Morgunblaðið - 11.12.2007, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 35
Sár söknuður og eftirsjá ríkir því hjá
vinum hennar og vandamönnum.
Hún andaðist á erlendri grund, þar
sem hún ætlaði að njóta nokkurra
góðra hvíldar- og sólskinsstunda
meðan skammdegið grúfir yfir hér
heima. Við höfðum hist nokkrum
dögum áður en hún fór utan, skóla-
systur hennar úr HKÍ, átt saman
ánægjulega stund og rifjað upp
gamlar minningar frá árunum 1948-
50. Allar voru hressar og glaðar í
bragði. Við geymum allar skýrar
myndir frá þeirri stund er við hitt-
umst fyrst til að hefja nám haustið
1948, fjórtán ungar stúlkur frá ýms-
um stöðum á landinu, fullar eftir-
væntingar og góðra áforma um að
afla okkur menntunar til kennslu-
starfa hér og þar um landið. Einhver
kvíði bjó þó í okkur, því orð fór af því
að þetta væri erfitt nám og skóla-
reglur margar og strangar hjá skóla-
stjóranum, Helgu Sigurðardóttur.
En við vorum hressar og bjartsýnar.
Fljótlega tengdumst við vináttu-
böndum, og náin samvinna og sam-
gangur varð með okkur öllum í skól-
anum.
Steinunn varð fjótlega fremst í
flokki. Hún kom að vestan og hafði
unnið margvísleg störf. Einnig hafði
hún aflað sér menntunar á Laugar-
vatni og verið þar nemandi bæði í
Héraðsskólanum og í Húsmæðra-
skóla Suðurlands, þar sem Halldóra
Eggertsdóttir var skólastjóri. Stein-
unn var glaðlynd, opinská í skoðun-
um, rösk í öllum athöfnum og aðlað-
andi í framgöngu. Góðir
námshæfileikar hennar, greind og
dugnaður aflaði henni virðingar og
vináttu okkar skólasystranna. Fljót-
lega komu þessir hæfileikar hennar
sér vel fyrir okkur allar, því hún var
jafnan kölluð til þegar einhver
vandamál bar að höndum eða vanda-
verk þurfti að leysa, hvort sem var
fyrir skólann eða meðal okkar skóla-
systranna.
Eftir námið í HKÍ fór hún í fram-
haldsnám til Árósa í Danmörku, og
síðan ferðaðist hún á milli ýmissa
skóla á Norðurlöndum til kynningar
og frekara náms. Þegar heim kom
gifti hún sig Kristbirni H. Eydal, og
þau eignuðust saman þrjá syni. En
hún fór fljótlega að kenna á nám-
skeiðum hjá Kvenfélagasambandi Ís-
lands. Svo fluttu þau vestur til Ísa-
fjarðar, og hún kenndi við
Gagnfræðaskólann á Ísafirði í mörg
ár. Og eftir að hún flutti suður aftur
fór hún í Kennaraháskólann og lærði
til sérkennslu og kenndi í mörg ár við
ýmsa framhaldsskóla hér í Reykja-
vík.
Margar góðar minningar eigum
við skólasysturnar allar frá árunum í
HKÍ af ýmsum spaugilegum atvikum
og daglegu amstri okkar á þeim bæ.
Við höfum glaðst við að rifja þetta
upp er við höfum hist nú á síðari ár-
um. Og þar hefur Steinunn jafnan
verið hrókur alls fagnaðar, svo minn-
ug og skýr í sínum frásögnum.
Nú þegar hún er svo skyndilega
brottkvödd er okkur efst í huga
minning um góða og glaðværa skóla-
systur og trygga vinkonu – og þakk-
læti til hennar fyrir ótaldar ánægju-
stundir á liðnum árum.
Við sendum eiginmanni hennar,
sonum og öðrum aðstandendum inni-
legar samúðarkveðjur og biðjum
henni allrar blessunar.
Sigríður Kristjánsdóttir.
