Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 49
/ AKUREYRI/ KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / SELFOSSI
BEE MOVIE m/ensku tali kl. 6 - 8 LEYFÐ
BÝFLUGNAMYNDIN m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
BEOWULF kl. 10 B.i. 12 ára
SIDNEY WHITE kl. 8 - 10 LEYFÐ
BÝFLUGNAMYNDIN m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ
DAN IN REAL LIFE kl. 8 LEYFÐ
BEOWULF kl. 10 B.i. 12 ára
EASTERN PROMISES kl. 10:10 B.i. 16 ára
SÝND Í KEFLAVÍK
FRÁ LEIKSTJÓRANUM
DAVID CRONEBERG
SÝND Á SELFOSSI
eeee
- S.V., MORGUNBLAÐIÐ
eeee
- T.S.K., 24 STUNDIR
eeee
- L.I.B., TOPP5.IS
SÝND Á SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
NÝ ÍSLENSK ÆVINTÝRAMYND
EFTIR ARA KRISTINSSON SEM
GERÐI M.A. STIKKFRÍ. KALLI
ER SENDUR Á AFSKEKKTAN
SVEITABÆ TIL AÐ EYÐA
JÓLUNUM MEÐ PABBA SÍNUM
ÞAR SEM HANN VILLIST,
LENDIR Í SNJÓBYL OG
HITTIR FYRIR BÆÐI ÍSBJÖRN
OG DULARFULLAR
VERUR OFL!
JÓLAMYNDIN 2007
„BEOWULF ER
EINFALDLEGA
GULLFALLEG...“
ENTERTAINMENT WEEKLY
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI,
KEFLAVÍK OG SELFOSSI
2 VIKUR Á TOPPNUM Á ÍSLANDI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
Leiðinlegu
skóla stelpurnar
- sæta stelpan
og 7 lúðar!
Amanda Bynes úr She‘s The Man er
komin aftur í bráðskemmtilegri mynd
„RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL CROWE OG
DENZEL WASHINGTON Í BESTU MYND ÞESSA ÁRS!“
Ó.E.
eeee
„American gangster er
vönduð og tilþrifamikil“
- S.V., MBL
eeee
,,Virkilega vönduð glæpamynd
í anda þeirra sígildu.”
- LIB, TOPP5.IS
„Óskarsakademían mun standa á
öndinni... toppmynd í alla staði.“
Dóri DNA - DV
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SAMBÍÓIN - EINA BÍÓKEÐJAN Á ÍSLANDI WWW.SAMBIO.IS
BÝFLUGNAMYNDIN m/ísl. tali kl. 8 LEYFÐ
HITMAN kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára
BEOWULF kl. 10 B.i. 12 ára
BÝFLUGNAMYNDIN m/ísl. tali kl. 6D LEYFÐ DIGITAL
BEE MOVIE m/ensku tali kl. 8D - 10:10D LEYFÐ DIGITAL
BEOWULF kl. 5:303D - 10:303D B.i. 12 ára 3D-DIGITAL
AMERICAN GANGSTER kl. 6 - 9 B.i. 16 ára
8.12.2007
1 28 32 37 38
6 0 9 3 3
8 1 9 6 6
36
5.12.2007
8 17 19 26 30 32
1228 39
Í DUGGHOLUFÓLKINU, nýjustu
barna- og fjölskyldumynd Ara
Kristinssonar (Stikkfrí), er fléttað
saman gamalli munnmælasögu af
mannskaða vestur á fjörðum og til-
vistarvanda Kalla (Bergþór), tólf ára
stráks í Reykjavík. Kalli elst upp hjá
einstæðri móður og virðist fátt
skorta. A.m.k. er hann vel búinn há-
tæknilega séð, hann á t.d. gemsa,
ferðageislaspilara og fartölvu af nýj-
ustu gerð. Hann kann tökin á tól-
unum og beitir þeim af útsjón-
arsemi, ekki síst til að klekkja á
skólasystkinum sínum.
Hrekkirnir kosta pilt tímabund-
inn brottrekstur yfir jólin og
mamman, sem er á kafi í há-
skólanámi, sér enga lausn skárri en
að senda Kalla sinn vestur á firði
þar sem faðir hans er í sambúð.
