, segir efnisskrá tón- leikanna vera nokkuð blandaða. Pí- anóleikarinn ungi, Víkingur Heiðar, muni auk þess fljúga frá New York til að leika í Búkarest. „Meðlimir úr hópnum hafa farið áður til Rúmeníu,“ segir Guð- mundur um hin rúmensku tengsl. Eitt verk á efnisskránni vekur for- vitni blaðamanns sökum titils, „Ís- lenskt rapp“ eftir Atla Heimi Sveinsson. „Mozart hefði kallað þetta divertimento, þetta er bara skemmtimúsík,“ segir Guðmundur. Atli Heimir blandi saman íslenskum þjóðlagaeinkennum og láti meðlimi hópsins og stjórnanda fara með allskyns vísur, rappa og syngja. Flutt verður íslensk og rúmensk tónlist, samin á síðustu árum. „Það má segja að þetta sé býsna fjöl- breytilegt, bæði styttri verk og lengri verk,“ segir Guðmundur. Engin jólalög „Þetta er náttúrlega svona „hard- core“ nútímatónlist, þetta eru ekki jólalögin leikin og sungin.“ Tónlist af öllum toga úr geira nútíma- tónlistar, sem sagt. „Misjafnlega auðgrípanleg tónlist. Stærstu ís- lensku verkin sem við flytjum eru þættir úr óperu eftir Hauk Tóm- asson, Fjórða söng Guðrúnar, þar sem Ingibjörg Guðjónsdóttir syng- ur einsöng með okkur. Þessi ópera er það verk sem Haukur hlaut Tón- skáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir, fyrir tveimur árum síðan. Hitt aðalverkið er píanókonsert eftir Snorra Sigfús Birgisson sem hann samdi fyrir Caput og Víking Heiðar Ólafsson píanósnilling, sem er nú að klára sitt píanónám í New York.“ Caput hefur leikinn á hátíðinni í dag með einleikstónleikum Kolbeins Bjarnasonar. Á morgun,12. desem- ber, flytur hópurinn m.a. verk Ás- kels Mássonar, Elju. Eftir hlé verð- ur verkið Fjord eftir Sorin Lerescu flutt og svo þættir úr óperu Hauks, sem fyrr var getið. 14. desember, á lokadegi hátíðarinnar, verður meðal verka íslenskt rapp Atla Heimis og Víkingur Heiðar leikur píanókons- ert nr. 2 eftir Snorra S. Birgisson. Caput-hópurinn heldur þrenna tónleika á Meridian-tónlistarhátíðinni í Rúmeníu Rappað fyrir Atla Heimi Snorri Sigfús Birgisson með Víkingi Heiðari Ólafssyni í Salnum í Kópavogi í október í fyrra, við æfingar á Píanókonserti nr. 2 eftir Snorra með Caput- hópnum. Víkingur flytur verkið með Caput í Búkarest á föstudaginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá Kópavogi til Búkarest EINAR Kárason rithöfundur fær heldur betur mikla og já- kvæða umfjöllun í nýjasta tölu- blaði þýska bók- mennta- tímaritsins Literaturen, sem ku vera það þekktasta þar í landi. Í tímaritinu er átta síðna um- fjöllun um Einar með fjölda ljós- mynda frá Íslandi. Rithöfundaferill Einars er rakinn í þaula, fjallað um öll hans verk og lof borið á hann af blaðamanninum Renate Klett. Fyrirsögn grein- arinnar er Auf der Insel der Ge- schictenerzähler, eða Frá eyju sögumannsins, og er Einar kallaður „höfundur hins nýja Íslands“ á for- síðu tímaritsins. Klett virðist sér- staklega hrifin af bókunum Stormi og Óvinafagnaði og segir Einar standa föstum fótum í íslenskri sagnahefð þótt nútímalegur sagna- þulur sé. Reyndar hefst grein Klett á þeim orðum að Íslendingar eigi þrjú met sem þeir séu stoltir af, þ.e. þeir drekki mest allra þjóða af kóki, eigi fleiri bíla og tölvur að meðaltali á hvert heimili en aðrar þjóðir og lesi einnig mest allra. Ýtarlega fjallað um verk Einars Sagður „höfundur hins nýja Íslands“ Einar Nútímalegur sögumaður. DORIS Lessing, Nóbelsverðlauna- hafi í bókmenntum, varaði fólk við grunnhyggni netheima í ræðu sem sýnd var á myndbandi við afhend- ingu verðlaunanna í gær. Netið hefði táldregið heila kynslóð, stað- an væri orðin sú að fólk læsi ekkert og vissi ekkert um heiminn. Lessing gat ekki flogið til Stokk- hólms í gær til að taka við Nób- elsverðlaunum og voru þau því af- hent