Morgunblaðið - 11.12.2007, Page 32

Morgunblaðið - 11.12.2007, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Þor-steinsdóttir fæddist í Götu í Vet- leifsholtshverfi í Ásahreppi 2. októ- ber 1925. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Tyrfingsson, f. í Eystri-Tungu, V- Landeyjahreppi 28. apríl 1891, d. 22. október 1973, og Guðbjörg Bjarnadóttir, f. í Ási í Ásahreppi 28. september 1886, d. 27. nóvember 1970. Fósturmóðir Ingibjargar var Guðrún Páls- dóttir, f. á Reynifelli á Rang- árvöllum 28. júní 1891, d. 7. maí 1988. Eftirlifandi systkini Ingi- bjargar eru Þórhildur Svava, Guð- rún Sigríður, Þórdís Inga, Þóra og Anna. Látin eru Kristinn, Guð- björg Bjarney, Þórhildur, Steinn, Bjarnhéðinn, Tyrfingur Ármann, Sigurður, Aðalheiður, Guðbjörn Ingi, andvana fæddur bróðir og Pálína Salvör. Ingibjörg ólst upp í Þykkvabæ og í Rifshalakoti í Vet- leifsholtshverfi. Átján ára gömul 1992. 3) Eygló, f. 1949, var gift Bjarna Jóhannessyni flugvirkja, f. 1947, d. 1983, börn þeirra eru a) Guðbjörg, f. 1971, gift Þorvaldi Daníelssyni, f. 1970, börn þeirra eru Bjarni Daníel, f. 1997, og Jana Björg, f. 2002, b) Einar, f. 1974, kvæntur Kristínu Konráðsdóttur, f. 1975, börn þeirra eru Áróra Ósk, f. 1997, Arnar Bjarni, f. 2001, og Helena Ósk, f. 2003, c) Arnar, f. 1978, sambýliskona Berta Jans- dóttir, f. 1979, dóttir þeirra er Guðrún Jana, f. 2004, og d) Ingi- björg Bjarney, f. 1983, sambýlis- maður Kristinn Þór Guðmunds- son, f. 1983, dóttir þeirra er Sara Sif, f. 2007. Sambýlismaður Eygló- ar er Haukur Reynisson og dóttir þeirra er Eva, f. 1989. 4) Bára, f. 1955, gift Gunnari Bjarnasyni, f. 1954, börn þeirra eru: a) Bjarni, f. 1980, sambýliskona Helga R. Þor- steinsdóttir, f. 1982, b) Andri, f. 1984, sambýliskona Heiðbjört Vig- fúsdóttir, f. 1984, c) Björk, f. 1986, og d) Arna, f. 1986. 5) Erlendur Steinar, f. 1961. 6) Haraldur, f. 1965, sambýliskona Gerður Krist- jánsdóttir, f. 1962, börn þeirra eru Steinar, f. 1988, og Thelma, f. 1993. 7) Jóhanna, f. 1967, gift Ár- sæli Ársælssyni, f. 1965, börn þeirra eru Ársæll Einar, f. 1989, Rúna Björg, f. 1995, og Fannar, f. 2001. Útför Ingibjargar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. fór hún í Héraðsskól- ann á Laugarvatni og í beinu framhaldi í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Ingibjörg giftist 24. maí 1945 Einari Sigurði Erlendssyni bifreiðastjóra, f. á Giljum í Hvolhreppi 22. október 1915, d. 26. október 1995. Börn þeirra eru: 1) Hinrik, f. 1945, kvæntur Helgu H. Magnúsdóttur, f. 1948, börn þeirra eru: a) Heiðar, f. 1968, sambýliskona Gréta H. Grét- arsdóttir, f. 1969, börn þeirra eru Sæbjörg, f. 1986, Grétar Þór, f. 1993, og Hinrik Hugi, f. 2004, b) Hjörtur, f. 1977, sambýliskona Ragnheiður Eggertsdóttir, f. 1976, dóttir þeirra er Petra, f. 2001, og c) Hafdís Inga, f. 1981, dóttir hennar og Ólafs Thor- arensen, f. 1976, er Birta Laufey, f. 2004. 2) Grétar, f. 1947, kvæntur Guðnýju Stefánsdóttur, f. 1956, börn þeirra eru a) Edda Sóley, f. 1979, sambýlismaður Heiðar Pét- ursson, f. 1980, b) Árni, f. 1982, c) Hildur, f. 1988, og d) Ingi Björn, f. Elsku mamma, hvað lífið verður tómlegt án þín. Við söknum þín og sunnudagana góðu, en vitum að þér líður vel núna umvafin ástvinum sem farnir voru á undan þér. Komið er að kveðjustund og finnst okkur þetta ljóð segja meira en mörg orð um ljúfa og góða móð- ur. Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær, þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgir mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, móðir mín, þú lífs míns stærsti sjóður. (Árni Gunnlaugsson) Blessuð sé minning þín, Hinrik, Grétar, Eygló, Bára, Erlendur, Haraldur og Jó- hanna. Það var greinilegt að Inga tengdamóðir mín vissi hvað var í vændum þegar ég kvaddi hana á Hrafnistu laugardaginn 24. nóvem- ber sl. Þéttingsfast hélt hún bros- andi um hendur mínar og þakkaði mér fyrir allt. Það var ekki auðvelt að fara til útlanda morguninn eftir. Hún var svo falleg og það hvíldi yf- ir henni mikill friður og ró. Á milli orðanna horfði hún á eitthvað sem ég ekki sá. Þetta var mér dýrmæt stund, orð hennar, mjúkt en þétt handtakið og væntumþykjuna geymi ég í hjarta mínu. Það var miklu frekar mitt að þakka henni fyrir allt. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur Hinna, börnin okkar og barnabörnin. Ég hitti Ingu fyrst á Háaleit- isbrautinni. Þar mætti mér hlýtt viðmót og ég var samstundis boðin velkomin. Frá fyrstu jólum eftir að Heiðar fæddist skapaðist sú hefð að halda aðfangadagskvöld á Háó. Eftir að Inga veiktist kom hún á Blómvanginn til okkar. Í ár hefðu aðfangadagskvöldin orðið fjörutíu talsins og mikið verður tómlegt án Ingu. Hennar er sárt saknað en við vitum að þau verða bæði hjá okkur Inga og Einar, allavega verða auka- svínakótelettur „à la Inga“. Eins gott að steikingin heppnist í ár. Inga var mikil húsmóðir og kunni best við sig heima. Hún var ekki mikið fyrir að fara út en vildi fá börnin sín í heimsókn með krakk- ana og alltaf á sunnudögum var far- ið í kaffi á Háó, eða öllu heldur hlaðborð því kökurnar flæddu yfir borðstofuborðið. Þá var horft á Húsið á sléttunni og oft tekið í spil meðan krakkarnir horfðu á Stund- ina okkar. Inga var mikil hannyrðakona, prjónaði, heklaði og saumaði út. Eftir hana liggja mörg meistara- verkin, sérstaklega þau sem hún saumaði síðustu árin. Það er ekki að sjá á handbragðinu að hún hefði ekki fullt vald á höndunum, enginn hefði gert þetta betur. Ég held að allir afkomendur hennar eigi fal- lega útsaumaðan púða eða mynd frá henni. Árið 1988 veiktist Inga og ári síð- ar kaupa þau Einar hús á Nausta- hleininni og fá svo inni á Hrafnistu um ári eftir að Einar veikist. Inga hefur síðan búið á deild 4 B. Hún talaði sífellt um hve gott væri að búa þar og að starfsfólkið væri svo gott við sig, þökk sé þeim. Eftir að Einar dó 1995 var sunnudagshefðin tekin upp aftur, Inga fór í heim- sókn til barna sinna alla sunnu- daga. Á meðan mamma var á lífi sátu þær tvær oftast í eldhúsinu þá daga sem Inga var hér hjá okkur, spiluðu, drukku kaffi og reyktu, eins ólíkar og þær voru. Það var ekki annað að sjá og heyra en að þær skemmtu sér vel, hvort eitt- hvað var svindlað eða hvor veiddi fleiri slagina skal hér ósagt látið. Ég sagði oft að ef ég hengdi læri í ljósið fyrir ofan borðið slyppi ég við að kaupa hangikjötið fyrir jólin, þær sæju um reykinguna. Inga kvartaði aldrei, alltaf leið henni vel er að var spurt, hún átti góð börn og var lánsöm að búa á Hrafnistu. Þrátt fyrir að vera róleg að eðlisfari hafði hún sitt skap og vissi hvað hún vildi. Hún vildi hafa reglu á hlutunum, var mjög vana- föst og líkaði ekki ef breyta átti daglegum venjum. Sunnudags- heimsóknirnar til barnanna voru henni dýrmætar og það að geta ekki farið í eina slíka sunnudaginn áður en hún kvaddi var henni örugglega erfitt. Ég vil þakka tengdamóður minni samfylgdina, nú er hún laus við sársauka og kvalir. Minningin um góða móður, tengdamóður, ömmu og langömmu lifir í hjörtum okkar. Blessuð sé minning Ingibjargar Þorsteinsdóttur. Helga. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma. Mikið er tómlegt að hugsa til þess að við sjáum þig ekki framar. Þegar við lítum til baka þá koma ótrúlega margar góðar minn- ingar upp í hugann. Við sem eldri erum munum vel eftir þér bakandi og búandi til mat í eldhúsinu á Háaleitisbrautinni, enda alltaf til kökur og ekki var slæmt að fá væna ömmusneið. Jólin á Háaleit- isbraut voru einstök þar sem þú snerist í kringum fólkið þitt og sett- ist síðust að borðinu ef þú gafst þér þá tíma til þess. Síðan var alltaf spilað og drukkið heitt súkkulaði um kvöldið. Hjá okkur sem eldri erum eru ferðirnar í Svignaskarð líka eftir- minnilegar. Þar var gjarnan tekið í spil, hlegið og borðað og fannst okk- ur ómissandi að hafa ykkur afa með í fríunum okkar. Ef sólin skein á okkur var ekki útilokað að þú værir komin með Stefaníubringu í lok dags. Sunnudagarnir á Breiðvangnum voru notalegar samverustundir þar sem við systkinin komum saman og nutum dagsins með þér við spila- mennsku og spjall. Eins var hefð fyrir að þú værir með okkur á Breiðvangnum á gamlárskvöld og fagnaðir nýju ári með okkur. Þú kipptir þér ekki upp við það þótt krakkarnir væru með ærslagang og sagðir alltaf að þér þætti svo gaman að heyra í börnum. Amma. Það er leitun að öðrum eins dugnaði og þrautseigju og þú bjóst yfir. Hannyrðirnar þínar eru lifandi dæmi um það. Við munum alltaf passa vel upp á púðana og myndirnar sem þú saumaðir og gafst okkur. Þetta mun alltaf minna okkur á þig. Hannyrðirnar þínar eru líka áþreifanleg staðfesting um þá ást og umhyggju sem þú barst til þinna nánustu. Elsku amma okkar. Þú verður okkur alltaf í huga og hjarta því hvert sem við lítum eru góðar minn- ingar. Við minnumst góðmennsku þinnar, jákvæðni, dugnaðar, æðru- leysis og þrjósku. Við munum reyna að taka þig til eftirbreytni því þótt við hefðum ekki nema lítið brot af skapferli þínu værum við vel sett. Elsku amma. Við munum sakna þín en erum sannfærð um að þér líð- ur vel núna. Við erum viss um að afi og pabbi hafa tekið á móti þér og þá hafa orðið fagnaðarfundir. Við kveðjum þig með bæn sem mamma kenndi okkur og hún lærði af þér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guðbjörg, Einar, Arnar, Ingibjörg Bjarney, Eva og fjölskyldur. Elsku yndislega amma er farin frá okkur og eftir sitjum við sár og aum en samt sátt. Hún amma var algjör hetja, ann- að eins hörkutól höldum við að sé erfitt að finna. Sama hvað gekk á eða hvað hún var kvalin, aldrei heyrðist hún kvarta. Alltaf hafði hún það mjög fínt og að hún gæti ekki kvartað er einhver spurði. Minningarnar eru svo margar og hlýja okkar hjörtum á dögum sem þessum. Alltaf þegar við komum til afa og ömmu á Háó var glatt á Hjalla. Amma bauð upp á hlaðborð af hinum ýmsu gerðum af kökum og góðgæti, svo fengum við kaffi eða sódastream með. Amma var ótrú- lega dugleg að baka og elda mat og maður kom alltaf pakksaddur heim eftir góðan dag hjá ömmu og afa. Amma var með fótasár og notaði lít- inn koll sem hún tyllti hnénu á með- an hún bakaði, prjónaði eða sinnti sínum helstu verkum. Iðulega komu amma og afi í heimsókn til okkar á Blómvanginn, þá vorum við systk- inin alltaf ógurlega spennt. Ekki nóg með það að amma og afi væru að koma, heldur fengum við alltaf prinspóló og kók í flösku frá þeim. Jólunum höfum við alltaf eytt með ömmu, fyrst var það á Háó með allri fjölskyldunni. Okkur er enn minnisstætt hvað þar var yndislegt að vera, allar kræsingarnar og húll- umhæið. Svo síðustu árin, eftir að amma og afi veiktust, hefur amma verið hjá okkur á jólunum hér á Blómvanginum. Jólin næstu árin eiga eftir að vera skrítin, engin amma til að spila við eða spjalla við. Fimmta hvern sunnudag kom amma, borðaði og eyddi deginum með okkur. Þegar amma Laufey var á lífi sátu þær tímunum saman inni í eldhúsi, drukku kaffi, reyktu, spjöll- uðu og spiluðu. Það var gaman að fylgjast með þeim spila, amma Laufey tapaði yfirleitt og var dug- leg við að kenna ömmu um að hafa svindlað, amma Inga hló og hló að hinni ömmunni og allir vissu að amma Inga myndi nú aldrei