Kalla líst bölvanlega á hugmyndina,
ekki síst vegna skorts á ruslfæði og
hennar Ellenar (Þórdís Hulda),
heimasætunnar á bænum sem er á
svipuðu reki og hann.
„Hún er norn,“ segir Kalli, og eitt-
hvað er stelpan að kukla með anda-
glas og þykist ná sambandi við lát-
inn föður sinn og sjá drauga sem
hún tengir við „Dugguholufólkið“,
átján manna hóp sem var að koma af
skemmtun í næsta byggðarlagi fyrir
langa löngu, en varð úti í samnefndri
gjótu á heiðinni ofan við bæinn.
Sambýliskona föður Kalla er kominn
á steypinn og það er blússað með
þau á sjúkrahúsið í næsta firði. Kalli
og Ellen verða ein eftir á bænum og
viti menn, draugur gerir vart við sig
og börnin lenda í harla óvæntum
ævintýrum.
Ari leikur sér að andstæðum úr
fortíð og samtíð, yfirnáttúrulegum
fyrirbærum og raunveruleika (þema
sem hefur tröllriðið erlendu barna-
og fjölskyldumyndefni), hann stefnir
hátæknibúnaðinum hans Kalla gegn
andaglasi Ellenar, sveitinni gegn
borgarsamfélaginu, og malbikinu og
öryggi þess gegn válegum veðrum
og samgöngukerfi dreifbýlisins þar
sem til verða varasamar vegleysur
við minnstu veðrabrigði.
Hugmyndin er góð, að etja saman
hjátrú og hindurvitnum, draugum
og miðlum annars vegar og hins
vegar vantrúa æsku sem elst upp við
Nokia, Samsung og Sony – forneskj-
unni og fartölvukynslóðinni, höms-
um og hamborgurum. Meginógn-
irnar sem steðja að börnunum eru
ekki síður forvitnilegar andhverfur,
annars vegar framliðnir svipir, hins
vegar mjög svo veraldlegur ísbjörn
sem berst með hafísnum að landi.
Því miður fangar Dugguholufólkið
ekki nógu vel hugarheim eldri áhorf-
enda, en virkar betur á þá yngstu,
sem hún er vissulega ætluð. Það
blasir engu að síður við að betur
hefði mátt vinna og markvissar úr
áhugaverðu hráefninu, en sjálfsagt
hefur framleiðandinn haft takmark-
að fé á milli handanna til að útfæra
brellurnar með umtalsverðari ár-
angri. Myndin er jú ætluð sam-
tímabörnum eins og Kalla, sem
kunna oftast mun betur á tæknina
en foreldrarnir og eru vön einhverju
betra en óglöggri og lítið ógnvekj-
andi innkomu bjarndýrsins, nálægð
þess hlýtur að eiga að vera mun
skelfilegri, svo tekið sé dæmi.
Þá er það draugurinn, svo ljóm-
andi góð og þjóðleg flétta í nútíma-
barnamynd sem hefði mátt lukkast
betur. Strákurinn í draugshlutverk-
inu er lítið „móra“-legur, meinleys-
isgrey sem minnir meira á einn gutt-
ann úr bekknum hans Kalla en vofu
aftan úr forneskjunni. Það hefur
sannarlega ekki verið ætlunin að
hræða líftóruna úr krakkaskinn-
unum, en draugsi er hvorki fugl né
fiskur fyrir flesta aldurshópa.
Betur hefur tekist til við að skop-
ast að tæknikunnáttu unglinganna í
samanburði við þá eldri og í vali á
ungu leikurunum, sem mest mæðir
á. Bergþór stendur sig vel og Þórdís
á góða spretti þótt hún bregðist
stundum afkáralega við, en það þarf
ekki að vera hennar sök. Eldri leik-
ararnir gera það sem ætlast er til af
þeim í góðum barnamyndum – að
vera til staðar í bakgrunninum.
Kvikmyndatakan er aðal mynd-
arinnar og þegar vélinni er beint að
ógnandi fjallshlíðinni með sínum vo-
veiflegu hamraborgum, hlöðnum
dulúð þjóðsagnanna í grárri skamm-
degismuggunni, fáum við nasasjón
af fjári magnaðri mynd fyrir full-
orðna, en Dugguholufólkið bætir úr
brýnni þörf fyrir barnaefni.