henni í London. Lessing sagði heiminn alltaf myndu þurfa á sög- um og sögumönnum að halda. Menningin væri sundurlaus (þá lík- lega vestræn menning) og skyn- samasta fólk væri jafnvel farið að blogga heilu dagana, fast á netinu. Þá vorkennir Lessing ungum rit- höfundum, þeir séu dæmdir af útlit- inu frekar en hæfileikum sínum. Lessing gagn- rýnin á netið Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÓPERUHÚSIÐ í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum er eitt af stærri óp- eruhúsum þar vestra, þykir mjög gott, og tekur um 2.500 manns í sæti, eða næstum þrefaldan stóra salinn í Háskólabíói. Nú í október var 60 ára afmæli Tulsaóperunnar fagnað með mikilli viðhöfn og öllu til tjaldað til að gera afmælishátíðina sem best úr garði. Hæst bar sýningu á óperunni Toscu eftir Puccini en þar var Jó- hann Friðgeir Valdimarsson í aðal- hlutverki, söng hlutverk listmál- arans Cavaradossis. Einvalalið yngri úrvalssöngvara á alþjóðlegan mælikvarða söng í uppfærslunni, Isabella Mederi frá Serbíu var í hlutverki Toscu og Peter Lindskoog frá Orange í Kaliforníu var í hlut- verki illmennisins Scarpia. Hljóm- sveitarstjóri var Carol J. Crawford og leikstjóri Robert Swedberg, bæði þekktir stjórnendur í Bandaríkj- unum. Þrjár sýningar voru á óperunni, og þótti uppsetningin sérlega glæsi- leg. Áhorfendur fögnuðu mikið og innilega í frumsýningarlok, og þegar Jóhann Friðgeir kom fram á sviðið í uppklappi, stóðu áheyrendur upp honum til heiðurs og fagnaðarlát- unum ætlaði aldrei að linna. Sýningin fékk mjög góða dóma og James D. Watts sem skrifar í Tulsa World sagði meðal annars: „Jóhann Valdimarsson, sem einn- ig kemur nú í fyrsta sinn fram á sviði í Bandaríkjunum, er þróttmikill Cavaradossi. Í fyrstu resitatívunum með Sacristan var áberandi víbrató á röddinni […] en þegar hann byrj- aði á aríunni Recondita armonia hvarf skjálftinn og það sem eftir var söng hann jafnt af ítölskum léttleika og mýkt og wagnerískum krafti. Hjartnæmastur var hann í aríunni í þriðja þætti, E lucevan le stelle, þar sem Cavaradossi hugleiðir ósann- gjörn örlög sín, en túlkun hans var bæði grunduð og blæbrigðarík og laðaði fallega fram tilfinninguna í textanum, í stað þess að flagga henni með látum.“ Eftir frammistöðuna í Tulsa hefur Jóhann Friðgeir fengið fleiri tilboð um að syngja í Banda- ríkjunum á næstu árum, og hyggst hann þiggja einhver þeirra. Um þessar mundir syngur Jóhann Friðgeir hér heima á tónleikum með Frostrósum. Hann stendur þó einn- ig í útgáfu, og er meðal annars að senda frá sér poppaða óperuplötu þar sem hann syngur dúetta með mörgum ástsælustu poppurum þjóð- arinnar, Stefáni Hilmarssyni, Björg- vini Halldórssyni, Margréti Eir og fleirum. Eftir áramót syngur Jó- hann Friðgeir í uppfærslu Íslensku óperunnar á La traviata eftir Verdi. Jóhann Friðgeir Valdimarsson óperusöngvari nemur land á bandarískum óperusviðum Grunduð og blæ- brigðarík túlkun Drama Jóhann Friðgeir og Isabella Mederi sem Cavaradossi og Tosca. Í HNOTSKURN » Caput-hópurinn var stofn-aður 1987 af ungum íslensk- um tónlistarmönnum í þeim til- gangi að flytja nýja tónlist. Hópurinn hefur frumflutt fjölda íslenskra og evrópskra tónverka og haldið tónleika í Norður- Ameríku og 15 löndum Evrópu. » Caput hefur gefið út níuhljómdiska í Danmörku, Sví- þjóð, Ítalíu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Auk þess hafa hljóðrit- anir hópsins komið út á sjö safn- diskum. » Caput hlaut Menning-arverðlaun Dagblaðsins árið 1995 og hafa tónverk flutt af hópnum margoft verið valin til kynningar á Alþjóðlega tón- skáldaþinginu í París. Meridien- hátíðin byrjaði í gær og henni lýkur á föstudag. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.