Ég hringdi í Þórunni systur
fimmtudaginn fyrir mánaðamót og
frétti að Steina hans Kristbjörns
frænda hefði dáið af slysförum á
Kanaríeyjum. Þessi sorgarfrétt vakti
mig til umhugsunar um hversu skjótt
tilveran breytist úr gleði í sorg í lífi
okkar. Skemmtiferð til heilsubótar
breytist á augnabliki í þrautagöngu.
Ég samhryggist fjölskyldunni í þess-
um erfiðleikum.
Steinunn María Guðmundsdóttir
eða Steina eins og hún er oftast köll-
uð er fyrirmynd íslenskra kvenna,
dugnaðarforkur til hugar og handa,
ein af sterku konunum í lífi mínu,
með hjarta úr gulli. Mér er minn-
isstætt úr barnæskunni þegar fjöl-
skylda mín, Bjarni frændi og Anney
kona hans fórum vestur í fyrsta
skipti eftir að þeir bræður fluttu suð-
ur. Ferðin byrjaði á BSÍ og farið með
rútu frá Vestfjarðaleið um Dali í
Bjarkalund, og yfir Þorskafjarðar-
heiði að Ísafjarðardjúpi, þaðan sem
Fagranesið flutti okkur til Ísafjarð-
ar. Á Ísafirði dvöldum við hjá
Mundu frænku og Hemma Jakobs í
nokkra daga og síðan var farið norð-
ur í Aðalvík með mb. Valdísi frá Ísa-
firði. Látrin iðuðu af lífi, því að það
var verið að leggja veg upp fjallið til
að byggja ratsjárstöð þar. Steina og
Kristbjörn voru þarna að störfum og
bjuggu á Látrum með sína fjöl-
skyldu, Friðþór og Guðmund, sem
þá var kornabarn. Einnig voru
þarna í vist hjá Steinu nokkrar telp-
ur að sunnan. Fyrstu tvo dagana var
búið í tjaldi uppi á brekkunni en þá
kom rok og rigning, tjöldin fóru að
leka, svo að við ferðalangarnir vor-
um drifnir upp í kampinn í boði
þeirra heiðurshjóna og vorum þar í
vellystingum það sem eftir var ferð-
ar. Farið var út á Ystabæ og tóft-
irnar af gamla bænum skoðaðar,
bátsferð í Miðvík og á Sæból með
Kristbirni, en eftir viku var komið að
heimferð. Í kampinum var stutt-
bylgjutalstöð og Kristbjörn kallaði
upp strandferðaskipið Esju, sem
sigldi innundir
Nasa klukkan fimm að morgni,
sótti okkur og tvær af telpunum,
sem voru í vist hjá Steinu. Við vorum
ferjuð í landgöngupramma út í Esju,
dótið híft á dekk, en fólkið klifraði
um borð í kaðalstiga. Allir fengu síð-
an klefa um borð í Esjunni og síðan
sigldum við með henni til Reykjavík-
ur með viðkomu í öllum helstu bæj-
um á Vestfjörðum. Þessi stutta saga
sýnir dugnað og elju Steinunnar
Maríu Guðmundsdóttur og velvild
og hjartahlýju þessara heiðurs-
hjóna.
Hér við skiljumst
og hittast munum
á feginsdegi fira;
drottinn minn
gefi dauðum ró,
hinum líkn, er lifa.
(Úr Sólarljóðum.)
Innilegar samúðarkveður til allra
eftirlifenda, lifið heil.
Jón Páll Þorbergsson og
Sigurbjörg Lárusdóttir.
