Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 18. TBL. 96. ÁRG. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is RÓMANTÍSKIR RÚSSNESKT GLAMÚRROKK OG PÍNUPILS Í HERRATÍSKUNNI >> 22                  FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BORGARRÁÐ styður samhljóða að Sunda- braut verði lögð í göngum. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður samgöngunefndar Alþingis, er sama sinnis. Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri undrast áherslu Vegagerð- arinnar á svonefnda eyjalausn, því vafamál sé hvort hún sé fær, en bæði Dagur og Stein- unn Valdís segja að ekki sé allt sem sýnist í sambandi við kostnaðaráætlun þeirrar lausnar. Beðið er ákvörðunar samgöngu- ráðherra. Steinunn Valdís Óskarsdóttir segir að mál Sundabrautar verði tekið fyrir hjá nefndinni innan skamms. Hugmyndin sé að fá kynn- ingu á stöðu mála frá Vegagerðinni og sam- gönguráðuneytinu og kalla á ýmsa hags- munaaðila. Hins vegar hafi hún ekki legið á skoðun sinni og afstaða hennar sé skýr: „Ég tel langskynsamlegustu lausnina, bæði út frá skipulagi, umferð og umhverfi, að fara Sundabraut í göngum á ystu leið.“ Í skýrslu starfshóps um Sundabraut kem- ur fram að heildarkostnaður við svokallaða eyjalausn sé um 15 milljarðar en tæplega 24 milljarðar við jarðgöng, miðað við verðlag í október 2007. Samkvæmt samgönguáætlun 2007-2010 eiga 8 milljarðar af söluandvirði Símans að fara í Sundabraut. Í grein í Morg- unblaðinu fyrir um tveimur árum sagði Sturla Böðvarsson, þáverandi samgöngu- ráðherra, að kostnaðurinn við Sundabraut lægi ekki fyrir en reikna mætti með 18 til 19 milljörðum hið minnsta og fjármögnun væri tryggð. Þjóðvegur á kostnað ríkisins Dagur og Steinunn Valdís segja að þó að Vegagerðin leggi yfirleitt til ódýrustu leiðina hafi hún lent í ágreiningi um legu ýmissa vega og enn hafi ekki komið til þess að mis- munurinn væri greiddur af viðkomandi sveitarfélagi, þó að farin hafi verið önnur leið en Vegagerðin hafi valið í upphafi, samanber nýlegar deilur í Garðabæ. Steinunn Valdís segir réttlætanlegt að fara gangaleiðina þó að hún sé dýrari en eyjaleiðin, einfaldlega vegna þess að hún sé svo miklu, miklu betri. Dagur tekur í sama streng og segist ekki hafa heyrt að taka ætti upp sérstaka Reykja- víkurreglu í því sambandi. „Það kæmi mér á óvart ef menn færu að brydda upp á ein- hverri slíkri umræðu í fyrsta sinn.“ Sérregla fyrir Reykjavík? Sundabraut í göng sögð skynsamlegasta lausnin Kári og Halla >> 48 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu Fossháls 5-7 • 110 Reykjavík Sími 551 5600 • Fax 551 5601 www.utilegumadurinn.is Hjólhýsasýning Við frumsýnum 2008 árgerðina af stórglæsilegum Polar hjólhýsum helgina 19.