Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 37
Hann var alveg frábær þegar gamla
eldhúsið var rifið þar gaf hann köll-
unum ekkert eftir og alveg sleppti
sér í niðurrifinu.
Ég sé hann fyrir mér á ættar-
mótinu þar sem hann kom og vildi fá
köku eldrauður í kinnum eftir alla
útiveruna, svo var hann alveg ynd-
islegur í Fljótshlíðinni þegar hann
var að spila á hristuna og allir sungu
með. Hann var algjör bílakall eins
og pabbi hans og gat alveg gleymt
sér í bílaleik.
Það verður sorglegt að sjá Örnu
Sóleyju koma hlaupandi inn og hann
kemur ekki á eftir henni, hún var
svo dugleg að passa hann. En Krist-
inn Veigar lifir í minningunni og við
höldum henni á lofti. En við sem
þekktum Kidda litla vitum að nú er
hann skemmtilegasti engillinn hjá
Guði og þar er hann við hlið hans.
Okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur sendum við Óskari, Vilborgu og
fjölskyldu.
Önnu, Bigga og fjölskyldu. Guð
geymi ykkur.
Ólafur og Helga.
Elsku Kristinn Veigar, við eigum
öll eftir að sakna þín því þú varst
gæinn okkar allra.
Ég bið að heilsa honum afa okkar
og mundu að við myndum gera
miklu meira fyrir þig ef við gætum,
þú verður að muna eftir okkur öll-
um. Ég vildi að þú hefðir verið
áfram hjá okkur öllum og við gætum
séð þitt fallega sæta andlit og tekið
myndir og rennt okkur á klakanum
og búið til snjókall ef það væri vetur,
tínt blóm ef það væri sumar, skafið
saman laufblöð ef það væri haust,
verið kalt saman ef það væri vor og
ég gæti málað þig ljón aftur og
margt fleira. Ég get skrifað mjög
mikið í viðbót en eins og ég skrifaði
fyrir ofan. Við munum sakna þín.
Þín frænka
Ellen Hrund.
Litli frændi minn er dáinn aðeins
4 ára gamall, hann var tekinn frá
okkur á sviplegan hátt í hörmulegu
slysi.
Þegar hann var að koma í heim-
sókn á Stöðvarfjörð var mjög spenn-
andi að vita hvað hann myndi gera í
það og það skiptið. Þegar hann kom
í fermingu hjá Jónsa fyrir ári voru
allir í veislunni sendir út að læsa bíl-
unum sínum því stráksi var bílasjúk-
ur og fór inn í alla bíla og reyndi allt
til að koma þeim af stað. Í eitt skipt-
ið sem Óskar kom með fjölskylduna
austur lögðu þau systkin Kiddi og
Arna af stað heiman frá Hönnu
Veigu, heim til mín og reyndi Kiddi
að komast inn í alla bíla á leiðinni,
svo heppilega vildi til að þeir voru
allir læstir.
Margar eru minningarnar þó að
árin hafi ekki orðið mörg hjá elsku
litla drengnum okkar.
Elsku Óskar, Vilborg, Anna,
Biggi, Tanja, Oddur, Ingi, Viktoría,
Agnes, Arnór, Arna, Hulda amma,
Dagga amma, Kiddi afi og aðrir að-
standendur, megi guð styrkja ykkur
í þessari miklu sorg. Elsku Kiddi,
guð geymi þig og varðveiti.
Þín frænka
Rósmarý.
Litli vinur lífið kallar,
leiðir okkar skilja í dag.
Góðar vættir vaki allar,
verndi og blessi æ þinn hag.
(Höf. ók.)
Elsku Kiddi, vinur okkar, núna
erum við að horfa á myndina þína,
hjá kertinu og hvítu blómunum. Við
ætlum alltaf að hafa myndina hjá
okkur líka þegar þú verður fimm
ára.
Núna vitum við að þú ert á himn-
um hjá englunum, hún Erla sagði
okkur að þér liði vel núna og að við
mættum alveg gráta ef við viljum.
Við söknum þín, kæri Kiddi.
Saknaðarkveðjur,
nemendur í Vesturbergi.
Elsku besti Kiddi minn, elsku
karlinn minn. Rétt að verða tveggja
ára komstu í Vesturberg og varðst
strax mjög sterkur og áberandi per-
sónuleiki innan barnahópsins. Þú
stalst líka hjartanu úr okkur kenn-
urunum strax og þú komst, pínulítill,
kraftalegur kútur með lærin í skón-
um og sjálfstæður eins og fimm ára.
Það var alltaf gaman hjá þér, þú
gast allt mögulegt, þú varst óhrædd-
ur og þorðir öllu. Alltaf hlaupandi,
klifrandi, hoppandi af gleði, vinnu-
samur og röskur.