Elsku Steina mín, mig langar að
setja niður nokkur orð nú þegar
komið er að kveðjustund. Ég man
fyrst eftir mér með þér að baka í eld-
húsinu á Engjaveginum, þá ekki
margra ára í pössun hjá þér og
Kristbirni, þú áttir líka alla tíð
heimalagað bakkelsi og Ingvar son-
ur minn hefur talað um hvað það
væri alltaf gott með kaffinu hjá ykk-
ur. Það voru líka margar góðar
stundirnar þegar ég var hjá ykkur í
Grunnavík og mikið ævintýri fyrir
mig að fá að vera hjá ykkur þar. Ég
man sérstaklega þegar gengið var
einn daginn á Bjarnanúp, það var
lika mikill gestagangur og oft marg-
ir í fæði hjá þér. Ég man eftir að
hafa farið með þér í kaupfélagið á
Ísafirði þú varst að kaupa matar-
birgðir til að taka með í Grunnavík
við fórum á bakvið þar sem matnum
var pakkað. Ég skildi ekkert í hvern-
ig þú vissir upp á hár hvað átti að
hafa mikið með og hafði aldrei séð
svona mikil innkaup.
Þegar ég kom svo til ykkar í haust
í íbúðina í Hafnarfirði þá voruð þið
bæði hjónin á fullu í eldhúsinu að
baka snúða og brauð til eiga nóg
með kaffinu fyrir gesti.
Það var eftirminnilegt.
Elsku Kristbjörn, Friðþór,
Gummi, Dóri og fjölskyldur.
Við vottum ykkur innilega samúð.
Sigurður, Herdís og Ingvar.
Gengin er góð og mikilhæf kona,
hún Steinunn kona Kristbjarnar
frænda, þau voru 55 ár í farsælu
hjónabandi. Steina bjó sig vel undir
ævistarfið með skólagöngu og nám-
skeiðum hér heima og erlendis. Hún
útskrifaðist ung sem hússtjórnar-
kennari og starfaði lengi í þeirri
grein og líka í gagnfræðaskóla, nem-
endur sem lærðu matreiðslu hjá
henni eru úrvals kokkar, þeir sem ég
hef kynnst.
Eftir að ég flutti aftur heim í
Hnífsdal 1982 var mikið lán að kynn-
ast Steinu betur, en þá hafði hún
byrjað á undan mér að grúska í ætt-
fræði. Það kom sér vel fyrir mig því
hún veitti mér ómetanlega fræðslu
og var óspör á hjálpargögn og upp-
örvun. Mér fannst kennarinn njóta
sín vel í þessari aukavinnu því að á
þessum tíma var hún í bókanefnd
Vestra fyrir Grunnvíkingabók sem
kom út 1992. Þar naut hún sín vel
meðal ættingja og vina úr sveitinni
sinni.
Að leiðarlokum vil ég þakka vin-
áttu þeirra hjóna við foreldra Anítu
og Finnboga í Hnífsdal.
Kæri Kristbjörn og fjölskylda
ásamt vinum og vandamönnum sem
voru með í síðustu ferð Steinu, ég
bið Guð að blessa ykkur í óvæntri
sorg og leiða síðan inn í fögnuð
jólanna.
Kær kveðja,
Guðjón Finndal Finnbogason.
Áhrifakonan í lífi mínu er látin.
Hún sem var svo aldurslaus að mað-
ur áttaði sig ekki á því að hún væri
komin á þann aldur að hennar tími
væri búinn. Dánarfregnin kom mér
á óvart og sárt að hafa ekki getað
þakkað henni fyrir allt sem hún var
mér og kvatt hana. Það geri ég hér.
Steina frænka var hluti af fjölskyldu
minni, við erum systkinabörn og ald-
ursmunurinn gerði það að verkum
að ég leit upp til hennar á margan
hátt. Afar kært var á milli hennar og
móður minnar, Maríu, og reyndust
þær hvor annarri alla tíð mjög vel
Fyrsta minning mín er frá því að
ég var fjögurra ára. Steina frænka
kom heim til mín með nýfæddan
soninn Friðþór og um hann var búið
til að byrja með í kommóðuskúffu.
Seinna minnist ég skemmtilegra
heimsókna til hennar og Kristbjarn-
ar er þau bjuggu í Keflavík. Þá var
öldin önnur, þetta var heilmikil rútu-
ferð og vanalega gist í nokkra daga.