-20. janúar í verslun okkar að Fosshálsi 5-7. Léttar veitingar í boði! Lau kl. 10.00-17.00 Sun kl. 12.00-16.00 Í HNOTSKURN »Bobby Fischer varð heims-meistari í Reykjavík 1972 er hann tefldi við Sovétmanninn Borís Spasskí. Einvígið vakti geysilega athygli um allan heim og skák varð skyndilega vinsæl í Bandaríkjunum. »Titillinn var tekinn af Fisch-er árið 1975 þar sem ekki tókst að koma á einvígi milli hans og áskorandans, Anatólís Karpovs, vegna þess hve Banda- ríkjamaðurinn setti mörg og flókin skilyrði. Eftir Kristján Jónsson kjon@ mbl.is BOBBY Fischer vildi í fyrra tefla einvígi við Vishy Anand, núverandi heimsmeistara í skák, einnig var hann fús að tefla við Garrí Kasparov. Helgi Ólafsson stórmeistari hafði milligöngu í málinu og tók Anand vel í að tefla við Fischer sem vildi að notast væri við tilhögun sem hann fann upp, Fischerrandom en þá er mönnunum raðað upp að hluta til af handahófi í byrj- un skákar til að gera taflið erfiðara. Að sögn Helga nýtur Fischerrandom, öðru nafni Chess 960, vaxandi hylli, einkum í Þýskalandi, og mun Anand oft hafa teflt á skákmótum með þessari uppröðun. Fram kemur í tölvuskeytum frá því í fyrra milli Helga og Anands að Fischer var með vel mót- aðar hugmyndir um einvígið. Hann setti fram í sam- ráði við Helga 18 tillögur um tilhögun þess, teflt yrði í Indlandi og atburðurinn fjármagnaður af þarlendum fjármálamönnum. En einvígið yrði sýnt á netinu og hægt að kaupa þar aðgang að skákunum. Helgi segir að ekki hafi verið gerlegt fyrir Kasp- arov að taka boðinu. Hann hafi þegar haft öðrum hnöppum að hneppa enda orðinn umsvifamikill stjórnmálamaður í Rússlandi. „Anand bar fyrir sig tímaleysi vegna þátttöku í mótum en segir í einu skeytinu að það myndi vera heiður fyrir sig að tefla við Fischer en hann gæti ekki tryggt að öllum skil- yrðunum yrði fullnægt.“ Fischer og Anand þekktust og var hinn fyrrnefndi óánægður með að ekki skyldi þokast í málinu. Hann sagði við Helga: „Ég verð að ná einni keppni í viðbót.“ Bobby Fischer sóttist eftir einvígi við Anand Hugðist fá að reyna sig við ríkjandi heimsmeistara sem tók vel í hugmyndina Árvakur/RAX Skákmeistari Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, lést í Reykjavík í fyrrakvöld, 17. janúar.  Bobby Fischer | 26, 27 og miðopna GREININGARFYRIRTÆKIÐ Credit Sights seg- ir barnalegt að ætla að Gnúpur verði eina íslenska fjárfestingarfélagið sem lendi í vandræðum í kjöl- far lækkunar á gengi hlutabréfa. Í nýlegri skýrslu fyrirtækisins segir að lánardrottnar Gnúps, sem ekki hafi haft veð fyrir lánum til félagsins, muni væntanlega fá 60% af lánunum endurgreidd. Bank- arnir fá sín lán að mestu eða fullu leyti endurgreidd og jafnframt telji þeir sig vera í góðri stöðu hvað varðar lán, og tryggingar þeirra vegna, til fjárfest- ingarfélaga. Þá segir fyrirtækið að framtíðarhorfur í íslensku efnahagslífi séu ekki bjartar. | 14 Líklegt að fleiri lendi í vanda „Hann var vissulega mjög umdeild- ur maður en framlag hans til skák- listarinnar var einstakt, það er það sem við minnumst núna.“ Garrí Kasparov „Það er slæmt að hann skyldi ekki halda áfram að auðga skákheiminn með óviðjafnanlegum skilningi sín- um eftir 1972.“ Jan Timman „Skáksnillingur er látinn, þetta er missir fyrir allt mannkynið.“ Viktor Kortsnoj „Mikið áfall, besti skákmaður sög- unnar er horfinn á braut.“ Lajos Portisch „Hann klauf ekki vestrið frá austr- inu, fólk sameinaðist á aðdáun á honum.“ Ljubomir Ljubojevic „Hann var á móti þessari klassísku skák sem hann taldi tölvurnar hafa eyðilagt.“ Friðrik Ólafsson Snillingur kvaddur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.