Nú skil ég betur af hverju þú
flýttir þér, þú þurftir að klára svo
mikið á þínum stutta tíma. Þú hefur
svo sannarlega sett þitt mark á leik-
skólann og þín verður sárt saknað af
öllum þínum vinum hér í Vestur-
bergi og við munum geyma minn-
inguna um einstakan dreng sem
hafði áhrif á okkur öll.
Elsku Anna, Biggi, Óskar, Vilborg
og aðrir aðstandendur, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks í Vestur-
bergi,
Brynja Aðalbergsdóttir
leikskólastjóri.
Elsku litli vinur, ekki hefðum við
getað ímyndað okkur að mömmur
okkar sætu nú og skrifuðu minning-
argrein fyrir okkur um þig, elsku
Kiddi vinur okkar.
Síðasta sumar varst þú allt í öllu í
götunni okkar, kíkjandi fyrir allar
aldir inn um bréfalúgurnar hjá okk-
ar, kallandi inn hvort við vildum ekki
leika, mættur snemma um helgar,
alltaf langhressastur. Lífskraftur
þinn var einstakur, eins einstakur og
þú varst, þú hjólaðir hér um allt að-
eins þriggja ára án hjálpardekkja á
meðan að við vorum langt á eftir þér
eins og smábörn á hjólum með hjálp-
ardekkjum eða ennþá á þríhjólum.
Við lékum í Spidermanleikjum og
hlupum hér um allt í skylmingar-
leikjum meiripart sumarsins, það
var svo gaman og verður ekki eins
án þín.
Við fjórir vorum lítil vinagrúppa
aðeins um fjögurra ára gamlir og
skiptumst á að spyrja eftir hvor öðr-
um og í rauninni var ekki hægt að
hafa neinn okkar út undan, því vor-
um ein heild. Þannig að oft vorum
við fjórir inni hjá einhverjum okkar,
foreldrum okkar til mikillar gleði.
Þú gerðir þig oft heimakominn hjá
okkur og varst stundum mættur
heim til okkar án þess að nokkur
væri heima og fórst þá bara að leika
og fékkst þér að borða og beiðst eft-
ir okkur.
Elsku Kiddi, við söknum þín og
skiljum ekki alveg, vegna ungs ald-
urs okkar, af hverju þú ert farinn til
Guðs og við getum ekki séð þig aftur
hlaupandi hér í götunni og það sé
enginn Kiddi kallandi inn um bréfa-
lúguna okkar. Foreldrar okkar
reyna að útskýra þetta fyrir okkur
og segja okkur að þú sért nú hjá
Guði og sért hjá okkur í anda og ef
við horfum upp í stjörnurnar getum
við fundið fallegustu stjörnuna á
himninum og það sért þú, svo þannig
getum við allavega talað við þig.
Foreldrar okkar munu segja okk-
ur skemmtilegar sögur af þér og við-
halda minningu þinni því þrátt fyrir
ungan aldur skilur þú eftir svo mikið
af minningum um þig, svo ótrúlegur
varst þú, elsku Kiddi.
Elsku fjölskylda, megi Guð
styrkja ykkur á þessum erfiðu tím-
um og færa ykkur styrk í sorginni,
Kiddi var einstakur og mun aldrei
gleymast.
Þínir vinir úr Birkiteig
Víkingur (Villingur, eins og
þú kallaðir hann), Sigurður
Orri (Siggi sæti), Birkir og
fjölskyldur þeirra.
Elsku Kiddi, félagi okkar af Vest-
urbergi, er dáinn. Við áttum erfitt
þegar mamma sagði okkur að þú
hefðir orðið fyrir bíl og værir mikið
slasaður á spítalanum. Alls kyns
spurningar spruttu upp og við vor-
um ofsalega sorgmædd. Þegar við
kveiktum á kerti um kvöldið og fór-
um með faðirvorið grétum við öll og
hugsuðum fallega til þín. Þú þessi
kraftmikli strákur með skemmtilega
hláturinn sem við lékum svo oft við.
Við fórum á jólaballið og þar var
kyrrðarstund með henni Erlu úr
kirkjunni og útskýrði hún þetta fyrir
öllum og báðum við öll fallega fyrir
þér. Mamma sagði okkur á laugar-
dagskvöldið að þú værir dáinn.
Þetta var svo sorglegt að hugsa til
þess að fá aldrei aftur að leika við
þig og sjá þig aldrei aftur. En hún
útskýrði að
nú liði þér vel og værir á góðum
stað. Englarnir væru að passa þig
og þú gætir líka verið með okkur og
fylgst með okkur krökkunum að
leika.
Elsku Kiddi. Það var skrýtið að
koma á Vesturberg á mánudaginn
og þú ekki mættur galvaskur. Þar
var bara mynd af þér og logandi fal-
legt kerti. Þú svo brosandi á mynd-
inni með þinn grallarasvip.