Þegar ég var 10 ára dvaldist ég
sumarlangt hjá þeim norður í Að-
alvík, þar sem Kristbjörn vann á
vegum bandaríska hersins. Dvölin
þar var ævintýri líkust, gestagangur
mikill og marga munna að metta.
Steina var í essinu sínu alla daga því
aldrei var hún glaðari en þegar
heimilið hennar var fullt af gestum.
Steina var á undan sinni samtíð.
Hún fór að vestan ung kona, suður í
húsmæðraskóla og í framhaldsnám
til Danmerkur. Hún var listamaður í
matargerð og veisluhaldi, afbragðs-
kennari og skemmtileg.
Þegar ég flyt til Ísafjarðar ung að
árum dvaldist ég fyrst hjá þeim
hjónunum og þar fékk ég tilsögn í
heimilishaldi sem reyndist mér vel.
Samhentari hjónum hef ég aldrei
kynnst, Kristbjörn gekk í hvaða
verk sem var á heimilinu og þótti
ekkert tiltökumál. Gestum og gang-
andi vel tekið og gestrisnin í háveg-
um höfð. Þar var skipst á skoðunum
og landsins gagn og nauðsynjar
ræddar, en léttleikinn ávallt í fyr-
irrúmi. Eftir að ég stofna heimili og
börnin fæðast átti ég mér annað
heimili hjá þeim. Þau reyndust fjöl-
skyldunni einstaklega vel og hjá
þeim áttum við ómældar ánægju-
stundir, hvort sem var á Engjaveg-
inum eða norður í Grunnavík. Þau
munaði aldrei um að bæta við í mat
eða næturgistingu, alltaf nóg pláss.
Það atvikaðist þannig að við flutt-
um öll suður á sama ári, mér og mín-
um til mikillar ánægju. Steina
menntaði sig enn meir í kennslurétt-
indum þrátt fyrir aldur. Það vakti
aðdáun mína á henni enn meir. Það
má segja að hún hafi haldið áfram að
blómstra fram á síðustu ár, alltaf
keik og brosandi. Þau hjónin voru
partur af fjölskyldumynstrinu, og
tryggðin órjúfanleg. Við minnumst
öll fagnaðarstunda þar sem við nut-
um samvista, ekki síst á 100 ára
minningardegi mömmu. Við undir-
búninginn gafst mér það dýrmæta
tækifæri að hlusta á frásögn þeirra
Kristbjarnar af lífshlaupi foreldra
minna, sem ég annars hefði ekki vit-
að um.
Steinu frænku flyt ég hjartans
þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir
mig og fjölskyldu mína. Ekki síst vil
ég þakka henni allan þann innblást-
ur sem hún gaf mér í gegnum lífið.
Elsku Kristbjörn, Friðþór, Guð-
mundur, Halldór og fjölskyldur,
innilegar samúðarkveðjur.
María Maríusdóttir.
✝ Jón Pálmi Karls-son fæddist í
Reykjavík 16. mars
1944. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu sunnu-
daginn 2. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Karl Finnbogason,
verkamaður í
Reykjavík og Kópa-
vogi, f. 19. sept-
ember 1917, d. 21.
janúar 1997, og
Svanfríður Guðjóns-
dóttir, húsmóðir í Reykjavík, f. 5.
nóvember 1921, d. 23. október
2000. Jón átti tvö alsystkini, þau
Elísabetu Karlsdóttur Mroczek,
sem búsett er í Alaska í Bandaríkj-
unum, f. 21. maí 1940, og Steinar
Karlsson, f. 26. janúar 1942, d. 10.
september 1989, og
eina hálfsystur, Sól-
rúnu Laufeyju
Karlsdóttur, f. 22.
maí 1962.
