Morgunblaðið - 11.12.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 11.12.2007, Síða 23
gangur í unglingunum í Bústöðum þennan föstudag en Andri og Þröstur segja það sennilega fyrst og fremst af- leiðingu viðveru blaðamanns og ljós- myndara. „Yfirleitt erum við bara með tvo krakka í einu og lokum að okkur svo þetta verður rólyndisstund,“ segir Andri og Þröstur kinkar kolli. „Oft er þetta gott tækifæri til að spjalla við krakkana og ná að kynnast þeim. Þau eru líka róleg því þau vita að þetta get- ur verið varasamt og fá eiginlega sjokk þegar þau finna hvað hitinn frá sykr- inum er mikill.“ Þeir viðurkenna að þrátt fyrir róleg- heitin færist stundum fjör í leikinn eft- ir að sykurinn er kominn ofan í fram- leiðendurna. „Auðvitað er þetta ekkert hollt en sykurinn er ekki aðalmálið heldur ferlið að búa hann til. Svo held ég reyndar að þau séu frekar fljót að klára pokann – það eru ekki margir sem geyma hann til jóla.“ Stöðugt með orkudrykki Kormákur Andri Pétursson og Ólaf- ur Þórðarson eru meðal þeirra sem munda sykurskærin þennan dag en báðir eru þeir í níunda bekk í Rétt- arholtsskóla. Þeir hafa gert brjóstsyk- ur áður, í skólaferð sem farin var að Laugum í haust auk þess sem Kor- mákur hefur búið í Danmörku þar sem hann kynntist brjóstsykursgerð. „Öll- um þykir gaman að elda og þetta er kannski svipað – að búa eitthvað til,“ segir hann og Ólafur vinur hans sam- sinnir. „Þetta snýst um að virkja sköp- unargáfuna,“ segir hann spekingslega. „Svo er hægt að plata og hafa sítrónu- bragð á svörtum brjóstsykri. Þá halda allir að hann sé með lakkrísbragði.“ Kormákur kannast við slíkar æfing- ar. „Ég gerði einu sinni brjóstsykur sem var svo súr að það var ekki hægt að borða hann en hafði hann rauðan svo hann var góður á litinn. Það er allt- af gaman að stríða.“ Þeir segja markmiðið þó fyrst og fremst að gera góðgæti, þrátt fyrir stöku prakkarastrik. „Bragðið er kannski svipað og út úr búð en þegar maður gerir brjóstsykurinn sjálfur er hann miklu betri. Svo gefur maður vin- um og vandamönnum kannski svolít- ið …,“ segir Ólafur og Kormákur gríp- ur glottandi orðið: „… eða bara borðar hann sjálfur.“ En skyldi sykur vera það sem ung- linga í dag skortir helst? „Neeeei,“ svarar Kormákur með semingi og Ólafur slær sér á lær. „Nei, veistu, ég verð að segja að við höfum allt of mikinn aðgang að sykri. Það eru mjög margir í skólanum sem eru stöð- ugt með orkudrykki og sérstaklega eru sumir tíundubekkingar alveg „húkkt“ á þeim,“ segir hann hneyksl- aður og sveiflar sykurpokanum áður en hann skundar út úr félagsmiðstöð- inni með vini sínum. ben@mbl.is Þriðja útskriftin verður svo næsta laugardag þegar Fram- haldsskólinn útskrifar stúdenta og nemendur af fleiri brautum.    Mikið er um að vera í Landa- kirkju á jólaföstu eins og öðrum kirkjum landsins. Fyrsta sunnu- dag í aðventu var boðið upp á kaffihúsamessu þar sem Kaffi- húsakór kirkjunnar lék stórt hlut- verk og síðasta sunnudag var poppmessa í kirkjunni þar sem boðunin fór fram í bland við létta tónlist. Þessi tilbreytni mæltist vel fyrir og lokahnykkurinn á fjölbreyttri aðventudagskrá eru svo árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju og að þessu sinni er það Diddú sem syngur með kórn- um.    Af veraldlegri hlutum er það að frétta að síldveiði hefur gengið vel þrátt fyrir einstaklega erfitt tíðarfar þar sem hvert stórviðrið rekur annað. Síldina sækja bát- arnir í Breiðafjörðinn sem ekki hefur gerst áður en síldin hefur alltaf verið ólíkindatól. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 23 skagfirsku pilta, Álfta- gerðisbræður. Þeir voru mættir í fullum skrúða að norðan ásamt stjórnanda sínum, Stef- áni R. Gíslasyni, og hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, sem var með þá Gulla Briem og Jóa Ásmunds úr Mezzoforte sér til full- tingis. Í stuttu máli sagt var þetta hin besta skemmtun og Víkverji hafði ásamt öðrum við- stöddum mikla ánægju af. Álftagerðisbræður klikka aldrei, syngja eins og englar og eru líka bráð- fyndnir. Ekki var undirspilið af verri endanum. Bræðurnir fagna því um þessar mundir að 20 ár eru liðin frá þeirra fyrsta samsöng á opinberum vettvangi, er þeir sungu við útför föð- ur þeirra, Péturs Sigfússonar í Álfta- gerði. Af því tilefni gáfu þeir út nýjan hljómdisk og með fylgir myndband sem Gísli Sigurgeirsson fréttamaður hefur skeytt saman um farsælan feril þeirra. Bræðurnir eru söngvarar af Guðs náð og við hæfi að þeir haldi útgáfu- tónleika í kirkju. Aðdáendur þeirra biðu í röðum í hléi og að tónleikum loknum til að kaupa og fá áritaða diska og héldu út í kvöldhúmið með bros á vör. Fyrir utan sönglögin sem þeir fluttu svo vel sá yngsti bróðirinn, Óskar Pétursson, um lagakynningar og gamanmál. Honum varð tíðrætt um hve meðalaldur aðdáenda þeirra væri hár, og að þeir væru því aufúsu- gestir á elliheimilum. Eitt sinn sungu þeir Óskar, Gísli, Pétur og Sigfús á Hlíð á Akureyri og urðu að loknu síð- asta laginu að flýta sér út til að kom- ast á næsta tónleikastað í tæka tíð. Sá þá starfsstúlka, sem var nýliði á Hlíð og hafði ekki verið viðstödd sönginn, til þeirra hraða sér út um aðaldyrnar og síðastur í röðinni var elsti bróðirinn, Sigfús. Greip hún létt í öxlina á honum og spurði: „Hvert ert þú nú að fara, góurinn?“ Þúsundir Íslendingavoru á tónleikum um helgina og að sjálf- sögðu var Víkverji þar á meðal. En hvert fór hann? Fór hann á Kiri Te Kanawa og Garðar Thór? Ónei. Fór hann að sjá Bo Halldórs og jólagestina hans? Ónei. Hvað gerði hann þá? Var eitthvað annað um að vera? Ójá. Víkverji var meðal hundraða gesta sem fylltu Langholtskirkju til að sjá og hlýða á hina bráðskemmtilegu           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Uppskriftir, leiðbeiningar og vörur til brjóstsykursgerðar er að finna á www.slikkeri.is. Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Í Fyrir jólin Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Gæðaryksugur frá Siemens. Virkilega þrífandi hrífandi. Þessi er nauðsynleg við jólabaksturinn. Er ekki upplagt að fá sér ný ljós fyrir jólin? A T A R N A / K M I / F ÍT Jólaþrifin verða leikur einn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.