Kveðjum við þig nú Kiddi okkar
og takk fyrir samfylgdina elsku vin-
ur okkar.
Við vitum að englarnir og allir á
himnum eiga eftir að elska þig.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Við systkinin og mamma okkar
sendum foreldrum, systkinum og
öllum ástvinum innilegar samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu tímum.
Ægir Þór Viðarsson,
Antonía Mist Viðarsdóttir,
Anna Helga Gylfadóttir.
En hvað sem öðru líður, þá hegðið yður
eins og samboðið er fagnaðarerindinu um
Krist. Hvort sem ég kem og heimsæki yð-
ur eða ég er fjarverandi, skal ég fá að
heyra um yður, að þér standið stöðugir í
einum anda og berjist saman með einni sál
fyrir trúnni á fagnaðarerindið og látið í
engu skelfast af mótstöðumönnunum.
Fyrir þá er það merki frá Guði um glötun
þeirra, en um hjálpræði yðar. Því að yður
er veitt sú náð fyrir Krists sakir, ekki ein-
ungis að trúa á hann, heldur og að þola
þjáningar hans vegna. Nú eigið þér í sömu
baráttu sem þér sáuð mig heyja og heyrið
enn um mig.
(Bréf Páls til Filippímanna 1:27-30)
Yndislegur fjögurra ára drengur
er sviptur lífi sínu. Eftir standa nán-
ustu ættingjar í djúpri sorg. Spurt
er; er hægt að réttlæta slíkan verkn-
að, er þetta sanngjarnt eða eðlilegt?
Þó að hjá okkur vakni þessar spurn-
ingar erum við ekki í stakk búin til
þess að veita við þeim svör. Á slíkum
stundum leitar hugurinn til trúar-
innar og ritninganna. Þar er vísast
styrkinn að finna, skýringarnar og
vonandi kraft og æðruleysi til að
sætta sig við orðinn hlut. Ættingjar
og vinir – samstaða og bræðraþel
eru þau smyrsl sem lengst draga úr
þeim sársauka sem sálin verður fyr-
ir á slíkum stundum. En aldrei
hverfur minningin um unga dreng-
inn sem átti allt lífið fyrir sér, tæki-
færin, afrekin, gleðina og einnig
sorgina.
Elskulegu foreldrar – Anna og
Óskar. Góður guð gefi ykkur allan
þann styrk og æðruleysi sem þurfa
má til að umbera sonarmissinn. Við
vottum ykkur, börnum ykkar, for-
eldrum ykkar og öðrum aðstandend-
um okkar dýpstu samúð.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt
(Matthías Jochumsson.)
Halldóra Sigríður Jónsdóttir
og Björn Úlfljótsson.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 37
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÁSTRÁÐUR VALDIMARSSON,
Hraunsholtsvegi 2,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtudaginn
13. desember kl. 13.00.
Kristjana Margrét Guðmundsdóttir,
Guðrún Ástráðsdóttir, Már Þorvaldsson,
Hjördís Ástráðsdóttir, Peter Tompkins,
Brynja Ástráðsdóttir, Pétur Bjarnason
og afabörn.
✝
Faðir minn, sambýlismaður, bróðir og frændi,
HANNES JÓNSSON
er látinn.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
Elín Halla,
Alma Þorláksdóttir,
Hafdís Jónsdóttir,
Margrét Hjálmarsdóttir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
BRIGITTE ÁGÚSTSSON,
Lindasíðu 2,
Akureyri,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð Akureyri
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
13. desember kl.13.30.
Friðrik Halldórsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Pétur Halldórsson, Þórunn Steingrímsdóttir,
Eygló Halldórsdóttir, Tryggvi Gunnarsson,
Kári Halldórsson, Guðrún Sigtryggsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát okkar elskulegu móður og
ömmu,
JÓNU SOFFÍU TÓMASDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Droplaugarstöðum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla Haraldsdóttir.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR ÓLAFSSON
til heimilis að Sóltúni,
áður Kjalarlandi 9,
Reykjavík,
er látinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Aðstandendur.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON,
Heiðarbraut 11,
Garði,
lést laugardaginn 8. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Aðalheiður Jónsdóttir,
Guðmundur Friðbjörn Eiríksson, Brynja Guðmundsdóttir,
Gísli Rúnar Eiríksson, Jóhanna Óladóttir,
Kjartan Mar Eiríksson,
Helga Eiríksdóttir,
Katrín María Eiríksdóttir, Björgvin Arnar Björgvinsson,
Svanhildur Eiríksdóttir, Kristján Jóhannsson,
Jón Björgvin Hauksson, Ulla Kronqvist
og barnabörn.