Jón ólst upp í
Reykjavík og stund-
aði þar vinnu til 16
ára aldurs. Þá flutt-
ist hann sem vinnu-
maður til systk-
inanna Sigurjóns
Hallsteinssonar og
Jónu Hallsteindóttur
í Skorholti í Leirár-
og Melahreppi. Þar
bjó hann til ársins 1990 er hann
flutti til Akraness. Bjó hann þar til
dauðadags, lengst af á Heið-
arbraut 37.
Útför Jóns Pálma verður gerð
frá Akraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Við vorum minntir óþægilega á
hverfulleik lífsins þegar okkur bárust
tíðindin um andlát Jónsa. Hvernig
mátti vera að hann hefði kvatt þennan
heim svona skyndilega? Hann sem
var ávallt svo hress og áhugasamur.
Hann átti eftir að gera svo margt. Til
að mynda að smíða úr járninu sem
hann hafði svo mikla unun af að með-
höndla. Slípa það til og skera það nið-
ur til hins margvíslegasta brúks.
Hvað með hljóðfærið sem hann var
svo stoltur af og var að útbúa og sam-
anstóð af mislöngum járnstöngum
sem hann hengdi upp og sló á, þannig
að úr fengust hinir ýmsu tónar?
Vissulega einfalt en um leið lýsandi
fyrir hinn látna.
Við leiðarlok sést heildarmyndin.
Heildarmynd sem einkenndist af ein-
faldleik og æðruleysi. Jónsi kvartaði
aldrei undan neinu. Hann skipti aldrei
skapi og aldrei sagði Jónsi styggð-
aryrði um nokkurn mann. Hann tók
því sem að höndum bar í það og það
skiptið. Þannig einkenndu heiðarleiki
og nægjusemi hann. Hann hafði gam-
an af að spá í mannlífið og kunni að
meta þætti í fari fólks sem margir
taka ekki eftir og spá ekki í. Hann var
trúaður og ef ekki lá fyrir augljóst
svar við einhverju vandamáli eða ráð-
gátu var viðkvæðið oftar en ekki
„Þetta er bara það sem góður Guð
vill“. Vissulega lífssýn sem margir
mættu tileinka sér. Það má segja að
hann hafi auðgað mannlífið með nær-
veru sinni. Þótt kallið kæmi skyndi-
lega þá kvaddi hann þennan heim
sáttur við Guð og menn.
Þótt ekki komi fleiri tónar úr slag-
verkshljóðfærinu hans, sem hann átti
eftir að fullkomna, þá lifir minningin
um góðan dreng áfram. Takk fyrir
alla samveruna og hjálpina Jónsi
minn.
Þínir vinir,
Einar Gunnar og Guðni Kristinn.
Sem sumardrengur í Skorholti vor-
ið 1961 hitti ég fyrst Jón Pálma, Jónsa
eins og við síðar kölluðum hann, sem
þá um veturinn hafði komið í Skorholt
sem vinnumaður, alls óskyldur eða
tengdur afasystkinum mínum sem
þar bjuggu og stunduðu búskap.
Hann hafði þá greinilega lent í ýms-
um raunum og erfiðleikum og var óör-
uggur og feiminn. Á þessum tíma átti
hann enga vini eða kunningja sem
hann vildi halda sambandi við. Í Skor-
holti naut hann mikillar umhyggju og
góðvildar systkinanna sem tóku hann
til sín. Þar öðlaðist hann fyrst festu í
líf sitt, þroskaðist, náði öryggi, losnaði
við hlédrægnina og fór að njóta sín
sem sjálfstæður einstaklingur.
Til vinnu gat hann verið duglegur
þegar því var að skipta en hafði þó
mesta unun af því að spjalla í róleg-
heitum um heima og geima. Reyndar
vildi hann frekar spjalla en vinna.
Hann var áhugasamur um allar vélar
og tæki og undi sér vel við skepnuhald
og gegningar í sveitinni meðan þess
naut við. Mikla ánægju hafði hann
alltaf af vinnunni í sláturhúsinu við
Laxá á haustin, innan um allt fólkið
sem þar var. Jónsi hafði áhuga á
hvers konar viðgerðum og smíðum og
hafði gaman af alls konar járn- og
stálsmíði síðustu ár, sem hann gat
dundað sér við heima. Ýmiss konar
smíðatækja aflaði hann sér í þessu
skyni og hráefnið fékk hann hjá vel-
viljuðum kunningjum í smiðjum og á
verkstæðum á Akranesi.
