Morgunblaðið - 11.12.2007, Síða 48

Morgunblaðið - 11.12.2007, Síða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA 600 kr. Miðaverð SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI JÓLAMYNDIN Í ÁR WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á ATH. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI BEE MOVIE m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BÝFLUGUMYNDIN m/ísl. tali kl. 6D LEYFÐ DIGITAL DUGGHOLUFÓLKIÐ kl. 6 - 8 LEYFÐ BEOWULF kl. 83D - 10:303D B.i.12.ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 8:30 B.i.16.ára AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 LÚXUS VIP 30 DAYS OF NIGHT kl. 10:30 B.i.16.ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI eeee KVIKMYNDIR.IS S Í LF B ÚR BÝFLUGNABÚINU Í BULLANDI VANDRÆÐI Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LJÓTASTA gata Reykjavíkurborgar er hún oft nefnd. Hverfisgatan hefur ekki notið mik- illar virðingar meðal höfuðborgarbúa undan- farin ár og kannski ekki að undra þar sem við- haldi hennar er ábótavant. Hún er hið gleymda barn borgarinnar. Hverfisgatan nær frá Hlemmi og niður á Lækjargötu og er samsíða Laugaveginum, á fyrri hluta síðustu aldar var hún ein af fjöl- mennustu götum borgarinnar. Gatan tilheyrir Skuggahverfinu og ber það hverfisheiti með rentu í dag því nokkuð skuggalegt er þar um að litast. Höfuðborgarbúar virðast hafa sterk- ar skoðanir á þessu gleymda barni og flestar þeirra eru neikvæðar, öllum finnst gatan vera að drabbast niður og segja þeir hana vera „slömm“ borgarinnar. Sárindin leyna sér ekki, gatan á ekki þessa meðferð skilið, allir telja hana eiga stóran hlut af slæmri ímynd mið- bæjarins. Ein kona sagðist hvergi í heiminum vera eins hrædd að ganga ein í rökkri og á Hverfisgötunni, veigraði sér jafnvel við að borða á Austur-Indíafélaginu og fara í bíó í Regnboganum vegna staðsetningarinnar. Þó að ímynd götunnar sé neikvæð eru margir bjartsýnir á framtíð hennar og segja hennar tíma munu koma. Margir segja hana eiga framtíð fyrir sér sem næstu listaelítugötu borgarinnar, þangað muni unga fólkið flykkj- ast með galleríin og búðirnar þegar fram líði stundir. Sérstaklega fékk sú umræða byr und- ir báða vængi í seinustu viku þegar Listahá- skóli Íslands og Samson Properties ehf. undir- rituðu samning um nýtt húsnæði fyrir skólann á svokölluðum Frakkastígsreit við Laugaveg með möguleika á stækkun norðan Hverfis- götu. Engin jólaljós Þegar Hverfisgatan er farin eru skilin á gatnamótum hennar og Klapparstígs áber- andi, fyrir neðan Klapparstíginn er gatan hin snyrtilegasta með Þjóðmenningarhúsinu, Al- þjóðahúsi, Gráa kettinum, Danska sendiráðinu og Max Mara-versluninni svo eitthvað sé nefnt. En því meira sem Lækjargatan fjar- lægist verður gatan subbulegri og nær há- marki er nær dregur Hlemmi. Veggjakrot er sérstaklega áberandi, brotnar rúður, hlerar fyrir gluggum og lóðir sem er illa við haldið. Húsin eru orðin mjög hrörleg en inni á milli má finna gamla gullmola sem hefur verið vel við haldið. „Eignirnar eru komnar í hendur fárra aðila sem hugsa ekkert um umhverfið og halda engu við enda búa þeir ekki á staðnum. Maður labbar fram hjá sömu brotnu rúðunni í mörg ár,“ segir Sigurður Þór Sigurðsson, eigandi mynddiska- og spóluverslunarinnar 2001. Sig- urður hefur rekið 2001 í fimmtán ár, var fyrst á Frakkastígnum en flutti sig á Hverfisgötuna fyrir átta árum. „Ég man nú ekki til þess að borgin hafi gert neitt sérstakt fyrir Hverfisgötuna, þeir líta bara á hana sem umferðaræð ekki sem hluta af miðbænum, ekki fær hún jólaljós eins og Laugavegurinn og Skólavörðustígurinn. Það leyfa allir svæðinu að drabbast niður.“ Magnús Örn Óskarsson hefur verið með Reiðhjólaþjónustuna Borgarhjól á Hverfisgöt- unni síðan 1985. „Ég er ekkert stoltur af Hverfisgötunni, hún er alltaf subbuleg og mér finnst hún hafa verið það lengi, það er ekki verið að gera hana að sóma í miðbænum. Mér finnst ekki vera að færast líf í verslunarum- hverfið, það þrífst ekkert hérna, nema eitt- hvað alveg sérstakt, í lengri tíma,“ segir Magnús sem hefur enga trú á því að fólk eigi eftir að sækja í Hverfisgötuna með gallerí eða annan verslunarrekstur í framtíðinni. „Ég er ekki bjartsýnn fyrir hönd Hverfisgötunnar.“ „Ég hef verið hér í slömminu í sex ár, þetta er eflaust ljótasta gatan í miðbænum en það væri hægt að gera margt fyrir hana,“ segir Birta Björnsdóttir fatahönnuður í Júníform. „Gatan hefur gleymst og ég verð farin héðan á næsta ári.“ Þó að þeir rótgrónu á Hverfisgötunni séu nokkuð svartsýnir opnaði Edda Heiðrún Backman nýlega búðina Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu 52. Hún hefur trú á götunni og segir að með búðinni sé hún að leggja sitt af mörkum til að koma lífi á svæðið. Fyrir neðan Hverfisgötuna á sér stað mikil uppbygging – hinar svokölluðu Skuggahverf- isblokkir og fyrir ofan trónir aðalverslunaræð miðborgarinnar, það er vonandi að gatan fái uppreisn æru þegar fram líða stundir hvort sem hún verður lögð súkkulaði og rósum eða bara haldið eðlilega við svo sómi sé að. Hryggðarmynd Hverfisgötunnar Morgunblaðið/Frikki Hverfisgatan Er að margra mati ósómi miðbæjarins og segja verslunarmenn við götuna borgaryfirvöld ekki hafa áhuga á að bæta hana. Morgunblaðið/Golli Óánægður Sigurður Þór Sigurðsson í 2001. Morgunblaðið/Golli Skuggalegt Birtu fatahönnuði í Júníform finnst Hverfisgatan hafa gleymst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.