Morgunblaðið - 11.12.2007, Page 25

Morgunblaðið - 11.12.2007, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 25 Hörður Björgvinsson sendirkveðju til góðs vinar á Ísafirði, „sem er einmitt núna á sviðinu í Edinborgarhúsinu að leika Skugga-Svein.“ Gömul saga um mannleg mein, – Matthíasar er snilldin hrein, nú eru forn og fúin bein fram á sviðið dregin. Heyrist við Djúpið draugakvein, dimmur rómur á bak við stein, sé ég þar skjótast Skugga Svein; Skutulsfjarðarmegin. Hann ætlaði raunar að nota vísuna í jólakortið áður en falast var eftir henni í Vísnahornið, „en ég sest bara við aftur.“ Byron lávarður skrifaði til vinar síns á saurblað í Don Juan: I would to heaven that I were so much clay As I am blood, bone, marrow, passion feeling – Because at least the past were pass’d away And for the future – (but I write this reeling, Having got drunk exceedingly today, So that I seem to stand upon the ceiling) I say – the future is a serious matter – and so – for God’s sake – hock and sodawater. Sigurður Ingólfsson þýðir orð Byrons í „Broti“: Ég bið til himna að breyttist allt í leir mitt blóð og mergur, öll mín þrautaganga, svo fortíð altént fyki og yrði ei meir og framtíð (hæ, en skriftin virðist slanga, í dag ég saup of margt og er svo meyr að mér finnst ég ei standa, frekar hanga). Já framtíð er ei fíflska, heldur natni svo fá mér – Guð – minn drykk með sódavatni. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Beinin og Don Juan fegra heimilið,“ segir Helga María, sem vinnur með sömu hugmynd og finnska fyrirtækið Marimekko – að þrykkja stækkuð blóm á lín. „Þannig leggj- um við áherslu á að íslensk náttúra fái að njóta sín í sinni fegurstu mynd og í framtíðinni er markmið okkar að stækka vörulínu LínDe- sign enn frekar.“ Hver veit líka nema íslenska blóð- bergið verði ein- hvern tímann í framtíðinni jafn- þekkt mynstur og Unikka-munstur Marimekko? Dýrin í vísunni Innblásturinn hyggjast þær sækja áfram í íslenska náttúru og menningu. „Við fengum Freydísi Kristjánsdóttur textílhönnuð til að þróa með okkur barnalínu,“ segir Helga María, en myndir Freydísar af íslenskum dýrum prýða nú sæng- ur- og koddaver, barnateppi, rúm- teppi, veggpoka og púða. „Myndir Freydísar eru líflegar og einfaldar myndir af íslenskum dýrum. Hún teiknar upp dýrin í vísunni sem oft- ast er kennd við Pál Vídalín; „Hani, krummi, hundur, svín, hestur mús, tittlingur, galar, krunkar, geltir, hrín, gneggjar, tístir, syngur …“,“ segir Helga María og kveður við- tökur við nýju línunni hafa verið góðar. Að mati blaðamanns er barnalínan vel heppnuð, litirnir fal- legir og rúmteppin ekki síður fær um að njóta sín sem veggteppi. Ís- lensku dýrunum og burstabænum bregður þar líka víða fyrir. Hugað að umhverfinu LínDesign sérvelur allt lín í fram- leiðsluna og leggur t.d. áherslu á að línið sem valið er í sængurverin sé með að minnsta kosti 300 þráðum á hverja únsu. Línið er allt sérvalið í Kína þar sem það er ofið, en Kín- verjar eiga yfir 1.000 ára hefð í bómullarvinnslu og eru, að sögn Helgu Maríu, mjög færir í vinnsl- unni. Einnig er hugað að umhverfinu og unnið sérstaklega með framleið- endum að því að draga úr umbúð- um. „Þess vegna notum við bómull- arpoka í stað plastpoka utan um sængurverin,“ segir Helga María og bætir við að pokana utan af sæng- urfatnaðinum megi síðan nota undir ýmislegt smálegt, t.d. smádót barnanna, skartgripi eða ilmjurtir. Reisulegur Burstabænum bregður víða fyrir í nýju línunni. Hani, krummi, hundur, svín Dýra- myndirnar eru líflegar ásýndar. Beosound 3 Með BeoSound 3 getur þú spilað tónlist frá innbyggðu útvarpinu eða hlaðið hana inn stafrænt, hvar sem er í Bang & Olufsen hljómgæðum. Hlaðanleg rafhlaðan sem endist í allt að tíu tíma spilun gerir svo allar snúrur óþarfar. BeoSound 3 kostar 59.500 kr. Beovision 8 Við hönnun BeoVision 8 var tekið sérstakt tillit til hljómgæða enda var tækið hannað utan um öflugt hljómkerfið. Háskerpuskjár með speglunarvörn tryggir síðan bestu mögulegu gæði myndarinnar. BeoVision 8 fæst í 26” og 32”. Verð frá 279.000 kr. BeoCom 6000 BeoCom 6000 er þráðlaust símtæki sem einfaldar samskiptin á heimilinu. Síminn er einfaldur í notkun og hægt er að tengja allt að átta símtæki einni stjórnstöð. Stjórnstöðin sem hleður símann er glæsilega hönnuð úr burstuðu áli og fáanleg í tveimur útfærslum, til að hafa á borði eða festa á vegg. BeoCom 6000 kostar 37.500 kr.          Síðumúla 21, Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com Gefðu nútímaklassík frá Bang & Olufsen í jólagjöf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.