Til Jónsa komu ýmsir sem í erf-
iðleikum áttu. Hann þekkti það af eig-
in raun frá fyrri tíð og sýndi oft gjaf-
mildi og rausnarskap af sínum litlu
efnum. Þó að Jónsi byggi einn og vildi
sjálfur hafa þann háttinn á var hann
ekki einfari í merkingu þess orðs.
Hann naut þess þvert á móti að vera
innan um fólk og hafa regluleg og góð
samskipti við þá sem honum líkaði.
Hann þekkti því marga, átti marga
kunningja en ekki mjög marga góða
vini. Jónsi hafði unun af því að tala um
gömlu sveitina sína, störfin þar,
sveitabæina og þá sem þar bjuggu
eða höfðu búið. Hann talaði aldrei illa
um nokkurn mann. Um sumt vildi
hann hins vegar ekki tala. Hann
reyndi að leiða hjá sér allt tal um erf-
iðleika og vandamál. Ef vakið var
máls á slíku, að ekki sé minnst á hóg-
værar og kurteislegar umvandanir
vegna einhvers sem betur hefði mátt
fara, þá skipti hann yfirleitt skyndi-
lega og oft með afar skemmtilegum
hætti um umræðuefni. Með því tókst
honum undantekningarlaust að slá
mann út af laginu. Gat hann við þau
tækifæri verið einstaklega orðhepp-
inn.
Eftir að Jónsi fluttist út á Akraness
naut hann aðstoðar heimilishjálpar og
fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar.
Sú þjónusta var honum í raun ómiss-
andi, eins og svo mörgum öðrum í
svipaðri aðstöðu. Með henni tókst
honum að halda sínu sjálfstæði, sem
hann mat svo mikils, og sinni stöðu
sem frjáls einstaklingur, næstum
óháður öðrum. Fyrir þá þjónustu alla
ber á þessari stundu að þakka.
Að leiðarlokum þökkum við Guð-
rún konan mín Jónsa samfylgdina og
margra áratuga góðan vinskap.
Blessuð sé minning hans.
Jón Sveinsson.
Meira: mbl.is/minningar
Mér er til efs að ég hafi nokkru
sinni vitað hvað Jónsi hét fullu nafni,
þá er ég þekkti hann. Enda skipti það
stráklinginn mig, sem nýkominn var á
ókunnar slóðir í sveitavist að sumri til,
litlu máli. Né skipti það mig máli að ég
heyrði að sumum þætti hann sér-
kennilegur í útliti og jafnvel háttum.
Það gat ég aldrei komið auga á og
skildi ekki hvað fólk var tilbúið að tjá
sig án þess að þekkja hann. Það sem
skipti mig máli og það sem ég sá var
að Jónsi var ljúflingur og var mér
aldrei nema góður þau þrjú sumur
sem ég dvaldi í sveit í Skorholti, þar
sem hann var vinnumaður. Ég fann
hins vegar til samkenndar með hon-
um, því oft fannst mér hann standa
einn gegn því sem ég sá sem óréttlæti
heimsins. Hann tók lífinu hins vegar
með jafnaðargeði og alltaf var stutt í
vinsamleg orð. Því leit ég á hann sem
vin minn þó ég væri ekki nema tíu ára
og hann kominn í fullorðinna manna
tölu fyrir mér. Hann leyfði mér meira
að segja að prófa að reykja pípustert-
inn sinn úti í fjárhúsum. Ég kveð því
þennan vin minn nú og óska honum
góðrar ferðar á slóðir þar sem mann-
kostir hans fá að njóta sín til fulls.
Páll H. Hannesson.
Jón Pálmi Karlsson