Andaglasið og gemsinn
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó
Leikstjóri: Ari Kristinsson. Handrit: Ari
Kristinsson. Kvikmyndataka: Kjell Vass-
dal. Tónlist: Öistein Boassen. Klipping:
Elísabet Ronaldsdóttir. Aðalleikendur:
Bergþór Þorvaldsson, Þórdís Hulda Árna-
dóttir, Árni Beinteinn Árnason, Margrét
Vilhjálmsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir,
Margrét Ákadóttir, Erlendur Eiríksson,
Steinn Ármann Magnússon o.fl. 95 mín-
útur. Taka kvikmyndagerð. Ísland. 2007.
Dugguholufólkið Sæbjörn Valdimarsson
Duggholufólkið „Því miður fangar Dugguholufólkið ekki nógu vel hugarheim eldri áhorfenda, en virkar betur á
þá yngstu, þá sem hún er vissulega ætluð,“ segir Sæbjörn Valdimarsson meðal annars í dómnum.
FRUMRAUN ítalska kvikmynda-
gerðarmannsins Alessandro Angel-
ini í að leikstýra leikinni kvikmynd
í fullri lengd sýnir að knappur stíll,
áhugavert handrit, og þéttur leik-
arahópur getur komið manni langt.
Fabio (Giorgio Pasotti) starfar að
fangelsismálum, þá aðallega í að
meta endurhæfingarstig fanga. Það
sem fæstir vita er að faðir hans,
Sparti (Giorgio Colangeli) er
dæmdur morðingi og hefur setið í
fangelsi í 20 ár. Myndin hefst þegar
Sparti er fluttur yfir í fangelsið
sem Fabio starfar við, og Fabio átt-
ar sig á því að þarna er faðirinn
kominn sem fjölskyldan sleit öllu
sambandi við þegar hann var barn.
Tilfinningarnar sem brjótast upp á
yfirborðið eru ekki auðveldar en
Angelini, sem skrifaði handritið
ásamt Angelo Carbone, reynir að
forðast ódýrar lausnir. Hann hefur
líka með sér traustan hóp til þess
að skapa áhugaverða heildarmynd.
Myndavél Arnaldo Catinari fylgir
leikurunum náið og klipping Mas-
simo Fiocchi er þétt. Stór hluti
myndarinnar gerist innan veggja
fangelsis, og er útlit Alessandro
Marrazzo hrátt og innilokandi. Sag-
an er að mestu tvíleikur Pasotti og
Colangeli, en snertir þó fleiri. Sér-
staklega hina frambærilegu Mic-
hela Cescon í hlutverki Cristina,
systur Fabio. Hér er á ferðinni
prýðileg tilfinningastúdía sem er
vel þess virði að sjá. Gaman væri
nú að mynd eins og þessi fengi
betri dreifingu í kvikmyndahúsum
borgarinnar.
Eftirsjá og einmanaleiki
KVIKMYNDIR
Regnboginn – Ítalskir dagar
Leikstjóri: Alessandro Angelini. Leikarar:
Giorgio Pasotti, Giorgio Colangeli, Mec-
hela Cescon, Katy Saunders. Ítalía. 90
mín. 2006.
Loft læviblandið L‘aria salata Anna Sveinbjarnardóttir
SÍÐASTA Söngvaskáldakvöld árs-
ins verður haldið á DOMO annað
kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 og
hefst í beinni útsendingu Kastljóss-
ins. Sérstakur gestur kvöldsins er
söngkonan Ragnheiður Gröndal.
Hljómsveitin er skipuð Eyþóri
Gunnarssyni hljómborðsleikara,
Ómari Guðjónssyni gítarleikara,
Valdimar Kolbeinssyni bassaleik-
ara og Einari Scheving trommu-
leikara.
Söngvaskáldakvöldin eru sam-
starfsverkefni FTT og FÍH.
Að Söngvaskáldakvöldinu af-
loknu verður Jam – Session en kl.
22 hefst dagskrá Múlans. Aðgang-
ur að Söngvaskáldakvöldinu er
ókeypis til kl. 21.30 en eftir það er
aðgangseyrir 1.000 kr.
Söngva-
skáldakvöld