nokk- urn tíman svindla. Í einu skiptin sem ég held að hún hafi kannski ekki spilað eftir sinni sannfæringu var þegar hún spilaði við barna- börnin, hún leyfði okkur alltaf að vinna. Amma sat oft með okkur krökk- unum og horfði á Tomma og Jenna, það var eitt af því skemmtilegasta í sjónvarpinu að hennar mati. Okkur fannst notalegt að sitja í fanginu á ömmu og horfa með henni. Hún var alltaf svo yndisleg við okkur. Amma var svo falleg bæði að utan og innan, svo ljúf og góð. Í huga okkar verður hún alltaf skælbros- andi og ljómandi af kærleika. Hún var svo ódauðleg og tilhugsunin um að sjá ömmu aldrei aftur er okkur erfið. Okkur langar að þakka þér, elsku amma, fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Tilveran á svo sann- arlega ekki eftir að verða sú sama þegar þú ert farin. En við vitum þó að þú ert komin á betri stað, búin að hitta afa og laus úr viðjum líkam- ans. Þú vildir fá hvíldina og við virðum það. Okkur finnst bara gott að vita að þú fórst út úr þessum heimi laus við kvalir og fékkst hægt andlát. Við kveðjum þig, elsku amma, þangað til að við sjáumst næst. Við vitum að þú tekur vel á móti okkur þegar okkar tími kemur að kveðja þennan heim. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Með ást og söknuði kveðja barna- börnin Heiðar, Hjörtur og Hafdís Inga. Ingibjörg Þorsteinsdóttir Í mínu lífi stendur amma mín fyrir allt það sem er gott. Ég ætla að halda minningu hennar á lofti með því að vera ávallt þakklátur fyrir það sem ég hef og muna að hlutirnir geta alltaf verið verri. Ef fleiri væru eins og amma væri heimurinn betri staður. Blessuð sé minning ömmu, Andri Gunnarsson. Elsku amma. Við þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar og minn- ingarnar sem við eigum um þig. Við kveðjum ömmu Ingu með einni af uppáhaldsbænum hennar og biðjum engla Guðs að gæta hennar. Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Ársæll Einar, Rúna Björg og Fannar. HINSTA KVEÐJA ✝ Garðar Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 27. júní 1937. Hann lést á heimili sínu 26. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Svava Klara Hansdóttir, úr Reykjavík, f. 6. febr- úar 1914, d. 14. mars 1977, og Sig- urður Ó.K. Þor- bjarnarson frá Ólafsvík, f. 29. júlí 1913, d. 23. apríl 1988. Garðar kvæntist árið 1964 Ninnu Leifsdóttur, f. 15 maí 1940. Sonur þeirra er Leifur, f. 9. apríl 1963. Þau slitu samvistum árið 1968. Árið1973 kvæntist hann Geir- þrúði Pálsdóttur. Sonur hennar er Jón Páll Haraldsson. Þau skildu 1993. Garðar nam vélvirkjun við Iðn- skólann í Reykjavík og nokkrum árum seinna hélt hann utan til náms í Danmörku þar sem hann lærði vélaiðn- fræði. 1969 flutti hann til Ástralíu og bjó þar frá árinu 1970 með Geirþrúði og Jóni Páli og starfaði þar næstu árin, m.a. við raf- orkuver og virkj- anir en flutti til Noregs árið 1975 og starfaði þar við skipasmíðastöð í Fredrikstad. Eftir fimm ára dvöl í Noregi héldu þau heim til Íslands. Þar vann Garðar við ýmis verk- efni, m.a. hjá Héðni, Iðn- tæknistofnun Íslands og sem sölu- maður hjá Sindra hf. Á tímabili stundaði Garðar eigin atvinnu- rekstur en síðustu árin starfaði hann hjá Hafrannsóknastofnun. Útför Garðars verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Með þessum sálmi eftir Hallgrím Pétursson langar okkur til að kveðja Garðar Sigurðsson vinnufélaga okk- ar. Hann starfaði hjá Hafrannsókna- stofnuninni síðustu sjö árin, eða allt þar til hann veiktist fyrir rúmlega einu ári. Um leið og við þökkum Garðari samfylgdina viljum við senda fjölskyldu hans okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Samstarfsfólk á Hafrann- sóknastofnuninni. Garðar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.